Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 26
um helgina Páll Óskar á sjallanum Páll Óskar Hjálmtýsson spilar í Sjallanum á Akureyri á laugardagskvöldið. Ekki þarf að hafa mörg orð um stemninguna sem þessi popp- stjarna Íslands nær ávallt upp á tónleikum sínum og því ættu Akureyringar og nærsveitungar ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Húsið er opnað á miðnætti, 1.500 krónur kostar inn og fer forsala fram í Gallerí Ráðhústorgi og Imperial Glerártorgi. madonnu- draggsjÓ Draggsjó með Madonnu-þema verð- ur haldið á skemmtistaðnum Batt- eríinu í miðborg Reykjavíkur í kvöld, föstudag. Tilefnið er útgáfa safn- disksins Celebration með Madonnu sem spannar allan feril hennar. Fjórar drottningar ásamt dönsur- um munu skrýðast mörgum af þeim búningum sem poppdrottningin hefur komið fram í í gegnum tíðina. Húsið verður opnað klukkan 21 en sýningin hefst stuttu eftir miðnætti. Um er að ræða klukkustundarlanga sýningu og óvæntar uppákomur allt kvöldið. Aðgangseyrir er 1000 krónur. gogoyoko oPnar á norð- urlöndum Tónlistarsíðan gogoyoko.com opnar fyrir notendum og lista- mönnum á Norðurlöndum í dag, föstudag. Þetta þýðir að þau hundruð íslenskra listamanna og hljómsveita sem nú eru á síðunni geta selt tónlist sína í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Gogoyoko, sem opnaði hér á landi í júlí, opnar á fleiri svæð- um og löndum síðar í ár. Síðan er tónlistarbúð og tónlistarveita þar sem notendur geta hlustað á tónlist eftir eigin óskum, heilar breiðskífur og lög, með einföld- um hætti og án endurgjalds. Þeir geta jafnframt keypt tónlist þar sem tónlistarmennirnir verð- leggja sig sjálfir. gestir fara inn í box Sýning Steingríms Eyfjörð, Org- one-boxið, verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar á morgun, laugar- dag, klukkan 14. Orgone-boxið er uppfinning austurrísk-ameríska sálgreinandans Wilhelms Reich (1897-1957) og er því ætlað að fanga orgone-orkuna, hvata lífsins, úr umhverfinu. Sýningin kallar á þátt- töku gestanna sem fá tækifæri til að upplifa veru í boxinu og skrá niður upplifanir sína. Auk hins svokallaða Orgone-box verða teikningar eftir Steingrím til sýnis. Steingrímur er einn af virtustu myndlistarmönn- um landsins og var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum fyrir tveimur árum. Bráðfyndið drama 26 föstudagur 2. október 2009 fÓkus Funny PeoPle Leikstjóri: Judd Apatow Aðalhlutverk: Adam Sandler, Seth Rogen, Leslie Mann, Eric Bana kvikmyndir George Simmons (Adam Sandler) baðar sig í veraldlegum gæðum sem fylgja starfi hans sem frægur grín- ari. Hann virðist eiga allt en stendur skyndilega frammi fyrir nýju verð- mætamati samfara hrakandi líkam- legri heilsu. Það er þá sem George átt- ar sig á að hann á enga raunverulega vini. Hann tekur þá að sér óreynda grínarann Ira (Seth Rogen), ræð- ur hann í vinnu við að skrifa fyrir sig brandara en vera einnig trúnaðar- maður og vinur. Í hinum miklu svipt- ingum sem eiga sér stað gerir Simm- ons upp við sig hvort hann vilji ennþá eiga hann sem vin eða líta bara á hann sem starfsmann. Mér finnst Adam Sandler áfram ekki mikið fyndinn en hann þjón- ar hlutverki sínu hér prýðilega. Ira er einn skemmtilegasti karakterinn. Hann leggur vini sína að veði fyrir metnaðinn til að verða þekktur grínari og er vissulega breyskur. En á ákveðn- um tímapunkti reynir virkilega á hann siðferðislega og maður spennist upp yfir því hvort hann velji aftur framann umfram hið rétta í málum. Við erum hér með úrval gríngyðinganna við- kunnanlegu og getum hlegið rétt eins og að 40 Year Old Virgin og Knocked Up sem er frá sama liði. Grínið með lækni Simmons og þýska hreiminn hans er óborganlegt. Eric Bana leik- ur ástralskan eiginmann fyrrverandi hans Simmons og er frábær þar sem rugby-áhugamaður með hnausþykk- an hreim. Alvöru gamlar VHS-upp- tökur af þeim Adam og félögum að grína eru skemmtilegar og eins gefa þær innsýn í það hvernig þeir semja uppistandið. Hér birtist fullt af þekkt- um aukakarakterum sem þjóna handriti og sögu eins og best verður á kosið. Eminem að hóta söguhetju Ev- erybody Loves Raymond með ofbeldi er til dæmis mjög fyndið. Til að gera langa sögu stutta eru allir hér upp á sitt besta í fyndnum þræði þar sem grínið er samt ekki lát- ið skyggja á söguna. Uppistand sem kemur hér fram er til dæmis aldrei það fyndið að