Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 27
m æ li r m eð ... Dogtooth Frumleg, fynd- in, sorgleg og sjúkleg. Megi fleiri myndir Lanthimos verða sýndar hér í framtíðinni. Stúlkan Sem lék Sér að elDinum Þeir sem kunnu að meta Karla sem hata konur fá hér feitan bónus. heimilDamynDin ViDeocracy Mynd sem sýnir hvernig Berlusconi notar lágkúru sem valdatæki á Ítalíu. DiStrict 9 Loksins eitthvað frumlegt. Funny PeoPle Besta mynd leikstjór- ans Judds Apatow. fókus 2. október 2009 föstudagur 27 Hvað er að GERAST? the SePtember iSSue Þarft ekki að ganga í Manolo Blahnik Aladdin-skóm til að tengja við þessa mynd. Það er auðvitað út í hött hvað fáir leikir eru framleiddir með nasista- ívafi. Hér er komin enn ein versjón- in af þessum vinsæla skotleik og get ég stoltur sagst hafa spilað allar. Al- veg frá því að brynklæddi megan- asistinn bauð „guten tag“ fram til nýjustu útgáfunnar þar sem nasist- ar hafa komist yfir yfirnáttúrulega krafta og ónáttúrulega tækni. Í Wolfenstein stýra leikmenn CIA-manni sem sendur er inn í hjarta Evrópu í seinni heimsstyrj- öldinni til að aðstoða róstuseggi og uppreisnarmenn sem eru komnir á snoðir um eitthvað mjög spennandi. Í raun áttaði ég mig ekki á því hvað nákvæmlega gerist, einhvers konar havarí og voila, niðurstaðan er: nas- istar með ofurkrafta! Einhvers konar fullkomnun í tölvuleikjum. Hasar- inn í leiknum er nokkuð skemmti- legur framan af. Skemmtilegur fítus að geta keypt sér viðbætur á vopn- in. Var orðinn helvíti sleipur á rifflin- um í lokin, á sama tíma og leikurinn fór að verða þreyttur. En þá tekur við multiplayer, sem er kannski ekkert cutting edge, en ég kvarta ekki. Fínn skotleikur sem óhætt er að mæla með við hasarhausana og þá sem kunna að meta Lugerinn í öllu sínu valdi. Dóri DNA Wolfenstein tegund: Skotleikur Spilast á: PS3/Xbox360 TölvulEikiR Wolfenstein „Fínn skotleikur sem óhætt er að mæla með við hasarhausana.“ með sama sjónarhorn á þetta og þeg- ar þú býrð erlendis. Í augum flestra Ít- ala er því allt þarna í góðu lagi af því að Berlusconi hefur tryggan stuðning og tekst að halda neikvæðri umfjöllun um sig utan við mikilvægu fjölmiðl- ana, sem eru sjónvarpsstöðvarnar.“ berlusconi elskar stór brjóst Sjónvarpsmenningin með sín innan- tómu gildi varð ráðandi með tilkomu auglýsingasjónvarpsins á Ítalíu und- ir lok átttunda áratugarins. Gandini bendir á að fyrir áttatíu prósent Ítala er sjónvarp meginupplýsingaveitan. „Og Ítalía er í 84. sæti á lista yfir þjóðir heimsins sé litið til kynjajafn- réttis. Maður sér tengslin þegar mað- ur horfir á ítalskt sjónvarp. Þeir sem hafa ekki alist upp við það sjá að það er mjög yfirborðskennt. Það er byggt á yfirborðskennd og lágkúru. Smekkur Berlusconis á sjónvarpsefni er algjör- lega kjarninn í ítölsku sjónvarpi. Hans smekk og því sem er í hans undirmeð- vitund, ef þannig er hægt að orða það, er dreift út um alla Ítalíu. Og það er augljóst að maðurinn elskar naktar konur og stór brjóst. Meira að segja eiginkonan hans kallaði hann kynlífs- fíkil. Ég held að það sé ekki í eðli Ítala að elska þetta og vilja fyrsta og fremst sjá þetta í sjónvarpinu, en þegar þú hefur valdið til að gera þetta að norm- inu þá smátt og smátt verður þetta normið. Þá verður það eðlilegasti hlutur í heimi að nánast allar stúlkur dreymi um að verða „velina“.