Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 13
fréttir 2. október 2009 föstudagur 13 Icesave vIð það að slIga ríkIsstjórnIna forysta flokksins ætluðu að sam- þykkja aðildarumsókn að ESB sem aðgöngumiða að áframhaldandi ríkisstjórn VG og Samfylkingarinn- ar. Bréfið lýsir viðhorfi sem áreiðan- lega blundar í nokkrum þingmanna VG, en þar segir meðal annars: „Með því að segja já við frum- varpi ríkisstjórnarinnar um aðild- arumsókn að Evrópusambandinu þá gerir þú þig að ómerkingi orða þinna en það sem verra er, þá gerir þú mig og alla þá sem börðust fyrir flokkinn í aðdraganda síðustu kosn- inga að ómerkingum orða sinna. Sjálfur fékk ég 50 manns til þess að skrá sig í flokkinn fyrir síðustu kosn- ingar og það er klárt í mínum huga og í orðræðum mínum við það fólk að aldrei myndi flokkurinn taka þátt í því að færa Ísland nær Evrópusam- bandinu.“ Nú gerðist það í vikunni að bresk- ur þingmaður sagði við Lilju Mós- esdóttur, þingmann VG, á þingi Evrópuráðsins í Strassborg að ef Ice- save-deilan yrði ekki leyst yrði það að vandamáli frammi fyrir fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins í umsóknarferlinu. Með öðrum orðum virðist sem þingmaðurinn hafi ætlað að nota aðildarumsóknina sem vopn í deilu við Íslendinga um Icesave. Lilja segist hins vegar hafa gert honum grein fyrir að hún tilheyrði ekki flokki sem hefði inngöngu í ESB á stefnuskrá sinni. Hvað sem öðru líður er ljóst að róttækir andstæðingar ESB og Ice- save innan VG hafa tilefni til að spyrða saman ESB, Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn og jafnvel Norðurlöndin, og hagsmuni Hollendinga og Breta. Andstaðan innan ríkisstjórnarinnar er því bæði áþreifanleg og hugsan- lega vaxandi. Stjórnarandstæðingar sjá sér leik á borði Tilraunir Steingríms og stuðnings- manna hans innan VG virðast því ekki geta tryggt braut Icesave-máls- ins í gegnum þingið enda augljóst að komið verður til móts við Hol- lendinga og Breta með því að gefa eftir varðandi fyrirvara þingsins frá því í sumar. Með fortölum og flokksaga þurfa stjórnarflokkarnir að tryggja að minnsta kosti 33 atkvæði meðal stjórnarliða. Sú trygging er ekki fyr- ir hendi og því geta stjórnarslit hæg- lega hangið áfram yfir ríkisstjórn- inni. Slíkt skipbrot jafnaðar- og vinstri- manna yrði báðum flokkum þung- bært sem bundið hafa vonir við að fá ráðrúm til að móta á nýjan leik íslenskt samfélag í anda norrænna velferðarstjórnmála. Kosningar virðast með öllu ótímabærar. Morgunblaðið hefur tekið sér stöðu með Ögmundi og andófshópnum í röðum VG og jafn- vel stungið upp á minnihlutastjórn VG. Verði viðvarandi ágreiningsmál um Icesave ríkisstjórninni að falli og nýir stjórnarherrar taki völdin er eins víst að viðsnúningur verði í Ice- save-málinu og að ESB-aðildarum- sóknin falli dauð. Samningar í Istanbul Fjármálaráðherrann fer nú um helgina til Istanbúl í Tyrklandi á að- alfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Auk hans sækir Már Guðmundsson seðlabankastjóri fundinn af hálfu Seðlabankans ásamt nokkrum emb- ættismönnum. Þar eru fyrirhugað- ir fundir með fjármálaráðherrum Hollands og Bretlands. Varla er við því að búast að endanlegur búning- ur nýs Icesave-frumvarps verði til- búinn í lok næstu viku þegar Stein- grímur og embættismennirnir snúa heim. Hvað segir stjórnarandstaðan? Þór Saari, Hreyfingunni: „Ríkisstjórnin hefur veikst mikið finnst mér. Ögmundur var einn af aðalmönnunum í ríkisstjórninni, og einn af þungavigtarmönnunum, og það er mikill skaði fyrir þau að missa hann. Það er alveg á hreinu.“ Þór kveðst sannfærður um að Icesave-málið eigi enn eftir að vefjast fyrir ríkisstjórninni. „Ég hef heyrt í fjölda manns ríkisstjórnar- megin sem er ekki tilbúinn að sam- þykkja ný lög um ríkisábyrgðir út af Icesave. En ég veit ekki hvort þetta fellir stjórnina. Þetta er náttúru- lega eins og Ögmundur sagði. Þetta er lýðræði og þingræði og ef ríkis- stjórnin sjálf ákveður að hún muni falla hafi hún ekki meirihluta í Icesa- ve, þá ákveður ríkisstjórnin það. En mér finnst þetta vera barnaskapur og forneskjuleg hugsun að það þurfi að vera hreinn meirihluti allra ríkis- stjórnarflokka í öllum málum. Þetta er bara gamaldags hugsun. Menn eiga að geta leyft sér að vera ósam- mála í svona veigamiklum málum án þess að ríkisstjórnin þurfi að hrökklast frá.