Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 19
þróun launavísitölu og neysluvísi- tölu. Á síðustu 20 árum, frá janúar 1989 til janúar 2009, hafa laun hækk- að um 255 prósent. Vísitala neyslu- verðs, sem hefur hingað til stýrt því hversu mikið lánin hækka, hefur á sama tímabili hækkað um 197 pró- sent. Vert er þó að benda á að launa- vísitalan hefur lítið hækkað undan- farna mánuði og ekki er útlit fyrir að laun hækki mikið á allra næstu miss- erum. Til lengri tíma virðist launa- vísitalan hins vegar hækka hraðar en vísitala neysluverðs. Árni bendir á að ef launavísitalan hækki hraðar en vísitala neysluverðs, muni fólk greiða lánin hraðar niður. Þess má geta að lántakendur þurfa hver og einn að óska eftir þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt. Lánin lengd um þrjú ár Við boðaðar aðgerðir lækkar greiðslubyrði lána mikið. Í gögnum frá félagsmálaráðuneytinu kemur fram að sá sem tók 10 milljóna króna húsnæðislán, til 40 ára, í júlí 2007 hafi í upphafi borgað 42.700 krónur á mánuði. Núna greiði hann hins veg- ar 54.800 krónur. Eftir aðgerðir rík- isstjórnarinnar mun greiðslubyrðin verða 45.600 krónur, eða 2.900 krón- um hærri en í upphafi. Það sem er umfram safnast inn á biðreikning. Þegar lánstímanum lýkur lengist lán- ið að hámarki um þrjú ár. Standi eitt- hvað eftir, þegar viðbótarárin þrjú eru liðin, verður lánið afskrifað. Lántakinn greiðir því 1,6 milljón- ir í afborganir eftir að upphaflegum lánstíma er lokið. Sá sem hefur 20 milljóna króna sams konar húsnæð- islán þarf þannig að greiða rúmar 3,2 milljónir króna í afborganir eftir að upphaflegum lánstíma er lokið. Sá sem tók 10 milljóna króna íbúðalán í svissneskum frönkum og japönskum jenum, í júlí 2007, greiddi upphaflega 45.400 krónur á mánuði. Greiðslubyrðin núna nem- ur 99.800 krónum. Eftir að greiðslu- byrgðin hefur verið færð aftur til 2. maí 2008 verður hún 70.400 krón- ur, eða 55 prósentum hærri en upp- haflega. Hún lækkar hins vegar um 30 prósent frá því sem nú er. Eftir að upphaflegum lánstíma lýkur mun viðkomandi því greiða 2,5 milljónir á þeim þremur árum sem lengingu lánsins nemur. Ófullnægjandi tillögur Hagsmunasamtök heimilanna hafa í tilkynningu sagt að við fyrstu sýn séu tillögur stjórnvalda ófullnægjandi. Samtökin ætla að leggjast yfir tillög- urnar og veita svo ítarleg viðbrögð við þeim. Þórður B. Sigurðsson, for- maður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna, segir aðalkröfuna þá að höfuðstóllinn verði leiðréttur strax og komið verði böndum á verðbreyt- ingaákvæði. „Þannig geta heimilin farið að gera einhverjar áætlanir til lengri tíma um hvað þau muni þurfa að borga mikið í afborganir á næst- unni. Að öðrum kosti hafa heimilin enga tryggingu fyrir því að þau séu ekki einhver botnlaus sjálftökusjóð- ur, sem fjármálastofnanir geti seilst endalaust í. Það er ekki búið að girða fyrir það hversu mikið lánin geta í raun hækkað,“ segir Þórður. Samtökin hafa haldið boðuðu greiðsluverkfalli til streitu. Það hófst í gær, fimmtudag. Tvöfalt lengri samningur Rökstyðja má að þeir sem tóku geng- istryggð bílalán fái minnstu aðstoð- ina. Fjöldi þeirra er talinn vera um 40 þúsund. Greiðslubyrðin lækkar þó vissulega ámóta mikið og hjá þeim sem eru með gengistryggð húsnæð- islán. Bílalán eru hins vegar yfirleitt aldrei lengri en sjö ár. Algengast er að þau séu styttri; þrjú til fimm ár. Gengistryggð bílalán geta, rétt eins og húsnæðislánin, lengst um þrjú ár eftir að samningstíma lýkur. Hefðbundið bílalán í erlendri mynt getur þannig hæglega