Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 40
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is
Þröstur Ólafsson
framkvæmdastjóri sinfóníuhljómsveitar íslands
Þröstur er fæddur á Húsavík og
ólst þar upp og í Reykjahverfi.
Hann lauk stúdentsprófi frá MA
1960, stundaði nám í Vestur-
Berlín en lauk hagfræðiprófi frá
háskólanum í Bochum í Vestur-
Þýskalandi 1968.
Þröstur var hagfræðingur við
Landsbanka Íslands 1968-69,
starfsmaður BSRB 1969-70, sér-
fræðingur iðnaðarráðherra 1971-
73, framkvæmdastjóri Máls og
menningar 1973-80, aðstoðar-
maður fjármálaráðherra 1980-83,
framkvæmdastjóri Verkamanna-
félagsins Dagsbrúnar 1983-88,
framkvæmdastjóri Miklagarðs
hf 1988-90, aðstoðarmaður ut-
anríkisráðherra 1990-95, fram-
kvæmdastjóri þingflokks Alþýðu-
flokksins 1995-97, sjálfstæður
ráðgjafi 1997-98 og framkvæmda-
stjóri Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands frá 1998.
Þröstur var formaður SÍNE
1969-71, stjórnarformaður Fé-
lagsstofnunar stúdenta 1972-74,
formaður Alþýðubandalagsins
í Reykjavík 1973-76, sat í mið-
stjórn þess um skeið, í stjórn LSR
1981-83, í varastjórn Flugleiða hf.
1981-85, stjórnarformaður Mikla-
garðs sf. 1981-88 og síðan í stjórn
1990-91, stjórnarformaður KRON
1984-89, í stjórn Granda hf. 1985-
88, í stjórn Minjaverndar frá 1985
og formaður hennar nú, í stjórn
Máls og menningar 1986-2008 og
formaður frá 1991-2008, í banka-
ráði Seðlabankans 1986-90 og
formaður 1994-99 og í bankaráð-
inu 1999-2004, í stjórn SÍS 1989-
91, stjórnarformaður Íslensks
markaðar hf 1990-2000, í stjórn
Council of Europe Development
Bank 1995-2004, formaður Fé-
lagsbústaða hf. 1998-2006 og í
stjórn eftir það, stjórnarformaður
eignarhaldsfélagsins Kolmúla hf.
1998-2002 , í stjórn samtaka um
byggingu tónlistarhúss frá 1999, í
stjórn Gamlhúss 2000-2004, vara-
formaður stjórnar Eddu – útgáfu
hf. 2000-2007, og stjórnarformað-
ur frá 2002-2006 , í stjórn Innrétt-
inga hf. frá 2001-2004, í stjórn
Skógræktarfélags Reykjavíkur frá
2003 og stjórnarformaður frá 2007
og hefur starfað í ótal opinberum
nefndum sem og ýmsum nefnd-
um á vegum verkalýðshreyfingar-
innar og stjórnmálasamtaka.
Fjölskylda
Eiginkona Þrastar er Þórunn
Klemenzdóttir menntaskóla-
kennari, f. 29.1. 1945. Hún er
dóttir Klemenzar Þórleifssonar,
kennara í Reykjavík, og Guðríðar
Árnýjar Þórarinsdóttur sem bæði
eru látin.
Börn Þrastar og Þórunnar eru:
Klemens Ólafur, f. 27.10. 1975,
blaðamaður við Fréttablaðið, bú-
settur í Reykjavík; Brynjar Snær,
f. 2.7. 1977, nemi í Reykjavík;
Guðríður Lára, f. 4.2. 1982, hdl.
Í Reykjavík; Eilífur Örn, f. 24.4.
1984, hljóðmaður í Reykjavík.
Af fyrra hjónabandi með Mon-
iku Reginu Büttner á Þröstur son-
inn Eilíf, f. 2.1. 1966, d. 2.4. 1983.