það afvegaleiði frá raunverulegum augnablikum dram- atísks veruleika myndarinnar. Það má því segja að Funny People sé af öðru tagi en fyrri myndir Apatows og í raun allt annar handleggur. Þetta er hans besta mynd hingað til, þroskaðri í grunninn án þess þó að slaka á grín- inu. Erpur Eyvindarson Funny People Besta mynd leikstjór- ans Judd Apatow. „Það hljómar undarlega en ég veit ekki um neitt annað land þar sem sjónvarp og stjórnmál eru tengd svona sterkum böndum,“ segir hinn sænsk-ítalski Erik Gandini, leikstjóri heimildamynd- arinnar Videocracy sem sýnd var á Nordisk Panorama kvikmyndahátíð- inni sem lauk hér á landi síðastliðinn miðvikudag. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir tæpum mánuði og var einnig sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í sept- ember og hefur fengið sterk viðbrögð. Í Videocracy er sjónum beint að því innhaldsleysi og flatneskju sem gegn- sýrir þá sjónvarpsmenningu sem þró- ast hefur á Ítalíu síðustu áratugina. Hálfberar konur, svokallaðar „velinur“, eru þar í aðalhlutverki í hinum ýmsu spurninga- og skemmtiþáttum á með- an gagnrýnin fréttamennska eða af- þreyingarefni á örlítið hærra plani sitja á hakanum. Aðalmaðurinn í viðhaldi lágkúru- sjónvarpsins er Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, sem verið hefur ráðandi í sjónvarpsheiminum þar í landi í þrjátíu ár. Berlusconi er aðal- eigandi fjölmiðlaveldisins Mediaset sem á meðal annars þrjár auglýsinga- sjónvarpsstöðvar og verandi forsætis- ráðherra, þótt hann vilji reyndar sjálf- ur kalla sig „forseta“, hefur hann líka áhrif á það sem sýnt er á ríkisstöðvun- um þremur, að sögn Gandinis. „Berlusconi stjórnar því um níutíu prósentum af ítölsku sjónvarpi núna. Og þegar hann er ekki við völd stjórn- ar hann auðvitað áfram sínum þrem- ur stöðvum sem hafa stóra hlutdeild á þessum markaði,“ segir Gandini. Þess má geta að Berlusconi á líka stærsta útgáfufyrirtækið á Ítalíu, eitt stærsta kvikmyndafyrirtæki landsins og á stóran hluta í auglýsingabransanum. Og völd sín hefur hann nú notað til að banna stikluna [„trailer“] úr Video- cracy á sjónvarpstöðvum sínum. Óglatt af því að horfa á sjónvarpið Gandini bjó á Ítalíu fram að nítján ára aldri, eða til ársins 1986, en þá flutti hann til Svíþjóðar. „Þegar ég yfirgaf Ít- alíu var Berlusconi ekki farinn í pólit- ík en hann var þá risastór í fjölmiðla- heiminum. Það hafði orðið sprenging í sjónvarpsheiminum með innkomu hans þar og auglýsingasjónvarp [„commercial television“] varð risa- stór markaður strax í byrjun. Það voru samt engin merki um að þetta myndi breyta landinu og stjórnarfarinu.“ Á þeim árum sem Gandini hefur búið í Svíþjóð hefur Mediaset orðið stórveldi og Berlusconi um leið fært sig yfir í stjórnmálin samfara því að eiga fyrirtækið. „Vinir mínir á Ítalíu horfa ekki á sjónvarpið þar lengur og þeir tala um það sem skrímsli,“ seg- ir Gandini. „Þeir segja það ótrúlega valdamikið fyrirbæri sem hefur breytt landinu. Og þegar ég fer þangað verð- ur mér nánast óglatt í hvert sinn að horfa á það sem er í sjónvarpinu. Nýj- asta dæmið er Berlusconi að tala aftur um sólbrúnku Baracks Obama. Fólk hlær að þessu en mér er ekki hlátur í huga þegar ég les svona um hann.“ Gandini hefur meðal annars gert verðlaunaðar heimildamyndir um Guantanamo-fangabúðirnar, börn bandarískra hermanna í Víetnam og neyslumenningu nútímans. Eftir að hafa svo horft á ástandið í hinni ít- ölsku sjónvarpsveröld ágerast ár eftir ár ákvað hann að ráðast í gerð myndar um það. „Á Ítalíu er þetta ástand álitið eðli- legt því þetta hefur gerst hægt og ró- lega á mörgum árum,“ segir hann. „Og þegar þú býrð á Ítalíu ertu ekki Hinn sænsk-ítalski heimildamynda- gerðarmaður Erik Gandini ákvað að kafa ofan í ítalska sjónvarpsmenningu eftir að hafa horft upp á hana breyt- ast í hálfgerðar nektarsýningar og algjöra lágkúru á síðustu ára- tugum. Afraksturinn er heimilda- myndin Videocracy sem sýnd var hér á landi á Nordisk Panorama- kvikmyndahátíðinni og hefur vak- ið mikla athygli víða um Evrópu síðustu vikur. Silvio Berlusconi er arkitektinn að ástandi sjónvarps- ins og er það hans stærsti glæpur að mati Gandinis. stærsti glæPurinn Sjónvarpslágkúran Erik Gandini Er áhyggjufullur yfir þeim skemmandi áhrifum sem sjónvarpið hefur haft á ítölsku þjóðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.