“ nánast enginn les dagblöðin Berlusconi er einn umdeildasti og jafnvel allra umdeildasti stjórnmála- maður í Evrópu. Þrátt fyrir það hefur hann þrisvar fengið nægan atkvæða- fjölda frá þjóð sinni í kosningum til að gegna embætti forsætisráðherra Ítalíu. Hefur það mikið að gera með þetta vald Berlusconis yfir sjónvarp- inu; það er aðalmiðillinn og því er haldið frá því að fjalla um mál sem eru honum ekki að skapi. „Í staðinn er glensi og fjöri hald- ið að fólkinu og Berlusconi er fyrst og fremst sýndur glaður,“ segir Gandini. „Margir utan Ítalíu velta fyrir sér hvers vegna hann sé alltaf endurkjörinn og svarið er að flestir á Ítalíu vita ekki það sem við vitum. Það er ekki út af beinni ritskoðun í anda Kalda stríðs- ins þó vissulega eigi ákveðin ritskoðun sér stað. En Berlusconi segir að prent- miðlarnir séu allir á móti sér, og það er rétt. En það les nánast enginn dag- blöð á Ítalíu. Um 5 til 7 prósent lands- manna lesa þau á meðan í Svíþjóð er lesturinn um 80 prósent og í Noregi 86 prósent. Stærsta dagblaðið á Ítalíu er prentað í 400 þúsund eintökum sem er svipað og upplagið af Dagens Nyheter í Svíþjóð þar sem búa um níu milljónir manna á meðan Ítalir eru sextíu milljónir. Sjónvarpið viðheldur þannig til- finningunni um að allt sé í fínu lagi. Það sendir líka þau skilaboð að það sem gerist í lífi stjarnanna, fótbolta- mannanna, sjónvarpsfólksins og slíkra, sé mjög mikilvægt. Það hver vinnur í Big Brother þáttunum er til dæmis mjög mikilvægt að vita! Og sá sem vinnur á möguleika á ríkidæmi.“ glæpamenn viðurkenndir á skjánum Gandini segir að stóri draumur flestra krakka á Ítalíu sé að starfa í sjón- varpi. Strákarnir vilja hugsanlega fyrst og fremst verða fótboltastjörnur, en stelpurnar dreymir um að verða sjónvarpsstjörnur. „Þegar þú elst upp á Ítalíu lærirðu að þeir sem vinna við sjónvarp lifa miklu munaðarlífi. Það eru svo miklir peningar þarna. Skila- boðin eru að ef þú kemst í sjónvarp- ið færðu völd, þú getur auðveldlega farið yfir í stjórnmál og þú færð jafn- vel ákveðna friðhelgi. Ekki í orðsins fyllstu merkingu heldur ertu sam- þykktur af fólkinu. Jafnvel þótt þú sért glæpamaður líkar fólkinu vel við þig ef þú hefur komið fram í sjónvarpinu. Fabrizio Corona er dæmi um þetta,“ segir Gandini en Corona þessi kemur töluvert við sögu í Videocracy. Hann er papparazzi-ljósmyndari sem segist hata stjörnurnar og græðir fúlgur fjár á því að taka myndir af þeim og kúga svo fé út úr þeim með því að segjast birta hinar og þessar myndir nema hann fái borgað fyrir að gera það ekki. „Corona fékk sína friðhelgi með því að koma fram í sjónvarpinu og tala til fólksins. Það heppnaðist vel og núna er hann stjarna í augum fólksins. Berlusconi notar þetta óspart. Hann er reyndar með friðhelgi í bókstafleg- um skilningi þar sem hann kom því inn í lög að forsætisráðherrann ætti að njóta slíks.“ Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að myndin muni breyta að einhverju leyti viðhorfi ítalsks almennings til sjónvarpsins þar í landi segir Gandini hana alla vega hafa haft þau áhrif nú þegar um 150 þúsund manns hafa séð hana frá frumsýningu fyrir mánuði. „Sem er mun meira en ég bjóst við. Það segir mér að fólk þarf staðfest- ingu á því sem því finnst rétt. Það fer þá kannski að fara meira í bíó til að fá upplýsingar í stað þess að horfa bara á sjónvarpið. Vonandi hugsar fólk þegar það sér myndina að einhver hafi ver- ið að horfa á hlutina eins og það hefur verið að gera, án þess að hafa kannski haft orð á því. Ég get ekki spáð mikið fyrir um það hvaða áhrif myndin mun hafa en ég get bara sagt fyrir sjálfan mig að bíómyndir hafa breytt mínu lífi. En menning og bækur hafa líka breytt lífi mínu og því kannski ekki al- veg hægt að treysta á að eitthvað eitt hafi afgerandi áhrif.