Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 2
Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, er kominn á sjóinn á nýjan leik eftir að hafa stoppað í landi í eitt kjörtímabil. Hann keypti 30 tonna bát og ætlar að róa út frá Suð- urnesjum. Grétar treystir á frjálsar handfæraveiðar og grásleppu- veiðar en gæti líka hugsað sér að skjóta hrefnur. hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni Ofurlaun í innheimtu Fyrrverandi starfsmenn gömlu viðskipta- bankanna þriggja, Landsbankans, Glitn- is og Kaupþings, og annarra fjármálafyr- irtækja í landinu sem fóru á hliðina um og eftir efnahagshrunið í haust, hafa staðið í stappi við þrotabú þeirra síðustu mán- uði út af vangoldnum, samningsbundnum launum. Í einhverjum tilfellum hafa kröfurnar nú þegar verið samþykktar, meðal annars hjá Straumi-Burðarási. Kröfur bankastarfsmanna byggjast á því að þeir skrifuðu upp á starfssamninga við gömlu bankana sem féllu úr gildi við bankahrunið í haust. Sumir þeirra hættu í bönkunum á meðan aðrir færðu sig yfir í nýju bankana og starfa þar í dag. bOrguðu fyrir pabba Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir létu eignarhaldsfélag- ið Milestone borga uppgjör upp á 8,5 milljónir króna vegna skattamála föður þeirra, Werners Rasmussonar, árið 2007. Karl og Steingrímur voru eigendur Milestone. Greiðslan er til- komin vegna sölu Werners á Ingólfs- apóteki til Lyfja og heilsu árið 2007. Lyf og heilsa var svo aftur í eigu Milestone þar til í fyrra þegar eign- arhaldsfélag í eigu þeirra bræðra keypti lyfjabúðirnar. Þetta kemur fram í endurskoðendaskýrslu Ernst & Young sem unnin var að beiðni umsjónarmanns með nauðasamningum Milestone, Jóhannesi Albert Sævarssyni. Skýrslan var kynnt fyrir kröfuhöfum Milestone í byrjun mánaðarins. Þeir höfnuðu nauðasamningum Milestone og verður bú félagsins tekið til gjaldþrotaskipta. í kjallaranum hjá systur Sigmundur Ernir Rún- arsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er með skráð lögheimili hjá systur sinni á Akureyri, samkvæmt þjóðskrá. Sigmundur býr samt sem áður ásamt eiginkonu sinni og börnum í Hverafold í Grafarvogin- um. Sigmundur bauð sig fram, eins og frægt er orðið, í Norðausturkjör- dæmi í síðustu alþingiskosningum fyrir Samfylkinguna eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Stöð 2. Sigmundur segist í samtali við DV vera kominn með sína eigin íbúð á Akureyri. Sigmundur er fæddur á Akureyri en hefur búið á höfuðborg- arsvæðinu í fjölda ára vegna starfa sinna í fjölmiðlum. 3 4 miðvikudagur 30. september 2009 fréttir „Kjaftasögur“ um vændiskonu í World Class „Ég er satt best að segja hissa á þeim að setja þetta svona fram þar sem þeir hafa ekkert fyrir sér í þessu,“ segir Björn Leifs- son, betur þekktur sem Bjössi í World Class. Eyjan.is fullyrti í frétt sinni að nuddkona í lík- amsræktarstöðinni hefði verið rekin eftir að upp komst að hún væri að selja blíðu sína. „Þessi stúlka var rekin fyrir að mæta seint og illa. Þetta eru bara hreinar kjaftasögur,“ segir Björn Rændi jóla- skrauti Í vikunni sem leið handtók lög- reglan á Akranesi mann sem var að láta greipar sópa í ólæstri geymslu þar í bæ. Var hann í óðaönn að bera muni, aðallega jólaskraut, úr geymslunni þegar til hans sást. Fram kemur í dag- bók lögreglunnar að maðurinn hafði unnið talsverðar skemmd- ir á geymslunni, rifið niður ljós og utanáliggjandi raflagnir. Í ljós kom að sami maður hafði einnig farið inn í bifreið sem stóð þarna nærri, skemmt hana talsvert og stolið úr henni öllu lauslegu. Nýjar hraða- myndavélar 1. október næstkomandi verða tvær hraðamyndavélar á Hring- vegi milli Hveragerðis og Selfoss teknar í notkun. Jafnframt hef- ur verið bætt við nýrri hraða- myndavél í Hvalfjarðargöng- um sem verður gangsett á sama tíma. Um er að ræða stafræna