Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 48
48 föstudagur 2. október 2009 lífsstíll fegurðarkóngurinn timber- lake Árið 1991 vann Justin Timberlake barnafegurðarsamkeppnina pre-teen Mr. Am- erica. Ári síðar var fyrsta America’s Universal Charm keppnin haldin, þar sem hann bar sig- ur úr býtum en „keppt“ var í yndisþokka. Snemma beygist krókurinn! Hallærislegar þjóðsögur hafa gengið manna á milli í margar aldir frá einni kynslóð til þeirrar næstu. Misskiln- ingurinn er oft margra alda gamall og bara kjánalegur. Hér eru nokkrar „stað- reyndir“ sem margar okkar hafa heyrt í gegnum tíðina. „Sápa er slæm fyrir húðina“ - Í gamla daga var oft notuð dýrafita og olía í sápur. Nú til dags eru formúlurn- ar mildari og innihalda oftast rakagef- andi efni sem skilja húð þína ekki eftir þurra. Hrein húð er betri en skítug húð. „Rakstur eykur hárvöxt“ - Þú ert alltaf með jafnmörg hár, sama hvort þú rakar þau eða ekki. Aftur á móti geta hárin litið út fyrir að vera grófari og þykkari eftir rakstur. „Þú færð fallegri húð af mikilli vatns- drykkju“ - Vatn er bráðnauðsynlegt fyrir kroppinn, en of mikið af því þenur bara út á þér magann og þú þarft á klóið oftar. „Það er hægt að laga slitna enda“ - Eina leiðin til þess að losna við slitna enda er að klippa þá og þú kemur bara í veg fyrir þá með því að fara vel með hárið á þér. „Þurr húð skapar hrukkur“ - Ekki satt. Sólin skapar flestar hrukkur. „Þú getur þvegið burtu bólur og útbrot“ - Of mikið skrúbb mun bara auka olíu- myndum húðarinnar og ástandið versnar. „Sólin lagar bólur“ - Þó að sólin þurrki upp bólur tíma- bundið hefur hún slæm áhrif á heil- brigðar húðfrumur. Það getur svo vald- ið útbrotum og verri bólum nokkrum dögum eftir að þú sólar þig. fegurðarmisskilningur UMSJón: HelgA kriSTJÁnSdóTTir, helgak@birtingur.is flatbotna- bylgjan ritstjórar áhrifamikilla tískutímarita eru nú farnir að hallast að flatbotna skóm. engan skal undra, því fyrir nokkrum tískuvertíðum voru skórnir orðnir svo háir að módelin duttu á þeim á sýningarpöllunum í tonnatali. Skór með smá upphækk- un en án hæla koma sterkir inn á næstu mánuðum. lindsay „drekinn“ lindsay lohan var fyrir stuttu ráðin sem listrænn stjórnandi tískuhússins Ungaro, en einungis viku eftir að fregnir þess efnis bárust hefur hún sleppt mikilvægum fundi við „Wall Street Journal“ og neitað að láta taka myndir af sér á tískusýningu Ungaro. kjaftasagan segir að fyrir seinna atvikið hafi hún verið rekin. Yfirmenn hennar voru að sögn viðbúnir einhverjum dívustælum, en þarna fór hún yfir strikið. Tískusérfræðingur DV veltir fyrir sér mismunandi sýn karla og kvenna á tísku og hvað sé fallegt. hvað fíla karlmenn? líkleg í Vogue glöggum tískuspekúlöntum finnst líklegt að hæfileikaríka leikkonan úr „The note Book“, rachel McAdams, verði forsíðumódel janúarútgáfu tískubiblíunnar Vogue. rachel sást einmitt sitja við hlið ritstýrunnar ferlegu, Önnu Wintour, á tískusýn- ingu Alexanders Wang um daginn. næsta mynd hennar, Sherlock Holmes, kemur einmitt út í desember á næsta ári. Um daginn fór ég á gamanmynd- ina „The Ugly Truth“, sem fjallar um samskipti kynjanna á spaugilegan