Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 40
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri sinfóníuhljómsveitar íslands Þröstur er fæddur á Húsavík og ólst þar upp og í Reykjahverfi. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1960, stundaði nám í Vestur- Berlín en lauk hagfræðiprófi frá háskólanum í Bochum í Vestur- Þýskalandi 1968. Þröstur var hagfræðingur við Landsbanka Íslands 1968-69, starfsmaður BSRB 1969-70, sér- fræðingur iðnaðarráðherra 1971- 73, framkvæmdastjóri Máls og menningar 1973-80, aðstoðar- maður fjármálaráðherra 1980-83, framkvæmdastjóri Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar 1983-88, framkvæmdastjóri Miklagarðs hf 1988-90, aðstoðarmaður ut- anríkisráðherra 1990-95, fram- kvæmdastjóri þingflokks Alþýðu- flokksins 1995-97, sjálfstæður ráðgjafi 1997-98 og framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands frá 1998. Þröstur var formaður SÍNE 1969-71, stjórnarformaður Fé- lagsstofnunar stúdenta 1972-74, formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1973-76, sat í mið- stjórn þess um skeið, í stjórn LSR 1981-83, í varastjórn Flugleiða hf. 1981-85, stjórnarformaður Mikla- garðs sf. 1981-88 og síðan í stjórn 1990-91, stjórnarformaður KRON 1984-89, í stjórn Granda hf. 1985- 88, í stjórn Minjaverndar frá 1985 og formaður hennar nú, í stjórn Máls og menningar 1986-2008 og formaður frá 1991-2008, í banka- ráði Seðlabankans 1986-90 og formaður 1994-99 og í bankaráð- inu 1999-2004, í stjórn SÍS 1989- 91, stjórnarformaður Íslensks markaðar hf 1990-2000, í stjórn Council of Europe Development Bank 1995-2004, formaður Fé- lagsbústaða hf. 1998-2006 og í stjórn eftir það, stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Kolmúla hf. 1998-2002 , í stjórn samtaka um byggingu tónlistarhúss frá 1999, í stjórn Gamlhúss 2000-2004, vara- formaður stjórnar Eddu – útgáfu hf. 2000-2007, og stjórnarformað- ur frá 2002-2006 , í stjórn Innrétt- inga hf. frá 2001-2004, í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur frá 2003 og stjórnarformaður frá 2007 og hefur starfað í ótal opinberum nefndum sem og ýmsum nefnd- um á vegum verkalýðshreyfingar- innar og stjórnmálasamtaka. Fjölskylda Eiginkona Þrastar er Þórunn Klemenzdóttir menntaskóla- kennari, f. 29.1. 1945. Hún er dóttir Klemenzar Þórleifssonar, kennara í Reykjavík, og Guðríðar Árnýjar Þórarinsdóttur sem bæði eru látin. Börn Þrastar og Þórunnar eru: Klemens Ólafur, f. 27.10. 1975, blaðamaður við Fréttablaðið, bú- settur í Reykjavík; Brynjar Snær, f. 2.7. 1977, nemi í Reykjavík; Guðríður Lára, f. 4.2. 1982, hdl. Í Reykjavík; Eilífur Örn, f. 24.4. 1984, hljóðmaður í Reykjavík. Af fyrra hjónabandi með Mon- iku Reginu Büttner á Þröstur son- inn Eilíf, f. 2.1. 1966, d. 2.4. 1983. Sonur Þórunnar af fyrra hjóna- bandi og Kjartans Thors, er Valtýr Björn, f. 29.3. 1965, vaktmaður í Reykjavík. Systkini Þrastar eru: Hrafnhild- ur Snædal, f. 19.5. 1936; Hanna Jórunn, f. 26.12. 1937; Guðmund- ur Páll, f. 2.6. 1941. Hálfsystkini Þrastar af fyrra hjónabandi móður hans, Bryn- hildar Snædal Jósefsdóttur, og Karls Leifs Guðmundssonar eru Guðrún Pálína, f. 3.8. 1929; Jór- unn Hanna Ástríður, f. 15.2. 1931, d. 9.12. 2003; Guðmundur Stefán, f. 20.3. 1932. Foreldrar Þrastar: Ólafur Frið- bjarnarson, f. 26.2. 1900, d. 6.11. 1966, bóndi, verkamaður og sjó- maður, og Brynhildur Snædal Jós- efsdóttir, f. 3.9. 1902, 3.11. 