Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 23
Hver er maðurinn? „61 árs Reyk- víkingur með rætur í Húnavatnssýslu, Borgarfirði og víðar um lönd.“ Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Í sandkassa við Skúlagötu. Ég var þar undir handarjaðri og öruggri bróðurhönd Jóns Torfa bróður míns sem er árinu eldri.“ Hefurðu alltaf verið mikill prins- ippmaður? „Já, ég hef reynt að halda í ýmis grunngildi en tel mig þó vera sveigjanlegan samningamann í málum þar sem hnika þarf til.“ Hvernig var að verða ráðherra eftir öll þessi ár í pólitík? „Mér fannst það góð tilfinning og mér fannst gott að finna fyrir þeim samhug og þeirri velvild sem ég fann fyrir nánast hvarvetna sem ég fór.“ Áttu ekki eftir að sjá eftir ráðherrastólnum? „Jú, vissulega.“ Er líf eftir ráðherradóm? „Já, það er hægt að vinna að málefnum velferðarsamfélagsins víðar en á ráðherrastóli.“ Er þetta ekki upphafið að endalokum þínum í pólitík? „Það er afskaplega fjarri því. Ég hef verið rammpólitískur alla mína ævi, innan og utan stjórnmálaflokka, á Alþingi og utan þess, og verð væntanlega svo lengi sem ég dreg andann vegna þess að í mínum huga er pólitík fyrst og fremst áhugi á umhverfinu sem við búum í.“ Verður samband ykkar Stein- gríms J. stirðara héðan af? „Það vona ég að verði ekki. Ég vona og trúi að okkar gömlu vináttubönd haldi. Þetta er málefnalegur ágreiningur, ekki persónulegur, og auk þess er ég ekki að heyja hann við Steingrím neitt sérstaklega.“ En verður Álfheiður Ingadóttir þér ekki ævinlega þakklát fyrir ráðherrastólinn? „Ég vona að skjól- stæðingar heilbrigðisþjónustunnar eigi eftir að verða henni þakklátir fyrir að vinna vel að henni, sem ég efast ekki um að hún muni gera.“ Finnst þér rétt aF Ögmundi Jónassyni að segJa aF sér ráðherradómi? „Mér finnst þetta virkilega rétt hjá honum.“ Guðrún ÓlafSdÓttIr 43 áRA SAgnfRæðinguR „Já, ég er mjög ánægð með hann. Hann er samkvæmur sinni samvisku.“ InGIbJörG bIrGISdÓttIr 62 áRA öRyRki „Já. Og mér finnst þá rétt að fleiri ráðherrar vinstri grænna segðu af sér.“ ÞÓrður EIríkSSon 69 áRA ellilÍfeyRiSÞegi „Mér finnst það rétt hjá honum, já.“ HIlmar JakobSSon 69 áRA ellilÍfeyRiSÞegi Dómstóll götunnar öGmundur JÓnaSSon sagði af sér sem heilbrigðisráðherra á miðvikudaginn. Hann segir þetta ekki upphafið að endalokum sínum í pólitík. ögmundur gengst við því að vera prinsippmaður en kveðst þó sveigjanlegur í samningum. Sér viSSulega eftir ráðherraStólnum „Mér finnst sjálfsagt hjá honum að gera þetta. Menn eiga að fylgja sinni sannfæringu.“ EyJÓlfur SIGurðSSon 48 áRA SMiðuR maður Dagsins Ögmundur og nýju stjórnmálin Nýafstaðin Alþjóðleg kvikmynda- hátíð, RIFF, er sú mest sótta hingað til. Myndirnar voru frá öllum heims- hornum, flestar góðar og sumar frá- bærar. Úrvalið þessa viku var meira en hinar 51 samanlagt. Nánast von- laust var að komast á myndir á rétt- um tíma, svo langar voru raðirnar. Allt vekur þetta sömu spurn- inguna: Hvaðan kemur allt þetta fólk, og hvers vegna sést það ekki í bíó utan kvikmyndahátíða? Því er reyndar auðsvarað. Restina af ár- inu er ekkert fyrir fólk yfir þrítugu eða tvítugu (eða 15 ára, ef til vill) að sjá. Langflestar myndir virðast miðaðar á unglinga, oftar en ekki hryllingsmyndir frá Hollywood. Hin raunverulega spurning