Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 33
Guðjón Már Guðjónsson er í almennu tali kallað-ur Guðjón í Oz. Ekki að ástæðulausu þar sem hann stofnaði það mikla nýsköpun- ar- og frumkvöðlafyrirtæki aðeins 17 ára gamall árið 1989. Hann fæddist í Reykjavík þann 16. febrúar 1972 og ólst upp í Sundahverfinu. Hann gekk í Langholtsskóla allan sinn grunn- skólaferil. Guðjón er sjálfmenntað- ur tölvusnillingur og vann ótrúlega hluti á tölvur sem barn en í námi var ekki sömu snilldinni fyrir að fara. „Ég var langt frá því að vera ein- hver dúx í skóla. Meira að segja mjög langt frá því. Ég átti í fullt í fangi með að komast í gegnum samræmdu prófin. Ég kláraði grunnskólann með viðundandi einkunnir en ekki með nægilega góðar einkunnir til að komast í betri skólana hér í bæ,“ seg- ir Guðjón. Guðjón sótti um í Verzlunarskóla Íslands en fékk synjun. Af ástæð- um sem Guðjón veit enn í dag ekki hverjar eru endaði hann samt í Verzló. „Eiginlega á fyrsta skóladegi um haustið fékk ég hringingu um að ég ætti að mæta í Verzló þannig að það gerði ég bara. En ég veit ekki enn þann dag í dag af hverju það var. Ætli það hafi ekki eitthvað tengst fyr- irtækinu sem ég var þá kominn með á fullt. Líklega hafa menn þar ákveð- ið að gefa mér tækifæri,“ segir Guð- jón sem hætti í Verzló fyrir jólapróf á lokaárinu vegna umsvifa hjá Oz. Öll sín afrek hefur hann unnið án nokk- urrar gráðu eða prófs. „Eina prófið sem ég hef er bílprófið,“ segir Guðjón og hlær við. Beðinn um að yfirgefa fótboltaæfingu Það liggur því beinast við að spyrja Guðjón hvort hann hafi verið nörd. „Ég var svona blanda af nörd og fé- lagsveru,“ segir Guðjón og rifjar upp viðburðaríka fótboltaæfingu. „Ég byrjaði að æfa fótbolta en einn dag- inn kom þjálfarinn, settist niður með mér, klappaði mér á bakið og sagði ofboðslega kurteislega að ég þyrfti ekkert að mæta á æfingu aftur. Þau hefðu verið harðorð foreldrabréf- in ef þetta hefði gerst í dag en ég var ánægður með þetta ráð. Ég labbaði því bara heim af æfingu og fór rak- leiðis í tölvuna,“ segir hann skæl- brosandi. „Ég hef alltaf þrifist á því að um- gangast sem mest af skapandi fólki. Ég hljóp samt heim úr skólanum til að fara að forrita. Ég var búinn að hanna tölvuleiki og heimilisbókhaldskerfi í barnaskóla. Þetta gerði maður langt fram eftir nóttu á meðan móðir mín hélt að ég væri að læra.“ Hófst allt með leikjatölvu Tölvur hafa alltaf skipað stóran sess í lífi Guðjóns. Faðir hans stofnaði eitt af elstu tölvufyrirtækjum landsins, Tölvubankann. Það var þó uppeld- isbróðir Guðjóns sem kom honum á bragðið hvað varðar tölvurnar. „Eftir að ég bar út Moggann eins og marg- ir aðrir gríslingar ætlaði ég alltaf að kaupa mér fjarstýrðan rafmagnsbíl. Uppeldisbróðir minn og stóri frændi tók það ekki í mál heldur sagði hann mér að kaupa Sinclair Spectrum- tölvu. Ég ákvað að fara að ráðum stóra frænda og eftir það var ekki aftur snúið,“ segir Guðjón og brosir. „Nýsköpun og tækni hafa alltaf verið hluti af mínu lífi,“ bætir hann við. Tölvur eins og súrefni Að hlusta á Guðjón tala um tölv- ur og nýsköpun er eins og að hlusta á listmálara eða tónlistarmann tala um nýjasta verk sitt. Innlifunin og ástin er algjör enda hafa Guðjón og tæknin átt góða samleið í gegnum tíðina. „Tölvur eru stórkostleg verkfæri sköpunar. Ég fann strax að tölvurnar gætu hjálpað mér að ná meiri árangri í sköpunargreinum. Mér fannst og finnst enn þá mjög gaman að vinna við tölvur. Ég byrjaði af miklum krafti í menntaskóla og alveg frá því úr grunnskóla var ég að