Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 14
„Samningurinn um sölu á verksmiðj-
unni til Heineken-bjórfyrirtækisins
er endapunktur á ótrúlegu ævintýri,
sem hófst með flutningi á gömlum
tækjum frá gosdrykkjaverksmiðju
Sanitas til Rússlands fyrir u.þ.b. ára-
tug. Hann er líka persónulegur sig-
ur fyrir Björgólf Guðmundsson, sem
segja má að hafi horfið af vettvangi
íslenzks viðskiptalífs með gjaldþroti
Hafskips hf. á níunda áratugnum en
hefur snúið til baka á síðustu árum af
miklum þunga.“
Þetta segir höfundur Reykjaví-
kubréfs Morgunblaðsins 2. febrú-
ar 2002, þar sem greint er frá einum
stærsta viðskiptasamningi Íslands-
sögunnar fram til þess tíma. Hein-
eken-bruggrisinn reiddi fram 400
milljónir bandaríska dollara til
Björgólfsfegða og Magnússonar Þor-
steinssonar fyrir Bravo International,
fyrirtæki, sem áður hét Baltic Bott-
ling Plant.
Í kjölfarið lýstu þremenningarn-
ir yfir áhuga á að kaupa Landsbank-
ann, í bréfi til einkavæðingarnefndar
sumarið 2002 og í árslok höfðu þeir
keypt bankann með bjórgullinu frá
Rússlandi. Þeir komu svo til Íslands
og var fagnað sem þjóðhetjum: Þjóð-
in stóð gapandi og dáðist að þessum
nýríku mönnum sem keypt höfðu
elsta og virtasta banka landsins.
En að baki þessum viðskiptum
með Bravo var ósögð saga, sem átti að
fara leynt. DV gerði nákvæma grein
fyrir Bravómálinu í blaðinu um síð-
ustu helgi. Kjarni þeirrar sögu fjallaði
um ásakanir Ingimars H. Ingimars-
sonar, arkitekts og athafnamanns, á
hendur þeim Björgólfi Guðmunds-
syni, syni hans Björgólfi Thor og
Magnúsi Þorsteinssyni. Ingimar hef-
ur í áraraðir staðhæft fyrir daufum
eyrum, að þeir feðgar hafi árið 1995
stolið gosdrykkjaverksmiðjunni Balt-
ic Bottling Plant frá honum og félög-
um hans í eignarhaldsfélaginu BGL
með meintum fölsuðum skjölum.
Samkvæmt yfirliti, sem DV hef-
ur tekið saman hafa 11 dómar fall-
ið Ingimar og félögum í vil, þar sem
tveir meintir falsaðir hluthafasamn-
ingar hafa verið dæmdir ógildir.
Samningarnir kveða á um að Ingi-
mar og Bernard afsali allri eign sinni
í BBP, alls 65 prósent hlut, til Björg-
ólfs Guðmundssonar. Þessi gjörn-
ingur varð „opinber” á ólöglegum
hluthafafundi 25. september 1995 að
aðaleigendunum Ingimar og Bern-
ard fjarstöddum.
Rússinn fékk 10 prósent
fyrir undirskrift sína
Í frásögn DV um þetta mál kom jafn-
framt fram, að Rússinn Gennadij
Homsky, framkvæmdastjóri RMZ,
sem var rússneskt ríkisfyrirtæki sem
átti 25 prósent í BBP, hafi í umdeildu
samningunum tveimur (við Björg-
ólf Guðmundsson annars vegar og
Hansa ehf. (í eigu Björgólfs) hins
vegar) verið skráður fyrir 10 pró-
sent hlut í BBP eftir að búið var að
færa alla hluti Ingimars og Bernards
(65 prósent) í hendur Björgólfi Guð-
mundssyni.
Að sögn Ingimara fékk Homsky
þessi 10 prósent í sinn hlut sem
„þóknun“ fyrir að andmæla ekki eig-
endabreytingunni heldur þvert á
móti að skrifa nafn sitt undir skjölin
tvö fyrir hönd RMZ. Undirskrift hans
var nauðsynleg til að láta svo líta út
að allir aðrir hluthafar staðfestu að
breyting á eignarhaldi hefði í raun átt
sér stað.
