Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 45
Í viðtali við BBC árið 2004 má segja að Paul McCartney hafi tekið af allan vafa um eðli lagsins Lucy in the Sky with Diamonds þegar hann sagði berum orðum að „nokkuð augljóst“ væri að lagið fjallaði í raun réttri um LSD. helgarblað 2. október 2009 föstudagur 45 Lucy O’Donnell var, segir sagan, fjög- urra ára þegar leikskólavinur hennar málaði mynd af henni, í stjörnugeri með krúsídúllur, og tók með sér heim að sýna foreldrum sínum. Drengurinn var Julian Lennon og sagði hann föður sínum, John, að myndin væri af Lucy uppi í himninum með demanta. Að sögn Johns Lennon varð mynd- in kveikja að einu þekktasta lagi hljóm- sveitarinnar the Beatles; Lucy in the Sky with Diamonds. Umrædd Lucy O’Donnell safnaðist til feðra sinna fyr- ir nokkrum dögum og í kjölfarið varð tilurð lags Johns Lennon enn á ný til- efni vangaveltna, enda er að finna skammstöfunina LSD í heiti lagsins og textinn afskaplega sýrukenndur. Staðfesting Julians Lennon Í kjölfar útgáfu lagsins á plötunni Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band árið 1967 töldu aðdáendur Bítlanna og fleiri, sennilega réttilega, sig heyra lýsingu á ofskynjunum vegna neyslu LSD og varð lagið afar umdeilt og bannað af breska ríkisútvarpinu BBC vegna meintrar skírskotunar til fíkni- efnaneyslu. Þegar John Lennon var spurður um tilurð lagsins sagði hann söguna um Julian, son sinn, sem kom heim af leikskólanum með teikningu af Lucy, leikskólasystur sinni. Í viðtali við tíma- ritið Rolling Stone þvertók John fyrir að heiti lags eða texti hefði nokkuð að gera með LSD. Síðar sagði Julian Lennon að hann vissi ekki hvers vegna hann hefði kall- aði myndina „Lucy – in the sky with di- amonds“ en það mætti teljast ljóst að hann hafi jafnvel verið skotin í þessari leikskólasystur sinni. Útskýring Pauls McCartney Í viðtali við BBC árið 2004 má segja að Paul McCartney hafi tekið af allan vafa um eðli lagsins Lucy in the Sky with Diamonds þegar hann sagði berum orðum að „nokkuð augljóst“ væri að lagið fjallaði í raun réttri um LSD. Hvað sem þessari fullyrðingu Pauls líður er ekki útilokað að teikning Ju- lians hafi kveikt hugmyndina að lagi Lennons. Vel getur verið að honum hafi fundist að þarna væri um gott lagaheiti að ræða. Í ljósi þess að hann neytti LSD ótæpilega á þessum tíma er ekki fráleitt að hann hafi, hvað sem seinni tíma útskýringu hans líður, séð skammstöfun ofskynjunarlyfsins í út- skýringu sonar síns. Áhrif Lewis Carroll Sjálf var Lucy O’Donnell aldrei sátt við lagið sem henni var gefið að hafa verið hvatinn að og lái henni hver sem vill. Í texta lagsins er ekki að finna margt sem skírskotar til bernsku eða barns- legrar skynjunar. „Mér finnst ég ekki geta samsamað mig því. Mér líkar það einfaldlega ekki. Ég get ekki séð fyrir mér fjögurra ára barn hlaupandi um með kviksjáraugu (kaleidescope eyes). Það er ekkert vit í því,“ sagði Lucy um lagið. Lucy hefur ýmislegt til síns máls því ofskynjunarkenndur texti lagsins er meira í ætt við skrif rithöfundarins Lewis Carroll en nokkuð annað sem John lét frá sér, en Lennon mun hafa haft mikið dálæti á Carroll á æskuár- um sínum. Nokkrir texta Lennons frá þessum tíma draga dám af Carroll og má til dæmis nefna lagið I am the Walrus, en þar leitar Lennon í smiðju Carrolls, bókina Through the Look- ing-Glass. Þess má til gamans geta að síðar sagði Lennon í laginu Glass On- ion: „The Walrus was Paul“, hugsan- lega vegna þess að það hafði runnið upp fyrir honum að rostungurinn var ekki allur þar sem hann var séður. Lennon einnig