Sonur Þórunnar af fyrra hjóna-
bandi og Kjartans Thors, er Valtýr
Björn, f. 29.3. 1965, vaktmaður í
Reykjavík.
Systkini Þrastar eru: Hrafnhild-
ur Snædal, f. 19.5. 1936; Hanna
Jórunn, f. 26.12. 1937; Guðmund-
ur Páll, f. 2.6. 1941.
Hálfsystkini Þrastar af fyrra
hjónabandi móður hans, Bryn-
hildar Snædal Jósefsdóttur, og
Karls Leifs Guðmundssonar eru
Guðrún Pálína, f. 3.8. 1929; Jór-
unn Hanna Ástríður, f. 15.2. 1931,
d. 9.12. 2003; Guðmundur Stefán,
f. 20.3. 1932.
Foreldrar Þrastar: Ólafur Frið-
bjarnarson, f. 26.2. 1900, d. 6.11.
1966, bóndi, verkamaður og sjó-
maður, og Brynhildur Snædal Jós-
efsdóttir, f. 3.9. 1902, 3.11. 1991,
barnakennari.. Þau bjuggu lengst
af á Húsavík.
Ætt
Foreldrar Ólafs voru Friðbjörn,
b. á Kaðalstöðum í Hvalavatns-
firði Jónsson, b. á Eyvindará á
Flateyjardal Eiríkssonar. Móðir
Friðbjörns var Guðrún Jónatans-
dóttir, b. á Skriðulandi í Aðaldal
Jónssonar. Móðir Ólafs var Rósa
Sigurbjarnardóttir.
Faðir Brynhildar Snædal var
Jósef, b. á Atlastöðum Hermanns-
son, b. á Sléttu Guðmundssonar,
b. á Steinólfsstöðum Sigurðssonar.
Móðir Hermanns Guðmundsson-
ar var Júdit Jónsdóttir og móðir
Jósefs var Kristín Hermannsdótt-
ir, b. á Sléttu Sigurðssonar og Ver-
oniku Oddsdóttur frá Atlastöð-
um. Móðir Brynhildar Snædal var
Pálína Hannesdóttir, b. á Látrum
Sigurðssonar, b. á Marðareyri
Jónssonar. Móðir Hannesar Sig-
urðssonar var Sigríður Jónsdóttir
og móðir Pálínu var Jórunn Ein-
arsdóttir, pr. á Þönglabakka Sív-
ertsen.
70 ára á sunnudag 70 ára á föstudag
Sigurður Sigurðarson
dýralæknir
Sigurður fæddist á Sigurðarstöðum í
Bárðardal og ólst þar upp til þriggja
ára aldurs. Hann átti heima að Keld-
um á Rangárvöllum til sjö ára aldurs,
síðan á Selalæk í sömu sveit en flutti
þaðan á tíunda ári að Hemlu í Land-
eyjum og átti þar heima fram yfir tví-
tugt.
Sigurður lauk stúdentsprófi frá MA
1961, dýralæknisprófi frá Norges Vet-
erinærhögskole í Ósló 1967, M.Sc.-
prófi í meinafræði búfjár við The Roy-
al Veterinary College, University of
London 1970, og sérfræðiprófi í sjúk-
dómum sauðfjár og nautgripa í Ósló
1995. Þá var hann við framhalds-
nám og fór í náms- og fyrirlestraferð-
ir í dýralæknisfræðum til Grænlands,
allra Norðurlandanna, Skotlands,
Þýskalands, Lettlands og Litháens.