vinna mik- ið við grafíska hönnun. Þar innleiddi ég ýmiss konar nýja hugmyndafræði í gerð nafnspjalda og fleira. Af því hafði ég smá aukatekjur og ég fann bara hversu spennandi heimur þetta var. Ég tileinkaði mér þetta því mjög snemma. Tölvur eru í raun eins og súrefni fyrir mig,“ segir Guðjón sem fékk fyrst greitt fyrir tölvuverkefni að- eins 14 ára. Hafa verður í huga að árið var 1986 og tölvubransinn hér heima kominn afskaplega stutt á leið. „Ég og Róbert vinur minn stofn- uðum fyrirtækið GR Hugbúnað. Við bjuggum til hugbúnað fyrir billjard- og poolstofur sem við fengum síðan pabba vinar míns til að smíða raf- stýringarbúnað fyrir. Þannig kvikn- aði á borðinu þegar einhver setti pening í það. Við ætluðum að selja þetta um allan heim þannig að þeg- ar við komumst í að prenta bæklinga í húsakynnum Atlantis-tölva breytt- um við nafninu í GR International,“ segir Guðjón. Upphaf Oz Eins og fram kom í byrjun er Guðjón Már allajafna kallaður Guðjón í Oz. Sá stimpill hefur fylgt honum frá því að litla fyrirtækið sem hann stofn- aði sprakk út og varð sá risi sem það var á sínum tíma. Hann stofnaði það sautján ára og hætti þar rétt rúm- lega þrjátíu og eins árs. Til að byrja með var Oz þjónustufyrirtæki sem þjónustaði alla þá sem vildu nýta sér tækni margmiðlunar. Oz var samt langt á undan sinni samtíð. „Á þessum tíma, þegar ég var að stofna fyrirtækið, hringdi ég í Orða- bók Háskóla Íslands til að fá orð til að nota yfir „multimedia“. Við feng- um svarið að það ætti að vera „al- miðlun“. Við vorum svo snemma í þessu að það var ekki komið orð yfir það sem við vorum að vinna með. Multimedia er auðvitað margmiðlun í dag,“ segir Guðjón. Fyrsta salan til Microsoft Spurningunum um Oz er langt í frá lokið. „Oz var í mínum huga mjög jákvætt fyrirbæri fyrir íslenskt við- skipta- og þjóðlíf. Hjá félaginu fékk ungt fólk að spreyta sig í alþjóðlegu viðskiptalífi sem Íslendingar og var gífurlega spennandi í alla staði,“ seg- ir Guðjón en fyrirtækið komst fyrst á kortið um 1993 með áberandi sölu á einstökum hugbúnaði á heimsvísu til risans í tölvubransanum, Micro- soft. „Það sem var ákveðin vítamín- sprauta fyrir okkur var þegar við náðum samningum við Microsoft. Við seldum þeim hugbúnað sem gat teiknað upp grafíska mynd af náttúr- unni. Þetta var mjög snemma í tölvu- bransanum og það voru mjög fá fyr- irtæki sem þorðu að fara út í svona flókna eðlisfræðilega forritun,“ segir Guðjón en ávísunin sem þeir fengu borgað með var hengd upp á vegg. „Microsoft greiddi okkur með Microsoft-ávísun sem við litaljósrit- uðum og hengdum upp á vegg. Þeir hjá Microsoft hafa eflaust haldið sig vera búna að finna þarna gullkistu því þetta var svo ódýrt. Hvort þeir greiddu okkur um 20 milljónir króna eða eitthvað, sem reyndar borgaði upp þróunarkostnað okkar fyrir allt árið.“ Guðjón tók að sér að verkstýra þessari vinnu sem kom Oz á kort- ið en í gegnum tengslanet sitt fann hann allra færustu Íslendingana í háskólanámi. Hann þurfti þó að sannfæra þá um að hætta í skólan- um. „Ég rændi til dæmis einum úr ólympíuliði Íslendinga í eðlisfræði og öðrum sem var einn aðalgúrúinn í verkfræðinni. Mitt starf var svolítið að sannfæra þessa raunsæju menn um að þetta væri hægt. Það var varla hægt að borga nein laun, þetta var bara drifið áfram af hugsjón,“ segir Guðjón. Lögðu grunninn að Eve Online „Eftir söluna á hugbúnaðinum til Microsoft veltum við aftur fyrir okkur hvað væri það allra erfiðasta sem við gætum tekið að okkur,“ segir Guðjón um næsta skref Oz. „Þarna var