Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 47
helgarblað 2. október 2009 föstudagur 47
Framhjáhald á internetinu er ein helsta sambands-ógn sem pör þurfa að tak-ast á við í dag. Þar sem
stafræn tækni skipar sífellt stærri
sess í sambandsslitum fólks þurf-
um við að vera betur á varðbergi
um hætturnar sem tækninni
fylgja.
Internetið er þrátt fyrir allt
frekar nýtt fyrirbæri. Enn er ekki
ljóst hvar mörkin liggja á netinu
þegar fólk er í sambandi. Þótt það
sé ekki fallegt að snuðra um mak-
ann getur það í sumum tilvikum
borgað sig að mati bandaríska
kynlífs- og sambandaráðgjafans
Ians Kerner.
Tilfinningalegt framhjáhald
Internetið, rétt eins og hótelherbergi
og GSM-símar, auðveldar fólki mjög
að halda framhjá, að mati Kern-
ers. Hann segir að netnotkun leiði
kannski ekki með beinum hætti til
framhjáhalds en líkur á ákveðinni
tegund framhjáhalds aukist með
mikilli notkun á samskiptaforritum;
tilfinningalegu framhjáhaldi.
Slíkt trúnaðarbrot sé oft í formi
daðurs við einhvern af hinu kyninu,
þar sem til staðar séu öll einkenni
kynferðislegs sambands. Öll nema
kynlífið sjálft. Leynd, tilfinningaleg
nánd og kynferðisleg spenna séu
þrjú merki þess að um tilfinninga-
legt framhjáhald sé að ræða. Kern-
er er á því að ástarsambandi stafi í
raun meiri ógn af slíku framhjáhaldi
en stöku hliðarspors í formi skyndi-
kynna.
Veggir geta lekið
Hann segir að í langvarandi ástar-
sambandi sé afar mikilvægt sé að
setja skýr mörk, sérstaklega gagnvart
þeim sem gætu á einhvern hátt ógn-
að sambandinu. Hann segir að það sé
hins vegar ekki alltaf nóg að setja upp
veggi. Veggir geti lekið. Helsta ógnin
stafi ekki endilega af því að makinn
freistist til að stunda kynlíf með við-
komandi, heldur geti tilfinningalegt
framhjáhald smátt og smátt grafið
undan tilfinningum í garð makans.
Traust og virðing
En hvað áttu að gera þegar þú hef-
ur á tilfinningunni að eitthvað
slæmt sé í gangi? Áttu að snuðra?
Kerner er á því að í sambandi, þar
sem heit hafa verið bundin, eigi
ekkert að fela. Allt eigi að vera upp
á yfirborðinu. Vitaskuld eigi að
virða friðhelgi einkalífsins en virð-
ing byggist fyrst og fremst á trausti.
„Konan mín veit til dæmis lykilorð-
ið sem ég nota til að komast inn á
nær öll póst- og samskiptaforrit á
netinu. Notar hún það einhvern
tímann? Ég leyfi mér að efast um
það en henni er velkomið að renna
í gegn um póstinn minn hvenær
sem er. Um það snýst traust; hafa
ekkert að fela og virða friðhelgi
hvort annars. Annað getur ekki
þrifist án hins,“ útskýrir Kerner.
Á ég að kíkja?
En hvað áttu að gera þegar þú veist
ekki hvort þú getir treyst maka
þínum? Þegar þú grunar hann um
að eiga í óviðeigandi samskiptum
við einhvern; að hann hafi eitt-
hvað að fela? Kerner segir að áður
en þú ákveðir að snuðra eigir þú
að spyrja þig eftirtalinna spurn-
inga:
1. Er maki þinn óeðlilega lengi á
netinu í tölvunni eða símanum?
Laumast hann á netið þegar þú
sefur eða lokar tölvunni þegar þú
gengur framhjá?
2. Reynir hann að fela SMS-send-
ingar í símanum eða forðast hann
að skilja við síður á borð við Face-
book opnar þegar hann er ekki við
tölvuna?
3. Heldur makinn sambandi við
sína fyrrverandi, til dæmis á Face-
book? Finnst þér það óþægilegt?
4. Finnst þér þú ekki fá að vita það
sem þú villt vita um samband hans
við fyrrverandi kærustur eða kær-
asta?
5. Fer makinn í vörn og kallar þig
vænisjúka/n þegar þú minnist á
pukrið eða feluleikinn sem virðist
vera í gangi?