Sigurður var rannsóknarmaður hjá
Sauðfjárveikivörnum sumrin 1963-
67, gegndi embætti héraðsdýralækn-
is í Borgarfjarðarumdæmi 1966, og
Borgarfjarðar-, Laugarás- og Rangár-
vallaumdæmi 1967-68 og Reykjavík-
urumdæmi, kenndi við Bændaskól-
ann á Hvanneyri 1968 og 1975-2000,
sinnti rannsóknum við Tilraunastöð-
ina á Keldum 1968, var sérfræðingur
sauðfjársjúkdómanefndar 1969-73 og
framkvæmdastjóri hennar 1976-78,
sérfræðingur hjá embætti yfirdýra-
læknis frá 1973, var settur yfirdýra-
læknir 1987, var forstöðumaður rann-
sóknardeildar Sauðfjárveikivarna á
Keldum 1969 og 1970-93 og síðan hjá
yfirdýralækni, sérfræðingur í sauð-
fjár- og nautgripasjúkdómum á Keld-
um frá 1995, sinnti dýralæknisstörf-
um við útrýmingu gin- og klaufaveiki
í Englandi og Wales 2001, sérfræðing-
ur við Landbúnaðarstofnunina á Sel-
fossi (síðan Matvælastofnunina) frá
2006.
Sigurður sat í dýraverndarnefnd,
í Tilraunaráði landbúnaðarins, í fóð-
urnefnd, í stjórn félags til verndar ís-
lenska fínullarfénu frá Skriðuklaustri,
hefur beitt sér gegn innflutningi fóst-
urvísa úr norskum kúm og fyrir varð-
veislu íslenska kúakynsins og er virkur
félagi í Kvæðamannafélaginu Iðunni.
Fjölskylda
Eiginkona Sigurðar var Halldóra Ein-
arsdóttir, f. 21.3. 1942, d. 26.9. 2000,
handíðakona og hönnuður. Hún var
dóttir Einars Sverrissonar, bónda og
rafvirkjameistara frá Kaldrananesi í
Mýrdal, og k.h., Ragnhildar Sigríðar
Guðjónsdóttur, úr Vestmannaeyjum.
Börn Sigurðar og Halldóru: Sigurð-
ur, f. 1969, fiskeldisfræðingur, tamn-
ingamaður og bóndi í Þjóðólfshaga;
Ragnhildur, f. 1970, golfkennari, bú-
sett í Mosfellsbæ; Einar Sverrir, f. 1973,
rekur Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur;
Sölvi, f. 1978, húsasmiður og tamn-
ingamaður í Keldudal í Skagafirði.
Sambýliskona Sigurðar er Ólöf
Erla Halldórsdóttir, f. 11.10. 1940, frá
Búrfelli í Grímsnesi, fyrrv. banka-
starfsmaður.
Bróðir Sigurðar er Skúli Jón, f. 20.2.
1938, fyrrv. framkvæmdastjóri og
fyrrv. formaður Rannsóknarnefnd-
ar flugslysa, kvæntur Sjöfn Friðriks-
dóttur kennara og eiga þau tvo syni á
lífi, Friðrik tölvunarfræðing, og Sigurð
Darra tölvunarfræðing.
Foreldrar Sigurðar voru Sigurður
Jónsson, f. 8.1. 1909, d. 24.10. 1939,
bóndi og smiður á Sigurðarstöðum
i Bárðardal, og Kristín Skúladóttir, f.
30.3. 1905, d. 13.6. 1995, kennari.
Siðari maður Kristínar var Ágúst
Andrésson, bóndi í Hemlu í Vestur-
Landeyjum, en þau áttu ekki börn
saman. Börn hans af fyrra hjóna-
bandi voru Magnea Helga, húsfreyja
í Hemlu, d. 1998, og Andrés Haukur,
bifreiðarstjóri og skrifstofumaður í
Reykjavík.
Sigurður og Ólöf Erla taka á móti
vinum og frændfólki að Þingborg í
Flóa og bjóða þar upp á ketsúpu og
aðra þjóðlega rétti á afmælisdaginn
frá kl. 19.00.
Þingborg er tíu kílómetrum fyr-
ir austan Selfoss, um hundrað metra
fyrir neðan hringveg og vestan Flóaá-
veituskurð.
