Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Side 4
SANDKORN n Þóra Tómasdóttir, fyrrverandi liðsmaður Kastljóssins, var ekki lengi að fá vinnu ef marka má Fréttablaðið. Sama dag og hún var rekin bauðst henni starf í Noregi við yfirumsjón á gerð heim- ildamynda. Þóra er þekkt fyrir að vera snögg til ákvarðana og verka. Sem hendi væri veifað var hún komin til Noregs og búin að festa sér íbúð og und- irrita starfssamning. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, Sigmar Guðmundsson, heldur aftur á móti starfi sínu í Kastljósi. n Það er fremur þungbúið and- rúmsloft innan Ríkisútvarpsins í kjölfar síðustu uppsagnahrinu. Páll Magnússon útvarpsstjóri býr enn við sömu kjör þótt látið hafi verið í veðri vaka að ofurlaun hans hefðu verið skert. Í ljós er komið að launum var breytt í hlunnindi þannig að kostnaður- inn við hann er svipaður. Þá hefur orðið dráttur á því að útvarpsstjórinn skili sportjepp- anum sem almenningur þarf að standa undir. n Framganga Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra í embætti verður sífellt furðulegri. Hernað- arleynd ríkir um fund hennar hjá Evrópusambandinu og fjölmiðl- um er haldið víðs fjarri. Hugsan- lega er það vegna tungu- málaerfið- leika hennar. Þá mætir hún ekki í viðtöl nema um sé að ræða drottning- arviðtal þar sem hún situr ein fyrir svörum. Bloggarinn Gunnar Th. Gunnars- son á Reyðarfirði gerði Jóhönnu að umtalsefni. Niðurstaða hans er sú að hún sé „mállaus manna- fæla“ sem er kannski ofsagt. n Facebook-hrekkir eru vinsælir, sérstaklega þegar fólk bregður sér frá tölvunni og skilur hana óvarða eftir. Vinir Helga Seljan sjón- varpsmanns voru farnir að halda á fimmtudag að hann væri á leið í framboð á æskuslóðum eftir að hafa séð á Facebook að hann hefði tekið tilboðinu og væri á leið til Reyð- arfjarðar. Ekki var það þó svo. Helgi þakkaði fljót- lega Sigmari Guðmunds- syni fyrir statusinn. Sögunni var þó ekki lokið því fljótlega bað Helgi Sigmar afsökunar og varp- aði sökinni á „Moskvu-barnið“ Þóru Arnórsdóttur. n Ekki eru allir sáttir við þær skýringar Össurar Skarphéðins- sonar sem fram komu á DV.is að allt sé uppi á borðum varðandi stofnfjárhlut hans í SPRON. Öss- ur segir að hann hafi selt hlutinn með 30 milljóna gróða áður en til ráðherradóms hans kom árið 2007. Nú spyrja menn hvort önn- ur siðalögmál hafi verið í gildi þegar hann var umhverfisráðherra 1991-1995. Raunin mun vera sú að hann hafi átt mun smærri hlut í þá daga en bætt smám sam- an við sig þegar það bauðst. 4 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 FRÉTTIR Deilur halda áfram í kirkjustarfi á Selfossi. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, fór nýverið formlega fram á það við Kristin Ágúst Friðfinnsson, sóknarprest Selfosspresta- kalls, að hann gæfi eftir Selfosskirkju og héldi sig áfram í sveitakirkjum sóknarinnar. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sókn- arprestur nýs sameinaðs presta- kalls á Selfossi, hefur verið beðinn um að gefa frá sér völdin í Sel- fosskirkju og halda sig áfram við sveitakirkjurnar þrjár í sókninni. Það var biskup Íslands, Karl Sig- urbjörnsson, sem fór fram á þetta formlega við prestinn. Deilum í Selfosssókn ætlar seint að linna þar sem deilt er um eftir- mann séra Gunnars Björnssonar, sem vikið var úr embætti sókn- arprests og færður í sérþjónustu- störf hjá Biskupsstofu síðastliðið haust. Sameining átta prestakalla var samþykkt á síðasta kirkju- þingi Þjóðkirkjunnar og ein þeirra var sameining Hrunaprestakalls og Selfossprestakalls, sem bæði voru í Árnesprófastsdæmi, í eitt. Hið sameinaða prestakall heitir Selfoss prestakall og yfir því er séra Kristinn sóknarprestur. Sóknar- nefnd Selfosskirkju sættir sig ekki við það og sendi áskorun til bisk- ups þess efnis að Kristinn yrði beðinn um að afsala sér völdum í kirkjunni. Biskupi hefur greinilega litist vel á tillöguna því hann hefur nú óskað eftir þessu formlega við sóknarprestinn. Því hafnar séra Kristinn alfarið. Skrítin beiðni biskups Séra Kristinn staðfestir að biskup hafi sent formlegt erindi þessa efnis og undrast presturinn beiðnina. Að- spurður segir hann beiðni biskups snúast um að hann hafi sig hægan og afsali sér völdum í Selfosskirkju. „Ég skil eiginlega ekkert í þessu og er orðlaus. Ég fylgi inn í sameining- una sem sóknarprestur, það liggur