Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 24
Æðislegt að
leysa vandamál
Ég ætla nú kannski ekki að ganga alveg svo langt að segja að ég þoli ekki fólk en mik-ið óskaplega líður mér samt
vel þegar það er hvergi nærri mér.
Mér leiðist ekkert jafn mikið og
að þurrka mér með handklæði
að loknu baði. Þessi einfalda og
um leið hversdagslega athöfn er
svo óþolandi leiðinleg að ef ég
hefði átt þess kost að fá kúlulán
í góðærisstuðinu hefði ég látið
innrétta fyrir mig sérstak-
an þurrkuklefa. Eitthvert
svona kósý lítið herbergi
með daufri lýsingu og um
það bil fimm hundruð hár-
blásurum í hólf og gólf sem
hefðu þurrkað mig upp á augabragði án þess að ég þyrfti að gera
handtak. Illu heilli hefur mér ekki lánast að eignast svona klefa og
þarf því enn að nota handklæði við þessa óhjákvæmilegu, and-
lausu og í raun flóknu aðgerð.
Þótt mér finnist óbærilega leiðinlegt að þurrka mér með handklæði þá geri ég það nú samt og eiginlega býsna vel vegna þess að ég er alltaf heldur þurr á manninn þótt ég geti ekki leyft mér þann munað að stripplast í heitum gusti
fimm hundruð hárblásara. Fyrir utan þetta bölvaða brölt með
handklæðið finnst mér ekkert leiðinlegra en að tala við fólk. Ég
varð altalandi óvenju ungur þannig að ætli það sé ekki óhætt að
segja að ég sé búinn að vera að tala við fólk í ein 37 ár og það er
alltaf jafn leiðinlegt. Aðallega vegna þess að fólk er síblaðrandi út
um allt, við alla og oftast nær um nákvæmlega ekki neitt. Þetta er
gegnumsneitt alltaf eitthvert tómt helvítis kjaftæði til þess að fylla
eitthvert skelfilegt tómarúm sem fólk kallar „óþægilega þögn“.
Hvaða vitleysa er þetta eiginlega? Það er einmitt ekkert þægilegra
en þögnin.
Og stundum á þögnin miklu meira við en glórulaus kjaftavað-allinn. Heitu pottarnir í sundlaugunum eru ákaflega gott dæmi um staði þar sem þögnin ætti að fá að ríkja en þar kemst hún því miður aldrei að fyrir botnlausu blaðri í fólki
sem virðist upp til hópa vera svo víðáttu vitlaust að í raun væri fullt
tilefni til þess að banna því að opna kjaftinn yfirleitt með lagasetn-
ingu. Þegar maður stingur sér í ofan í heita pottinn í Vesturbæjar-
lauginni til þess að reyna að slaka aðeins á eftir erfiðan dag sem
aðallega hefur gengið út að tala við fólk vill maður helst fá að liggja
marineraður í þögninni.
En nei. Þá veitist að manni alls konar lið sem maður þekkir ekki neitt sem þarf endilega að úttala sig við mann um kvóta-kerfið, veðrið, ríkisstjórnina, Evrópusambandið, ritstjóra Morgunblaðsins og Icesave! Ég meina það! Icesave! Hvaða
heilvita manni dettur til hugar að maður kæri sig um að tala um Ic-
esave í heitu pottunum. Íþrótta og tómstundaráð ætti að íhuga það
alvarlega að láta setja upp skilti í heitu pottunum: BANNAÐ AÐ
TALA. Í hverri laug ætti að vera í það minnsta einn heitur pottur
þar sem allur kjaftagangur er bannaður með öllu. Ég á ekki orð til
þess að lýsa því hversu pirraður ég er þegar ég þarf að standa í því
að þurrka mér með handklæði þegar ég stíg upp úr pottinum eftir
að hafa verið baðaður upp úr heimskulegum kjaftagangi.
Að ofansögðu þarf varla að fjölyrða um hversu fagnandi ég tók upplýsingatæknibyltingunni með öllum sínum raf-rænu samskiptaleiðum. Ég hélt að MSN, SMS og tölvupóst-ur væru himnasending fyrir mig þar sem þessi tæki ættu að
gera mér kleift að draga verulega úr því að tala beint við fólk. Verst
bara að það tekur enginn mark á mér í heita pottinum þegar ég
segi „heyrðu ertu bara til í að senda mér ímeil?“ Kjaftakallarnir láta
eins og þeir skilji þetta ekki og byrja svo að tala við mig um mús-
lima, þorskkvóta og gengi krónunnar. Af hverju í ósköpunum geta
þessir besserwisserar ekki bara haldið kjafti í heita pottinum og
bloggað þessa steypu sína á Moggablogginu?
