Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Page 13
fréttir 2. október 2009 föstudagur 13 Icesave vIð það að slIga ríkIsstjórnIna forysta flokksins ætluðu að sam- þykkja aðildarumsókn að ESB sem aðgöngumiða að áframhaldandi ríkisstjórn VG og Samfylkingarinn- ar. Bréfið lýsir viðhorfi sem áreiðan- lega blundar í nokkrum þingmanna VG, en þar segir meðal annars: „Með því að segja já við frum- varpi ríkisstjórnarinnar um aðild- arumsókn að Evrópusambandinu þá gerir þú þig að ómerkingi orða þinna en það sem verra er, þá gerir þú mig og alla þá sem börðust fyrir flokkinn í aðdraganda síðustu kosn- inga að ómerkingum orða sinna. Sjálfur fékk ég 50 manns til þess að skrá sig í flokkinn fyrir síðustu kosn- ingar og það er klárt í mínum huga og í orðræðum mínum við það fólk að aldrei myndi flokkurinn taka þátt í því að færa Ísland nær Evrópusam- bandinu.“ Nú gerðist það í vikunni að bresk- ur þingmaður sagði við Lilju Mós- esdóttur, þingmann VG, á þingi Evrópuráðsins í Strassborg að ef Ice- save-deilan yrði ekki leyst yrði það að vandamáli frammi fyrir fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins í umsóknarferlinu. Með öðrum orðum virðist sem þingmaðurinn hafi ætlað að nota aðildarumsóknina sem vopn í deilu við Íslendinga um Icesave. Lilja segist hins vegar hafa gert honum grein fyrir að hún tilheyrði ekki flokki sem hefði inngöngu í ESB á stefnuskrá sinni. Hvað sem öðru líður er ljóst að róttækir andstæðingar ESB og Ice- save innan VG hafa tilefni til að spyrða saman ESB, Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn og jafnvel Norðurlöndin, og hagsmuni Hollendinga og Breta. Andstaðan innan ríkisstjórnarinnar er því bæði áþreifanleg og hugsan- lega vaxandi. Stjórnarandstæðingar sjá sér leik á borði Tilraunir Steingríms og stuðnings- manna hans innan VG virðast því ekki geta tryggt braut Icesave-máls- ins í gegnum þingið enda augljóst að komið verður til móts við Hol- lendinga og Breta með því að gefa eftir varðandi fyrirvara þingsins frá því í sumar. Með fortölum og flokksaga þurfa stjórnarflokkarnir að tryggja að minnsta kosti 33 atkvæði meðal stjórnarliða. Sú trygging er ekki fyr- ir hendi og því geta stjórnarslit hæg- lega hangið áfram yfir ríkisstjórn- inni. Slíkt skipbrot jafnaðar- og vinstri- manna yrði báðum flokkum þung- bært sem bundið hafa vonir við að fá ráðrúm til að móta á nýjan leik íslenskt samfélag í anda norrænna velferðarstjórnmála. Kosningar virðast með öllu ótímabærar. Morgunblaðið hefur tekið sér stöðu með Ögmundi og andófshópnum í röðum VG og jafn- vel stungið upp á minnihlutastjórn VG. Verði viðvarandi ágreiningsmál um Icesave ríkisstjórninni að falli og nýir stjórnarherrar taki völdin er eins víst að viðsnúningur verði í Ice- save-málinu og að ESB-aðildarum- sóknin falli dauð. Samningar í Istanbul Fjármálaráðherrann fer nú um helgina til Istanbúl í Tyrklandi á að- alfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Auk hans sækir Már Guðmundsson seðlabankastjóri fundinn af hálfu Seðlabankans ásamt nokkrum emb- ættismönnum. Þar eru fyrirhugað- ir fundir með fjármálaráðherrum Hollands og Bretlands. Varla er við því að búast að endanlegur búning- ur nýs Icesave-frumvarps verði til- búinn í lok næstu viku þegar Stein- grímur og embættismennirnir snúa heim. Hvað segir stjórnarandstaðan? Þór Saari, Hreyfingunni: „Ríkisstjórnin hefur veikst mikið finnst mér. Ögmundur var einn af aðalmönnunum í ríkisstjórninni, og einn af þungavigtarmönnunum, og það er mikill skaði fyrir þau að missa hann. Það er alveg á hreinu.“ Þór kveðst sannfærður um að Icesave-málið eigi enn eftir að vefjast fyrir ríkisstjórninni. „Ég hef heyrt í fjölda manns ríkisstjórnar- megin sem er ekki tilbúinn að sam- þykkja ný lög um ríkisábyrgðir út af Icesave. En ég veit ekki hvort þetta fellir stjórnina. Þetta er náttúru- lega eins og Ögmundur sagði. Þetta er lýðræði og þingræði og ef ríkis- stjórnin sjálf ákveður að hún muni falla hafi hún ekki meirihluta í Icesa- ve, þá ákveður ríkisstjórnin það. En mér finnst þetta vera barnaskapur og forneskjuleg hugsun að það þurfi að vera hreinn meirihluti allra ríkis- stjórnarflokka í öllum málum. Þetta er bara gamaldags hugsun. Menn eiga að geta leyft sér að vera ósam- mála í svona veigamiklum málum án þess að ríkisstjórnin þurfi að hrökklast frá.