Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 34
fyrirtæki sitt því þeir höfðu fundið nýja leið til að nálgast markaðinn. Við ákváðum að selja þeim ekkert þannig að þeir tóku það sem þeir voru búnir að gera og fóru með það á markaðinn. Sú lausn heitir Skype sem eflaust margir kannast við í dag. Þarna sáum við hvað við hefðum átt að gera,“ segir Guðjón. Bankarnir upphafið að endinum Á árunum 1998–1999 hafði Oz fengið mikinn byr í seglin eftir góða samn- inga við sterka fjárfesta og afburða vinnu á sínu sviði. En um það leyti komu Landsbankinn Landsbréf og Íslandsbanki FBA inn í reksturinn. Guðjón taldi það mikið gæfuskref sem á endanum varð svo allt annað en það. „Við töldum það virkilega frábært að fá íslenska fagaðila að rekstrinum. En því miður var ekkert fjármálaeft- irlit til á þessum tíma því þetta voru allt ríkisbankar. Því gátu þeir, í engu samráði við fyrirtækið sem þeir áttu hlut í, bútað hlut sinn niður og selt eins og pulsu og kók til almennings. Það gátu þeir með því að nýta stöðu sína og markaðsdeildir til að koma þessu á almenning í hálfgerðri símasölu. Út af þessu er mjög mikill misskilningur í gangi í dag varðandi heiðarleika frumkvöðla- og athafna- manna sem hafa verið að vinna á al- þjóðlegri grundu. Margir halda að frumkvöðlar hafi verið að reyna að selja sín eigin bréf í eigin fyrirtækj- um og annað. Þetta gerðist bæði hjá Oz og fleirum. En til dæmis seldi ég aldrei eitt einasta bréf í Oz alveg frá því ég stofnaði það og þar til ég hætti þar. Ég ætlaði mér alltaf að standa og falla með mínu félagi,“ segir Guðjón ákveðinn. Tapaði öllu sínu í Oz sem fór svo alla leið Margir halda að Oz hafi einfald- lega sprungið bara einhvern tíma og farið á hausinn. En svo er ekki. Guðjón segir Oz hafa lent í miklum hremmingum á fjármálamörkuð- um og netbólan hjálpaði svo sann- arlega ekki. Þegar hún sprakk var jafnerfitt fyrir Oz og aðra að fá fjár- magn til að koma vörum sínum út á markaðinn. „Þegar þær dyr lokuðust hjá Oz þurftum við að skera mikið niður hjá félaginu til að geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar okkar, sem við og gerðum. Þetta varð síð- an til þess að Landsbankinn tók yfir rekstur félagsins sökum fjárhags- stöðunnar og setti það í ákveðna meðferð hjá sér. Við þann gjörning tapaði ég raunverulega öllum mín- um eignarhlut í félaginu ásamt öll- um öðrum íslenskum fjárfestum og ákvað því að hætta hjá Oz árið 2003,“ segir Guðjón sem sagði þar með skilið við fyrirtækið sem hann stofnaði sem unglingur. Oz hélt samt áfram undir stjórn bankanna en á endanum gáfust þeir upp á fyrirtækinu sem varð á endanum til mikillar gæfu fyrir Oz. „Það sem gerðist þá var að ákveð- inn hópur íslenskra athafnamanna bauð í að halda rekstrinum áfram. Þeir fluttu Oz til Montreal og það teymi náði að fara með félagið alla leið. Því að í sömu viku og Lands- bankinn fór í þrot í fyrra seldi þetta teymi Oz til Nokia fyrir upphæð sem ég hreinlega veit ekki hver er. Saga Oz er ein af sigursög- um okkar þar sem fyrirtæki, eftir þrautagöngu frumkvöðla, náði að fara alla leið. Í fullkomnum heimi hefðu allir gömlu fjárfestarnir feng- ið að njóta góðs af