Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 28
28 föstudagur 2. október 2009 helgarblað
n steingrímur J. sigfússon,
fJármálaráðherra
„Stendur einn í stafni
með storminn í
fangið. Enginn
virðist leggja
honum lið, hvorki
innan flokks né
utan.“
„Alltaf gaman að sjá
þegar fólk vex með nýjum áskorun-
um. Mikið var talað um að Stein-
grímur J. væri bara kjaftagleiður
kommi í stjórnarandstöðu, en hann
hefur sýnt að hann er í dag eini
stjórnmálamaðurinn sem er nálægt
því að eiga skilið að vera kallaður
landsfaðir.“
n ögmundur
Jónasson,
fyrrv. heil-
brigðisráð-
herra
„Vanmetnasti ráð-
herrann. Hann er
alvöru. Afþakkaði
ráðherralaun og er sam-
kvæmur sjálfum sér. Sexí og dúllu-
legur.“
„Stendur einhverja erfiðustu vakt
Íslandssögunnar og gerir það af
samviskusemi.“
n davíð odds-
son, ritstJóri
„Meirihluti þjóð-
arinnar er búinn
að afskrifa hann
sem ritstjóra áður
en hann hefur feng-
ið tækifæri til að sanna
sig.“
n sigmundur
davíð gunn-
laugsson,
formaður
framsóknar-
flokks
„Sennilega einn af gáf-
uðustu stjórnmálamönnum sem við
eigum en nýtur ekki sannmælis sem
pólitíkus, þótt hann hafi gert það
áður en hann bauð sig fram.“
n Þórdís elva
Þorvalds-
dóttir,
leikkona,
leikskáld og
rithöfundur
„Gaf út bók um kyn-
ferðisofbeldi á Íslandi. Sann-
arlega mikið þrekvirki sem hún hef-
ur unnið og án efa ekki aðvelt að
lesa um allan þennan hrylling og
safna þessu saman.“
n katrín Júlíus-
dóttir,
iðnaðar-
ráðherra
„Fólki hættir til
að vanmeta Katr-
ínu og afskrifa sem
ljósku, en hún er lík-
lega sá íslenskur stjórnmálamað-
ur sem er hvað best lagið að eiga
við venjulegt fólk, alþýðleg og föl-
skvalaus. Þess vegna fær hún alltaf
glimmrandi kosningu.“
n helgi hJörvar,
alÞingismaður
„Mælskasti þingmaður landsins,
en er haldið til hlés af eigin félög-
um sem kunna ekki að meta skýra
og víða sýn þessa blinda manns. En
það er sitt hvað, blinda og skortur á
sýn í stjórnmálum.“
n ásgerður Jóna flosadótt-
ir, form. fJölskylduhJálpar
íslands
„Sér um Fjöl-
skylduhjálp Ís-
lands, magnað
að Reykjavíkur-
borg skuli rukka
samtökin um
húsaleigu.“
n sóley tómasdóttir,
femínisti
„Ferlega flottur
pólitíkus sem hefur
forgangsröðun
á hreinu og er
samkvæm sjálfri
sér. Ræða hennar í
HS Orku sýndi (svo
ég vitni í e-n gamlan
karl á Facebook) ótrúlega sam-
hengishugsun og ræðusnilld. Þar
sem hún tekur oft upp vandamál
sem fólki finnst erfitt að viðurkenna
að séu til staðar hefur hún fengið
yfir sig hverja hatursgusuna á
fætur annarri. Fólk mætti alveg
reyna aðeins að hlusta á hana.“
n hanna birna
kristJánsdótt-
ir, borgar-
stJóri
„Hefur staðið
sig vel sem borg-
arstjóri á erfið-
um tímum. Ef hún
væri karl væri hún í
dag bæði a) ástsælasti borgarstjóri
sjálfstæðismanna fyrr og síðar, og
b) formaður Sjálfstæðisflokksins.
n bJörgólfur
guðmunds-
son, athafna-
maður
„Það var algert
vanmat hjá ís-
lensku þjóðinni að
halda að þessi maður
gæti ekki sett fleiri fyrirtæki á haus-
inn, og það með enn stærri hvelli en
áður. Draugadallur Hafskips sigl-
ir ekki lengur undir fölsku flaggi -
hauskúpan er komin á sinn stað.“
n bJörgólfur thor
guðmundsson,
athafnamaður
„Það var algert
vanmat hjá ís-
lensku þjóðinni
að halda að þessi
maður væri ekki
gjaldgengur í rúss-
nesku mafíuna.“
n karl th.
