Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 22
Bláskrift Davíðs Svarthöfði hefur ríka samúð með Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins. Sá góði maður, sem tileinkaði sér lífs- speki ömmu sinnar, má hvergi drepa niður fæti án þess að allt ætli um koll að keyra. Nú síðast hafa áskrifendur Morgunblaðsins sagt blaðinu upp af fádæma ósvífni. Ástæðan er sú ein að hann fékk vinnu þar og ætlar að fjalla af hlutleysi og heilindum um þau asnaprik sem komu Íslandi á hausinn. Auðvitað er Morgunblaðið kjörið til þess að koma sannleikanum, eins og Davíð þekkir hann, á framfæri. Svarthöfði hefur ekki hugmynd um það hvort 7.000 áskrifendur hafa sagt upp Mogganum eða 3.000. Það breytir ekki því að þetta eru kaldar kveðjur til landsföðurins sem alla sína tíð hefur á launum hjá ríkinu barist fyrir einstakl- ingsframtakinu. Hann er ekkert minni maður þótt hann hafi sjálfur enga reynslu af starfi í einkageiranum. Ein- hver þarf að hafa vit fyrir fjöldanum og marka samfélaginu ramma laga og siðferðis. Og Davíð veit manna best að hans skoðanir eru þær einu réttu þótt þær kunni að líta illa út í fyrstu. Morgunblaðið stendur mörgum manninum hjarta nær. Það hefur komið út í rúm 90 ár og verið aufúsugestur á ótal íslenskum heimilum. Minningargreinarnar eru óborganlegar rétt eins og krossgátan á laugardögum. Það er ansi harkalegt að hafna þessum öldungi við það eitt að ritstjóri með rangar skoðanir hafi vikið fyrir öðrum með réttar skoðanir. Fjölmiðlar verða að stjórna skoðana- myndun af fyrirhyggju svo heimskur almúginn fari sér ekki að voða. Það er skelfileg tilhugsun að þjóðin gangi upplýst í Evrópusambandið. Þá er það hræðilegt að þurfa að greiða skuldir óreiðumanna á borð við sparifé Breta og Hollendinga. Og auðvitað er engin sanngirni í því að halda því á lofti hver lét óreiðumennina hafa Landsbank- ann sem þeir svo steyptu í glötun. Það er líka fullkomið aukaatriði hver setti Seðlabankann á hausinn með upp- hæð sem nemur margföldu Icesave. Það eina rétta nú þegar áskrif-endur Moggans hafa yfirgefið höfuðmiðil sannleikans er að setja lög í landinu. Mogginn verður að fara á sama stall og Ríkisút- varpið. Þjóðin verður að undirgang- ast nefskatt til þess að halda bláskrift Davíðs úti undir merkjum Morgun- blaðsins. Sandkorn n Líf ríkisstjórnarinnar hangir á því hálmstrái sem teng- ir tvær stríðandi fylkingar í vinstri grænum. Líkurnar á því að dagar Jóhönnu Sigurð- ardóttur á stóli for- sætisráð- herra séu brátt taldir eru miklar. Sjálfstæð- ismenn eru nú að magna sig upp í að taka að nýju við stjórnartaumunum. Þó er á einhverjum þeirra hik enda búist við að allur almenn- ingur bregðist ókvæða við og byltingarástand myndist að nýju í samfélaginu. Eina von Bjarna Benediktssonar formanns til að fá frið í ríkis- stjórn er að fá vinstri græna með sér. En þá yrði gamall draumur náhirðar Sjálfstæð- isflokksins að veruleika. n Vandi vinstri grænna er sá að klofningur er að taka á sig sífellt skýrari mynd. Undirliggjandi valdabarátta hefur verið um árabil milli Stein- gríms J. Sig- fússonar og Ögmundar Jónassonar. Þetta ástand hefur tekið á sig skýrari mynd og hrekst Steingrímur undan Ögmundi sem ræður stórum hluta þing- flokksins. Það mun því verða Ögmundur sem ræður lífi eða dauða stjórnarinnar og jafn- framt pólitískum dauðdaga Steingríms J. n Frá því var sagt í Morgunblað- inu í vikunni að Iceland Express hyggðist hefja áætlunarflug til Bandaríkjanna. Athygli vekur að Agnes Bragadóttir pistlahöf- undur