Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 42
42 föstudagur 2. október 2009 sport
Augu manna verða á Jenson Button þeg-ar ökuþórarnir í Formúlu 1 taka sviðið í Japan á sunnudaginn. Bretinn knái getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn
vinni hann sér inn fimm stigum meira en félagi
hans hjá Brawn GP, Rubens Barrichello. Þá þarf
hann ekki nema sex stig til þess að útiloka alla
nema sig og Barrichello frá heimsmeistaratitl-
inum haldi félagi hans í við hann stigalega séð.
Þá getur nær ekkert komið í veg fyrir að Brawn
GP verði heimsmeistari bílasmiða á sínu fyrsta
ári í Formúlunni en það yrði enn ein rósin í
hnappagat snillingsins Ross Brawn sem á sín-
um tíma gerði Michael Schumacher að sjöföld-
um heimsmeistara.
Tíðindi vikunnar voru þó ráðning Spánverj-
ans mislynda, Fernandos Alonso, til Ferrari en
Kimi Raikkonen, sem hefur verið dapur á sinn
mælikvarða í ár, yfirgefur því liðið. Líklegt þykir
að hann haldi aftur til McLaren eftir tímabilið.
Button tekur enga áhættu
Jenson Button vann sex af fyrstu sjö mótum
ársins og með því er hann að vinna heims-
meistaratitilinn. Hann hefur rakað saman
mjög fáum stigum síðan í júní en þar sem
aðrir ökumenn hafa skipst á stigum þvers og
kruss hefur hann haldið góðri forystu. Hann
hefur verið mjög heppinn líka því þegar Seb-
astian Vettel og Mark Webber á Red Bull fóru
að draga á hann steig heimsmeistarinn sjálfur,
Lewis Hamilton, upp og hefur farið á kostum í
undanförnum keppnum.
Button þarf ekki nema sex stig til að útiloka
alla nema sig og Barrichello frá titlinum í síð-
ustu tveimur keppnunum en ennfremur get-
ur hann orðið heimsmeistari um helgina fái
hann fimm stigum meira en Barrichello. „Ég
átta mig á að þetta hefur ekki verið glæsilegt
að undanförnu. Frábær byrjun mín á mótinu
virðist alveg gleymd en staðan er einfaldlega
þannig að ég er búinn að vinna flest mótin
þrátt fyrir að þau hafi öll komið í byrjun. Nú
ætla ég mér bara að landa þessu. Ég mun ekki
taka neina óþarfa áhættu því nokkur stig til
viðbótar ættu að duga mér til heimsmeistara-
titils og hann ætla ég að vinna,“ segir Jenson
Button.
Skipti hjá Ferrari
Þær fregnir sem komu hvað minnst á óvart í
vikunni var ráðning Fernandos Alonso til Ferr-
ari. Það hafði verið nær fullyrt af spænskum
miðlum fyrir einu og hálfu ári að sú væri raun-
in. Ástæðan var nýjasti styrktaraðili Ferrari,
spænski bankinn Santander sem lagði mikla
áherslu á að Spánverjinn Alonso myndi aka
fyrir liðið, og fyrst Kimi Raikkonen hefur ekki
staðið sig betur en raun ber vitni var honum
kastað fyrir borð.
Árangur Raikkonens í ár endurspeglar samt
á vissan hátt aksturshæfileika hans. Ferrari var
á handónýtum bíl eins og menn þar á bæ viður-
kenndu fúslega í byrjun móts en síðan hann var
tuskaður til hefur Raikkonen unnið sér inn flest
stig allra í síðustu fimm mótum. Lewis Hamilt-
on, sem átti við sömu bílavandræði að stríða í
byrjun móts, er einnig að koma sterkur inn. Ár-
angur Hamiltons hefur komið honum upp að
hlið Raikkonens á tölfunni, að fimmta sætinu,
og þá gæti hann einn síns liðs tryggt McLaren
þriðja sætið í heimsmeistarakeppni bílasmiða
fari Raikkonen ekki að passa sig. Allavega eru
samherjar þeirra, Giancarlo Fisichella á Ferrari
og Heikki Kovalainen á McLaren, ekki að gera
nokkurn skapaðan hlut. tomas@dv.is
Aðeins þrjú mót eru eftir á Formúlu-tímabilinu og fer
hver að verða síðastur að skáka Jenson Button. Mik-
ið þarf að gerast svo annar hvor ökumaður Brawn,
Button eða Barrichello, verði ekki heimsmeistari en
vinni Button sér inn sex stig í Japan um helgina verð-
ur hann heimsmeistari í fyrsta skiptið. Hann hefur
þó ekki unnið mót síðan í júní.
Button getur
klárað dæmið
Fernando Alonso Keppir þriðju síðustu keppni
sína með Renault. Hann heldur til Ferrari eftir
tímabilið.
Ferrari-ferlinum að ljúka Kimi Raikkonen gæti
snúið aftur til McLaren fyrir næsta tímabil. myndir AFP
Öll augu á Button Jenson Button
getur upplifað drauminn um helgina.