“ Siv Friðleifsdóttir, Framsóknar- flokki: „Þessi ósamstaða og vandræða- gangur veikir ríkisstjórnina mjög. Hún fer löskuð inn í nýjan vetur.“ Siv segir að brotthvarf Ögmund- ar úr ríkisstjórninni setji Icesave- deilurnar í enn flóknara samhengi en áður þótt vera kunni að niður- skurður í heilbrigðismálum hafi ver- ið honum þungur í skauti. „Ögmundur mun ekki styðja út- þynningu fyrirvaranna við Icesa- ve á Alþingi úr því hann kaus að fara út úr ríkisstjórninni. Spurning- in er hvað aðrir þingmenn VG gera sem hugnaðist Icesave-samningur- inn alls ekki. Þeir samþykktu ríkis- ábyrgðina með fyrirvörum og verði nú veittur afsláttur gagnvart Bret- um og Hollendingum eins og liggur í loftinu er algerlega óvíst hvort þeir geti samþykkt það. Mér finnst þetta blasa við. Ögmundur er nú orðinn óskoraður leiðtogi órólegu deildar- innar í VG. Það verður spennandi að sjá hverjir innan VG fylgja hon- um að málum á þinginu því varla er hann einangraður.“ Siv er ekki viss um hvort ríkis- stjórnin lifi þetta af. „Það er erfitt að sjá. Þegar ráðherra segir af sér vegna ágreinings um grundvallarmál veik- ir það ríkisstjórnina mjög. Hún kem- ur því mjög löskuð til leiks.“ Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki: „Mér sýnist staðan í Icesave-mál- inu vera sú sama og í sumar. Rík- isstjórninni var samvæmt lögum Alþingis um fyrirvara við Icesave- ríkisábyrgðina falið að kynna þá breskum og hollenskum stjórnvöld- um. Með samþykki þeirra hefðu þau tekið gildi. En það varð ekki og nú eru menn greinilega að semja upp á nýtt. Ég tel að það sé ekki heimilt. Mér sýnist að þingflokkur VG hafi gefið heimild til þess að hefja slíkar þreifingar og ef niðurstaða fæst hefst leikurinn upp á nýtt.“ Pétur bendir á að senn renni upp 23. október en þá renni út frestur til þess að lýsa kröfum í Tryggingarsjóð innstæðueigenda. „Hafi ekki sam- ist fyrir þann tíma verða Bretar og Hollendingar að lýsa kröfum í búið. Þá fer málið fyrir héraðsdóm, síðan hæstarétt og loks EFTA-dómstól ef að líkum lætur. Bretar og Hollend- ingar væru með þessu að taka þá áhættu að niðurstaðan verði þeim ekki í vil. Það á síður við að Íslend- ingar taki áhættu með þessu. En þetta kostar kannski átök því þetta er spurning um áróður, að tryggja vígstöðu, bakland og áhrif og við stöndum okkur ekki vel á því sviði.“ Hótun um stjórnarslit ef ráðherr- ar ríkisstjórnar gengju ekki í takt í Icesave-málinu varð til þess að Ög- mundur Jónasson sagði af sér emb- ætti heilbrigðisráðherra. „Ef ekki reynist meirihluti fyrir breytingum á fyrirvörunum þegar málið fer fyr- ir Alþingi fellur ríkisstjórnin ef eitt- hvað er að marka hótunina. En það er kannski ekki alveg mark takandi á þessu.“ Þungbúnir foringjar Steingrímur J. Sigfússon tjáði sínu fólki að ríkisstjórnarsam- starfið væri í húfi og fékk heimild þingflokks síns til að semja. Vafi leikur á hvort hann hafi fengið tryggingar fyrir stuðningi við Icesave í gegnum þingið. mynd róbert reynISSon Siv Friðleifsdóttir „Ögmundur er nú orðinn óskoraður leiðtogi órólegu deildarinnar í VG. Það verður spennandi að sjá hverjir innan VG fylgja honum að málum.“ Pétur blöndal „Ef ekki reynist meirihluti fyrir breytingum á fyrirvörun- um þegar málið fer fyrir Alþingi fellur ríkisstjórnin ef eitthvað er að marka hótunina. En það er kannski ekki alveg mark takandi á þessu.“ Prinsippmaður Ögmundur Jónas- son segir ekki skilið við sannfæringu sína. En vill hann að það kosti tækifæri jafnaðar- og vinstrimanna til að móta velferðarsamfélag á næstu árum? Jón bjarnason Ráðherrann sem er ekki síst þekktur fyrir langar þing- ræður kaus að þegja á næturfundi Vinstri-grænna. Yfir vötnunum sveif hótun um að ríkis- stjórnarsamstarfinu yrði slitið fengi ríkis- stjórnin ekki sínu fram- gengt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.