Jóhannes fæddist i Reykjavík og ólst
þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi
frá Núpi í Dýrafirði, prófi sem mjólk-
urfræðingur frá Óðinsvéum í Dan-
mörku 1970 og stundaði þar fram-
haldsnám 1970-71.
Jóhannes var mjólkurfræðing-
ur í Mjólkurbúi Flóamanna 1972-
73, Mjólkursamlagi Neskaupstaðar
1974, Mjólkursamlagi Borgfirðinga
1975-80, var upplýsinga- og útgáfu-
stjóri Verðlagsstofnunar 1980-90 og
hefur starfað hjá Neytendasamtök-
unum frá 1990.
Jóhannes var formaður Starfs-
mannafélags Mjólkurbús Flóa-
manna 1973, sat í stjórn Starfs-
mannafélags ríkisstofnanna
1984-90, sat í ýmsum nefndum á
vegum SFR og BSRB, var formaður
Neytendafélags Borgarfjarðar 1978-
80, var formaður Neytendasamtak-
anna frá 1984-97 og síðan frá 1999
og var framkvæmdastjóri Neytenda-
samtakanna 1990-99. Hann sat i
framkvæmdastjórn Alþýðubanda-
lagsins 1985-87 og í miðstjórn þess í
nokkur ár frá 1987.
Fjölskylda
Fyrri kona Jóhannesar var Magnea
Jónsdóttir, f. 1.11. 1949, húsmóðir.
Þau skildu.
Börn Jóhannesar og Magneu eru
Sigrún, f. 8.11. 1970, hjúkrunarfræð-
ingur á Akranesi, gift Einari Bene-
diktsyni og eiga þau þrjú börn; Lilja
Guðný, f. 9.10. 1972, kennari á Nes-
kaupstað en maður hennar er Ey-
steinn Kristinsson og á hún fjóra
syni.
Seinni kona Jóhannesar var Sig-
þrúður Sigurðardóttir, f. 9.10. 1952,
ritari við Sjúkrahús Reykjavíkur. Þau
skildu.
Börn Jóhannesar og Sigþrúðar
eru Gunnar, f. 28.5. 1977, prestur á
Hofsósi en kona hans er Védís Árna-
dóttir og eiga þau þrjá syni; Elín Eir, f.
4.5.1979, skrifstofumaður á Selfossi
en hennar maður er Brynjar Örn Ás-
kelsson og eiga þau þrjú börn.
Fósturdóttir Jóhannesar er Erla
Helga Sveinbjörnsdóttir, f. 29.12.
1971, kennari í Borgarnesi en mað-
ur hennar er Sigurður Oddsson og á
hún fimm börn.
Systkini Jóhannesar eru Gísli,
f. 19.3. 1938, prófessor emeritus í
sagnfæði við HÍ; Vilborg, f. 6.4. 1941,
fyrrv. póstútibússtjóri í Reykjavík;
Guðfinna, f. 31.12. 1943, hjúkrun-
arfræðingur í Reykjavík; Skarphéð-
inn, f. 17.9. 1946, skrifstofumaður
í Reykjavík; Guðbjörg, f. 4.5. 1948,
hjúkrunarfræðingur i Reykjavík;
Þóra Guðný, f. 7.7. 1954, skrifstofu-
maður í Reykjavík.
Foreldrar Jóhannesar: Gunnar
Jóhannesson, f. 20.7. 1905, d. 26.1.
1990, póstfulltrúi í Reykjavík, og k.h.,
Málfríður Gísladóttir, f. 18.10. 1911,
d. 22.4. 1996, húsmóðir í Reykjavík.
Jóhannes er að heiman.
Kjartan Gunnar Kjartansson rekur
ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma
viðburði liðinna ára og minnist horfinna
merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn
tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.is
60 ára á laugardag
Jóhannes Gunnarsson
formaður neytendasamtakanna
40 2. október 2009 föstudagur ættfræði