6. Er maki þinn daðrari að eðlisfari
og sýnir það þegar þið farið út að
skemmta ykkur?
7. Hefur kynlíf ykkar tekið breyt-
ingum undanfarið eða er nándin
minni?
8. Gerir maki þinn lítið úr þér á al-
mannafæri? Gagnrýnir hann þig
eða segir brandara á þinn kostn-
að?
9. Viðhefur maki þinn neikvæðar
athugasemdir um samband ykkar
í viðvist annarra?
10. Hefurðu það á tilfinningunni
að eitthvað ami að?
Svörin við þessum spurningum
ættu að mati Kerners að gefa þér
vísbendingu um það hvort þú eig-
ir að snuðra eða laumast í pósthólf
eða síma maka þíns. Sérstaklega ef
þú hafir án árangurs reynt að ræða
þessa hluti við makann. Vonandi
komist þú ekki á snoðir um neitt
misjafnt og geti þannig andað létt-
ar, eða í það minnsta velt því bet-
ur fyrir þér hvers vegna þú hafð-
ir grunsemdir um að makinn hafi
eitthvað óhreint í pokahorninu. Ef
til vill getir þú nýtt það til að bæta
sambandið ykkar.
Gráu svæðin mörg
Kerner segir þó að vitaskuld sé hugs-
anlegt að þú finnir eitthvað sem angri
þig, jafnvel þó makinn geri lítið úr
því. Grá svæði tilfnningalegs framhjá-
halds séu mörg. Rannsókn sem fram-
kvæmd hafi verið árið 2008 hafi leitt í
ljós að konur og karlar líta misjöfnum
augum á tilfinningalegt framhjáhald.
„Rannsóknin leiddi í ljós að karlmenn
eru viðkvæmari en konur fyrir líkam-
legu framhjáhaldi konunnar. Konur
taka aftur á móti tilfinninga- eða and-
legt framhjáhald manna sinna meira
nærri sér,“ segir Kerner.
Hann segir að rannsóknin sýni
að svigrúm fyrir ósætti sé mikið.
Menn líti ekki svo á daður við vin-
konur jafngildi framhjáhaldi. Það
þýði hins vegar ekki að málið sé
útrætt. „Þó að þú lítir sjálfur svo á
að samskipti þín við vininn muni
ekki ganga lengra, er ekki víst að
hann líti þannig á. Það getur skapað
vandamál,“ segir Kerner.
Niðurstaðan er skýr
Kerner segir að enginn vilji í raun
og veru snuðra um maka sinn.
Auðvitað vilji heldur enginn láta
njósna um sig. Hvorugt sé mjög
uppörvandi. Besta lausnin sé
auðvitað sú að par eigi óheft-
ar umræður um hluti sem þessa.
Það styrki sambandið. „Það að
tala saman er frábært tækifæri
til að setja skýr mörk og viðmið í
samskiptum við aðra, bæði á net-
inu og annars staðar. Finnið lausn
sem þið getið bæði sætt ykkur
við,“ segir Kerner.
En hvað áttu að gera ef þú kemst
að því að makinn er að daðra við
vini af gagnstæðu kyni á netinu eða
í símanum? Hvað ef þú færð sönnur
fyrir tilfinningalegu framhjáhaldi?
Kerner er ekki í vafa. „Það er erfitt
að taka ákvörðun um að snuðra um
makann, en það er betra að vita en
vita ekki. Það borgar sig að kíkja.
Vertu ánægð/ur með það,“ segir
hann að lokum. birgir@dv.is
Byggt á grein Ians Kerner, kynlífssér-
fræðings, rithöfundar og sambands-
ráðgjafa.
Laumast maki þinn á netið þegar þú sefur eða lokar
hann tölvunni þegar þú gengur framhjá? Gætir hann
þess að láta símann aldrei frá sér og bregst hann illa
við þegar þú spyrð hann um netsamskipti við gamla
vini og elskhuga? Þetta eru allt vísbendingar um að
makinn hafi óhreint mjöl í pokahorninu að mati met-
söluhöfundarins og sambandsráðgjafans Ians Kerner.
heldur
maki þinn
framhjá?
„Reynir hann að fela SMS-
sendingar í símanum eða
forðast hann að skilja við
síður á borð við Facebook
opnar þegar hann er ekki
við tölvuna?“
Er daður á netinu framhjáhald?
Grá svæði tilfnningalegs framhjá-
halds eru mörg. Karlar og konur hafa
ólíkar skoðanir á daðri á netinu.