er því: Hvers vegna er þetta svona? Er það ein- faldlega vegna þess að fullorðið fólk vill ekki fara í bíó? Varla. Einhver vinsælasta mynd í manna minnum hér er „Karlar sem hata konur“, sænsk mynd sem kom hingað seint og síðar meir og maður var farinn að gefa upp alla von um að kæmi hingað yfirhöfuð. Rétt eins og kvikmyndahátíðin höfðar hún til annars hóps en fer á amerískar unglingamyndir og fær almennt lítið fyrir sinn snúð. En hvers vegna hafa kvikmyndahúsaeigendur svona lít- inn áhuga á að sinna þessum stóra og fjársterka hópi? Hvað varð um öll bíóin? Svarið við því er margþætt. Full- orðið fólk hleypur ekki endilega til um frumsýningarhelgi, heldur þarf meiri tíma. Það er minna ginnkeypt fyrir auglýsingum og vill heyra frá vinum sínum að tiltekin mynd sé góð áður en það heldur af stað. Því tekur það oft lengri tíma að skila sér. En það kemur á endanum, og þá í hrönnum, eins og „Karlar sem hata konur“ er skýrt dæmi um. Ungling- unum er hins vegar auðveldara að stjórna. Ein mynd er auglýst í öllum miðlum, öll orka fer í frumsýningar- helgina og síðan er komið að þeirri næstu. Ef áhorfendur eru óánægðir skiptir það ekki máli, þeir eru þegar búnir að borga sig inn. Þetta er ekki síst mikilvægt á internetöld, þar sem orðrómur um myndir berst fljótt út. Fyrir ekki langa löngu voru hér fjöldamörg bíó í bænum: Tóna- bíó, Stjörnubíó, Nýja bíó, Gamla bíó, Kópavogsbíó, Hafnarfjarðarbíó og Bíóborgin/Austurbæjarbíó, auk Regnbogans og Háskólabíós. Í dag eru þau tvö, Sambíóin og Sena, með mismunandi útibú sem sýna öll sömu myndir. úrvalið minnkar Sé flett í gömlum blöðum af handa- hófi, segjum 1987, kemur í ljós að þar eru einn tiltekinn dag sýndar 25 myndir. Í blaðinu í dag eru 19 mynd- ir í sýningu, þar af tvær sem tengj- ast kvikmyndahátíðum. Nú barma kvikmyndahúsaeigendur sér líklega og tala um hvað sé erfitt að halda úti kvikmyndahúsum í litlu þjóðfé- lagi. Eigi að síður hefur úrvalið hér minnkað um rúmlega fimmtung á rúmum 20 árum. Ég veit ekki bet- ur en að landsmönnum hafi fjölgað talsvert á sama tíma. Hvers vegna virðist ekki vera markaður fyrir meiri fjölbreytni í bíóhúsunum? Svarið er að hann er þarna, en hann er hunsaður. Árið 2002 tóku Sambíóin við rekstri Há- skólabíós og hófu að sýna sömu myndir þar og þeir gerðu annars staðar. Afraksturinn lét ekki á sér standa, aðsókn í bíóið minnkaði um helming, frá um 280.000 gestum á ári niður í 140.000. Bíóið hafði því um lítið annað að velja en að færa sig í arma Senu. Sena vildi hins veg- ar ekki leigja allt húsið, og fékk það í gegn að Stóra salnum, stærsta kvik- myndasal þjóðarinnar, var lokað. Hvers vegna enginn sér hag í því að reka stærsta kvikmyndasal bíó- þjóðarinnar Íslands er óskiljanlegt. En það virðist vera sem kvikmynda- húsaeigendum sé meira í mun að sýna vondar bíómyndir heldur en að græða peninga. Hvers vegna er aldrei neitt í bíó? mynDin mótmælt við þingsetningu fjöldi fólks var mættur á Austurvöll þegar þing var sett á fimmtudag. lögregla kom upp borðum til að halda fólki fjarri. mynd HEIða HElGadÓttIr kjallari umræða 2. október 2009 FÖstudagur 23 Valur GunnarSSon rithöfundur skrifar „Afraksturinn lét ekki á sér standa, aðsókn í bíóið minnk­ aði um helming.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.