Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 29
n Ásdís RÁn GunnaRsdóttiR, GlamúRmódel „Hvað kann hún? Hvað getur hún? Hvað gerir hún? Stöðugar fréttir af henni, af hverju? Blaðamenn, hætt- ið þessu!“ „Fær gífurlega at- hygli í fjölmiðl- um fyrir það að geta staðið kyrr á mynd og vera gift fótboltamanni.“ n „siGmunduR davíð Gunnn- lauGsson, foRmaðuR fRam- sóknaRflokks „Hvað skal segja? Líklega einn mesti lýðskrumari sem fram hefur komið í íslenskum stjórnmálum.“ n Jón ÁsGeiR Jóhannesson, athafnamaðuR „Ofmetnasti viðskiptajöfur Íslands- sögunnar. Veldi hans reyndist ekki annað en röð dómínó-kubba sem hrundu hver á fætur öðrum. Við réttarhöldin í Baugsmálinu sagði Gestur Jónsson hrl. að helstu verð- mæti Baugs fælust í heilabúi Jóns Ásgeirs. Síðast þegar ég vissi gátu fimm ára börn raðað dómínó-kubb- um og skýrir það sjálfsagt snilldina við þá verðmætasköpun.“ n ÁRni PÁll ÁRnason, félaGsmÁla- RÁðheRRa „Ofmetnasti ráð- herrann. Maður hefur á tilfinning- unni að hann hafi aldrei séð skjól- stæðinga ráðuneytisins nema á myndum. Hægrikrati, hefur ekkert að gera í samhjálparpólitík. Myndi passa í Hagkaupsbæklinginn við að auglýsa jakkaföt.“ n séRa auðuR eiR „Vinsæll prestur til margra ára, en neitar að svara fyrir sína ábyrgð á stúlknaheimilinu Bjargi. Hvers vegna?“ n daGuR B. eGGeRtsson, lækniR „Hans heilagleiki er alltof upptek- inn af eigin ágæti og á það til að gleyma umbjóðendum sínum, fólk- inu sem kaus hann.“ n ólafuR RaGnaR GRímsson, foRseti íslands „Kannski ekkert sérlega hátt met- inn. En sæmilega meðvitaðir Ís- lendingar fara hreinlega hjá sér þegar forseti vor opnar munninn á erlendum vettvangi.“ n BJaRni Benediktsson, foR- maðuR sJÁlfstæðisflokks „Pabbastrákur úr Garðabæ sem hefur ekki náð máli í alvöru stjórn- málum.“ n katRín JakoBsdóttiR, menntamÁlaRÁðheRRa „Var álitin gríðarlegt efni í stjórn- málum og sögð afar vel gefin, en verklítil er hún í menntamálaráðu- neytinu. Eins og hún þori ekki að taka erfiðar ákvarðanir.“ n ÖssuR skaRPhéðinsson, utanRíkisRÁðheRRa „Froðusnakkur og tækifærissinni dauðans. Ómögulegt að taka mark á honum því staðfestan er engin.“ n viGdís finnBoGadóttiR, fyRRveRandi foRseti „Sæt og hugguleg kona. En hvar er hin landsmóðurlega dýpt? Slíkt er bara óskhyggja, þar sem Vigdís hef- ur ekki upp á neitt slíkt að bjóða.“ n ólafuR stePhensen, fyRRveRandi RitstJóRi „Þrátt fyr- ir óánægju með Davíð sem ritstjóra Morgunblaðsins er alveg út í hött að útmála Ólaf sem snilldarritstjóra. Það var hann svo sannarlega ekki.“ n ÞóRhalluR GunnaRsson, RitstJóRi kastlJóss „„Pretty face“ en ekki mikið meira en það. Var hér áður fyrr góður og ágengur spyrill, en eftir að hann varð yfir- maður breyttist hann í þul.“ n sveinn andRi sveinsson, lÖGfRæðinGuR „Fær gífurlega athygli fjölmiðla fyrir að vera kvensamur. Hvað er það?“ n GuðJón ÞóRðaRson, knattsPyRnu- ÞJÁlfaRi „Ofmetinn sem þjálfari, hefur ekkert gert í mörg ár og virðist vera eins og sprunginn vindill.“ n Jónas kRistJÁnsson, fyRRveRandi RitstJóRi „Ritsóði sem veður áfram á bit- urleika og hnefanum en er ekkert meira en Moggabloggari án Mogg- ans. Minnir helst á rudda í grunn- skóla sem lemur alla sem fyrir verða af því að hann fær ekki réttu lyfin. Sennilega upp- hafsmaður þess að nota fjölmiðil til að leggja fólk í einelti. Minni- máttarkennd- in brýst stundum fram í fyndnum, en mjög dapurlegum færslum um hvað það séu margir sem lesi hann.“ n eGill helGason, fJÖlmiðlamaðuR „Óopinber Íslandsmeistari í hræsni, popúlisma og eftiráskýringum. Heldur úti gríðarlega sóðalegum vef þar sem fólk fær að drulla yfir allt - nema Egil sjálfan.