Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 12
12 föstudagur 2. október 2009 fréttir Icesave vIð það að slIga ríkIsstjórnIna Á næturfundi þingflokks VG aðfara- nótt fimmtudags fékk Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður flokks- ins, fullt og óskorað umboð til að ljúka samningum við Hollendinga og Breta um Icesave-fyrirvarana á þeim forsendum sem nú liggja fyr- ir. Jafnframt taldi Steingrímur sig hafa fengið tryggingar fyrir því í einkasamtölum við þingmenn og á umræddum fundi þingflokksins að málið nyti nægjanlegs stuðnings til að afgreiða endanlega gerð málsins á Alþingi. Um fyrra atriðið reyndist full samstaða eins og málinu er lýst fyrir blaðamanni DV. Um trygg- ingar Steingríms fyrir framgangi málsins á Alþingi leikur meiri vafi. Þingmennirnir Ögmundur Jón- asson, Atli Gíslason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir áskilja sér rétt til þess að skoða efnislega niðurstöðu málsins þegar það kemur til þing- legrar meðferðar. Ásmundur Ein- ar Daðason og jafnvel Lilja Móses- dóttir eru tvístígandi. Við blasir að ofangreindir þing- menn VG og jafnvel fleiri vilja ekki samþykkja neitt óséð og án þess að hafa skoðað efni samningsins þeg- ar þar að kemur. Af því leiðir rökrétt að tæplega er unnt að tala um að Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hafi fengið skilyrðislausan stuðning fyrir fram við þá niðurstöðu sem hann ætlar á næstu dögum að hlutast til um að ná í samningum við Hollendinga og Breta um breytingar á fyrirvör- um vegna ríkisábyrgðar á Icesave. Hótun um stjórnarslit Í kjölfar flokksstjórnarfundar Sam- fylkingarinnar um síðustu helgi setti forysta flokksins með Jóhönnu Sigurðardóttur í fararbroddi mik- inn þrýsting á forystu VG um að ljúka yrði Icesave-málinu enda væru tafir á afgreiðslu þess einar og sér farnar að valda þjóðinni vand- ræðum og fjárhagslegum skaða. Gerð var krafa um að ríkisstjórnin talaði einum rómi en ekki marg- radda. Óþolið var orðið slíkt að nú var hótað stjórnarslitum ef ekki tækist samstaða um að koma mál- inu í gegnum þingið á atkvæðum stjórnarflokkanna einna. Undir þessum þrýstingi sagði Ögmundur Jónasson af sér embætti heilbrigðisráðherra á miðvikudag. Engum blöðum er um það að fletta að honum var stillt upp við vegg; framkvæmdavaldið yrði að tala einum rómi í málinu. Yfir vötnun- um sveif hótun um að ríkisstjórnar- samstarfinu yrði slitið fengi ríkis- stjórnin ekki sínu framgengt. Við þessi skilyrði kaus Ögmund- ur að segja af sér ráðherraembætti til þess að geta talað frítt um málið. Þannig yrði hann ekki viðskila við samvisku sína og sannfæringu, eins og hann orðaði það sjálfur. Hann tók tólin, sem ríkisstjórnin ætlaði að nota til að farga sér, gekk út og bjargaði ríkisstjórninni þar með, eins og það er orðað í eyru blaða- manns DV. Stóð við kynjahlutföllin Guðfríður Lilja Grétarsdóttir er fyrsti þingmaður VG í Suðvestur- kjördæmi. Þar vann VG góðan sig- ur í þingkosningunum í vor og þótti hún eiga kall til að gerast eftirmað- ur Ögmundar í heilbrigðisráðu- neytinu. Hún afþakkaði með svip- uðum rökum og Ögmundur. Hún gæti auk þess ekki tekið afstöðu fyr- ir fram til máls sem hefði ekki kom- ið fyrir sjónir hennar. Álfheiður Ingadóttir tók því sæti Ögmundar í heilbrigðisráðuneyt- inu. Þar með virðist Steingrímur J. einnig hafa efnt fyrirheit um að jafna hlut kynjanna af hálfu VG í rík- isstjórninni. Reyndar hallaði ekki á konur í minnihlutastjórn Jóhönnu sem tók við völdum 1. febrúar síð- astliðinn. Einungis tveir karlar sitja nú í ríkisstjórninni fyrir VG, Stein- grímur J. og Jón Bjarnason. Þáttur Jóns Bjarnasonar Athyglisverð er staða Jóns Bjarna- sonar, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, í þessu sambandi. Vafalaust hafa spor Ögmundar út úr ríkisstjórninni og ástæður af- sagnar hans togað einnig í fætur Jóns þegar hótun um stjórnarslit var fram komin. Jón er sem kunn- ugt er harður andstæðingur að- ildar að Evrópusambandinu og mikill efasemdamaður um skuld- bindingar Icesave-ríkisábyrgðar- innar. Hann, eins og aðrir þing- menn VG, greiddu fyrirvörum Alþingis við ríkisábyrgðina atkvæði sitt að lokum á sumarþinginu. At- kvæðin 34 að baki meirihlutanum skiluðu sér öll eftir mánaðalangar deilur um málið. Jón Bjarnason