þessu en að- stæður á mörkuðum ásamt sýn stjórnenda Landsbankans leyfðu þann gjörning ekki. Sjálfur fékk ég ekki neitt,“ segir Guðjón, þó með bros á vör. Enn að borga fyrir ævintýrið „Laun og verðmæti á pappírum eru tveir ólíkir hlutir,“ svarar Guðjón aðspurður um peningamálin í kring- um Oz. Fyrirtækið var um tíma met- ið á ellefu milljarða íslenskra króna en var Guðjón milljónamæringur á þessum tíma? „Sem betur fer taldi ég mig ekki vera milljónamæring. Ég var mjög hissa að sjá fréttir um verð- mæti fyrirtækisins. Ég hafði aldrei neinn áhuga á að uppreikna þetta sjálfur. Ef maður ber saman laun þegar Oz gekk sem best og þau laun sem hafa viðgengist undanfarin ár, þá er það eins og svart og hvítt. Það voru aldrei sömu upphæðir í spilinu hjá okkur og hafa verið í umræðunni undanfarin ár,“ segir hann. „Ég er nú enn þá að borga nið- ur mín lán fyrir Oz. Það sem ég hef lært er að mælieiningin peningar er óholl í alla staði. Að lífið þurfi að vera mælanlegt í peningum er mjög hættulegt. Ég kem út úr Oz mjög rík- ur maður þó að tékkareikningurinn segi annað. Nú sex árum eftir að ég hætti hjá félaginu er ég enn þá að borga niður þær fjárhagslegu skuld- bindingar sem ég stofnaði til,“ segir Guðjón. Þegar Oz gekk sem best keypti hann hús í miðbæ Reykjavíkur fyr- ir fleiri tugi milljóna en þá ímynd að þeir hjá Oz hafi verið einhverjir glaumgosar segir Guðjón eins langt frá raunveruleikanum og geti verið. Stoltur af Guðjóni í Oz Stimpillinn „Guðjón í Oz“ truflar hann ekki neitt. „Ég er mjög stoltur af Guðjóni í Oz í alla staði,“ segir hann og heldur áfram: „Þar sem óvissan virkar á mig sem ákveðin hvatning er ég alltaf að endurnýjast hraðar en þeir sem þrífast á stöðugleika. Þess vegna verður mjög erfitt fyrir stimpl- ana að tolla á mér. Það mótar enginn ímynd sína öðruvísi en með verkum sínum og verk undanfarinna ára eru alltaf þau sem eru efst á baugi.“ Hann viðurkennir þó að ævintýr- inu sem Oz var hafi svo sannarlega fylgt brostnar vonir. „Fall Oz var mér mjög dýrmæt reynsla að fara í gegn- um, og henni fylgdu vissulega brostn- ar vonir. Að vera fyrirmynd annarra ungmenna og fara ekki eins langt og ég ætlaði mér þroskaði mig og kenndi mér margt. Það er dýrmæt lexía fyrir alla að fara í gegnum,“ segir Guðjón. Hann segir einnig fjölmiðlaum- fjöllunina á sínum tíma hafa verið erf- iða en lærdómsríka. „Íslenskt þjóðfé- lag getur verið mjög dómhart, kalt og hvasst. Það var erfið reynsla en mjög lærdómsrík að fara í gegnum svona mikla umfjöllun svona ungur,“ segir hann. Byrjar brátt að kenna Í dag vinnur Guðjón Már hjá litlu sprotafyrirtæki sem heitir Medizza. Starfið hjá Medizza og þá vinnu sem er undir flaggi grasrótarinnar hjá Hug- myndaráðuneytinu segir hann í jafn- vægi. En hvað er þetta Hugmynda- ráðuneyti sem Guðjón hefur verið að kynna til sögunnar? „Hugmyndaráðuneytið er svona mitt hugarfóstur í dag. Það bygg- ir á þeim reynsluheimi sem hef- ur byggst upp síðustu tuttugu árin. Hugmyndaráðuneytið er eins konar leið frumkvöðla og athafnafólks til að hafa jákvæð áhrif. Þarna er maður að beita reynslu úr heimi viðskiptanna við að byggja upp bæði fyrirtæki og verkefni