Stóri gallinn við tölvubyltinguna er nefnilega að hún breytir engu. Því var tildæmis haldið fram í upphafi að allt þetta raf-ræna gums myndi stórdraga úr pappírsnotkun en samt hefur aldrei dunið á manni meira pappírsflóð og fleiri gluggaum-
slög en eftir að tölvuöldin hófst. Og fólk heldur áfram að gjamma
og gera manni lífið leitt með nærveru sinni þótt tæknin bjóði
vissulega upp á meiri fjarlægð og tækifæri til þess að sortera það
sem maður vill vita frá bullinu með því að „dílíta“ þvælunni óles-
inni. Þessi vopn hafa öll snúist í höndunum á mér og hafa komið
mér í nánara samband við fólk ef eitthvað er.
Facebook er tildæmis klárlega verkfæri djöfulsins. Ég hélt að með því að opna Facebook-síðu þyrfti ég aldrei að tala við neinn sem ég þekki framar. Gæti bara séð á Facebook-veggj-um fólks hvað það er að hugsa og svarað á mínum ef ég yfir-
leitt kærði mig um. Þetta virkar hins vegar þveröfugt og nú sit ég til
dæmis upp með það að vita hvenær rúmlega sex hundruð manns
eiga afmæli og ef ég vil ekki opinbera mig sem væmið fífl með því
að skrifa opinberar afmæliskveðjur á Facebook-veggi þarf ég að
hringja í fólk og óska því til hamingju eða jafnvel faðma það á förn-
um vegi.
Þetta er ömurlegt allt saman og tæknibyltingin hefur étið mig.
Þurr á
mAnninn
„Það er ekki til neitt sem heit-
ir venjulegur dagur. Þetta er allt
saman mjög óeðlilegt. Það er eng-
inn dagur eins. Mín vinna snýst
um það hvað þið gerið. Þannig að
minn dagur mótast af því hvað fólk
vantar,“ segir Garðar Magnússon
lögreglumaður. Hann hefur starf-
að í lögreglunni í tíu ár og stefnir á
að vinna þar áfram um ókomin ár.
Hann prófaði að vinna sem rann-
sóknarlögreglumaður um tíma en
líkaði ekki innivinnan. Hann kann
best við sig á vettvangi, eða „úti að
leika“ eins og hann kallar það.
Gerðist lögga upp á djókið
Segja má að Garðar hafi slysast
inn í lögregluna en hann sér ekki
eftir því í dag.
„Ég var í vinnu og átti
erfiðan dag. Ég vaknaði
úrillur og fannst vinnan
leiðinleg og langaði að
prófa eitthvað nýtt. Svo
heyrði ég að það vant-
aði í lögguna þar sem ég
var. Allt í einu var ég bara
kominn í lögguna. Bara
upp á djókið. Ég var ekki
með neina löggudrauma
þegar ég var krakki. Ég
hafði aldrei neinn áhuga
á lögreglunni og ætlaði
ekki í lögregluna. En allt
í einu var ég kominn í
lögguna og ég er hérna
enn þá,“ segir Garðar.
Hann hlakkar alltaf til að mæta í vinnuna enda
verkefnin jafn fjölbreytt og þau eru mörg.
„Það er oft erfitt að vakna á morgnana eins og í allri
annarri vinnu. Í stuttu máli er þetta bara vinna alveg eins
og öll önnur vinna. Þú átt líka þína slæmu daga í vinnunni.
Stundum nennir þú ekki heldur í vinnuna. Það er alveg
eins hjá okkur. Þetta er bara vinna. Okkar vinna er að mínu
mati svo skemmtileg því það gerist alltaf einhver fjandinn
og maður veit aldrei við hverju er að búast. Venjulega af-
greiði ég útköll af öllum tegundum. Allt frá því að hjálpa
gömlu fólki upp í rúmið sitt yfir í töluvert verri og ógeðs-
legri hluti.“
Ógeðsleg hegðun fólks
Garðar segist hafa upplifað helling á þessum tíu árum sem
hann hefur starfað sem vörður laganna. Skemmtilegast
finnst honum að hjálpa fólki að greiða úr vandamálum
sínum.