ósáttur Líkt og Lucy var Lennon aldrei al- mennilega sáttur við lagið þótt hans óánægja grundvallaðist á öðrum sjón- armiðum. Eftir að Bítlarnir lögðu upp laupana lýsti Lennon vonbrigðum sínum með endanlega útgáfu lagsins og kvartaði yfir því að ekki hefði gef- inn nægur tími til að fullvinna og þróa upphaflega hugmynd hans að laginu. Reyndar hafði John Lennon skýr- ingu á því á reiðum höndum og skellti skuldinni á LSD-neyslu sína á þeim tíma sem hann sagði hafa valdið því að hann varð undanlátssamur og óvirkur í hljóðverinu. Að auki, sagði Lennon í viðtali við blaðamanninn Ray Connolly að hon- um fyndist hann ekki syngja lagið vel. En „mér líkar textinn“ sagði Lennon við Connolly. Lucy Richardson En það eru fleiri en Lucy O’Donnell sem eignaður hefur verið heiðurinn af hugmynd Lennons að laginu Lucy in the Sky with Diamonds. Lucy Richard- son hét kona sem lést í júní 2005, 47 ára að aldri. Lucy Richardson, sem taldi sig einnig eiga tilkall til lags Lennons, gekk í sama skóla og Julian Lennon í Weybridge í Surrey á Englandi, og varð síðar á ævinni leikstjóri. Á vef IMDb er að finna eftirfarandi sögu: Lucy þessi var nokkrum árum eldri en Julian og rak fjölskylda hennar fornmuna- og skartgripaverslun sem Lennon og hin- ir Bítlarnir versluðu stundum í. Lucy Richardson þekkti að sjálf- sögðu hinn unga Julian og var gjarna fengin til að stytta honum stundir og gæta hans þegar hann sat og dundaði sér við að draga línur á blað. Halló Lucy „Dag einn kom John Lennon í búðina og sagði, „Halló, Lucy in the sky with diamonds“, en þau [Lucy Richard- son og fjölskylda] héldu að þetta væri bara John eins og hann átti að sér. En þegar lag með þessu sama nafni kom út á Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band, 1967, runnu á þau tvær grím- ur. Og þegar Lennon útskýrði að hann hefði fengið hugmyndina frá teikningu sonar síns af stúlku sem hét Lucy, féll síðasta púslstykkið á réttan stað, segir á síðu IMDb og er þar vitnað í Mary, systur Lucy. Frásögn systur Lucy Richardson en samhljóma frásögn Lennons hvað varðar teikningu Julians, en hvort teikning Julians er af Lucy Richardson eða Lucy O’Donnell skal ósagt látið. Að öllu þessu sögðu má fastlega gera ráð fyrir að Lucy in the Sky with Diamonds lýsi skynhrifum Lennons vegna neyslu LSD, en hins vegar er allt eins ekki útilokað að teikning Julians af stúlku sem heitir Lucy, og er í himn- inum með demanta, hafi kveikt hug- mynd í huga Johns Lennon. Lag Johns Lennon, Lucy in the Sky with Diamonds, hefur verið endalaus uppspretta vangaveltna. Sjálfur sagði Lennon að hugmyndin að laginu hafi komið til vegna teikningar sem Julian, sonur hans, kom með heim af leikskólanum. Flestir hafa, sennilega með réttu, leyft sér að efast um að jafnsakleysisleg teikning hafi gefið af sér texta lagsins sem þykir í meira lagi sýruskotinn. Nokkrir texta Lennons frá þessum tíma draga dám af Carroll og má til dæmis nefna lagið I am the Walrus, en þar leitar Lennon í smiðju Carrolls, bókina Through the Looking-Glass.Lucy in the Sky with DiamonDS Teikning Julians Lennon af Lucy Var lengi í fórum Cynthiu Lennon. Lucy O’Donnell Var aldrei sátt við lagið Lucy in the Sky with Diamonds. John Lennon Ljósmynd Richards Avedon frá 1968. Dalvegi 2, Kóp. | Dalshrauni 13 Hfj. | S: 577 3333 | www.castello.is Höfum opnað nýjan stað á Dalshrauni 13, Hfj. 20 % afsláttur af sóttum pizzum Örugg og góð þjónusta í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 - Gsm: 893 5950 www.ljosmynd.is Vandaðar skólamyndatökur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.