en nota þau í tengslum við samfélagsverkefni,“ segir Guðjón sem reyndi að koma svipuðu verk- efni af stað fyrir tíu árum sem hét Frumkvöðlasetrið. „Því miður hafði ég ekki fjármagn eða stuðning atvinnulífsins á þeim tíma. Áherslur í atvinnulífinu voru meira á lántökur og að sjá hagnað- inn strax í stað þess að byggja upp til lengri tíma,“ segir hann. Guðjón er einnig að stíga sín fyrstu skref sem kennari í nýjum kúrs þar sem hann kennir altrúisma. Guðjón útskýrir hugtakið. „Hug- myndafræðin um altrúisma er að gefa frá sér. Það hefur mjög mikið verið að gerast undanfarin ár varð- andi ýmis viðskiptamódel í kringum það og opna nýsköpun. Það er í raun sú hugmyndafræði sem Hugmynda- ráðuneytið byggir á og er algjörlega utan hugmyndarinnar um peninga og pólitík. Þetta er mjög ögrandi nám þekkingarlega séð og verður mjög krefjandi að fara í gegnum. Ég hlakka mjög mikið til,“ segir Guðjón. Uppgötvaði að vera orðinn framkvæmdastjóri Guðjón situr í dag í stjórn fyrirtækis- ins Industria ásamt því að vinna að áðurnefndum verkefnum við Hug- myndaráðuneytið og Medizza. Þá er hann einnig í hópi sem kallast Mauraþúfan sem vinnur að því að halda þjóðfund Íslendinga í Laug- ardalshöll þann 14. nóvember. Það starf er allt unnið í sjálfboðavinnu. Þá var hann nýverið valinn einn af tíu mest framúrskarandi ungu fólki í heiminum af alþjóðasamtökunum JCI. Hvergi er neitt sem tengist beint tölvum þarna en Guðjón hefur skilið tölvustrákinn eftir í bili, eins og hann komst sjálfur að um daginn. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tónlist og það er ekkert langt síð- an ég ákvað að taka eina rokk og ról helgi. Þar voru bara pitsur og lítið sofið og ég lagðist rosalega sáttur á koddann. En þegar ég vaknaði og fór að hlusta á það sem ég hafði samið áttaði ég mig á því að ég væri orðinn framkvæmdastjóri,“ segir Guðjón og skellihlær. Hræddur við herskólann Eins og áður kom fram var Guðjón ekkert séní í skóla þó að tölvur hafi verið fyrir honum eins og píanó fyrir Mozart. Hann segist mjög fylgjandi öflugu menntakerfi þar sem hann hefur nú sjálfur störf sem kennari í hjáverkjum en hefur áhyggjur af þeirri menntaverðbólgu sem er í gangi, eins og hann kallar það. „Það er mikil verðbólga í mennt- un. Ég er mjög hræddur við þá til- hugsun að allir séu að fara í skóla til þess að fara inn í „kassann“. Það tókst til dæmis ekki að „boxa“ mig inn í skóla,“ segir hann og útskýrir nánar. „Núverandi menntakerfi var þróað til þess að þjálfa hermenn. Stóran hluta þess má rekja til gamla Rússlands þar sem var ver- ið að þjálfa fjöldann til að undir- búa hann fyrir iðnbyltinguna. Við búum enn þá við sama kennslu- form og við eigum ekki að byggja næsta Ísland of mikið á þeirri hug- myndafræði. Í það minnsta verður að vera öflugt jafnvægi við skap- andi greinar. Við munum byggja at- vinnuvegi okkar og atvinnustefnu á núverandi menningu og kúltúr og því hvers konar einstaklingum við ungum út í atvinnulífið,“ segir Guð- jón en hann lofar til dæmis nýja Menntaskólann, sem byggður er á hugmyndafræði Ólafs Stefánsson- ar, í hástert. „Ég á varla orð til að lýsa hrifn- ingu minni á því starfi og ég vil sjá svipaða framtíðarsýn innan hins al- menna menntakerfis. Það er mikið talað um að höggva á miðstýringu í skólum og veita þeim meira sjálf- stæði og ég vil bara hvetja skóla- stjóra til að hlúa betur að skapandi kennsluaðferðum. Það er mikil- vægt að færa nemendur ekki of mikið inn í kassann.