inter- netið að brjótast út og við hugsuð- um því með okkur að það erfiðasta sem hægt væri að gera væri að end- urteikna internetið í þrívídd. Þetta var fyrir tíma Pentium-örgjörva og þrívíddarleikja. Þarna var Wolfen- stein-tölvuleikurinn enn þá vin- sæll og ekki einu sinni búið að búa til tölvuleikinn Doom. Við ákváðum því að ráðast í þetta en maður brosir þegar hugsað er til baka um hvernig við unnum þetta. Það var eins og við hefðum tekið bók úr einhverju MBA- háskólanámi og gert alltaf andstæð- una við allt sem var skrifað á öllum vígstöðvum.“ Til að gera langa sögu stutta hófst Oz handa við verkefni sem kallað var Cosmos. Þar reyndu þeir að búa til hagkerfi í sýndarveruleika. Í raun er þetta verkefni í dag tölvuleikurinn Eve Online en íslenska fyrirtækið CCP tók við keflinu og hannaði út frá því þennan magnaða leik sem hefur náð vinsældum um allan heim. „Maður horfir á þennan leik í dag alveg rosalega stoltur og hugsar um allar andvökunæturnar hjá Oz við að reyna að ná utan um þetta. Við vor- um að vinna þetta mjög snemma og kynntum frumútgáfu af þrívíddar- hagkerfi strax árið 1995,“ segir Guð- jón. Microsoft glósaði og bjó til MSN Oz hætti tveimur árum seinna við að takast á við þrívíddarhagkerfið og ákveðið var að fara út í mun einfald- ari lausnir. Tækni sem hægt væri að nota í farsímum og venjulegum gam- aldags tölvum. Úr því varð til tækni sem hét iPulse en það var í raun for- veri MSN-samskiptaforritsins sem milljónir manna nota úti um allan heim í dag og hefur rakað inn gífur- legum fjárhæðum til Microsoft. „IPulse varð til í raun og veru tveimur árum á undan MSN og fjór- um árum á undan Skype. Þegar við kynntum framtíðarsýn okkar með iPulse vorum við að pæla í af hverju helmingur fólksins í salnum væri frá Microsoft og glósaði hvert einasta orð sem við sögðum. Við komumst að því svona ári seinna þegar MSN Messenger kom út á markaðinn sem við teljum að hafi verið byggt á iPulse-tækninni okkar,“ segir Guð- jón og brosir út í annað en segist þó engan kala bera til risans Microsoft vegna þessa. Guðjón segir margt hefðu mátt betur fara í viðskiptamódeli Oz. Fyr- irtækið var meira í að selja lausn- ir sínar til símafyrirtækja þegar það hefði fremur átt að selja þær ein- staklingum. Nokkrir Svíar komu til dæmis á fund Oz og vildu kaupa all- an kóðann fyrir iPulse. „Þessir Svíar voru nýbúnir að selja helgarblað 2. október 2009 föstudagur 33 horfir stoltur til baka á oz Guðjón Má Guðjónsson þekkja líklega flestir sem Guðjón í Oz þrátt fyrir að sex ár séu liðin frá því að hann sagði skilið við fyr- irtækið sem hann stofnaði aðeins 17 ára. Guðjón er heltekinn af nýsköpun og frumkvöðlastarfi og reynir í dag að hjálpa öðrum að stíga sín fyrstu skref á því sviði í Hugmyndaráðuneytinu sem hann stofnaði. Hann er sjálfmenntaður tölvusnillingur en rétt náði meðallagi sem námsmaður. Í viðtali við Tómas Þór Þórðar- son gerir Guðjón meðal annars upp tímann hjá Oz sem hann er stoltur af þrátt fyrir hæðir, lægðir og mistök í rekstri. „Microsoft greiddi okk- ur með Microsoft-ávís- un sem við litaljósrituð- um og hengdum upp á vegg. Þeir hjá Micro- soft hafa eflaust haldið sig vera búna að finna þarna gullkistu því þetta var svo ódýrt.“ Hæðir og lægðir Oz lenti í miklum hremmingum en samdi meðal annars við risa eins og Sony Ericsson. Hér skrifar Guðjón undir samning við Sony Ericsson með forsetann sér við hlið. Undrabarn Guðjón var oft kallaður undrabarnið úr Sundahverfinu í blaðagreinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.