kaus aftur á móti að segja fátt eftir afsögn Ögmund- ar og tók samkvæmt heimildum DV ekki til máls á næturfundi þing- flokks VG aðfaranótt fimmtudags- ins. Á það er að líta að framganga Jóns í ýmsum málum er varða stefnumið ríkisstjórnarinnar í sjáv- arútvegsmálum og opin andstaða hans við aðild að ESB fer ákaflega í taugarnar á forystu Samfylkingar- innar. Svo rammt kvað að andstöð- unni við Jón á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi, að fram komu kröfur um að honum yrði skipt út úr ríkisstjórn- inni sem fyrst. Víst er að uppstokkun á verk- efnum ráðuneyta og fjölda þeirra, meðal annars sameining verkefna undir atvinnuvegaráðuneyti, mun að líkindum kosta Jón ráðherra- embætti þegar þar að kemur. Jón gæti því um sinn hafa séð sitt óvænna og talið heppilegast að hlíta vilja Steingríms og láta undan hótunum um stjórnarslit. Andófið innan VG Hótun um stjórnarslit lá í loftinu þegar fyrir flokksstjórnarfund Sam- fylkingarinnar og kom síðan vel fram í ræðu Jóhönnu Sigurðardótt- ur, formanns flokksins, á fundinum síðastliðinn laugardag: „Tefjist lyktir (Icesave) málsins enn um sinn gæti sú töf orðið okk- ur sem ríki og sem þjóð jafndýrt ef ekki dýrara en sjálf Icesave-skuldin vegna versnandi lánskjara og tafa á endurreisn efnahags- og viðskipta- lífs. Það er heldur ekkert launung- armál að efnahagsáætlun okkar með stuðningi Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins gæti verið í uppnámi. Eins og á mörgum öðrum sviðum erum við í mjög alvarlegri stöðu og get- um ekki leyft okkur að láta eins og til séu auðveldar lausnir.“ Ögmundur Jónasson hefur bók- staflega hvatt til þess að slíta sam- starfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn. Lilja Mósesdóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, og hugsanlega fleiri þingmenn VG, eru tvístígandi en þykir sem Evr- ópusambandið, Hollendingar, Bretar og jafnvel Norðurlöndin spili samhæfðan leik með Alþjóðagjald- eyrissjóðnum gegn Íslendingum í Icesave-málinu. Undir þetta kynd- ir stjórnarandstaðan; Sjálfstæðis- flokkurinn sem hafnaði algerlega Icesave-samningi ríkisstjórnarinn- ar en var fylgjandi fyrirvörunum og Framsóknarflokkurinn sem alla tíð hefur lagst gegn ríkisábyrgðinni á Icesave með margvíslegum rökum. Er klofningur yfirvofandi í VG? Athyglisvert má telja hversu grunnt virðist vera á því góða og stutt í klofning innan Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs. Þetta kom vel fram þegar Samfylkingin setti þrýsting á flokkinn í vikunni. Í raun er sem hluti flokksins geti ekki með nokkru móti fellt sig við veigamestu mál ríkisstjórnarinnar, Icesave- lausnina, hvað þá aðildarumsókn að ESB. Hættan á klofningi virð- ist vaxa í réttu hlutfalli við vaxandi þrýsting um hollustu við stefnumið ríkisstjórnarinnar um Icesave. Sama gildir um ESB-aðildarumsóknina. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Varla hefur gróið um heilt eftir að forysta VG undir handleiðslu Stein- gríms J. Sigfússonar féllst á að styðja frumvarp um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Svo mikil er þessi andstaða að Samfylkingin hef- ur á viðkvæmum Icesave-tímum kosið að hörfa með ESB-málið inn í skel sína í stað þess að verjast vax- andi þjóðernishyggju og ESB-and- stöðu meðal kjósenda með gagn- sókn. Um þessar mundir virðist því Samfylkingin lítið gefin fyrir að verja sitt stærsta pólitíska stefnumál að endurreisnarstarfinu frátöldu. Guðbergur Egill Eyjólfsson, flokksmaður VG í Norðausturkjör- dæmi, ritaði formanni sínum bréf þegar ljóst var að Steingrímur og Framvinda Icesave-málsins er ríkis- stjórninni þung í skauti. Svo mjög reynir það á þolrif þingmanna VG að það stapp- ar nærri klofningi í flokknum. Óþol þar á bæ vegna aðildarumsóknarinnar að ESB bætir ekki ástandið. Ögmundi Jónassyni er nú lýst sem óskoruðum leiðtoga and- stöðuhópsins innan VG sem er þess albú- inn að fylgja sannfæringu sinni á þingi og samþykkir engar breytingar á fyrirvörun- um fyrir fram og án þess að hafa séð þær. JóHAnn HAukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Þór Saari „Menn eiga að geta leyft sér að vera ósammála í svona veigamiklum málum án þess að ríkisstjórnin þurfi að hrökklast frá.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.