“ Siv Friðleifsdóttir, Framsóknar- flokki: „Þessi ósamstaða og vandræða- gangur veikir ríkisstjórnina mjög. Hún fer löskuð inn í nýjan vetur.“ Siv segir að brotthvarf Ögmund- ar úr ríkisstjórninni setji Icesave- deilurnar í enn flóknara samhengi en áður þótt vera kunni að niður- skurður í heilbrigðismálum hafi ver- ið honum þungur í skauti. „Ögmundur mun ekki styðja út- þynningu fyrirvaranna við Icesa- ve á Alþingi úr því hann kaus að fara út úr ríkisstjórninni. Spurning- in er hvað aðrir þingmenn VG gera sem hugnaðist Icesave-samningur- inn alls ekki. Þeir samþykktu ríkis- ábyrgðina með fyrirvörum og verði nú veittur afsláttur gagnvart Bret- um og Hollendingum eins og liggur í loftinu er algerlega óvíst hvort þeir geti samþykkt það. Mér finnst þetta blasa við. Ögmundur er nú orðinn óskoraður leiðtogi órólegu deildar- innar í VG. Það verður spennandi að sjá hverjir innan VG fylgja hon- um að málum á þinginu því varla er hann einangraður.“ Siv er ekki viss um hvort ríkis- stjórnin lifi þetta af. „Það er erfitt að sjá. Þegar ráðherra segir af sér vegna ágreinings um grundvallarmál veik- ir það ríkisstjórnina mjög. Hún kem- ur því mjög löskuð til leiks.“ Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki: „Mér sýnist staðan í Icesave-mál- inu vera sú sama og í sumar. Rík- isstjórninni var samvæmt lögum Alþingis um fyrirvara við Icesave- ríkisábyrgðina falið að kynna þá breskum og hollenskum stjórnvöld- um. Með samþykki þeirra hefðu þau tekið gildi. En það varð ekki og nú eru menn greinilega að semja upp á nýtt. Ég tel að það sé ekki heimilt. Mér sýnist að þingflokkur VG hafi gefið heimild til þess að hefja slíkar þreifingar og ef niðurstaða fæst hefst leikurinn upp á nýtt.“ Pétur bendir á að senn renni upp 23. október en þá renni út frestur til þess að lýsa kröfum í Tryggingarsjóð innstæðueigenda. „Hafi ekki sam- ist fyrir þann tíma verða Bretar og Hollendingar að lýsa kröfum í búið. Þá fer málið fyrir héraðsdóm, síðan hæstarétt og loks EFTA-dómstól ef að líkum lætur. Bretar og Hollend- ingar væru með þessu að taka þá áhættu að niðurstaðan verði þeim ekki í vil. Það á síður við að Íslend- ingar taki áhættu með þessu. En þetta kostar kannski átök því þetta er spurning um áróður, að tryggja vígstöðu, bakland og áhrif og við stöndum okkur ekki vel á því sviði.“ Hótun um stjórnarslit ef ráðherr- ar ríkisstjórnar gengju ekki í takt í Icesave-málinu varð til þess að Ög- mundur Jónasson sagði af sér emb- ætti heilbrigðisráðherra. „Ef ekki reynist meirihluti fyrir breytingum á fyrirvörunum þegar málið fer fyr- ir Alþingi fellur ríkisstjórnin ef eitt- hvað er að marka hótunina. En það er kannski ekki alveg mark takandi á þessu.“ Þungbúnir foringjar Steingrímur J. Sigfússon tjáði sínu fólki að ríkisstjórnarsam- starfið væri í húfi og fékk heimild þingflokks síns til að semja. Vafi leikur á hvort hann hafi fengið tryggingar fyrir stuðningi við Icesave í gegnum þingið. mynd róbert reynISSon Siv Friðleifsdóttir „Ögmundur er nú orðinn óskoraður leiðtogi órólegu deildarinnar í VG. Það verður spennandi að sjá hverjir innan VG fylgja honum að málum.“ Pétur blöndal „Ef ekki reynist meirihluti fyrir breytingum á fyrirvörun- um þegar málið fer fyrir Alþingi fellur ríkisstjórnin ef eitthvað er að marka hótunina. En það er kannski ekki alveg mark takandi á þessu.“ Prinsippmaður Ögmundur Jónas- son segir ekki skilið við sannfæringu sína. En vill hann að það kosti tækifæri jafnaðar- og vinstrimanna til að móta velferðarsamfélag á næstu árum? Jón bjarnason Ráðherrann sem er ekki síst þekktur fyrir langar þing- ræður kaus að þegja á næturfundi Vinstri-grænna. Yfir vötnunum sveif hótun um að ríkis- stjórnarsamstarfinu yrði slitið fengi ríkis- stjórnin ekki sínu fram- gengt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.