myndatöku þar sem upplýsingar um hraðabrot eru sendar sam- stundis til lögreglunnar. Ekki er tekin mynd nema um brot sé að ræða. Ákærður fyrir kynferðisbrot Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur starfsmanni meðferðarheimilisins Árbótar á Norðurlandi en hann hafði í tvígang verið sakaður um kyn- ferðisbrot gegn unglingsstúlkum á heimilinu. Starfsmanninum hefur verið sagt upp störfum til frambúðar. Meðferðarheimil- ið er einkarekið en með þjón- ustusamning við Barnavernd- arstofu. Fyrra málið kom upp árið 2007 og var fellt niður þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru. Seinna málið kom upp fyrr á þessu ári og var rannsak- að af lögreglunni á Akureyri. Af því tilefni var fyrra málið tekið upp aftur. Rannsókn lauk í vor og voru bæði málin þá send til ríkissaksóknara sem nú hefur ákært manninn fyrir brotin. Sigmundur Ernir Rúnarsson Með lögheiMili í KjallaRa systuR siNNaR Sigmundur Ernir Rúnarsson, þing- maður Samfylkingarinnar, er með skráð lögheimili hjá systur sinni á Akureyri samkvæmt þjóðskrá. Sig- mundur býr samt sem áður ásamt eiginkonu sinni og börnum í Hver- afold í Grafarvoginum. Sigmund- ur bauð sig fram, eins og frægt er orðið, í Norðausturkjördæmi í síð- ustu alþingiskosningum fyrir Sam- fylkinguna eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Stöð 2. Sigmund- ur segist í samtali við DV vera kom- inn með sína eigin íbúð á Akureyri. Sigmundur er fæddur á Akureyri en hefur búið á höfuðborgarsvæðinu í fjölda ára vegna starfa sinna í fjöl- miðlum. Í kjallaranum hjá systur sinni „Í fyrsta lagi til að taka þátt í kosn- ingunum og í annan stað hef ég ákveðið að vera eins mikið á svæð- inu og ég get og taka á mig þann kostnað að reka tvö heimili. En það er enginn fjárhagslegur ávinningur af þessu,“ segir Sigmundur aðspurð- ur af hverju hann færði lögheimili sitt norður. „Ég er með íbúð á Akureyri. Ég held heimili bæði í Reykjavík og á Akureyri,“ segir Sigmundur Ernir í samtali við DV. Aðspurður hvort ekki sé rétt að hann sé í augnablik- inu skráður með lögheimili hjá syst- ur sinni á Akureyri segir Sigmundur að hann eigi eftir að flytja það. „Ég bjó fyrst um sinn í kjallaranum hjá henni,“ bætir hann við. Falinn launakostnaður Í annari grein reglna um þingfara- kostnað um húsnæðis- og dval- arkostnað segir að alþingismaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkur- kjördæma og Suðvesturkjördæm- is fái mánaðarlega greiddar 90.700 krónur í húsnæðis- og dvalarkostn- að. DV hefur áður fjallað um þessi starfskjör þingmanna. „Fjárhæðin er ætluð til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði (gistingu, fæði) á höfuðborgarsvæði eða í kjördæm- inu ef þingmaður á heimili á höf- uðborgarsvæði,“ segir í reglunum. Þessi upphæð leggst ofan á mánað- arlaun þingmanna sem eru 520 þús- und krónur. Haldi þingmaður, sem á aðalheimili utan höfuðborgarsvæð- is, annað heimili í Reykjavík getur hann óskað eftir að fá greitt álag, 40 prósent, á fjárhæðina 90.700 krónur. Þetta þýðir að óski þingmaður eftir því fær hann 126.980 krónur mán- aðarlega ofan á 520.000 króna mán- aðarlaunin sín. Sparar fyrir Alþingi Sigmundur kveðst ekki græða neitt á þessu fyrirkomulagi sínu fjár- hagslega. „Ef ég geri þetta ekki hef ég heimild til að vera á hóteli á Ak- ureyri og þá kemur þetta út á eitt. Það er búið að afnema hitt ruglið að þingmenn græði eitthvað á því að hafa lögheimili annars staðar. Ég er bara að fara eftir reglum Alþing- is hvað húsnæðismál varðar. Ann- aðhvort að fá 40 þúsund króna styrk við að halda tvö heimili, eða fara á hótel þar sem nóttin kostar tuttugu þúsund krónur,“ segir Sigmund- ur sem kveðst vera í það minnsta sjö daga í mánuði á Akureyri. „Það er einfaldlega ódýrara fyrir Alþingi að ég sé með eigin íbúð á Akureyri. Annars gæti ég