1991, barnakennari.. Þau bjuggu lengst af á Húsavík. Ætt Foreldrar Ólafs voru Friðbjörn, b. á Kaðalstöðum í Hvalavatns- firði Jónsson, b. á Eyvindará á Flateyjardal Eiríkssonar. Móðir Friðbjörns var Guðrún Jónatans- dóttir, b. á Skriðulandi í Aðaldal Jónssonar. Móðir Ólafs var Rósa Sigurbjarnardóttir. Faðir Brynhildar Snædal var Jósef, b. á Atlastöðum Hermanns- son, b. á Sléttu Guðmundssonar, b. á Steinólfsstöðum Sigurðssonar. Móðir Hermanns Guðmundsson- ar var Júdit Jónsdóttir og móðir Jósefs var Kristín Hermannsdótt- ir, b. á Sléttu Sigurðssonar og Ver- oniku Oddsdóttur frá Atlastöð- um. Móðir Brynhildar Snædal var Pálína Hannesdóttir, b. á Látrum Sigurðssonar, b. á Marðareyri Jónssonar. Móðir Hannesar Sig- urðssonar var Sigríður Jónsdóttir og móðir Pálínu var Jórunn Ein- arsdóttir, pr. á Þönglabakka Sív- ertsen. 70 ára á sunnudag 70 ára á föstudag Sigurður Sigurðarson dýralæknir Sigurður fæddist á Sigurðarstöðum í Bárðardal og ólst þar upp til þriggja ára aldurs. Hann átti heima að Keld- um á Rangárvöllum til sjö ára aldurs, síðan á Selalæk í sömu sveit en flutti þaðan á tíunda ári að Hemlu í Land- eyjum og átti þar heima fram yfir tví- tugt. Sigurður lauk stúdentsprófi frá MA 1961, dýralæknisprófi frá Norges Vet- erinærhögskole í Ósló 1967, M.Sc.- prófi í meinafræði búfjár við The Roy- al Veterinary College, University of London 1970, og sérfræðiprófi í sjúk- dómum sauðfjár og nautgripa í Ósló 1995. Þá var hann við framhalds- nám og fór í náms- og fyrirlestraferð- ir í dýralæknisfræðum til Grænlands, allra Norðurlandanna, Skotlands, Þýskalands, Lettlands og Litháens. Sigurður var rannsóknarmaður hjá Sauðfjárveikivörnum sumrin 1963- 67, gegndi embætti héraðsdýralækn- is í Borgarfjarðarumdæmi 1966, og Borgarfjarðar-, Laugarás- og Rangár- vallaumdæmi 1967-68 og Reykjavík- urumdæmi, kenndi við Bændaskól- ann á Hvanneyri 1968 og 1975-2000, sinnti rannsóknum við Tilraunastöð- ina á Keldum 1968, var sérfræðingur sauðfjársjúkdómanefndar 1969-73 og framkvæmdastjóri hennar 1976-78, sérfræðingur hjá embætti yfirdýra- læknis frá 1973, var settur yfirdýra- læknir 1987, var forstöðumaður rann- sóknardeildar Sauðfjárveikivarna á Keldum 1969 og 1970-93 og síðan hjá yfirdýralækni, sérfræðingur í sauð- fjár- og nautgripasjúkdómum á Keld- um frá 1995, sinnti dýralæknisstörf- um við útrýmingu gin- og klaufaveiki í Englandi og Wales 2001, sérfræðing- ur við Landbúnaðarstofnunina á Sel- fossi (síðan Matvælastofnunina) frá 2006. Sigurður sat í dýraverndarnefnd, í Tilraunaráði landbúnaðarins, í fóð- urnefnd, í stjórn félags til verndar ís- lenska fínullarfénu frá Skriðuklaustri, hefur beitt sér gegn innflutningi fóst- urvísa úr norskum kúm og fyrir varð- veislu íslenska kúakynsins og er virkur félagi í Kvæðamannafélaginu Iðunni. Fjölskylda Eiginkona Sigurðar var Halldóra Ein- arsdóttir, f. 21.3. 1942, d. 26.9. 2000, handíðakona og hönnuður. Hún var dóttir Einars Sverrissonar, bónda og rafvirkjameistara frá Kaldrananesi í Mýrdal, og k.h., Ragnhildar Sigríðar Guðjónsdóttur, úr Vestmannaeyjum. Börn Sigurðar og Halldóru: Sigurð- ur, f. 1969, fiskeldisfræðingur, tamn- ingamaður og bóndi í Þjóðólfshaga; Ragnhildur, f. 1970, golfkennari, bú- sett í Mosfellsbæ; Einar Sverrir, f. 1973, rekur Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur; Sölvi, f. 1978, húsasmiður og tamn- ingamaður í Keldudal í Skagafirði. Sambýliskona Sigurðar er Ólöf Erla Halldórsdóttir, f. 11.10. 1940, frá Búrfelli í Grímsnesi, fyrrv. banka- starfsmaður. Bróðir Sigurðar er Skúli Jón, f. 20.2. 