birgisson,
ritstJóri
„Einn allra besti
penni og samfé-
lagsrýnir lands-
ins. Er sennilega
of skemmtilegur til að vera tekinn
nógu alvarlega.“
n sigurður kári kristJáns-
son, aðstoðarmaður
„Án efa einn duglegasti og heiðar-
legasti stjórnmálamaðurinn sem
hefur aldrei fengið að njóta sann-
mælis og fengið yfir sig mikla gagn-
rýni fyrir að vera einn fárra sem
halda í prinsipin sín.“
n Þóra kristín
ásgeirsdótt-
ir, blaðamað-
ur
„Góður blaða-
maður og formað-
ur BÍ. Stóð sig vel á
mbl.is og hafði ekkert til saka unnið
þegar hún var rekin þaðan.“
n már guðmundsson,
seðlabankastJóri
„Stálheiðarlegur og vinnusamur
maður, sem sleppti hægu sæti í Sviss
til að hverfa heim til starfa fyrir
sína þjóð.“
n páll skúlason,
heimspekingur
„Greindur maður, sem aldrei tranar
sér fram, en allt of sjaldan er hlust-
að á.“
n vilhJálmur egilsson,
frkvstJ. samtaka atvinnu-
lífsins
„Veit hvað hann syngur - og er ekki
með neitt rusl á bakinu.“
n Þorvaldur gylfason,
hagfræðingur
„Segir næstum alltaf réttu hlutina.“
n bergÞór
pálsson,
söngvari
„Ekki vanmet-
inn sem söngvari
heldur siðameist-
ari. Bækurnar hans
um framkomu og siði
eru yndislegar og ofsalega þörf lesn-
ing. Hefur þessa eðlislægu jákvæðu
og einlægu áru sem veldur því að
þó að hann sé að finna að fram-
komu fólks, þá móðgast enginn.
Það hlusta allir þegar Bergþór tal-
ar. Það sem hann segir er alltaf svo
innihaldsríkt og sagt af svo mikilli
kostgæfni, jákvæðni og virðingu fyr-
ir viðmælandanum og viðfangsefni.
Bergþór ætti að fá sérstakan þátt í
einhverjum fjölmiðli þar sem hann
hnykkir á helstu málum.“
n Jónína benediktsdóttir,
íÞróttafræðingur
„Það hefur sýnt sig
og sannað æ ofan
í æ að það sem
þessi kona tekur
sér fyrir hendur
reynist vera það
rétta. Hefur heldur
betur fengið að heyra
eitt og annað um sjálfa sig og geð-
heilsu sína en hún stendur alltaf
keik. Var löngu búin að benda okk-
ur á óeðlileg krosstengsl og furðu-
lega viðskiptahætti í samfélaginu
en allir töldu hana klikk. Spurning
hvort við sætum eins á bólakafi í
súpunni ef við hefðum hlustað.“
n Jón gerald sullenberger,
athafnamaður
„Vanmetinn þeg-
ar hann var að
segja frá sukk-
inu. Kannski var
það hefndarhug-
ur sem knúði þau
Jónínu áfram en
þau sögðu okkur frá öllu því sem í
dag þykja sjokkerandi fréttir í við-
skiptalífinu og allir láta kom sér á
óvart.“
n dr. gunni, tónlistar-
og fJölmiðlamaður
„Skemmtilegur tón-
listarmaður, hefur
gefið út sannköll-
uð meistaraverk.
Veit ekki til þess
að þau hafi verið
á listum yfir bestu
plötur landsins.
Textarnir einstakir, fullir af sann-
leika og húmor. Maður sem ætti
að höfða til annarra en þeirra sem
kjósa Vinstri græna.“
n kristín
steinsdóttir,
rithöfundur
„Frábær rithöf-
undur. Nafni
hennar er ekki
haldið mikið á lofti,
því miður. Hefur ekki bara skrifað
barnabækur. Á eigin vegum er bók
sem kom út fyrir nokkrum árum,
frábær.“
n erlingur gíslason, leikari
„Besti leikari á Íslandi. Snillingur!“
n emilíana
torrini,
tónlistar-
maður
„Frábær tónlistar-
maður sem rúllaði
þýska listanum upp í
sumar en virðist samt alltaf vera
bara talinhálffurðuleg hér heima.