bara verið á hóteli út í hið óendanlega nánast,“ segir Sig- mundur og bætir við: „Ef eitthvað er þá er ég að spara fyrir Alþingi,“ segir Sigmundur. Styrkur frá Akureyri Sigmundur segir aðspurður að hann þiggi styrk frá Akureyrarbæ vegna skólagöngu barna sinna í Reykja- vík. Um er að ræða samkomulag sem sveitarfélög hafa gert sín á milli um að greiða námskostnað fyrir börn sem eru í skóla utan lögheim- ilissveitarfélags. „Ég fæ styrk. Mín meginvinnuaðstaða er náttúrlega í Reykjavík og Akureyrarbær borgar fyrir tvö yngstu börnin mín leikskóla og grunnskóla,“ segir Sigmundur. Aðspurður hvort hann telji rétt að hann fái styrk frá Akureyrarbæ fyrir skólagöngu barna sinna í Reykjavík, þegar fjölskyldan búi í raun þar, seg- ir Sigmundur að hann geti vel flutt lögheimili sitt suður aftur á morgun ef því er að skipta og ítrekar: „Það er enginn fjárhagslegur ávinningur af þessu. Það er aðalatriðið í þessu finnst mér. Akureyrarbær græð- ir á því að ég borga mína skatta og skyldur norður.“ SiguRðuR MikAEl jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is „Ef ég geri þetta ekki hef ég heimild til að vera á hóteli á Akureyri og þá kemur þetta út á eitt“ Sigmundur og frú Þau eru nú bæði skráð til heimilis á heimili systur Sigmundar Ernis á Akureyri þrátt fyrir að vera bæði búsett í Grafarvogi. lögheimili í kjallara Sigmundur Ernir er með skráð lögheimili hjá systur sinni á Akureyri. Helgi Felixson Leyniupptökur af Jóni Ásgeiri „Það verður allt í myndinni eins og til er ætlast,“ segir Helgi Felixson kvikmynd- argerðarmaður aðspurður hvort viðtal við Jón Ásgeir Jóhannesson verði klippt úr heimildarmynd hans Guð blessi Ís- land. Helgi sagði Jón Ásgeir hafa krafist þess að efni sem var tekið upp leyni- lega fyrir myndina yrði fjarlægt. Þetta kom fram í Ríkissjónvarpinu. Helgi segir Jón Ásgeir ekki vera bú- inn að hóta lögfræðingi í málið og við- talið verði sýnt. „Það er ekkert við það að athuga af minni hálfu. Ekki nema menn séu hræddir við sannleikann,“ segir Helgi Felixson. Hann segir upp- lýsingar, sem ekki hafa áður komið fram um bankahrunið, verða birtar í myndinni. Í heimildarmyndinni verða einn- ig viðtöl við Björgólf Thor Björgólfs- son, Bjarna Ármannsson og Geir H. Haarde. Helgi segir hluta myndarinn- ar hafa verið tekinn upp leynilega fyrir og eftir að viðtölin áttu sér stað. Helgi gerði samninga við viðmælendur sína um að þeir fengju að sjá hvernig við- tölin væru matreidd í myndinni. Helgi er Íslendingur búsettur í Svíþjóð og talinn virtur kvikmynda- gerðarmaður erlendis. Hann var fyrir tilviljun staddur á Íslandi 6. október þegar Geir H. Haarde hélt sína frægu ræðu rétt fyrir setningu neyðarlag- anna. Helgi Felixson brást við ræðu Geirs H. Haarde með því að taka upp kvikmyndavélina og mynda það sem fyrir augu bar og afraksturinn má sjá í myndinni sem verður frumsýnd 6. október næstkomandi á Íslandi og verður í kjölfarið sýnd víða um heim. birgir@dv.is Sagður biðjast undan birtingu Jón Ásgeir Jóhannesson er einn þeirra sem voru teknir upp á laun við vinnslu myndarinnar. 2 föstudagur 2. október 2009 fréttir 2F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð NEITAÐI AÐ FAÐMA BERLUSCONI „GET EKKI HÆTT AÐ GRÁTA“ FRéTTIR KOMpÁSMAÐUR SAKAR BENNA UM HÓTANIR SYSTUR MIÐUR SíNYFIR HNíFAÁRÁS í KEFLAvíK FRéTTIR NEYTENdUR WERNERSSYNIR NOTUÐU MILESTONE: BORGAÐI SKATTANA FYRIR PABBA 8,5 MILLjÓNA KRÓNA „GjöF“ TIL FöÐUR „EIGNIR FÆRÐAR UNdAN FéLAGINU“ EIGNIR FéLAGSINS ERU 5 MILLjARÐAR EN SKULdIRNAR 80 MILLjARÐAR dv.is MIÐvIKUdAGUR OG FIMMTUdAGUR 30. SEPTEMBER –1. OKTÓBER 2009 dagBlaðið víSiR 133. TBl. 99. áRg. – vERð KR. 347 jÓN GNARR ER HÆTTUR dREKINN? „THE jOKE IS ON ME“ FÓLK „EINHvER SÓLBRúNN NÁUNGI. ALvEG RéTT, BARACK OBAMA“ SpORT SKRÁIR SIG HjÁ SYSTUR SINNI SIGMUNdUR BýR í GRAFARvOGI: „éG BjÓ í KjALLARANUM HjÁ HENNI“ FRéTTIR ERLENT SKATT- SvIKARAR GRÆÐA ÁTÁ OG FINGRI GUNNAR LEGGUR TRöLLIÐ „BEINAR HÓTANIR UM OFBELdI“ F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð miðvikudagur og fimmtudagur 30. sept. - 1. okt. 2009 suðurland Bitru Barist við m yn d si gt ry gg ur A ri jó hA nn ss o n kartöfluBændur í þrengingum mörg hundruð milljóna tjón vegna næturfrosta í þykkvabæ össur loksins vaknaður á slóð georgs aldís Hafsteinsdóttir, bæj- arstjóri í Hveragerði, berst fyrir bæ án mengunar guðni ágústsson fer yfir stöðuna í landsmálunum náttúru- lækningafélagið í Hveragerði Jónas kristjánsson verður gegnsærSUÐ UR LAN D 1 5 þriðjudagur 29. september 2009 fréttir HEIMTA OFURLAUNIN ÚR ÞROTABÚUM BANKANNA Fyrrverandi starfsmenn gömlu við- skiptabankanna þriggja, Lands- bankans, Glitnis og Kaupþings, og annarra fjármálafyrirtækja í land- inu sem fóru á hliðina um og eftir efnahagshrunið í haust, hafa staðið í stappi við þrotabú þeirra síðustu mánuði út af vangoldnum, samn- ingsbundnum launum sínum. Í ein- hverjum tilfellum hafa kröfurnar nú þegar verið samþykktar, meðal ann- ars hjá Straumi-Burðarási Kröfur bankastarfsmanna byggja á því að þeir skrifuðu upp á starfs- samninga við gömlu bankana sem féllu úr gildi við bankahrunið í haust. Sumir þeirra hættu í bönk- unum á meðan aðrir færðu sig yfir í nýju bankana og starfa þar í dag. Heimta ofurlaun út uppsagnarfrestinn Bankamennirnir gera kröfu um að fá greiddan uppsagnarfrest sinn á þeim launum sem þeir voru á í gömlu bönkunum. En eins og alþjóð veit voru laun starfsmannanna í gömlu bönkunum margfalt hærri en í þeim nýju. Þeir sem færðu sig yfir í nýju bankana og til annarra fyrir- tækja gera kröfu um að fá mismuninn á þeim launum sem þeir eru með í dag og þeim launum sem þeir voru með í sínu gamla starfi í þann tíma sem uppsagnarfrestur þeirra varir. Dæmi eru um að starfsmenn í gömlu bönkunum hafi lækkað um 80 prósent eða meira í launum við að fara úr gömlu bönkunum og í þá nýju, til að mynda farið úr 5 millj- ónum króna á mánuði og niður í 1 milljón. Starfsmaður sem til að mynda var með sex mánaða upp- sagnarfrest og var með fimm millj- ónir í mánaðarlaun vill þannig fá greiddan mismuninn á gömlu laun- unum sínum og þeim launum sem hann er á í dag í sex mánuði. Í slíku tilfelli þarf þrotabú bankans að greiða honum 24 milljónir króna. Ef starfsmaður með sömu laun hefði verið á eins og hálfs árs uppsagnar- fresti hefði fjármálafyrirtækið þurft að greiða honum 64 milljónir króna út af uppsagnarfrestinum. Sex mánaða uppsagnar- frestir almennt séð Sveinn Sveinsson hæstaréttarlög- maður hefur lýst slíkum kröfum fyrir um 100 bankastarfsmenn á síðustu mánuðum en Samtök bankastarfs- manna hafa vísað bankamönnum sem vilja gera slíkar kröfur á Svein. Hann segist aðspurður aðallega hafa unnið fyrir fyrrverandi starfsmenn Straums Burðaráss en einnig starfs- menn Glitnis, Sparisjóðabankans og eins fyrir Landsbankann. Sveinn segir að kröfulýsingarfresturinn í þrotabú smærri fjármálafyrirtækja hafi verið skemmri en hjá stóru bönkunum og því hafi hann aðal- lega unnið fyrir starfsmenn þessara smærri fyrirtækja enn sem komið er. Sveinn segir að almennt séð hafi bankamennirn- ir verið með sex mánaða uppsagn- arfrest og því fá þeir sex mánuði greidda úr þrota- búunum. Hann segir hins vegar að í sumum tilfellum hafi banka- starfs- mennirnir verið með lengri upp- sagnarfrest og geti því krafist þess af þrotabúunum að fá greitt fyrir lengri tíma. Stundum fara uppsagnarfrest- ir þessara bankastarfsmanna upp í eitt og hálft ár. Reikna má með að flestar þessara krafna bankamannanna verði sam- þykktar þar sem bankastarfsmenn- irnir hafa lögbundinn rétt á að gera þær og slíkar launakröfur eru yfir- leitt forgangskröfur í bú bankanna. Sveinn segir að þó sé