1938, fyrrv. framkvæmdastjóri og fyrrv. formaður Rannsóknarnefnd- ar flugslysa, kvæntur Sjöfn Friðriks- dóttur kennara og eiga þau tvo syni á lífi, Friðrik tölvunarfræðing, og Sigurð Darra tölvunarfræðing. Foreldrar Sigurðar voru Sigurður Jónsson, f. 8.1. 1909, d. 24.10. 1939, bóndi og smiður á Sigurðarstöðum i Bárðardal, og Kristín Skúladóttir, f. 30.3. 1905, d. 13.6. 1995, kennari. Siðari maður Kristínar var Ágúst Andrésson, bóndi í Hemlu í Vestur- Landeyjum, en þau áttu ekki börn saman. Börn hans af fyrra hjóna- bandi voru Magnea Helga, húsfreyja í Hemlu, d. 1998, og Andrés Haukur, bifreiðarstjóri og skrifstofumaður í Reykjavík. Sigurður og Ólöf Erla taka á móti vinum og frændfólki að Þingborg í Flóa og bjóða þar upp á ketsúpu og aðra þjóðlega rétti á afmælisdaginn frá kl. 19.00. Þingborg er tíu kílómetrum fyr- ir austan Selfoss, um hundrað metra fyrir neðan hringveg og vestan Flóaá- veituskurð. Jóhannes fæddist i Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Núpi í Dýrafirði, prófi sem mjólk- urfræðingur frá Óðinsvéum í Dan- mörku 1970 og stundaði þar fram- haldsnám 1970-71. Jóhannes var mjólkurfræðing- ur í Mjólkurbúi Flóamanna 1972- 73, Mjólkursamlagi Neskaupstaðar 1974, Mjólkursamlagi Borgfirðinga 1975-80, var upplýsinga- og útgáfu- stjóri Verðlagsstofnunar 1980-90 og hefur starfað hjá Neytendasamtök- unum frá 1990. Jóhannes var formaður Starfs- mannafélags Mjólkurbús Flóa- manna 1973, sat í stjórn Starfs- mannafélags ríkisstofnanna 1984-90, sat í ýmsum nefndum á vegum SFR og BSRB, var formaður Neytendafélags Borgarfjarðar 1978- 80, var formaður Neytendasamtak- anna frá 1984-97 og síðan frá 1999 og var framkvæmdastjóri Neytenda- samtakanna 1990-99. Hann sat i framkvæmdastjórn Alþýðubanda- lagsins 1985-87 og í miðstjórn þess í nokkur ár frá 1987. Fjölskylda Fyrri kona Jóhannesar var Magnea Jónsdóttir, f. 1.11. 1949, húsmóðir. Þau skildu. Börn Jóhannesar og Magneu eru Sigrún, f. 8.11. 1970, hjúkrunarfræð- ingur á Akranesi, gift Einari Bene- diktsyni og eiga þau þrjú börn; Lilja Guðný, f. 9.10. 1972, kennari á Nes- kaupstað en maður hennar er Ey- steinn Kristinsson og á hún fjóra syni. Seinni kona Jóhannesar var Sig- þrúður Sigurðardóttir, f. 9.10. 1952, ritari við Sjúkrahús Reykjavíkur. Þau skildu. Börn Jóhannesar og Sigþrúðar eru Gunnar, f. 28.5. 1977, prestur á Hofsósi en kona hans er Védís Árna- dóttir og eiga þau þrjá syni; Elín Eir, f. 4.5.1979, skrifstofumaður á Selfossi en hennar maður er Brynjar Örn Ás- kelsson og eiga þau þrjú börn. Fósturdóttir Jóhannesar er Erla Helga Sveinbjörnsdóttir, f. 29.12. 1971, kennari í Borgarnesi en mað- ur hennar er Sigurður Oddsson og á hún fimm börn. Systkini Jóhannesar eru Gísli, f. 19.3. 1938, prófessor emeritus í sagnfæði við HÍ; Vilborg, f. 6.4. 1941, fyrrv. póstútibússtjóri í Reykjavík; Guðfinna, f. 31.12. 1943, hjúkrun- arfræðingur í Reykjavík; Skarphéð- inn, f. 17.9. 1946, skrifstofumaður í Reykjavík; Guðbjörg, f. 4.5. 1948, hjúkrunarfræðingur i Reykjavík; Þóra Guðný, f. 7.7. 1954, skrifstofu- maður í Reykjavík. Foreldrar Jóhannesar: Gunnar Jóhannesson, f. 20.7. 1905, d. 26.1. 1990, póstfulltrúi í Reykjavík, og k.h., Málfríður Gísladóttir, f. 18.10. 1911, d. 22.4. 1996, húsmóðir í Reykjavík. Jóhannes er að heiman. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 60 ára á laugardag Jóhannes Gunnarsson formaður neytendasamtakanna 40 2. október 2009 föstudagur ættfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.