„Að koma einhverjum út úr vandræðum finnst mér
skemmtilegast. Ef einhver er með vandamál sem ég get
hjálpað honum út úr á farsælan hátt. Það er það sem full-
komnar daginn fyrir mig. Að leysa vandamál, skammtíma
eða langtíma. Að vera með einhvern fíkil í höndunum og
hitta hann síðan þremur árum seinna og hann er orðinn
hreinn og beinn. Það er æðisleg tilfinning. Eins og þessi
vinna getur verið ógeðsleg þá eru líka æð-
islegir toppar sem bæta það upp. Ógeðs-
legi parturinn er í meirihluta en þessir
litlu, jákvæðu toppar bæta upp fyrir allt
hitt,“ segir Garðar. Hann hugsar sig vel
og lengi um þegar blaðamaður spyr hvað
sé það óhugnanlegasta sem hann hefur
upplifað í starfi. Hann segir það margt.
„Það er ógeðslegt að sjá sextán til sautj-
án ára einstakling sem var einhvern tím-
ann stórkostlega fallegt ungmenni líta út
eins og einhver sem kom út úr Auschwitz-
fangabúðunum bara út af fíkniefnum.
Það er hreinn og klár viðbjóður. Þessi
manneskja hefði getað verið eitthvað
allt annað en „aumingi“. Hún er búin að
rústa lífi sínu. Illa farin manneskja eftir
bílslys eða annars konar slys eða morð
er ógeðslegt. Þriggja mánaða gamalt lík
er ógeðslegt. Að vera hérna í janúar og
upplifa hvernig fólk
hagaði sér í mótmæl-
unum. Það var ógeðs-
legt. Það er svo margt.
Bara hegðun fólks um
helgar gagnvart okkur.
Það er ógeðslegt.“
Fjölskyldan svívirt
Mikil umræða var um
vanvirðingu lands-
manna gagnvart lög-
reglunni í búsáhalda-
byltingunni í janúar.
Garðar segir þessa van-
virðingu ekki vera nýja
af nálinni og brá þegar
hann var að byrja sem
lögreglumaður og upp-
lifði hversu óforskammað fólk gat verið.
„Janúarbyltingin var bara stækkuð mynd af því sem
gerist hverja einustu helgi niðri í bæ. Það er almenn óvirð-
ing gagnvart okkur alls staðar. Ég veit ekki hvað þetta er. Ég
vildi óska þess að þetta væri ekki svona. Það væri minna
vesen fyrir okkur.
Að sjálfsögðu brá mér fyrst þegar ég byrjaði sem lögga.
Hverjum myndi ekki finnast það óeðlilegt að vera kominn
í vinnu og fólk drullar yfir þig og segist ætla að lemja eða
drepa þig og fjölskylduna þína? Og finnst það bara allt í
lagi. Því þú ert bara lögga.
Hugsunarhátturinn hjá Íslendingum er þannig að út af
því að ég er lögga leyfist þeim að gera allt við mig. Það hef-
ur verið allt frá því að hóta að drepa mig eða svívirða fjöl-
skyldu mína upp í að einhver ætlaði að troða hamborgara
í andlitið á mér því honum sýndist ég vera svangur. Fólki
finnst það mega gera allt við lögregluna.“
Garðar veit hreinlega ekki af hverju hann ætti að sætta
sig við þessar svívirðingar endalaust.
„Ég fór í þessa vinnu og ég er í þessari vinnu til að hjálpa
fólki. Ég er ekki að fá útrás fyrir einhverja valdafýsn. Mér
finnst gaman að hjálpa fólki. Þess vegna er ég hér. Af hverju
á ég að sætta mig við að fólk hræki á mig eða meiði mig?“
liljakatrin@dv.is
Garðar Magnússon hefur verið lögreglu-
maður í tíu ár. Honum og fjölskyldu hans
hefur verið hótað fyrir það eitt að hann
sinnti starfi sínu sem lögreglumaður. Hann
hlakkar alltaf til að mæta til vinnu og segir það skemmtilegast að
leysa vandamál fólks. Óhugnanlegast er að horfa upp á ungmenni
sem eyðileggja líf sitt með fíkniefnaneyslu.
24 föstudagur 2. október 2009 umrÆða
Vill hjálpa fólki Garðar segist
ekki vera haldinn valdafýsn
heldur vilja aðeins hjálpa fólki í
starfi sínu. Myndir Heiða HelGadÓttir
engir tveir dagar eins
Garðar segir starfið fjölbreytt
og koma sífellt á óvart.
Vaktinni lokið Garðar og
félagar hans í lögreglunni taka
niður lögregluborðann sem girti af
Alþingishúsið við þingsetninguna á
fimmtudaginn.
ÞÓrarinn ÞÓrarinssOn skrifar
HELGARPISTILL