Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 16
16 föstudagur 2. október 2009 fréttir
Pólitísk ákvörðun að
selja samson bankann
Steingrímur Ari Arason, fyrrverandi
meðlimur í framkvæmdanefnd um
einkavæðingu, segir í samtali við DV
að hann muni eftir viðvörunum frá
Ingimar Ingimarssyni til Fjármála-
eftirlitsins sem getið hefur verið um í
umfjöllunum Halldórs Halldórsson-
ar um viðskipti Ingimars og Björgólfs-
feðga í Rússlandi. Frásagnirnar eru
enn eitt dæmið um hversu einkenni-
legt það var að Fjármálaeftirlitið hafi
skrifað upp á hæfi Björgólfsfeðga til
að eiga Landsbankann árin 2002-
2003. „Mig rámar í að okkur hafi ver-
ið sent afrit af bréfinu sem sent var
til Fjármálaeftirlitsins. Ég man það
að það voru auðvitað áhyggjur og
sögusagnir á kreiki [innskot blaða-
manns: um hæfi Samson-manna til
að eiga banka]. Við afgreiddum það
frá okkur, við getum sagt stjórnskipu-
lega, á þeirri forsendu að það heyrði
undir Fjármálaeftirlitið að meta hæfi
þeirra. Þar eru mjög strangar reglur
sem gilda um þá sem eiga ráðandi
hlut í fjármálafyrirtækjum. Manni
fannst að þetta væri eitthvað sem við
þyrftum ekki að hafa neinar áhyggj-
ur af og að aðrir aðilar myndu sjá um
þetta og skoða hvað væri til í þess-
um ásökunum,“ segir Steingrímur en
Fjármálaeftirlitið skrifaði síðar upp
á hæfi Samson-manna til að eiga
Landsbankann.
Steingrímur sagði sig úr einka-
væðingarnefndinni með frægu bréfi
til Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra í september 2002 og sagðist
aldrei hafa kynnst öðrum eins vinnu-
brögðum og viðhöfð voru við einka-
væðingu Landsbankans.
Tveggja manna talið
stendur eftir
Hann segir að einnig hafi alltaf ver-
ið sagt í einkavæðingarnefnd að hæfi
meðlima Samsonar til að eiga Lands-
bankann yrði einnig metið af breska
fjármálaeftirlitinu. „Það sakaði ekki
að menn vissu að í gegnum eignar-
haldið á Heritable bank þyrfti breska
fjármálaeftirlitið að samþykkja þá
líka. Því í gegnum Landsbankann
voru þeir líka að eignast ráðandi hlut
í Heritable bank, sem var breskur
banki. Í gegnum þetta var því verið
að tryggja tvöfalt „control“, þannig
að ef íslenska eftirlitið væri eitthvað
vanmegnugt átti að vera tryggt að
breska eftirlitið kláraði málið,“ segir
Steingrímur og undirstrikar það sem
hann hefur áður sagt
að hann hafi ekki
hætt í nefndinni
vegna persóna
þeirra Björgólfs-
feðga og Magn-
úsar Þorsteins-
sonar.
Aðspurður af
hverju hann
hafi þá
hætt
segir Steingrímur Ari. „Það sem
skiptir máli um einkavæðingu
Landsbankans, umfram það sem
áður hefur verið sagt í fjölmiðlum,
er tveggja manna tal. Auðvitað gerist
heilmikið á milli funda og í tveggja
manna tali. En ég hef tamið mér það
að vitna ekki í tveggja manna tal op-
inberlega,“ segir Steingrímur. „Auð-
vitað verða þarna ákveðin þáttaskil
sem menn hafa gert grein fyrir, þeg-
ar tekin er ákvörðun um að ganga til
viðræðna við þá umfram hina,“ seg-
ir Steingrímur og fæst ekki til að út-
skýra orð sín frekar. Líklega á hann
þó við þá ákvörðun að hætta við að
halda Landsbankanum í dreifðri
eignaraðild margra lítilla hluthafa,
líkt og alltaf hafði verið ætlunin, og
selja frekar kjölfestuhlut í bankanum
til eins stórs hluthafa.
Pólitísk ákvörðun
að selja Samson
Það sem Steingrímur á við með þess-
um orðum sínum kann því enn frek-
ar að vera hægt að útskýra með því
sem hann sagði í samtali við DV fyrr
á árinu: Að gagnrýni hans á starf ein-
kvæðingarnefndar hafi byggst á því
að ákvörðunin um að ganga til við-
ræðna við Samson hafi verið pólitísk
og byggst á huglægu mati en ekki á
faglegum forsendum.
Hann segir að gagnrýni sín hafi
byggst á því að smátt og smátt hafi
allar reglur sem einkavæðingarnefnd
átti að vinna eftir verið settar til hlið-
ar við söluna á Landsbankanum.
„Það má segja að það hafi verið
pólitískt mat stjórnvalda að
það að ná einkavæðingunni
fram hratt réttlætti þá að-
ferð að nánast handvelja
kaupendurna. En það má
heldur ekki gleyma því
að tryggja átti sanngjarnt
og eðlilegt verð fyrir
hlut ríkisins í bankan-
um og það var önnur
af ástæðunum fyrir afsögn minni að
með því að vera svona ákaft í að selja
þessum aðilum var ríkið að veikja
sína samningsstöðu. Þess vegna náði
Samson þessum afslætti á hlut ríkis-
ins í bankanum. Það hefði aldrei átt
að gerast undir venjulegum kring-
umstæðum,“ segir hann. „Faglegar
vinnureglur voru því settar til hliðar
við sölu Landsbankans,“ segir Stein-
grímur Ari en orð hans í heild sinni
má skilja sem svo að búið hafi verið
að ákveða að selja Samson bankann
áður en einkavæðingarferlið hófst
sumarið 2002.
Sá ekki það sama
og Steingrímur Ari
Skarphéðinn Berg Steinarsson, sem
var annar af tveimur starfsmönnum
einkavæðingarnefndar, segist ekki
vita til hvers Steingrímur Ari var að
vísa þegar hann fordæmdi vinnu-
brögðin við einkavæðingu Lands-
bankans. „Ég get vel trúað því að það
sé mjög áhugavert að komast að því
við hvað Steingrímur Ari átti en ég
sá ekki það sem hann sá. Hann hlýt-
ur þá að hafa séð eitthvað sem hann
skuldar skýringar á. Ég veit ekki hvað
það er,“ segir Skarphéðinn.
Hér ber meðal annars að hafa
í huga að Steingrímur var full-
trúi fjármálaráðherra, Geirs H.
Haarde, í framkvæmdanefnd um
einkavæðingu á meðan Skarphéð-
inn var einungis starfsmaður einka-
væðingarnefndar. Því má fullyrða að
Steingrímur átti í nánari samskiptum
við stjórnmálamennina í ráðherra-
nefnd um einkavæðingu, þau Geir,
Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson
og Valgerði Sverrisdóttur. Hver ráð-
herranna var svo með einn meðlim
í framkvæmdanefndinni um einka-
væðingu. Aðkoma Steingríms og
Skarphéðins að einkavæðingu bank-
anna var því ólík.
Ráðherrarnir tóku
ákvarðanirnar
Skarphéðinn tekur hins vegar heils
hugar undir þau orð Steingríms að
ákvörðunin um að hætta við dreifða
eignaraðild að bönkunum hafi ver-
ið pólitísk. „Þegar það liggur fyrir
að það gekk ekki að selja bankana á
þennan þátt [innskot blaðamanns:
með dreifðri eignaraðild] er það pól-
itísk ákvörðun að breyta um þann
kúrs. Sú ákvörðun er tekin af þeim
ráðherrum sem í hlut eiga... Þetta
voru þáttaskil, það er alveg rétt hjá
Steingrími,“ segir Skarphéðinn. „Svo
var það bara framkvæmdanefnd-
arinnar um einkavæðingu að fram-
fylgja þessari nýju stefnumörkun.“
Að hans mati voru það ráðherr-
arnir sem tóku allar mikilvægustu
ákvarðanirnar í einkavæðingunni.
„Það voru ráðherrarnir sem tóku all-
ar ákvarðanirnar,“ segir Skarphéðinn
og má skilja hann sem svo að það
hafi verið á pólitíska ábyrgð ráðherr-
anna að breyta um stefnu í einka-
væðingunni á þennan hátt. „Hvort sú
ákvörðun var rétt eða ekki er ómögu-
legt að segja.“
Betri eigendur mögulegir
Að mati Skarphéðins hefði verið hægt
að finna betri eigendur að bönkun-
um, svona eftir á að hyggja. „Ég held
að eftir á að hyggja megi alveg til
sanns vegar færa að bankarnir hefðu
getað fengið betri eigendur... En rétt-
mæt yfirvöld komust hins vegar að
þeirri niðurstöðu að kjölfestufjárfest-
arnir að þessum bönkum væru í lagi,“
segir Skarphéðinn en það var ekki á
verksviði einkavæðingarnefndar að
meta hæfi þeirra Samson-manna
heldur var það á könnu Fjármála-
eftirlitsins og breska fjármálafyrir-
tækisins HSBC. Báðir aðilar skrifuðu
hins vegar upp á hæfi þeirra Björg-
ólfsfeðga og Magnúsar til að eiga
Landsbankann þó fullyrða megi að
ekki hafi verið kafað mjög djúpt í for-
tíð Björgólfs Guðmundssonar þegar
skrifað var upp á hæfi hans til að eiga
og reka banka.
Steingrímur Ari Arason man eftir viðvörunum Ingimars Hauks til Fjármálaeftirlitsins og einkavæðingar-
nefndar áður en Landsbankinn var seldur til Björgólfsfeðga. Það mikilvægasta við einkavæðingu Lands-
bankans er tveggja manna tal. Skarphéðinn Berg Steinarsson segir ráðherrana hafa tekið ákvarðanirnar
í einkavæðingu bankanna.
IngI F. VIlHjálmSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
„Það sem skiptir máli
um einkavæðingu
Landsbankans,
umfram það sem
áður hefur verið sagt í
fjölmiðlum, er tveggja
manna tal.“
Pólitísk ákvörðun Tveir menn, Steingrímur Ari Arason og Skarphéðinn Berg
Steinarsson, sem komu að sölu Landsbankans í gegnum einkavæðingarnefnd
segja að sú pólitíska ákvörðun að selja kjölfestuhlut í Landsbankanum til
Samsonar hafi verið pólitísk. Björgólfur Guðmundsson sést hér kynna Sigurjón
Árnason til leiks sem nýjan bankastjóra Landsbankans árið 2003. Sigurjón átti
síðar eftir að verða maðurinn á bak við Icesave-reikningana. mynd RóBeRT
Kannast ekki við vinnubrögðin slælegu Skarphéðinn Berg Steinarsson,
starfsmaður einkavæðingarnefndar, segist ekki kannast við vinnubrögðin slæmu við
einkavæðingu Landsbankans sem Steingrímur Ari Arason hefur rætt um.
Tveggja manna tal Steingrímur segir að það sem
skipti máli varðandi einkavæðingu Landsbankans,
sem ekki hefur komið fram í fjölmiðlum nú þegar,
sé tveggja manna tal.