skrifar sig fyrir greininni. Þessi sama frétt hefur verið sögð um árabil af sama blaðamanni, fyrst 19. október 2006. Þá hafa aðrar fréttir af málum Pálma Haraldssonar í Fons og jákvæð- um rekstrarmálum hans átt greiðan farveg í Mogganum sem benda til sterkra tengsla. n Heldur er að færast ró yfir Morgunblaðið eftir fjöldaflótta áskrifenda og bloggara frá blað- inu og vefn- um. Fram- kvæmdir við skrifstofur ritstjóranna tveggja í því skyni að loka þá af frá almúgan- um eru á lokastigi. Þegar neyðin var stærst vegna uppsagna áskrifenda veittu menn því eftirtekt að gamli ritstjórinn, Styrmir Gunnarsson, birtist í öllu sínu veldi. Ekki er vit- að hvað honum og arftakanum, Davíð Oddssyni, fór í milli en heimsóknin vakti mikla athygli þar sem gamli ritstjórinn hélt sig í fjarlægð á meðan Ólafur Steph- ensen var og hét ritstjóri. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Þetta var auðvitað lúxusstarf. Að hugsa og svona.“ n Jón Gnarr um starf sitt hjá auglýsingastofunni Ennemm en hann er hættur þar. – DV „Hvernig útskýrir maður fyrir konunni sinni að maður hafi týnt nærbuxunum á barnum?“ Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari sem týndi lukkunærbuxunum sínum á bar í bænum. Hann hafði þær meðferðis í poka eftir sýningu. – Fréttablaðið „Ég var í raun nánast bara hjá honum á undirbúnings- tímabilinu.“ Björgólfur Takefusa, leikmaður KR, um þjálfunina sem hann hefur fengið hjá Pétri Péturssyni, aðstoðarþjálfara KR og fyrrverandi markamaskínu. – Fréttablaðið „Það er best þegar svitinn drýpur af manni alls staðar.“ Útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns um líkamsræktina Cross Fit sem hann stundar nú af kappi. – Vísir Ögmundur og nýju stjórnmálin Leiðari Umburðarlyndi Jóhönnu Sigurð-ardóttur forsætisráðherra gagn-vart nýju verklagi í stjórnmálum virðist vera að minnka. Í stað þess að halda áfram að leyfa þingmönnum að viðra mismunandi skoðanir er hún farin að svara ágreiningi með hótun um stjórnarslit, ef marka má orð Ögmundar Jónassonar við brotthvarf hans úr ríkisstjórninni. Í búsáhaldabyltingunni var uppi hávær krafa um breytt stjórnmál. Krafan var fyrst og fremst um afnám hreinnar flokkapólitíkur, þar sem þingmenn ganga í fullkomnum takti, forritaðir með skoðunum sterks leiðtoga. Nú virðist Jóhanna vera farin að fikra sig í áttina að því að verða slíkur leiðtogi. Einræðistaktar forsætisráðherra eru hættulegir, sem lýsir sér best í því hvað þingræðislegt einræði flokka- pólitíkurinnar hefur kostað okkur. Það voru ekki gagnrýnir ráðherrar eða sundurlyndi sem komu okkur í koll, heldur þvert á móti sammála ráðherrar og þingmenn sem litu á sig sem meðvirk tannhjól valdaflokka. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræð- ingur lýsti því í samtali við Vísi.is að Ögmund- ur hefði einkennilegan skilning á þingræðinu. Hann segir að í þingræði séu það „tilteknir flokkar sem semja um tiltekna stjórn og þeir skuldbinda sig og alla sína flokksmenn til að styðja stefnu stjórnarinnar“. Í hundrað daga áætlun stjórnvalda er eitt ákvæðið „lokavinna við samninga um erlendar kröfur – Icesave“. Það verður þó varla séð að með þessu hafi Ögmundur undirgengist að samþykkja hvaða útgáfu sem er af Icesave-samningnum. Enda segir í stjórnarskránni að þingmenn eigi að vera bundnir eigin samvisku, þótt hefð sé fyr- ir flokkspólitískri samvisku á Íslandi. Samráðið og átökin um Icesave-málið í sumar voru í takt við nýju stjórnmálin. Þar reyndist aðkoma stjórnarandstöðuflokkanna