Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 36
36 föstudagur 2. október 2009 helgarblað DV9230310707_Ryan og Trista Sutter_0.jpg DV0812025608.jpg DV-axel.jpg DV-deanna.jpg Lilja Katrín Gunnarsdóttir fOrMÚlaNseMVIrKar Aðeins þrjú sambönd þeirra fimmtán einstaklinga sem hafa tekið þátt í raunveruleikaþáttunum The Bachelor og Bachelorette hafa gengið upp. Þættirnir virðast vera pottþétt formúla að spennandi tilhugalífi en gamanið kárnar þegar slökkt er á myndavélunum og uppvaskið, klósettþrifin og borgun reikninga tekur við. Af þeim fimmtán einstaklingum sem sýndir hafa verið í leit að sannri ást og hamingju í íslensku sjónvarpi hafa aðeins þrír fundið draumamakann í þáttunum The Bachelor og Bachelorette. Ástæður þessa er með- al annars hægt að rekja til þess að keppendur eru ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Þegar tökum lýkur má parið ekki hittast fyrr en búið er að sýna þáttaröðina í sjónvarpi og það hefur því nægan tíma til að hugsa um grasið sem verður alltaf grænna og grænna. Þegar svo loksins venjulegt líf tekur við er draumamakinn ekkert voðalega spennandi. Grasið fölnar, verður að sinu og fuðrar upp að lokum. ÁstVIðfyrstusýN–hjÁölluM Það urðu tímamót í raunveruleikasjónvarpi þegar fyrsti pipar- sveinninn, Alex Michel, var kynntur fyrir heiminum. Alex var öfund- aður af karlmönnum um heim allan er hann fékk að leita að ástinni í örmum 25 undurfallegra kvenna. Sú leit átti að lokum að enda með bónorði. Þó ekki til allra kvennanna. Aðeins þeirrar einu réttu. Sumum hreinlega bauð við hugmyndinni en öðrum fannst hún sniðug. Og finnst enn. Líklega grunaði engan að sjö árum eftir að fyrsta The Bachelor-serían var sýnd væri hún enn gróðamaskína fyrir sjónvarpsstöðina ABC. Brautryðjandinn Alex var myndarlegur, vel menntaður og bauð stúlkunum upp á rómantík og ævintýri í heitum pottum. Allar urðu þær ástfangnar af Alex við fyrstu sýn. Eins og hendi væri veifað. Eftir mikinn grát og gnístran tanna stóðu tvær stúlkur eftir, Am- anda Marsh og Trista Rehn, og börðust um trúlofunarhringinn. Alex valdi Amöndu en bað hennar hins vegar ekki heldur ákváðu þau að rækta samband sitt fyrst. Sem þau og gerðu í tæplega ár áður en þau hættu saman. lÁtINróaÁKaffIhÚsI Piparsveinn númer tvö, Aaron Buerge, var alger andstæða þess fyrsta. Aaron var venjulegur miðstéttardrengur sem vann í fjölskyldubankan-um í Springfield. Hann féll fyrir Helene Eksterowicz og bað hennar í lok þáttaraðarinnar. Sögusagnir fóru fljótt á kreik að Aaron væri enn ansi kvensamur. Mánuði eftir að lokaþátturinn var sýndur sagði hann Hel-ene upp á Starbucks-kaffihúsi. Helene var miður sín en náði hefndum með því að skrifa sjálfshjálparbókina „Enginn er fullkominn: Hvað á að gera þegar þú fellur fyrir hálfvita en þú vilt að það gangi upp.“ lÚðalegurpIparsVeINN Andrew Firestone var þriðji maðurinn sem ákvað að freista gæfunnar í The Bachel- or. Kynæsandi, myndarlegur og vellauðugur erfingi vínekrueigenda í Santa B arbara. Í lok þáttaraðarinnar bað hann Jen Schefft um að kvænast sér þrátt fyrir að stra umarn- ir á milli þeirra hafi ekki verið sýnilegir í sjónvarpinu. Þau hættu saman tíu m ánuðum seinna en Jen sneri aftur í sviðsljósið sem þriðja piparjónkan. Í fjórðu þáttaröðinni af The Bachelor var bryddað upp á nýjung. Bob Guiney v ar nefni- lega ekki myndarlegur, vel vaxinn og kynæsandi. Hann var frekar lúðalegur en hrókur alls fagnaðar með brandara á hraðbergi. Fyrsta piparjónkan, Trista, sendi Bob heim en hann var svo vinsæll í þeirri þáttaröð að framleiðendur ákváðu að setja hann í a ðalhlut- verkið. Hann byrjaði með Estella Gardinier sem var mikill aðdáandi Bobs. Han n bar þó ekki upp bónorð og sagði Gróa á Leiti að Bob hefði hætt með Estellu með símta li. létfOrMÚluNaVIrKa Trista syrgði Alex ekki lengi og var beðin um að vera piparjónkan í fyrstu þáttaröðinni af The Bachelorette. Sem betur fer, annars hefði þátturinn örugglega ekki vakið mikla lukku. Trista er nefnilega ein af fáum sem hefur tekist að láta þessa umdeildu formúlu virka og grætt heilmikinn pening í leiðinni. Hún féll kylliflöt fyrir slökkviliðsmann-inum Ryan Sutter sem samdi ástarljóð til hennar í gríð og erg. Þótt ljóðin hafi verið óttalegur leirburður heilluðu þau Tristu. Svo mikið að parið notaði sjónvarpið ekki aðeins til að opinbera ást sína heldur sjónvörpuðu þau líka giftingunni. Í dag eiga þau tvö börn saman. Helene var miður sín en náði fram hefndum með því að skrifa sjálfshjálparbókina „Enginn er fullkominn: Hvað á að gera þegar þú fellur fyr- ir hálfvita en þú vilt að það gangi upp.“ Hneykslaði Brad var ellefti piparsveinninn og hneykslaði heiminn með því að velja hvorki DeÖnnu né Jenni. Ævintýri líkast Trista og Ryan eru eins og sköpuð fyrir hvort annað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.