Ingimar og Bernard fréttu af hin-
um örlagaríka gjörningi snemma í
október 1995. Þá lá Ingimar á Land-
spítalanum eftir skurðaðgerð og
gat ekki beitt sér. Við fyrsta tækifæri
pantaði Bernard Lardner sér flug-
far til Pétursborgar til að kanna hvað
væri eiginlega á seyði og hvort þessi
ótrúlegu tíðindi stæðust. Hann hafði
samband og vildi hitta Björgólf á
skrifstofum BBP, en framkvæmda-
stjórinn neitaði að hleypa honum
inn í verksmiðjuna sem Bernard
sjálfur hafði stofnað og borgað. Þá
voru í húfi samningar BBP, sem Bern-
ard hafði til dæmis náð á Bretlandi,
meðal annars við hið kunna fyrirtæki
Britvic, eitt stærsta gosdrykkjafyrir-
tæki þar í landi.
Því boðaði hann Björgólf Thor á
fund sinn á Hotel Europe í Péturs-
borg, að sögn Ingimars Ingimars-
sonar. Á fundinum reyndi Björgólfur
að láta Bernard halda, að hann væri
fórnarlamb athafna Ingimars Ingi-
marssonar. Ef hann vildi fá skýringu
á afsali eignarhlutar síns í BBP skyldi
hann tala við Ingimar. Af orðum
Björgólfs Thors átti Bernard J. Lard-
ner að draga þá ályktun, að íslensk-
ur samstarfsmaður hans og meðeig-
andi hefði svikið hann.
Að þessum fundi loknum var
niðurstaðan ótvírætt sú, að eft-
ir Rússlandsár sín sem venjuleg-
ir launamenn voru þremenning-
arnir frá Íslandi búnir að „eignast“
gosdrykkjaverksmiðju sem einnig
framleddi svokallaða „alcopops“
– drykki á borð við Breezer sem
nutu töluverðra vinsælda. Næsta
skref var að hefja bjórframleiðslu.
En Íslendingarnir breytu þess-
um áætlunum og hófu með BBP-
verksmiðjuna í sínum höndum að
leggja grunninn að því að þeir yrðu
stórefnamenn.
Eftir að hafa verið sviptir eignar-
rétti sínum í BBP og og meint ólög-
mæt eigendaskipti höfðu farið fram
haustið 1995 ákváðu þeir félagar,
Ingimar og
Lardner,
að
Annar hluti fréttaskýringar Halldórs
Halldórssonar um viðskipti Björg-
ólfsfeðga og Ingimars Ingimarssonar um BBP-verksmiðjuna í
Pétursborg á síðasta áratug sýnir enn frekar fram á þá hörku og
óbilgirni sem einkenndi þau. Ingimar telur lögmann Björgólfs-
feðga hafa hótað sér og að hlerunarbúnaði hafi verið komið fyrir
í íbúð hans í London. Enn bætast við ný púsl inn sögu Björgólfs-
feðga í Rússlandi sem hefur hingað til verið hjúpuð mikilli leynd
og nánast þögguð niður hér á landi.
14 föstudagur 2. október 2009 fréttir
HalldóR HalldóRsson
blaðamaður skrifar halldorjr@centrum.is
úttekt
INGIMAR HÓTAÐ
MEÐ GLÆPAÖFLUM
Komu til Íslands og fengu banka Samson-hópurinn kom sigurreifur
til Íslands frá Rússlandi sumarið 2002 og falaðist eftir Landsbankanum
með peningunum sem þeir fengu fyrir að selja Bravo-bjórverksmiðjuna.
Á þeim tíma vissu hins vegar fáir hvernig Björgólfsfeðgar höfðu eignast
verksmiðjuna enda var sú frásögn og deilur þeirra við Ingimar Ingimars-
son þögguð niður hér á landi.