að samþykkt samninganna verða til gagns, þótt málið hefði gengið hraðar fyrir sig án umræðunnar. Slík stjórnmál ganga ekki upp í skugga hótana. Umræðunni lýkur við úr- slitakosti. Og ef þær kvaðir fylgja umræðunni að stjórnarliðar eigi að vera sammála ríkis- stjórninni er umræðan sýndarmennska. Á næstunni verða teknar margar afdrifa- ríkar ákvarðanir sem varða hagsmuni al- mennings. Það er óskandi að gagnrýnin um- ræða verði um málin í ríkisstjórninni og á Alþingi. Við viljum varla að tveir flokksfor- menn verði alvaldir um þessi mál, líkt og um einkavæðingu bankanna og stuðning Íslands við Íraksstríðið. Leið Ögmundar, sem felur í sér opna gagnrýni og umburðarlyndi fyrir átökum, hlýtur að teljast ríma við nýja tíma. Jón trausti reynisson ritstJóri skrifar. Samráðið og átökin um Icesave-málið í sumar voru í takt við nýju stjórnmálin. bókStafLega Guð blessi Ísland Ég lofa að reyna að komast hjá því að skrifa um Ríkisbubbaútvarpið. En ég kemst ekki hjá því að hugsa um ræðu sem ég heyrði fyrir um það bil einu ári. Þar fór á kostum einn af velunnurum einkavæðing- ar og einn af góðkunningjum íhalds og helmingaskipta – Geir Haarde. Náungi sem í dag hefur, sem bet- ur fer, lagt skóna á hilluna. Nokkr- um dögum eftir að Geir þessi sagði þjóðinni að allt væri í lukkunn- ar velstandi, nokkrum dögum eft- ir að Dabbi litli bankamaur átti að hafa reddað öllum peningamálum þjóðarinnar þá blasti hrunið við. En „hrun“ er þó varla rétta orðið. Rétt- nefnið er „rán“ vegna þess að hér var ekki um eiginlegt náttúrulögmál að ræða, heldur mannanna verk. Og þá erum við að tala um áralanga óstjórn í peningamálum, eilífar til- slakanir til handa þeim sem pen- ingana höfðu, fjármagnsflutninga úr ríkissjóði til afætna sem uppfylltu skilyrði samfélags flokksgæðinga og fleiri glæpsamleg athæfi sem blinda auga ríkisvaldsins var jafnan beint að. Geir mætti og grenjaði en þeir hlógu á fjósbitanum í kór, púkarnir sem komið höfðu peningum í skjól á erlendri grund. Ári eftir ránið upplifum við sérkennilega tíma. Núna stökkva þeir fram, forkólfar spillingarafl- anna, og heimta að komast í ríkis- stjórn. Þeir finna allar hugsanlega átyllur og reyna með öllum ráðum að kasta rýrð á það sem stjórnvöld eru í dag að koma í verk. Núverandi ríkisstjórn hefur úr nánast engu að moða – þökk sé þeim sem hérna stjórnuðu með kænsku helminga- skipta. Hér var komið að rændu búi og rústir einar stóðu eftir. Þegar maður sem er sjálfum sér samkvæmur, maður sem ekki sel- ur sál sína fyrir ráðherrastól, segir af sér og yfirgefur ríkisstjórnina til þess að liðka fyrir framgangi mála, er slíkt túlkað sem fall stjórnarinn- ar. Menn gefa sér eitt og annað og enn sem fyrr reyna þeir að skella skuldinni á þá sem vilja bæta hér ástandið. Þjóðarsálin er afhjúpuð og innra eðlið fær að ljóma. Lausnir okkar felast í því að við sýnum okkar rétta andlit. Þeir sem skemmdu og eyddu eiga að skammast sín. Við hin eigum að gleðjast yfir hverju því sem gert er til að bæta líðan okkar. Að taka þátt í boðuðu greiðsluverkfalli er eitt það heimskulegasta sem við getum gert. Það ástand sem núna er hér á landi er ekki skapað af þeim sem núna stjórna. Nú er okkar auðmýkt sýnd, nú eru horfur góðar, nú er skelin skemmd og týnd, nú skín í perlu þjóðar. kristján hreinsson skáld skrifar „Núna stökkva þeir fram, forkólfar spillingaraflanna, og heimta að komast í ríkisstjórn.“ SkáLdið Skrifar 22 föstudagur 2. október 2009 umræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.