Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 20
Viðræður standa yfir á milli lífeyr- issjóða og stjórnvalda um að lífeyr- issjóðir komi að fjármögnun opin- berra framkvæmda fyrir allt að 100 milljörðum króna á næstu árum. „Við höfum verið að horfa til fjögurra eða fimm ára. Við erum í viðræðum við stjórnvöld um aðkomu lífeyris- sjóða að tilteknum framkvæmdum. Þar er aðallega verið að skoða tvö verkefni. Annars vegar um uppbygg- ingu á Landspítalalóðinni. Hins veg- ar eru viðræður við Landsvirkjun um skuldabréfaútgáfu vegna Búðarháls- virkjunar,“ segir Arnar Sigurmunds- son, formaður Landssamtaka lífeyr- issjóða. Þarf að vera sjálfbært Hann segir að áætlað sé að setja allt að 50 milljörðum króna í þessi tvö verkefni. „Það þarf að liggja fyrir hvernig endurgreiðslan er hugsuð. Ríkið hefur ekki efni á að taka ný lán. Því þarf að hugsa út frá því að verk- efnin séu sjálfbær,“ segir hann. Áætlanir gera ráð fyrir að 40 millj- arðar króna fari til hátæknisjúkrahúss og 10 milljarðar í Búðarhálsvirkjun. Arnar telur að niðurstaða varðandi framlög til opinberra framkvæmda og til fjárfestingasjóðsins liggi fyrir um næstu mánaðamót. Hann ítrekar þó að verið sé að skoða að fleiri aðilar komi að fjármögnun hátæknisjúkra- húss ásamt lífeyrissjóðunum. Stofnun fjárfestingasjóðs Að auki hafa lífeyrissjóðir uppi áætl- anir um að stofna svokallan Fjárfest- ingasjóð Íslands. Gert er ráð fyrir að hann eignist hluti í íslenskum fyr- irtækjum í öllum greinum atvinnu- lífsins, einkum þeim sem lent hafa í erfiðleikum vegna efnahagshrunsins en eiga sér vænlegan rekstrargrund- völl til lengri tíma. Er áætlað að líf- eyrissjóðir leggi til allt að 50 milljörð- um króna til fjárfestingasjóðsins. Að sögn Arnars ætti að draga til tíðinda um sjóðinn eftir þrjár vikur. Viðræð- ur hafi staðið á milli lífeyrissjóðanna í á annan mánuð. „Hvað þetta verða miklar upphæðir vitum við ekki. Það er þó ekki ólíklegt að samtalan gæti orðið um 100 milljarðar króna til fjár- festingasjóðsins og opinberra fram- kvæmda,“ segir hann. Félag um samgöngumiðstöð Önnur verkefni sem hafa verið nefnd er samgöngumiðstöð í Vatns- mýri, tvöföldun Hvalfjarðarganga, Vaðlaheiðargöng og ýmsar aðrar vegaframkvæmdir. „Vegagerðin er að vinna arðsemismat á nokkrum vega- framkvæmdum. Þeir munu innan skamms leggja fram þá valkosti sem eru fyrir hendi út frá arðsemismati. Við munum síðan meta þetta. Það er á valdi Vegagerðarinnar og ríkis- ins að segja til um hvaða verkefni við eigum að skoða,“ segir Arnar. Kristján Möller samgönguráð- herra sagði frá því í júní að gögn vegna samgöngumiðstöðvar og Vaðlaheiðarganga væru svo gott sem tilbúin og gætu framkvæmdir því hafist fljótlega á næsta ári. Minntist hann einnig á áframhaldandi tvö- földun Suður- og Vesturlandsvegar. Arnar segir að varðandi verkefnin sem Vegagerðin skoði nú sé áætlað að þau verði sjálfbær. Það eigi líka við um samgöngumiðstöðina. Þar sé hugsunin að lífeyrissjóðirnir láni fé- lagi sem reki húsið. Vegatollar Nokkur fordæmi eru fyrir því hér- lendis að ráðist hafi verið í vegafram- kvæmdir sem hafa verið fjármagnað- ar með vegatollum. Fyrsta verkefnið var árið 1965 þegar sett var bundið slitlag á Reykjanesbraut. Þar var fyrst í stað rukkaður vegatollur. Frægasta verkefnið er þó líklegast Hvalfjarð- argöngin. Þau voru grafin á árunum 1996 til 1998. Það var einkafyrirtækið Spölur sem sá um framkvæmdina og hefur félagið rekið göngin frá því að þau voru opnuð árið 1998. Arður lykilatriði Skiptar skoðanir eru um það hvort íslenska ríkið hafi burði til að borga til baka tugmilljarða lán sem lífeyris- sjóðirnir hafa í hyggju að veita ríkinu. