Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 44
Dregið um morð Harvey Nelson átti og rak þjóðvegaveitingastað
í Waycross í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Harvey var ekki vandaður maður og
hafði hlotið 20 ára dóm fyrir manndráp. Hann var þó laus gegn tryggingu þang-
að til áfrýjun hans yrði tekin fyrir. Veitingastaðurinn hans, sem einnig var heimili
hans, stóð höllum fæti og útlitið ekki bjart. Í samráði við tvær þjónustustúlkur sem
unnu á veitingastað Harveys ákvað hann að fremja eitt morð og hirða líftryggingar-
féð. Fórnarlambið var Jimmy, 10 ára sonur hans, og dregið var um hver ætti að sjá um drápið.
Lesið um morðið sem dregið var um í næsta helgarblaði DV.
Banvæn vinátta
Constance og Camille voru vinkonur allt þar til þær urðu skotnar í sama stráknum. Þrátt fyrir ósættið tókst
þeim þó að endurlífga vináttuna, en það var skammgóður vermir. Þegar upp var staðið hafði önnur myrt hina.
Táningsstúlkurnar Constance og
Camille voru óaðskiljanlegar. Þær
voru sautján ára, gengu í sama
skóla, borðuðu saman á heim-
ili Constance í hádegishléum og
stóðu í stöðugum bloggfærsl-
um sín á milli. En þegar þær urðu
ástfangnar af sama drengnum
hrönnuðust upp óveðursský við
sjóndeildarhringinn. Vinskapur
stúlknanna stóðst ekki þá prófraun
og endaði með morði.
Constance og Camille höfðu
þekkst í tvö ár og með þeim hafði
þróast góð vinátta. Þær gengu í
dýran kaþólskan skóla í Rúðuborg
og Constance, sem bjó skammt frá
skólanum, bauð Camille undan-
tekningarlaust heim til sín í hádeg-
ishléum.
Sólargeislinn
Lítil launung hvíldi yfir vináttu
stúlknanna og þær sögðu hverj-
um sem heyra vildi hve mikils þær
mætu hvor aðra. Á bloggsíðu sína
skrifaði Camille: „Constance hefur
verið sólargeislinn minn í ár, upp-
spretta daglegrar hamingju, hvati
minn til að sækja skóla. Ég elska
Constance mína.“
Constance svaraði í sömu mynt:
„Þakka þér, minn langbesti vinur,
fyrir alla þá hamingju sem þú veit-
ir mér daglega. Þú ert ástæða allra
minna brosa, ég elska þig óum-
ræðilega mikið. Þinn langbesti vin-
ur, Constance.“
Síðar skrifaði Constance: „Við
munum byggja framtíð okkar sam-
an. Ég vil að þú sért alltaf nærri
mér.“
Ólíkar vinkonur
Óhætt er að segja að Camille og
Constance hafi verið gott dæmu
um andstæður sem laðast hvor að
annarri. Camille var ljós yfirlitum
og fíngerð og af mörgum talin gott
efni í fyrirsætu. Constance, á hinn
bóginn, var stærri um sig og dökk
á hörund, og dró dám af brasilísk-
um uppruna sínum, en foreldrar
hennar höfðu ættleitt hana, sem
og aðra stúlku frá Brasilíu.
Í ljósi þess að þær tilheyrðu
þokkalega efnuðum fjölskyldum
og voru ágætlega vel gerðar var
ekki fráleitt að ætla að við þeim
blasti björt framtíð.
En ekki fer allt sem skyldi og
vinskapur þeirra beið skipbrot
vegna drengs.
Leyndarmál kemst upp
Constance varð fyrri til að fara á
stefnumót með Benoit, dreng úr
öðrum skóla í Rúðuborg. Benoit
leit á sjálfan sig sem uppreisnar-
segg, var með húðflúr, hýjung og
lokk í öðru eyra. En eftir nokkra
mánuði komst Constance að þeirri
niðurstöðu að sambandið gengi
ekki og sleit því.
Camille tók upp þráðinn þar
sem Constance hafði sleppt hon-
um. En Camille vildi ekki særa vin-
konu sína og þrátt fyrir að hún teldi
sig hafa fundið þann eina rétta fór
hún leynt með sambandið.
En í nóvember 2008 komst Con-
stance að sannleikanum. „Þú hefur
stolið kærastanum mínum,“ öskr-
aði hún á Camille sem svaraði að
bragði: „Þú vildir hann ekki!“
Rifrildi, sættir og morð
Í fleiri daga einkenndist samband
stúlknanna af heift og bræði, en
eftir nokkrar vikur sættust þær.
„Ég óska þér hamingju með Ben-
oit. Ég elska þig mikið og vil ekki að
nokkuð komi á milli okkar,“ skrifaði
Constance á bloggsíðu sína.
Enn á ný urðu Camille og Con-
stance óaðskiljanlegar og enn á ný
snæddu þær hádegisverð á heimili
Constance eins og áður fyrr.
8. janúar, 2009, voru stúlkurn-
ar einmitt á heimili Constance,
spjallandi um prófin sem voru
fram undan, kennarana, tónlist og
stráka, nánar tiltekið Benoit.
Ekki er vitað hvað olli því sem
gerðist síðar, en það var móðir
Constance sem fann líkið. Þegar
hún kom heim úr vinnunni sá hún
blóðslóð sem lá frá svefnherbergi
dóttur sinnar.
Lík undir rúmfötunum
„Constance! Constance!“ hróp-
aði móðir Constance um leið og
hún svipti upp hurðinni að svefn-
herbergi dóttur sinnar. Rúmfatn-
aðurinn var löðrandi í blóði og
greinilegt að undir sænginni lá
mannvera. Móðirin dró sængina til
hliðar og við henni blasti lík.
En það var ekki Constance sem
lá dáin undir værðarvoðinni held-
ur besta vinkona hennar, Camille.
Skoðun læknis lögregluemb-
ættisins leiddi hinn óhugnanlega
sannleik í ljós. Constance hafði
náð sér í eldhúshníf og stungið
Camille í kviðinn og hálsinn. En
hún hafði ekki látið þar við sitja
því hún hafði einnig veitt Camille
mikla höfuðáverka með hamri.
Ljóst var að Camille hafði barist
fyrir lífi sínu en án árangurs. Eftir
að hún hafði hnigið niður, dáin eða
meðvitundarlaus, hafði Constance
dregið hana inn í svefnherbergi sitt
og hulið hana með sænginni. Síð-
an hafði Constance flúið og leitað
skjóls á heimili vinar síns.
Ekki hefur verið dæmt í mál-
inu, en Constance hefur verið á
geðdeild til rannsóknar og þjáist af
þunglyndi og er í sjálfsvígshugleið-
ingum.
UmsJóN: koLBeiNN þorsteiNssoN, kolbeinn@dv.is
44 föstuDagur 2. október 2009 sakamál
Síðar skrifaði Con-
stance: „Við munum
byggja framtíð okkar
saman. Ég vil að þú
sért alltaf nærri mér.“
Camille Féll fyrir fyrrverandi
kærasta Constance.
Constance og Camille
Vinátta þeirra virtist geta
varað að eilífu, en annað
kom á daginn.
WWW.SVAR.IS
SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000
SKÓLATILBOÐ!
ALLT AÐ 8 KLST
RAFHLÖÐUENDING
FÁST Í ÖLLUM
REGNBOGANS LITUM