fyrir. Engu að síður sendir sóknar- nefndin kröfu til biskups og biskup biður mig síðan að nýr prestur sem valinn yrði stjórni og ráði Selfoss- kirkju. Það má segja að ég sé beðinn um að hafa mig hægan og nýr prest- ur yfirtaki alfarið starf mitt í stærstu sókninni og höfuðstöð prestakalls- ins. Það finnst mér með ólíkindum,“ segir Kristinn. Ingimar Pálsson, organisti í Sel- fossprestakalli, tekur í sama streng og skilur lítið í beiðni biskups. Hann efast um lögmæti beiðnarinnar. „Mér finnst þetta skrítið. Persónu- lega finnst mér áskorun almenns sóknarfundar stríða gegn lögum því séra Kristinn er sóknarprest- ur prestakallsins samkvæmt lögum með þeim skyldum sem því fylgir og lög segja fyrir um. Ef biskup tek- ur undir þessa áskorun þarf hann að skýra það því mér finnst það skrítið,“ segir Ingimar. Biskupinn í taumi? Óskar Hafsteinn Óskarsson starfar sem afleysingaprestur í Selfosskirkju en sóknarnefndin hefur lýst yfir stuðningi við áframhaldandi störf hans hjá sókninni. Þannig hafa full- trúar í valnefnd kirkjunnar um nýjan prest á Selfossi skrifað undir stuðn- ingsyfirlýsingu og skráð sig í stuðn- ingshóp Óskars á Facebook. Selfossprestakall virðist ætla að valda Karli biskupi frekari hugar- angri en hann hefur átt erfitt með að lægja öldurnar í sókninni eftir að kærur á hendur séra Gunnari um kynferðisbrot komu fram um mitt ár 2008. Sé tímabilið skoðað er útlit fyrir að sóknarnefnd kirkjunnar hafi tök á biskupi því hann virðist þríveg- is hafa breytt áherslum sínum eftir áskoranir eða þrýsting frá nefndinni. Fyrst skipti hann um skoðun varð- andi endurkomu séra Gunnars sem sóknarprests í Selfosskirkju þegar sóknarnefndin hafði með ákveðnum hætti barist gegn endurkomunni, þá hætti hann við að leggja fram tillögu á síðasta kirkjuþingi um sameiningu prestakalla í Árnesprófastsdæmi eft- ir að sóknarnefndin hafði lagst gegn sameiningunni og nú síðast tók hann jákvætt í áskorun sóknarnefndarinn- ar varðandi störf séra Kristins í Sel- fosskirkju. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir feng- ust ekki svör frá Karli Sigurbjörns- syni, biskupi Íslands, við vinnslu fréttarinnar. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is BISKUP BIÐUR PREST AÐ SKILA KIRKJUNNI n Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hugðist leggja fram tillögu um sameiningu tveggja prestakalla í Árnesprófastsdæmi á síðasta kirkjuþingi enda var fyrirhugað að kjósa þar um sameiningu fleiri prestakalla í hagræðingarskyni. Sóknarnefnd Selfoss- kirkju lagðist hins vegar gegn sameining- unni og lagði áherslu á að söfnuðurinn fengi að velja sér nýjan sóknarprest í staðinn. Til að valda ekki frekari usla í sókninni ákvað biskup að draga til baka sameiningartillöguna á Selfossi en það kom ekki í veg fyrir að tillagan kæmi fram því hana lagði séra Kristján Björnsson í Vestmannaeyjum fram. Sameiningin varð að staðreynd á kirkjuþinginu og í kjölfarið ljóst að séra Kristinn yrði sóknarprestur yfir hinu sameinaða prestakalli Selfoss. Lagði ekki til sameiningu n Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hafði tilkynnt sóknarnefnd Selfosskirkju í mars á síðasta ári að séra Gunnar Björnsson, þáverandi sóknarprestur kirkjunnar, fengi að snúa til baka og það hafði prestinum einnig verið tilkynnt. Sóknar- nefndin sætti sig ekki við þá ákvörðun biskups og leitaði til Úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar í þeirri von að séra Gunnari yrði meinað að snúa aftur. Nefndin komst að því að hann hefði brotið af sér siðferðislega í starfi en hafnaði því að mæla fyrir að Gunnar fengi ekki aftur starf sitt. Engu að síður skipti biskup um skoðun og meinaði séra Gunnari um endurkomu. Þeir komust síðar að samkomu- lagi þess efnis að presturinn héldi áfram störfum fyrir Biskupsstofu, næstu fimm árin, en ætlast er til þess að hann starfi heima hjá sér og fær fyrir það full laun út samningstímann. Þar mun hann meðal annars sinna ýmsum þýðingarverkefnum og fær fyrir það tugi milljóna króna. Hætti við endurkomu séra Gunnars Það má segja að ég sé beðinn um að hafa mig hægan og nýr prestur yfirtaki alfarið starf mitt í stærstu sókn- inni og höfuðstöð prestakallsins. Skrítin beiðni Beiðni Karls biskups um að sóknarprestur gefi eftir Selfosskirkju er gagnrýnd og efast er um réttmæti hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.