“ Samfélagsleg ábyrgð auðjöfra að hjálpa til Á meðan margir flúðu kreppuna flutti Guðjón heim þegar allt hrundi til að hjálpa Íslendingum í gegnum hana. „Kreppa er í sjálfu sér móð- ir nýsköpunar og svona umhverfi eins og við búum við í dag er mjög spennandi fyrir einstaklinga sem eru að feta sig áfram í heimi ný- sköpunar og almennu frumkvöðla- starfi. Þetta er mjög spennandi fyr- ir vísinda- og uppfinningamenn af öllu tagi því það eru fleiri tækifæri til breytinga í dag en hafa verið áður. Þó að það hljóði ankannalega fyrir marga eru fleiri tækifæri til að fjár- magna nýsköpun í núverandi um- hverfi en var þegar allir voru í rugl- inu,“ segir hann. Guðjón segir næga peninga til í landinu og að þeir sem eigi þá verði að hjálpa til við nýsköpun á Íslandi því þar sér hann mikil tækifæri. „Það eru til gífurlegir peningar á innláns- reikningum bankanna og í höndum fjársterkra einstaklinga sem seldu fyrirtæki sín í ýmis útrásarverkefni. Í mínum huga er það samfélagsleg ábyrgð þeirra að nýta þá. Þó að ekki nema bara vextirnir, sem skattgreið- endur greiða þessum fjársterku að- ilum um hver einustu mánaðamót, væru notaðir til að veita íslenskum sprotafyrirtækjum þarft brautar- gengi,“ segir Guðjón Már Guðjóns- son. 34 föstudagur 2. október 2009 helgarblað Guðjón í hnotskurn Fjölskylda n Fæddur 16. febrúar 1972 í Sundahverfinu í Reykjavík n Sonur Guðjóns Hafsteins Bernharðssonar, stofnanda og eiganda Tölvubankans, og Helgu Jónsdóttur, þjónustufulltrúa í Læknasetrinu n Á tvö yngri systkini, Guðrúnu Líneik Guðjónsdóttur og Jón Atla Guðjónsson Skólaganga n Var allan sinn grunnskólaferil í Langholtsskóla n Hætti í Verzlunarskóla Íslands fyrir jólapróf á lokaári vegna anna hjá fyrirtæki sínu n Sjálfmenntaður tölvusnillingur n Hefur enga framhaldsskólagráðu eða -próf Starfsferill n Fékk fyrst greitt fyrir tölvutengt verkefni 13 ára n Stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Oz 17 ára en Oz var metið á ellefu milljarða króna árið 1999 n Oz seldi Microsoft einstakan hugbúnað árið 1994 og fékk eingreiðslu fyrir, u.þ.b. 20 milljónir króna n Stofnaði Íslandssíma árið 1998 sem síðar varð Vodafone á Íslandi n Tók þátt í að stofna fyrirtækið Extrada árið 1999 sem var keypt af dönsku fyrirtæki árið 2002 n Tók þátt í að stofna fyrirtækið Maskina sem sameinaðist Vyke n Árið 2003 tók Guðjón þátt í að stofna fyrirtækið Industria sem hefur bækistöðvar á Englandi og situr í stjórn þess í dag n Í dag vinnur hann hjá Medizza, fyrirtæki sem hann stofnaði og hefur aðsetur í Hugmyndahúsi háskólanna n Setti Hugmyndaráðuneytið á laggirnar eftir bankahrunið á Íslandi „Ég byrjaði að æfa fót- bolta en einn daginn kom þjálfarinn, settist niður með mér, klappaði mér á bakið og sagði ofboðs- lega kurteislega að ég þyrfti ekkert að mæta á æfingu aftur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.