uppi ágrein- ingur um það í einhverjum tilfellum hvort líta beri á kröfurnar sem for- gangskröfur. Gera kröfu um bónusgreiðslur og kaupréttarsamninga Sveinn segir að annað sem hann hafi sótt fyrir bankastarfsmennina séu samningsbundnir bónusar sem ekki voru árangurstengdir. Starfs- menn fjármálafyrirtækja fengu margir hverjir fasta bónusa ofan á laun sín og fengu þeir bónusana greidda óháð því hvernig þeir stóðu sig í vinnunni eða hvernig staða bankans var. Í einhverjum tilfellum vilja bankastarfsmennirnir einnig fá þessa bónusa greidda. Einn af heimildarmönnum DV innan úr bankakerfinu, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að hátt- settir starfsmenn í gömlu bönkun- um lýsi öllum kröfum sínum í botn. „Þeir lýsa meira að segja bónusum og kaupréttarsamningum sem for- gangskröfum,“ segir heimildarmað- urinn en reikna má með að margir af kúlulánþegum bankanna verði meðal þeirra sem lýsi kröf- um í þrotabú bankanna. Kröfur starfs- manna Straums flestar samþykkt- ar Straumur hef- ur verið þekkt fyrir að borga góð laun. Félagið borg- aði sem dæmi hæstu meðallaunin árið 2006. Þá voru meðallaun hjá fyrirtækinu 22,7 milljónir króna á ári eða nærri tvær milljónir á mánuði. Þau lækkuðu hins vegar í 12,5 millj- ónir árið 2007. Því má reikna með að kröfur fyrrverandi starfsmanna Straums séu almennt séð afar háar, en á heildina námu launakröfurnar um 2,5 milljörðum króna. Sveinn segir að búið sé að ganga frá greiðslunum til starfsmanna Straums. „Ég held að það sé búið að greiða þetta. Ég er ekki að sækja þetta lengur,“ segir Sveinn. Hann segir að í tilfelli Straums hafi all- ar launakröfurnar nema fimm sem hann gerði fyrir fyrrverandi starfs- menn bankans verið samþykktar. Meðal þeirra krafna sem ekki voru samþykktar var krafa Williams Fall, fyrrverandi forstjóra Straums, upp á 630 milljónir króna en Fall var með 7,4 milljónir króna í laun á mán- uði árið 2007 og voru mánaðarlaun hans áætluð um 12,3 milljónir króna á árinu 2009. Ein af ástæðum þess að kröfu Falls kann að hafa verið hafnað er sú að í gjaldþrotalögum eru launa- og bónuskröfur stjórnenda fyrirtækja, meðal annars banka og annarra fjár- málafyrirtækja, meðhöndlaðar sem almennar kröfur en ekki forgangs- kröfur, líkt og kröfur lægra settari starfsmanna. Slitastjórnir bank- anna geta því frekar hafnað kröfum stjórnenda bankanna á forsendum sem ekki eiga við um forgangskröfur almennra starfsmanna. Landsbankakröfur rýra Icesave Kristinn Bjarnason, meðlimur í slitastjórn gamla Landsbankans sem tekur við kröfum frá fyrrverandi starfs- mönnum bankans, seg- ir að einhverjar kröfur frá fyrrverandi starfsmönn- um bankans hafi borist í þrotabú bankans. Hann segir hins vegar að kröfulýsingarfresturinn renni ekki út fyrr en í lok októb- er þannig að einhverjir starfsmenn eiga örugglega eftir að lýsa einhverj- um kröfum í búið. „Við eigum eftir að sjá hvaða kröfur koma og hvaða afstöðu við tökum til þeirra. Við erum búnir að fá kröfur frá þeim sem telja sig eiga einhverjar vangoldnar launakröfur... Ef einhver hefur farið að vinna annars staðar á lægri laun- um er vel líklegt að hann geri kröfu um mismuninn,“ segir Kristinn. Kröfur fyrrverandi starfsmanna gamla Landsbankans sem sam- þykktar verða rýra það sem eft- ir verður í þrotabúi bankans til að greiða Icesave-skuldirnar til Breta og Hollendinga og hærri upphæð mun falla á íslenska þjóðarbúið fyr- ir vikið. Búið að afgreiða margar kröfur hjá Kaupþingi Búið er að afgreiða margar af þeim kröfum sem fyrrverandi starfsmenn Glitnis lýstu í þrotabú bankans, að sögn Ólafs Garðarssonar, sem á sæti í slitastjórn Kaupþings. Hann segir að nokkrir tugir starfsmanna Kaupþings hafi gert slíkar kröfur en að hann hafi það ekki á hraðbergi hverjir þetta eru né hversu háar fjár- hæðir þrotabú Kaupþings