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík, tel- ur að ríkið hafi burði til þess. „Þetta eru væntanlega lán til langs tíma og koma líklega til endurgreiðslu þegar betur árar. Það er ekki eins og menn færu að borga það til baka í hruninu,“ segir hann. Hann telur sanngjarnt að rukka þá sem nýta sér þær framkvæmdir sem farið verður í. „Menn hafa haft tekj- ur af slíkum vegatollum líkt og í Hval- fjarðargöngum og á Keflavíkurvegi hér áður fyrr. Það er ekki nema eðli- legt að þeir sem nota slíka þjónustu greiði fyrir hana, að minnsta kosti að einhverju leyti,“ segir Ólafur. Aftur á móti muni fólk mótmæla því og það sé eðlilegt. Að hans mati er aðalatrið- ið að þær lánveitingar sem komi frá lífeyrissjóðunum fari í verkefni sem séu arðsöm. „Það þarf að liggja fyrir traust til arðsemisútreikninga á þess- um verkefnum, hvort sem það eru jarðgöng eða sjúkrahús. Þetta er al- gjört lykilatriði,“ segir hann. Varðandi uppbyggingu háskóla- sjúkrahúss segir Ólafur að ríkið verði að sýna fram á að það hafi fé til að reka það áður en lífeyrissjóð- irnir ákveði að lána til slíkra fram- kvæmda. „Mér sýnist ekki augljóst að ríkið hafi fé til að reka það hús. Ríkið er á mörkunum með að reka núver- andi starfsemi,“ segir hann. Hátæknisjúkrahús ótímabært Í samtali við DV segist Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og þing- maður Sjálfstæðisflokksins, telja að ríkið muni á einhverjum tímapunkti hafa burði til að borga af þeim lánum sem það hyggst taka hjá lífeyrissjóð- unum. Varðandi vegaframkvæmdir telur Tryggvi skynsamlegast að líf- eyrissjóðirnir myndu fjármagna þær og hafa forgang með vegatolla líkt og Spölur hafi gert með Hvalfjarðar- göngin. Hann telur að sátt yrði um það hjá almenningi að borga vegatoll í Vaðla- heiðargöng. Aftur á móti myndi ekki það sama gilda um þjóðveginn ef engin önnur leið stendur til boða. Það er grundvallaratriði sem marg- ir hagfræðingar hafa bent á. Menn verði að hafa val þar sem ekki sé hægt að loka leiðum. Líkt og fólk geti valið um að keyra Hvalfjörðinn ef það vill ekki borga í Hvalfjarðargöngin. Varðandi hátæknisjúkrahús segir Tryggvi að áætlanir geri ráð fyrir að með byggingu þess sparist um tveir til þrír milljarðar króna á ári. „Ég er ekki viss um að það sé rétta fjárfest- ingin núna að ráðast í. Ríkið hefur alltaf efni á að borga til baka en þá þýðir það að það þarf að draga af ein- hverju öðru,“ segir Tryggvi að lokum. 20 föstudagur 2. október 2009 fréttir AllAr AlmennAr viðgerðir á húsbílum og ferðAvögnum LykiLatriði að Lána tiL arðbærra verkefna Áform eru um að lífeyrissjóðirnir leggi til allt að 100 milljörðum króna til framkvæmda hérlendis á næstu fjórum til fimm árum. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssam- taka lífeyrissjóða, segir að aðallega sé verið að skoða uppbyggingu hátæknisjúkrahúss og Búðarhálsvirkjunar. Hagfræðingarnir Ólafur Ísleifsson og Tryggvi Þór Herberts- son telja báðir sanngjarnt að rukka vegatolla ef farið verður í vegaframkvæmdir. AnnAS SigmundSSon blaðamaður skrifar: as@dv.is upplýst fljótlega Arnar Sigur- mundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að það muni líklega liggja ljóst fyrir um næstu mánaðamót hvað lífeyrissjóðirnir leggi til opinberra framkvæmda og í Fjárfestingasjóð Íslands. Arður lykilatriði Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík, telur það lykilatriði að verkefni sem lífeyrissjóðirnir fjármagna séu arðbær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.