lengst um meira en helming, séu þrjú ár eða minna eftir af lánstímanum. Fólk mun því þurfa að borga mun meira en upphaflega var samið um, ef krónan verður áfram veik. Ef krónan styrkist lækkar höfuðstóllinn. Bíllausir fá þá ekki aftur Fréttir hafa verið sagðar af því að eignarleigufyrirtækin hafi, vegna vanskila, innkallað nokkurn fjölda bíla. Vegna þess hve lánin hafa hækk- að og hve markaður fyrir bíla hef- ur dregist saman standa margir eftir bíllausir en þurfa enn að greiða upp það sem eftir stendur af láninu. Árni Páll segir aðspurður að lít- ið sé hægt að gera fyrir þá sem þeg- ar hafa misst bíla sína vegna þungrar greiðslubyrðar. „Í sjálfu sér getum við ekki, með þessum aðgerðum, breytt því vatni sem þegar er runnið til sjáv- ar. Það eru orðnir hlutir,“ segir hann. Undir lánastofnunum komið Aðspurður segir Árni að leitað verði eftir því að allir bankar, sparisjóðir og eignarleigufyrirtæki taki þátt í að- gerðun. Hann viðurkennir hins vegar að það væri undir þeim sjálfum kom- ið. „Við munum draga alla að borð- inu og fá menn til að vinna saman; skilja sameiginlega verkefnið sem við stöndum frammi fyrir. Á endan- um taka lánastofnanir ákvörðun á eigin forsendum. Þær verða þá að svara sínum viðskiptavinum ef þær ætla ekki að vera með,“ segir Árni. Gylfi Magnússon bætir við að vandi lántakenda væri líka vandi lána- stofnana. Hin almenna aðgerð um skulda- jöfnun leysir ekki vandamál þeirra sem verst eru settir. Árni Páll segist hafa tröllatrú á að hægt verði að leysa stöðu þeirra á næstu mánuðum en í tillögunum sem kynntar voru í vik- unni kom fram að endurbætur verða gerðar á þeirri skuldaaðlögun sem í boði hefur verið, þannig að ferlið verði skilvirkara og þjálla. Liðkar fyrir á fasteignamarkaði Að lágmarki þrjátíu þúsund heimili glíma við neikvæða eiginfjárstöðu, það er skulda meira en þau eiga. Þeir sem búa við slíka aðstöðu geta illa selt húsin sín, þar sem andvirð- ið dugir ekki fyrir lánunum. Gylfi Magnússon segist aðspurður ekki telja að afskrift lána við lok samn- ingstímans herði frostið á fasteigna- markaði. Mun auðveldara verði fyrir fólk að kaupa og selja þegar greiðslu- byrði lánanna er hófleg. Þessi að- gerð ætti því verulega að liðka fyrir á fasteignamarkaði, þó hún leysi ekki öll vandamál. Árni tekur í sama streng og seg- ir að það hafi oft gerst áður í samfé- laginu að lán hafi verið yfirverðlögð eða undirverðlögð. „Það er ekkert óhugsandi að þú getir selt mynt- körfulán á afföllum í fasteignavið- skiptum með íbúðinni þinni, vegna þess að með þessum aðgerðum er búið að tryggja greiðsluskylduna á láninu. Sá sem kaupir getur tekið yfir miklu hærra myntkörfulán held- ur en sambærilegt verðtryggt lán, ef hann er að borga það sama,“ segir Árni en bætir við að ekki sé hægt að leysa allan vanda í einu. Næstu skref verði að finna lausnir við neikvæðri eiginfjárstöðu. fréttir 2. október 2009 föstudagur 19        1989 1994 1999 2004 2009 VísiTöLUhækkanir *Verðtryggð lán hafa hingað til hækkað með neysluvísitölu. ** Afborganir verða hér eftir tengdar launavísitölu. Launavísitala Neysluvísitala 400 350 300 250 200 150 100 Áhættunni velt yfir Á bankana skuldahalinn skorinn Ríkisstjórnin við þingsetningu á fimmtudag. Hún boðar afskriftir skulda heimilanna, en þó ekki fyrr en eftir að samningstíma lýkur að viðbættum þremur árum. mynd heiða Ófullnægjandi aðgerðir Þórður B. Sigurðsson, formaður stjórnar Hagsmunasam- taka heimilanna, segir að lækka eigi höfuðstólinn strax. mynd heiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.