hafi þurft að greiða til starfsmannanna vegna þess. Ólafur segir að í flestum tilfellum sé um að ræða launakröfur en eins kröfur um bónusa. „Þetta eru aðal- lega bara launin og bónusar... Við flestar þessara krafna er einfalt að InGI F. VILHjáLmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is Bankamenn krefjast ofurlauna Senn líður að því að kröfulýsingar- frestinum í bú stóru viðskiptabankanna þriggja ljúki. Það skýrist ekki fyrr en þá hversu háar kröfur starfsmenn og stjórnendur bankanna gera í bú þeirra. Þá mun væntanlega einnig skýrast hvort æðstu stjórnendur þeirra þrír, Sigurjón Árnason, Hreiðar Már Sigurðsson og Lárus Welding, munu gera kröfur um vangoldin laun og bónusa. fréttir 29. september 2009 þriðjudagur 5 Óttarr Möller Óttarr Möller, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélagsins sem er rúm- lega níræður að aldri, segir að 280 milljóna krafa sín í bú Straums- Burðaráss hafi verið sett fram af lögfræðingi sínum nú í sumar fyrir mistök. „Þetta var bara mis- skilningur. Það átti ekkert að gera þessa kröfu. Lögfræðingurinn minn gerði það hins vegar í góðri trú,“ segir Óttarr, sem er alveg hreint ótrúlega hress og spræk- ur miðað við aldur, en krafan var hluti af um 2,5 milljarða launa- kröfum sem starfsmenn Straums gerðu í búið í sumar. Óttarr hef- ur hins vegar aldrei starfað hjá Straumi. Slitastjórn Straums hafnaði kröfu Óttars, líkt og kröfu fyrrver- andi forstjóra Straums, Williams Fall, í ágúst síðastliðinn. Krafa Óttars var sú næsthæsta á eftir kröfu Falls, sem bað um 630 millj- ónir króna. Starfslokasamn- ingur frá 1979 Krafa Óttars var sett fram út af starfslokasamningi sem hann gerði við Eimskipafélag Íslands þegar hann lét af störfum sem for- stjóri þess árið 1979. Óttarr, sem fæddur er árið 1918, hafði þá ver- ið forstjóri Eimskipafélagsins frá 1962. Gaman er að geta þess að Ótt- arr er aðeins fjórum árum yngri en Eimskipafélagið sjálft en félag- ið fagnaði 90 ára afmæli sínu árið 2004 og var Óttarr að sjálfsögðu í veislunni, líkt og sést á myndinni með fréttinni. Í starfslokasamningnum var meðal annars kveðið á um að Ótt- arr myndi fá greidd laun frá Eim- skipafélaginu út lífið auk þess sem hann átti að njóta bílafríðinda og að kostnaður hans við skrifstofu- hald, símreikningar og annað slíkt átti að vera greiddur af félaginu. Ástæðan fyrir því að krafan var gerð fyrir hans hönd á hend- ur Straumi-Burðarási er sú að árið 2004 sameinaðist fjárfestingaarm- ur Eimskipafélagsins, Burðarás, fjárfestingasjóðnum Straumi. Úr varð fjárfestingabankinn Straum- ur-Burðarás sem Björgólfur Thor Björgólfsson var stærsti hluthaf- inn í. Skuldbindingar Eimskipa- félagsins gagnvart Óttari færðust svo yfir í hinn nýja sameinaða fjárfestingabanka með Burðarási og var staðið við þær eftir samein- inguna. Ekki er vitað á hvaða forsend- um krafan var reiknuð út áður en hún var gerð en ljóst er út frá því hversu há hún er að Óttarr hlýtur að hafa verið á sæmilegustu kjör- um hjá Eimskipafélaginu. Naut fríðindanna þar til fyrir nokkru Óttarr segir að nú sé búið að strika kröfu hans út hjá slitastjórninni og að hann vilji sem minnst af málinu vita hér eftir. Hann seg- ist hafa notið þeirra fríðinda sem starfslokasamningurinn kvað á um þar til fyrir nokkrum mánuð- um. „Já, þetta var tekið af mér fyr- ir nokkrum mánuðum. Þetta voru bílafríðindi og skrifstofukostnað- ur,“ segir Óttarr en einnig launa- greiðslur, líkt og áður hefur kom- ið fram. Af sögunni af Óttari að dæma sést að íslenska efnahagshrun- ið dregur ýmislegt sérstakt og kynlegt fram í dagsljósið, meðal annars að fjárfestingabanki hafi haldið áfram að standa við háar skuldbindingar skipafélags gagn- vart fyrrverandi forstjóra þess sem kominn er á tíræðisaldur. Af orð- um Óttars að dæma er krafan hins vegar úr sögunni og hyggst hinn aldni heiðursmaður ekki gera neitt frekar í málinu og unir sáttur við niðurstöðu slitastjórnarinnar, enda var krafan byggð á misskiln- ingi frá byrjun og kærði hann sig aldrei um að sækja hana. Níræður forstjóri harmar kröfuna „Já, þetta var tekið af mér fyrir nokkrum mánuðum. Þetta voru bílafríðindi og skrif- stofukostnaður.