Upphefðin kemur ekki einu sinni að
utan í hennar tilfelli!“
n hermann
guðmundsson,
forstJóri
„Hefur verið að
vekja athygli á
tækifærunum
sem eru á Íslandi
og hvernig þjóð-
in ætti að toga sig upp úr
kreppunni. Hefur fengið litla at-
hygli þrátt fyrir það og kannski er
það hans Akkilesarhæll að hann er
forstjóri olíufyrirtækis.“
n Þorsteinn
guðmunds-
son, leikari
„Stóð sig eins
og hetja í kvik-
myndinni Maður
eins og ég og hefur
átt góða spretti í gríninu en það er
eins og þjóðin fatti hann ekki alveg.“
n arnÞrúður karlsdóttir,
fJölmiðlakona
„Rekur sjálfstæða útvarpsstöð án
þess að teygja sig ofan í vasa skatt-
borgara.“
Þau voru líka nefnd sem
vanmetnustu íslendingarnir:
n Þorgerður einarsdóttir,
kynJafræðingur
„Hefur einstakan hæfileika til að
setja hlutina í samhengi og koma
með ferska sýn á mál. Gagnrýnin
hugsun er í hásæti hjá henni og hún
er svo málefnaleg að það hálfa væri
nóg. Mætti gjarnan heyrast meira í
henni í samfélagslegri umræðu.“
n fólkið sem tók ekki Þátt
„Þeir Íslendingar sem héldu sínu
striki hvað sem á gekk. Það er sá fá-
menni hópur fólks sem ekki tók þótt
í djamminu meðan á því stóð og reif
allar innréttingar út úr nýjum hús-
um og barst á með dýrum jeppum.
Íslendingar snobba alltof mikið fyr-
ir peningum, áhrifum og völdum en
gleyma mannkostum, aðhaldssemi,
skynsemi og dyggðum prýtt fólk sem
lifir sínu lífi í sátt og samlyndi við
allt og alla.“
n hinn almenni borgari
n amma og afi
n íslenskir listamenn
n fólk í umönnunarstörfum
n guðmundur páll ólafs-
son, náttúrufræðingur
n fm belfast
„Dásamleg hljómsveit sem blessun-
arlega er að fikra sig upp athyglis-
skala þjóðarinnar en hefði átt að
gera það mun fyrr. Almennilegt stöff
á ferðinni. Það góða er að góðir hlut-
ir gerast hægt og því er von á að FM
Belfast komi sterkar inn smátt og
smátt.“
n hreinn hreinsson, vef-
stJóri
„Falinn sem vefstjóri hjá Reykja-
víkurborg en er eigi að síður ein-
hver skarpasti greinandi íslenskra
þjóðmála. Mætti hafa sig meira í
frammi.“
davíð oddsson, ritstJóri
morgunblaðsins
„Fyrir það sem hann segir, ekki fyrir
verkin hans.“
„Stórlega ofmetinn. Heil þjóð hefur
trúað því til margra ára að hann
sé klárari en flestir. Það hefur síð-
an komið í ljós að hann kann ekk-
ert á efnahagsmál. Enn er hann þó í
guðatölu hjá fjölda manna.“
„Ofmetnasti Íslendingur allra tíma,
jafnt meðal fylgismanna og and-
stæðinga. Arfleifð hans sem stjórn-
málamanns og seðlabankastjóra
er askan ein í dag og held ég að rit-
stjóratíð hans á Mogganum verði
tíðindaminni en ætla mætti af fá-
rinu á dögunum. Það er eitthvað við
yfirgangssegginn Davíð sem dregur
fram meðvirknina í þjóðinni og ætti
það að vera hluti af endurreisninni
að senda allan heila söfnuðinn á Al
Anon-fundi til að ná honum úr kerf-
inu í eitt skipti fyrir öll.“
„Er einhver að lesa leiðarana hans í
Morgunblaðinu? Snilld? Álíka góð-
ur rithöfundur og Hitler var vatns-
litamálari. Vandræðagangurinn í
kjölfar þessarar ráðningar á Morg-
unblaðinu á eftir að jarða blaðið
endanlega.“
Jóhanna sigurðardóttir,
forsætisráðherra
„Ræður engan veginn við þetta
mikla verkefni sem hún er að fást
við.“
„Hefur valdið kjósendum sínum
miklum vonbrigðum, hún er of-
metnasti Íslendingurinn, ásamt
nokkrum öðrum þingmönnum
Samfylkingar sem kjósendur bundu
miklar vonir við, eins og Árni Páll
Árnason félagsmálaráðherra.“
„Það sannast í henni að góðir liðs-
menn eru ekki endilega góðir fyr-
irliðar. Það gengur ekki að hafa
mannafælu sem talar ekki ensku í
þessu embætti á þessum tímum. Því
miður. Næsti?“
bubbi morthens, tónlistar-
maður
„Stál og hnífur löngu horfið, gull og
silfur tekið við.“
„Maður þarf að vera mamma hans
til að þola sífellt nýja útgáfu af
sama laginu, tileinkuðu vinsælasta
málefninu hverju sinni.“
ofmetin
ofmetin, umdeild og vanmetin
Helgarblað DV leitaði til 15 fjölbreyttra, skarpra og ráðagóðra álitsgjafa í leitinni að van-
metnustu og ofmetnustu Íslendingunum. Mjög margir komust á blað en engan skal undra
að stjórnmálamenn séu ofarlega í huga flestra álitsgjafa og skipa þeir flest efstu sætin. Þeir
sem lenda í báðum flokkum hljóta að teljast umdeildustu menn landsins.
vanmetin