“ ekki hótað ... ennþá Einn þeirra sem Gandini ræðir við í myndinni er náinn vinur Berlus- conis, Lele Mora, sem stjórnar dag- legum rekstri sjónvarpsstöðva hans. Hann líkir Berlusconi meðal annar við Mussolini og lýsir yfir aðdáun sinni á fasistaleiðtoganum fyrrverandi. Gandini segir ekki hafa verið svo erfitt að fá viðtal við Mora. „Í rauninni ekki því það viðtal var tekið þegar Berlusconi var ekki við völd,“ segir hann en Berlusconi tap- aði í þingkosningunum á Ítalíu árið 2006 en náði aftur völdum tveimur árum seinna. „Hann var því á vissan hátt á eins konar hnignunartímabili. En ég held að Mora myndi ekki tala á sama hátt í dag, myndi til dæmis ekki líkja Berlusconi við Mussolini. Það er vandræðalegt fyrir hann á Ítalíu að hafa gert það í myndinni, en ekki jafn- vandræðalegt og það er álitið hér á Norðurlöndum.“ Gandini kveðst ekki hafa verið angraður eða orðið fyrir hótunum af hálfu Berlusconis og hans manna við gerð myndarinnar eða eftir frumsýn- ingu hennar. „Allavega ekki ennþá. Það hjálpar mér líka að myndin var strax viðurkennd. Femínistar og aðrir kvennahópar fagna henni, það er vilji til þess að sýna hana í skólum og fleira. Ég held líka að hún hafi komið mörg- um þeirra á óvart sem voru í starthol- unum með að kæra mig. Það er ekkert „skemmandi“ sagt um Berlusconi þrátt fyrir að leidd- ar séu líkar að ýmsu. Það eru til vís- bendingar um glæpi sem hægt væri að draga Berlusconi fyrir dómstóla út af – spillingu, mútur og fleira – en það sem kemur fram í myndinni er ekki beinlínis glæpir. Fyrir mér er það samt miklu stærri glæpur, að breyta þjóð- inni á þann veg að hún er eiginlega siðferðislega gjaldþrota. Vegna gjörða Berlusconis er það þannig í augum margra landsmanna að eina lífið sem vert er að lifa er að vinna í sjónvarp- inu. Og þetta er komið til að vera. Þetta viðhorf hverfur ekki þegar Berlusconi er ekki lengur til staðar.“ kristjanh@dv.is stærsti glæpurinn Sjónvarpslágkúran Silvio berlusconi Viðheldur völdum á Ítalíu með því að halda að fólki innantómu sjónvarpsefni með fáklæddum konum. mynD aFP Nasistar með ofurkrafta afmælishátíð Korputorgs um helgina föstudagur n Jet black Joe á Spot Ofurrokkararnir í Jet Black Joe með Pál Rósinkranz og Gunnar Bjarna í broddi fylkingar rokka þakið af Spot á föstu- dagskvöldið. Hljómsveitin hefur líklega aldrei verið betri eins og sannast á nýjasta lagi hennar, Jamm- in. Miðaverð er 1.800 krónur, miðasala hefst klukkan 23. n gunni Þórðar í borgarleikhúsinu Einn ástsælasti lagahöfundur landsins síðustu fjóra áratugi stígur á svið í Borgarleikhúsinu ásamt úrsvalshljómsveit og flytur öll sín þekktustu lög. Eftir Gunnar liggur 650 laga safn og eru mörg þeirra fyrir löngu orðin hluti af þjóðarsálinni. Sérstakir gestir eru Buff og Svavar Knútur. Tónleik- arnir hefjast klukkan 19.30, miðaverð er 2.900 krónur, miðasala á midi.is. n hvanndalsbræður í hvíta húsinu Gleðisveitin Hvanndalsbræður ætlar loksins að láta sjá sig sunnnanlands á tónleikum sem hún heldur í Hvíta húsinu. Spiluð verða lög af þeim fimm plötum sem bandið hefur gefið út. Gamanið hefst klukkan 23 og eftir tónleikana verður svo októberfest- partí á efri hæðinni þar sem ölið mun fljóta á sérstöku tilboði. Miðaverð er 1.500 krónur. laugardagur n næturklúbbur í höllinni Laugardalshöllinni verður breytt í risavaxinn næturklúbb um helgina þegar Eve Fanfest nær hámarki sem tölvuleikjafyrirtækið CCP heldur. Lokapartí hátíðarinnar fer fram í kvöld þar sem fram koma DJ Alienhand, RöXöR, DJ Margeir ásamt sextán manna strengjasveit undir styrkri stjórn Samúels Jóns Samúelssonar og síðast en ekki síst, ofurtvíeykið 2manydjs frá Belgíu. Miðasala á midi.is og í verslunum Skífunnar. Miðaverð 2.900 krónur. n Sannleikurinn aftur á svið Sannleikurinn um lífið, uppistand/ einleikur Péturs Jóhanns Sigfússonar sem frumsýndur var síðasta vetur, fer aftur á svið í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þar þeysist Pétur um víðan völl í uppljóstrun sinni um lífsins sannleika í verki eftir Sigurjón Kjartansson. Miðaverð 3.450 krónur, miðasala á midi.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.