“ Áralöng fríðindi Óttarr naut fríðindanna þar til fyrir nokkrum mánuðum. Óttarr sést hér til hægri ásamt Indriða Pálssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, á 90 ára afmæli Eimskipafélagsins árið 2004. eiga en það sem einhver vafi leikur á fer sína leið [innskot blaðamanns: fyrir dómstóla],“ segir Ólafur en í sumum tilfellum voru bankastarfs- menn með samningsbundna bón- usa sem þeir fengu greidda nokkrum sinnum á ári líkt og áður segir. Ólaf- ur segir að í slíkum tilfellum sé mjög erfitt fyrir slitastjórnina að neita að greiða bónusana. Hann segir að vel kunni að vera að einhverjir bíði með að lýsa kröfum sínum þar til síðar. „Það getur vel ver- ið að einhverjum finnist þetta ósann- gjarnt en það er réttur hvers manns að láta reyna á þetta,“ segir Ólafur en hann segir að slitastjórnin hafni öll- um þeim kröfum þar sem einhver vafi leikur á um að menn eigi rétt á því sem þeir krefjast. „Við erum bún- ir að greiða langflestar óumþrættar forgangskröfur en alls staðar þar sem er einhver vafi á réttmæti krafnanna höfnum við þeim,“ segir Ólafur. Líkt og hjá Kaupþingi rennur kröfulýsingarfresturinn hjá Glitni út síðar en hjá Landsbankanum, eða í lok nóvember. Ekki náðist í Einar Gaut Steingrímsson hjá slitastjórn Glitnis í gær. Samningar gömlu bankanna enn í gildi Samningarnir sem bankastarfsmenn- irnir gerðu við bankana á meðan góðærið stóð sem hæst gilda því enn og geta bankamennirnir enn fengið greitt frá þrotabúunum samkvæmt þeim að hluta til. Þessir samning- ar bankastarfsmannanna hafa löng- um þótt vera úr öllu samræmi við kjör annars fólks í landinu. En meðal þess sem var algengt hjá starfsmönn- um bankanna voru launagreiðslur upp á milljónir króna, fastar bónus- greiðslur, kaupréttarsamningar, bíla- styrkir, greiðsla trygginga og ákvæði um að bankinn ætti að greiða fyrir framhaldsnám starfsmannanna auk þess sem starfsmennirnir ættu rétt á hluta launa sinna á meðan þeir væru í námi. Samningarnir halda því að hluta til á meðan á uppsagnarfrestinum stendur. Forsendurnar sem samning- arnir voru gerðir á skipta engu máli í því samhengi og er íslenska efna- hagshrunið ekki tekið með í reikn- inginn þegar kröfur starfsmannanna eru metnar. Afar líklegt er að í lang- flestum tilfellum verði orðið við kröf- um bankastarfsmannanna fyrrver- andi um launa- og bónusgreiðslur jafnvel þó að bankakerfið hafi hrun- ið og aðstæðurnar í íslensku samfé- lagi séu allt aðrar nú en þær voru fyr- ir hrun. „Það getur vel verið að einhverjum finnist þetta ósanngjarnt en það er réttur hvers manns að láta reyna á þetta.“ Kröfu Falls hafnað Slitastjórn Straums hafnaði nýlega kröfu Williams Fall upp á rúmlega 600 milljónir króna vegna vangoldinna launa og bónusa. Íslenskir banka-menn gera nú unnvörpum launa- og bónuskröfur upp á milljónir króna í hina föllnu banka. „Það er nú lítið annað að gera. Mað- ur verður eitthvað að vinna, þannig að ég er að fara til sjós á nýjan leik,“ segir Grétar Mar Jónsson, sjómaður og fyrrverandi alþingismaður, sem festi nýverið kaup á 30 tonna báti sem hann ætlar að róa á frá Suður- nesjum. Grétar Mar hætti á Alþingi eft- ir kosningarnar í vor og fékk þriggja mánaða biðlaun eftir að þing- mennsku lauk. Hann hefur undan- farið verið að líta í kringum sig og ákveða hvað taki við nú þegar hann er ekki háttvirtur þingmaður leng- ur. Það lá beinast við að Grétar Mar færi beint á sjóinn aftur, enda búinn að vera skipstjóri í 29 ár