hátt. Hversu stór gjá er á milli þess sem karlmenn fíla og þess sem konur vilja. Þar kemur meðal annars fram að samkvæmt karlmanninum á kon- an að vera mjög tvískipt hvað varð- ar karakter og klæðaval. Fullkomna konan er „barnaskólakennarinn sem er óþekk í laumi“, það eru skila- boðin. Ekki vera of auðveld en al- ger kynbomba inn við beinið. Ekki skemmir fyrir ef þú ert það fjölhæf að geta klæðst stuttum kynþokkafullum kjól sem sýnir brjóstaskoruna með- an þú vaskar upp. Nokkrum dögum eftir bíóferðin- a fórum við kærastinn að hitta bestu vinkonuna og eiginmann hennar. Við besta höfum skapað okkur langa hefð fyrir því að skoða tískublöðin saman og í þetta skipti var mín kom- in með þykkustu tískubiblíu sem ég hef séð úr ferð sinni yfir hafið. Eft- ir nokkra drykki fórum við stelp- urnar að fletta biblíunni heilögu. Merkilegt nokk fóru karlmennirnir að forvitnast og skoðuðu með okk- ur. Ekki þarf að taka fram að skoð- anir kynjanna á því hvað er heitt og hvað ekki voru ansi ólíkar. Út frá þessu fannst mér áhugavert að pæla í muninum á því hvað karlmenn fíla versus það sem konur fíla, tískulega séð. Ekki ætla ég mér að alhæfa neitt hér, en hér eru nokkur dæmi um muninn á karlmönnum og tískuséð- um konum. n Karlmenn fíla ekki rúllukragaboli. Segir sig í raun sjálft, þeir fela „góss- ið“. n Engin kona lítur vel út með rauðan varalit. Einungis trúðar bera þetta trend vel. n Það er ekki smart að vera í ósam- stæðum nærfötum. n Víð snið á bolum og toppum láta okkur líta út fyrir að vera óléttar. n Of mikill farði er algert „turn off“. Konan á helst að líta út fyrir að vera ómáluð. (Þótt það taki hana klukku- tíma að feika það.) n Karlmannsgallabuxna og -jakka trend er ekki að gera sig fyrir hitt kynið. Einu skiptin sem hann vill sjá þig í fötum sem geta verið hans, er daginn eftir, þegar þú nakin skellir þér í skyrtuna hans. n Bolir eða buxur með áletruninni „Princess“ eða „hottie“ eru ekki að gera sig. Þú ert annaðhvort 13 ára dekurrófa eða 29 ára kona sem not- ar of mikinn gloss og brúnkukrem og langar að sýnast yngri en þú ert. Við konurnar getum fílað töffara- lega leðurjakka og mótorhjólastígvél sem eru voðalega móðins akkúrat núna. Jafnvel Alladín-buxnasnið og bláa augnskugga. Það kveikir lítið í karlpeningnum. Fallegar dragtir og notaðir ömmu- kjólar kveikja í okkur meðan þeir vilja ekki sjá dragtir nema það glitti í brjóstahöld eða sokkabönd. Það er ekkert sexí við kjóla sem koma frá sjötta áratugnum, því þeir minna þá bara á ömmur þeirra. Eitt er víst að konur og karlar munu aldrei verða eins, en stað- reyndin er jú sú að helstu tísku- hönnuðir heimsins sem skapa nýj- ustu trendin eru samkynhneigðir karlar og þess vegna ekki endilega dómbærastir á það hvað gerir kon- ur „girnilegar“ í augum gagnkyn- hneigðs karlpeningsins. Helga Kristjánsdóttir Hvað vilja þessir karlmenn? „Fullkomna konan er „barnaskólakennarinn sem er óþekk í laumi“.“ Allt misskilningur Það borgar sig að fylgjast með tískuráðum dV. Smíðum allar gerðir lykla , smíðum og forritum bíllykla. Verslun og verkstæði Grensásvegi 16 Sími: 511 5858
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.