Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 64
n „Ég hélt að ég ætti þetta félag fyr-
ir, en áttaði mig á að svo var ekki.
Ég kippti því strax til mín. Þetta er
félag sem ég tel að sé verðmætt út
af nafninu og ég vil ekki að neinn
annar eignist það,“ segir Svava Jo-
hansen, kaupmaður í Sautján, sem
stofnaði nýlega félagið Sautján ehf.
Svava á fyrir félagið NTC sem rekur
fjölda tískuvöruverslana. Hún segist
ekki búast við að mikil starfsemi
verði í kringum Sautján
ehf. á næstunni.
„Kannski einhvern
tíma seinna,“ segir
hún og tekur fram
að allar verslanir
hennar og starf-
semi verði áfram
rekin undir nafni
NTC, þeirra á
meðal tvær nýj-
ar verslanir sem
verða opnaðar
bráðlega í Smára-
lind.
Leikur við hvern sinn
fingur og tær líka!
Fréttaskot 512 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður
aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt
að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.
Ingimar Karl Helgason, fréttamaður
Stöðvar 2, fékk að finna fyrir hrekkja-
lómnum og Kastljósskempunni Helga
Seljan, þegar hann þreytti frumraun
sína í beinni útsendingu fyrir framan
Stjórnarráðið á miðvikudag. Á meðan
Ingimar Karl flutti áhorfendum fréttir
af ríkisstjórnarfundi fékk Helgi Seljan
útsendingarmenn Stöðvar 2 til að skipa
Ingimari fyrir í framkomu hans á með-
an á útsendingu stóð.
Ingimar komst ekki að því fyrr en
eftir útsendingu að Helgi stóð á bak við
æði furðuleg fyrirmæli sem hann fékk
í eyrað í útsendingunni. „Ég heyrði
það bara eftir á. Ekki nema að því leyt-
inu sem hann sagði mér sjálfur eftir á
að það hefði verið þannig. Ég tók því
bara vel hjá honum,“ segir Ingimar Karl.
Helgi sagði Ingimari að sjúga upp í nef-
ið og hreyfa sig svolítið því hann virkaði
kaldur og stífur í útsendingunni.
„Hreyfðu þig! Dálítið stífur! Kulda-
legur! Sjúgðu upp í nefið!“ er meðal þess
sem Ingimar segist hafa fengið að heyra.
Hann segist ekki vita til þess að þeir sem
séu að hefja feril sinn sem fréttamenn
þurfi að sæta stríðni er þeir hefja störf.
Það hafa væntanlega verið hæg heima-
tökin hjá Helga að fá að gera létt grín í
Ingimar því hann vann hjá Stöð 2 áður
en hann hóf störf hjá Ríkissjónvarpinu.
Svava Stofnar
Sautján
Helgi Seljan hrekkti Ingimar Karl í beinni útsendingu:
„Kuldalegur! Sjúgðu upp í nefið!“
n Það vakti óskipta athygli gesta og
gangandi við þingsetningarathöfn-
ina á miðvikudaginn hve grannur
og spengilegur Geir Jón Þórisson
yfirlögregluþjónn er orðinn. Í Séð
og heyrt fyrr á árinu sagðist hann
hafa misst rúm tuttugu kíló og hafa
allavega tíu bæst við þau og lítur
þessi vinalega lögga afskaplega vel
út. Hann er hjá einkaþjálfara sem
hann segir sjálfur
vera eins og
stífasta her-
þjálfara en er
afar ánægður
með árangurinn.
Ekki spillir fyrir
að Geir Jón tekur
sig nú enn betur
út í lögreglu-
búningnum
enda dugir
ekki að vera
með kúlu
í honum
eins og
hann segir
grenniSt
og grenniSt
n Geir H. Haarde, fyrrverandi for-
sætisráðherra, er óðum að kom-
ast á flug eftir að hafa greinst með
krabbamein í vélinda í byrjun árs.
Geir hefur verið í strangri þjálfun
hjá einkaþjálfurum í World Class í
Laugum og mætir hann reglulega í
líkamsræktina. Eftir erfiða æfingu á
miðvikudagsmorgun með einka-
þjálfara sínum fór Geir á teygju-
svæðið í Laugum þar sem einka-
þjálfarinn nuddaði tær
ráðherrans fyrrver-
andi, sem var löðr-
andi sveittur. Vakti
þetta töluverða at-
hygli nærstaddra,
þó flestum hafi ekki
þótt það neitt
tiltöku-
mál að
sjá gamla
forsætis-
ráðherr-
ann í
tásu-
nuddi.
geir í táSunuddi
Hrekkjusvín helgi seljan sá sér leik á
borði og stríddi ingimar karli helgasyni
sem var varnarlaus í beinni útsendingu.