Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 31
helgarblað 2. október 2009 föstudagur 31 Eru ekki í takt við venjulegt fólk Helgi segist ekki hafa þurft að setja upp neina grímu til þess að tala við útrásarvíkingana. „Maður er að hitta fólk sem maður veit að beitir alls kyns brögðum á fólk og notar aðferðir til þess að stýra fólki og stjórna sem er ekki í takt við venjulegt fólk. Manni er náttúrlega ekkert sama en ég held að ég hafi verið nokkurn veginn ég sjálf- ur,“ segir hann. „Það er mjög erfitt að trúa því sem svona fólk segir,“ heldur hann áfram. „Fólk sem hefur þessa sögu og þenn- an feril sem við þekkjum. Ég verð full- ur efasemda þegar svona fólk get- ur ekki komið hreint fram og talað af hreinskilni. Ég veit svona nokkurn veginn hvenær fólk kemur hreint fram og meinar það sem það er að segja. Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef farið mínar eigin leiðir til þess að fá í það minnsta sannleikskorn á mínum fund- um með þessu fólki. Þótt það væru ekki nema nokkrar mínút- ur af einhverjum sannleika finnst mér þjóðin eiga það skilið að fá að heyra það,“ segir Helgi ákveð- inn. Hefur aðgang að enn verra efni „Hans eigin leið- ir“, eins og Helgi orðar það, er það sem Jón Ás- geir Jóhannes- son er brjálaður yfir. Helgi sýnir nokkrar mínútur frá því er Jón vissi ekki að verið væri að mynda hann. Þar missir Jón ým- islegt út úr sér. Með þessu er nokkuð ljóst að Helgi er að brjóta siðareglur en honum var gert skylt að fara eftir fyrirfram ákveðnum spurningalista og voru menn misánægðir með það þeg- ar Helgi fór út af honum. „Ég get alveg horfst í augu við þetta. Jón segir að ég sé að ganga á bak orða minna og brjóta ákveðið samkomulag. Ég tel samt að ég eigi fullan rétt á því og hvað er þetta hjá mér í samanburði við öll þau samkomulög sem hann hefur brotið? Þetta er ekki mikið. Þetta eru nokkrar mínútur úr lífi hans. Ég er alveg tilbúinn að taka þetta á mig, ekki nokkur vafi. Það væri synd og skömm ef ég myndi ekki láta þetta fara. Þetta er svo lítið afbrot,“ segir Helgi og bæt- ir við að hann hefði getað gengið enn lengra hefði hann kosið það. „Ég hefði alveg getað verið miklu verri. Ég hef aðgang að efni sem er miklu verra og hefði getað sett það fram hefði ég viljað gera mig eitt- hvað merkilegan. Þessi leið sem ég fer styrkir söguna í myndinni og það er engin ástæða fyrir því að fara yfir strik- ið vegna þess að sannleikurinn segir sig alveg sjálfur,“ segir hann. Sér nú hvernig þeir vinna Þótt Jón Ásgeir hafi gengið mest fram í að fá sitt efni út úr myndinni hef- ur Helgi fengið viðbrögð frá öllum „ábyrgðarmönnum hrunsins“ sem sjást í myndinni. „Þegar stiklan fyr- ir myndina fór í loftið byrjuðu átökin strax,“ segir Helgi. „Þessir fjórir sem ég tala við, Geir Haarde, Bjarni, Björg- ólfur og Jón Ásgeir, brugðust allir við strax þegar þeir sáu sig í henni. Samt er fólk sem ég hef verið að mynda inni í svefnherbergi og mynda reikninga þess frá Intrum alveg rólegt og hef- ur engar áhyggjur. Ég er til dæmis að mynda með lögregluþjóni húsið sem hann tapaði en þegar ég fer að beina myndavélinni að fólki sem er ábyrgt fyrir því sem hefur gerst fer allt í steik,“ segir hann. „Hvað er að gerast? Við hvað eru þeir svona hræddir? Þeir óttast mest klippurnar þar sem þeir hafa ekki fulla stjórn. Ég skil það vel að það sé hægt að hengja mig fyrir þessa hluti en ég er ekki að mynda þá í baði eða neitt. Þessi hræðsla við að tapa stjórninni virðist taka yfir því offorsið hjá þess- um mönnum er svo svakalegt. Nú sé ég sjálfur hvernig þeir vinna. Svona er þetta. Þetta er aðferðin þeirra,“ segir Helgi mjög ákveðinn. Er ekkert hræddur Eins og komið hefur fram er Jón Ásgeir Jóhannesson sá sem mest hefur lagt sig fram við að fá myndbrotum sínum eytt. Hann spriklar, eins og Helgi lýsir því. „Jón Ásgeir hringdi strax og vildi að ég myndi eyða tveimur klukkutím- um af efni. Bara eyða strax og staðfesta innan tveggja klukkutíma!“ Jón hefur ítrekað hringt og sent tölvupósta. „Ég svara samt engum símtölum því ég vil að allt sé skriflegt á milli okkar,“ segir Helgi en hvað stend- ur í póstunum? „Póstarnir eru engan veginn fallegir og langt fyrir neðan hans virðingu þar sem honum er mjög ábótavant í orðavali,“ segir Helgi sem vildi þó ekki gefa DV dæmi. En er Helgi hræddur við þessar aðdróttanir Jóns Ásgeirs? „Nei, ég er ekkert hræddur. Ég er vel vopnaður myndavélinni minni og ég skýt á allt sem hreyfist þannig að menn skulu líka passa sig,“ segir hann og hlær við. „Mér er sýnd mikil harka og ég beðinn um að hlýða,“ bætir hann þó við. „Væntanlega með sama hætti og hefur verið gert við íslensku þjóðina í einhvern tíma núna. Þess vegna segir ekki nokkur maður neitt hérna. Það er mjög erfitt að fá fólk til að tala á þessu landi. Sama þó bankarnir séu farnir fjandans til og fólk sé atvinnnulaust í hópum. Af hverju vill enginn stíga fram og vitna um þetta? Hvar eru vitn- in?“ spyr Helgi með undrunarsvip. Heyrt að sprengja fari að falla Helgi sendi á miðvikudaginn út annað myndbrot sem hann býst við hörðum deilum út af. Þar er fundur hans og Björgólfs Thors myndaður frá sjónar- hornum þar sem sýnt er hvernig hon- um er stýrt. Helgi segir efnið ekki hafa komist til skila en augljóst sé að menn á bæ Björgólfs viti hvað sé á leiðinni. „Það hefur kvisast út þetta efni sem þá varðar sem þeir hafa þó ekki séð. Þetta flugskeyti frá mér hefur ekki komist til skila en ég er búinn að bæta úr því,“ segir Helgi og býst við deilum, ekki ósvipuðum og við Jón Ásgeir. „Þetta er hlutur sem ágreiningur er um. Þeir telja sig eiga „final cut“ á myndina og vilja fá að stýra því. Það er alveg af og frá. Þeir fá ekki að ráða neinu um það. Það verður samt ágreiningur. Ég hef heyrt frá öðru fólki að það sé sprengja að fara að falla,“ segir Helgi Felixson en þannig má einnig á vissan hátt lýsa myndinni sem hann frumsýnir brátt, Guð blessi Ísland. tomas@dv.is Jón Ásgeir Jóhannesson Vill fá öllu efni um sig eytt úr myndinni. Björgólfur Thor Fékk sína klippu í vikunni og býst Helgi við ágreiningi út af henni. Bjarni Ármannsson Auðveldast var að nálgast hann af útrásarvíkingunum þremur. Hafðu samband í síma 515-5555 eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift Tveir fyrir einn DV heim í hlýjuna DV á netinu frítt! ::: ::: ::: HAUSTTILBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.