Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 43
Sport 2. október 2009 föStudagur 43
Button getur
klárað dæmið
ChelSea hefur
harma að hefna
Liverpool heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni
um helgina. Í fyrra varð Liverpool fyrsta liðið til þess
að leggja Chelsea á Stamford Bridge í ríflega fjögur ár.
Það var met sem hafði staðið í fjögur ár og tvo mánuði sem Liverpool eyðilagði fyrir Chelsea
þegar liðin mættust síðast á Stamford
Bridge á síðasta keppnistímabili. Ekkert
lið hafði haft sigur af Chelsea á þeim
tíma á „Brúnni“ eins og heimavöllur
þess kallast. Það var Xabi Alonso sem
skoraði eina markið, mark sem var
ekki ólíkt þeim sem Frank Lampard,
leikmaður Chelsea, skorar ósjaldan.
Skot í varnarmann og í markið.
Nú er Xabi Alonso horfinn á braut
og Liverpool kemur sært inn í leikinn
eftir tap í Flórens í meistaradeildinni,
2-0. Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í
deildinni um síðustu helgi gegn Wigan,
3-1, og missti markvörðinn, Petr Cech,
af velli með rautt spjald. Hann verður
því ekki með á sunnudaginn sem er
heldur betur skarð fyrir skildi í svona
stórleik.
Benitez heimtar hámarksárangur úr
leiknum en hann varð gjörsamlega
æfur yfir leik sinna manna gegn
Fiorentina í meistaradeildinni. „Ég hef
aldrei séð hann svona pirraðan. Við
vorum það samt allir. Við þurftum samt
ekki að heyra þrumuræðu í hálfleik því
við vissum allir að við spiluðum mjög
illa og að við gætum miklu betur,“ segir
Fabio Aurelio, leikmaður Liverpool.
Liverpool getur með sigri jafnað
Chelsea að stigum en strákarnir úr
Bítlaborginni hafa nú þegar tapað
tveimur leikjum á tímabilinu. Liverpool
tapaði aftur á móti aðeins einum leik
á öllu síðasta tímabili en þar urðu
jafnteflin því að falli.
Í leiknum á sunnudaginn mætast tveir
afar heitir framherjar. Didier Drogba
hjá Chelsea sem hefur skorað sex
mörk á tímabilinu og Fernando Torres
hjá Liverpool sem lyfti sér upp á topp
markalistans með þrennu gegn Hull
um síðustu helgi. Það er þó afar ólíklegt
að þeir fari að raða inn mörkunum
enda ekki mikið um þau þegar þessi lið
mætast. Vonbrigði Ashley Cole fékk dauða-
færi í leiknum sem Chelsea tapaði í
fyrra og var svekktur í leikslok.
Báðir farnir Þegar Liverpool vann
Chelsea á síðasta tímabili skoraði Xabi
Alonso. Honum var fagnað af Robbie
Keane en báðir eru farnir frá liðinu.