og sjómað- ur í 37 ár. „Það hefur verið lítið fram- boð af störfum, þannig að ég keypti þennan bát. Ef frjálsu handfæraveið- arnar verða áfram mun ég stunda þær og hugsanlega fara á grásleppu ef það er í boði. Annars geri ég þetta út á hvalaskoðun, sjóstangaveiði fuglaskoðun eða Eldeyjarsiglingar,“ segir Grétar. Báturinn var var áður notaður til hrefnuveiða og segir Grétar að vel geti verið að hann fái sér hrefnu- byssu líka. Þingmenn ónothæfir til sjós „Ég byrjaði til sjós kornungur, 13 eða 14 ára. Ég var orðinn skipstjóri 22 ára og maður reynir að gera eitthvað með þennan bát, hvort sem það er tengt sjómennsku eða túrisma. Það er reyndar fátt í boði þessa dagana og engar veiðiheimildir á lausu,“ seg- ir Grétar . Fyrir utan eitt kjörtímabil á Alþingi hefur hann aðeins unn- ið eitt starf í landi um ævina þegar hann var forseti Farmanna- og fiski- mannasambands Íslands í tvö ár. Hvernig stenst þingmennsk- an annars samanburðinn við sjó- mannslífið? „Það má segja að fólkið sem er á þingi væri ónothæft til sjós. En flestir sjómenn væru nothæfir á þingi, því hlutirnir ganga hægt fyrir sig á öllum sviðum í þinginu. En öf- ugt til sjós, þar ganga hlutirnir hratt fyrir sig og menn tvínóna ekkert við hlutina. Það eru engir menn í þjóðfé- laginu sem bera raunverulega meiri ábyrgð en skipstjórnarmenn, varð- andi siglingar í vondum veðrum og þurfa að standa sig og endurskoða hlutina mörgum sinnum á dag. Á fiskveiðum þurfa menn að taka ýms- ar ákvarðanir hratt og vel. Þar þýðir ekkert hálfkák þar sem mál eru sett í nefndir og rædd fram og til baka,“ segir Grétar. „Vinnubrögðin á Alþingi varð- andi alla huti eru ægilega hægvirk, þó menn séu fullir af eldmóði tekur allt langan tíma, jafnvel þó tillögurn- ar séu mjög góðar. Margir þingmenn eru hræddir við að taka ákvarðanir og bregðast skjótt við hlutunum.“ Kostar á við hálfan jeppa Aðspurður hvort báturinn, sem ber nafnið Njörður, hafi verið stór fjár- festing svarar Grétar: „Báturinn kostar svipað og hálfur jeppi, um 5 milljónir króna.“ Hann segir enn óráðið hvort hann verði einn eða fái fleiri með sér í áhöfn Njarðar. „Ég veit ekki hvað við verðum marg- ir eða hvaða verkefni við komumst í. Það ætti auðvitað að innkalla all- ar veiðiheimildir og búa til frjálst markaðskerfi í kringum nýtinguna á auðlindinni.“ Hann ítrekar að nýir menn eigi að fá meiri tækifæri til þess að veiða fiskinn í sjónum. „Ég er ein af hetj- um hafsins og hermönnum þjóð- arinnar og ætla að vera það áfram. Ég er stoltur af mínum félögum sem hafa verið til sjós í gegnum tíðina. Það á að hleypa nýjum mönnum inn í sjávarútveginn. Þeir eru hetj- ur hafsins og hermenn þjóðarinnar og eiga að fá meiri verkefni núna til þess að bjarga þessu þjóðfélagi.“ BÚINN MEÐ BIÐLAUN OG KEYPTI BÁT „Það má segja að fólk- ið sem er á þingi væri ónothæft til sjós. En flestir sjómenn væru nothæfir á þingi.“ Grétar Mar Jónsson Þingmaðurinn fyrrverandi festi kaup á gömlum 30 tonna hrefnuveiðibáti sem ber nafnið Njörður. Hann getur vel hugsað sér að gera út á siglingar fyrir ferðamenn, enda engar aflaheimildir á lausu. Mynd Karl Peterson valGeir örn raGnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Fellur ekki verk úr hendi Grétar Mar hefur migið í saltan sjó síðan í æsku og verður ekki í vandræðum um borð í Nirði. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Laugavegi 178, 105 Rvk sími 551-3366 www.misty.is opið mán-fös 10-18, lau 10-14 Teg. 86200 - létt fylltur og flottur BC skálum á kr. 3.950,- mjúkar buxur í stíl á kr. 1.950,- Teg. 81103 - létt fylltur í BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950 Teg. 82115 - mjög flottur í CDE skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,-” Teg. 86200 Teg. 86200 Teg. 86200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.