“ n vilhJÁlmuR BJaRnason, fJÁRfestiR „Allt í einu er trommað upp með hann sem eina manninn sem vissi öll svörin og sá í gegnum allt. Gleymist alltaf að út- skýra af hverju hann hvatti fólk til að taka myntkörfulán og átti bréf í bönkunum og stóru fyrirtækjun- um þegar allt fór til helvítis.“ n einaR mÁR Guðmundsson, RithÖfunduR „Hélt hverja ræð- una á fætur ann- arri í vetur, oft án þess að vera boð- ið, allt of langar og sjaldnast um neitt sem kom efni fundarins við. Ekki að mað- urinn sé ekki skemmtilegur penni, en hann mætti þekkja sinn vitjun- artíma (sem er ekki í hverri viku).“ n JakoB fRímann maGnússon, listamaðuR „Af því að hann heldur að hann sé allt í öllu, en er langt frá því. Getur ekki leng- ur selt upplifunina af sjálfum sér sem ferska vöru, en er gjörsam- lega fyrirmunað að átta sig á því. Það þarf einhver að benda honum á þetta.“ n hallGRímuR helGason, RithÖfunduR „Fær þrælskemmti- legar hugmyndir sem njóta sín í leik- ritum og bíómynd- um en bækurnar hans eru óþolandi aflestrar, langloku- tuð sem enda iðulega í að minnsta kosti 100 blaðsíðum lengri bók en nauðsyn hefði verið. Svo enda bækurnar hans stundum á einhverju ráfi úti á túni. Það er eins og Hall- grímur kunni sér ekki hóf og enn síð- ur að hætta. Kennari sem er illa við bekkinn sinn eða þarf að ná sér niðri á honum á að láta hann lesa Hall- grím - hin fullkomna refsing.“ n ólafuR Þ. haRðaRson, PRófessoR „Alltaf dreginn inn í umræðuna, leiðinlegur hrokagikkur. Dónalegur í kennslu og talar niður til nemenda sinna. Er ekki hægt að fara að skipta þessum manni út í kosningavökum? Hann eyðileggur hverja kosningavökuna á fætur annarri. Við hljótum að eiga einhvern viðkunn- anlegan sem kann tölfræðina og stjórn- málafræðina jafn vel og Ólafur.“ n ÁRni Johnsen, alÞinGismaðuR „Nákvæmlega HVAÐ sjá Eyjamenn við þetta skoffín? Glæpamaður sem á ekkert erindi á þing. Með glæpa- maður á ég ekki bara við dóminn sem hann hlaut og er búinn að skila til samfélagsins heldur glæpa- samlegan söng hans og tónlist. Hvaða brandari er það eiginlega? Hann er svo klikkaður að hann ber niður mann og annan á þjóðhátíð- um í Eyjum en allir fyrirgefa hon- um og alltaf fær hann að eyðileggja brekkusönginn.“ n eGill Gillzen- eGGeR, einkaÞJÁlfaRi „Maður sem fjöl- miðlamenn leita mikið til af einhverjum ástæðum. Kannski frekar áfellisdóm- ur fyrir fjölmiðla. Enginn veit hvað hann hefur afrekað. Fjölmiðlar leita til þeirra sem eru í fjölmiðlum.“ helGaRBlað 2. október 2009 fÖstudaGuR 29 ÁLÍTSGJAFAR: Eiríkur Bergmann, doktor í stjórnmálafræði Logi Bergmann Eiðsson, fjölmiðlamaður Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur Jenný Anna Baldursdóttir, bloggari Þorbjörg Magnúsdóttir, blaðamaður Björn Friðrik Brynjólfsson, sérfræðingur Rúnar Róbertsson, útvarpsmaður Erna Margrét Ottósdóttir Laugdal Bergljót Davíðsdóttir, blaðamaður Ingibjörg Reynisdóttir, leikkona Svanur Már Snorrason, blaðamaður Guðfinnur Sigurvinsson, fjölmiðlamaður Hildur Helga Sigurðardóttir, blaðamaður Halldór Gylfason, leikari Hjördís Kvaran Einarsdóttir, bloggari indiana@dv.is ofmetin, umdeild oG v n etin ÞAU VORU LÍKA NEFND SEM OFMETNUSTU ÍSLENDINGARNIR: Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson stjórnarformaður Sérstakur ríkissaksóknari Brynjar níelsson hæstaréttarlögmaður Einar Karl Haraldsson upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytis flugmenn leiðarahöfundar fréttablaðsins Borgarahreyfingin og fyrrverandi þingmenn hennar fyrrverandi bankastjórar Biskupinn og íslensk prestastétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.