Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Side 6
SANDKORN
n Hrannar B. Arnarsson, að-
stoðarmaður forsætisráðherra,
er með allra viðkvæmustu ein-
staklingum. Hermt er að álag
á hann hafi minnkað eftir að
Einar Karl Haraldsson, sérleg-
ur spuna-
meistari,
var ráðinn
í forsætis-
ráðuneyt-
ið og varð
eins konar
aðstoðar-
maður líka.
Meginverk-
efni Hrannars er sagt vera það
að fylgjast með bloggi og Face-
book og refsa þeim sem glefsa
til ráðherrans. Í fyrrakvöld
vogaði húmoristinn Sveinn
Kjarval sér að setja inn eftir-
farandi færslu á síðu Hrann-
ars: „Ég hélt að Jóhanna þyrfti
bara túlk í útlöndum.“ Hrannar
lokaði umsviflaust á hann.
n Viðtal Helga Seljan við Bjarna
Benediktsson, formann Sjálf-
stæðisflokksins, í Kastljósinu
hefur vak-
ið blendin
viðbrögð.
Bjarni var
þráspurður
um ábyrgð
sína á við-
skiptum
tengdum
Vafningi
sem hann liðkaði fyrir. Hann
hafnaði því að bera ábyrgð.
Bjarni viðurkenndi að hann
hefði haft af því persónulegan
ávinning ef viðskiptin hefðu
gengið upp og bótasjóðs-
peningar Sjóvár þannig gagnast
vel. Annað athyglisvert í við-
talinu var að Bjarni sagðist ekki
hafa átt fundi með Karli Wern-
erssyni, viðskiptafélaga sínum,
eftir að málið komst í hámæli
með umfjöllun DV.
n Einn þeirra sem horfði á
Bjarna Benediktsson í Kast-
ljósi var sá hárbeitti blogg-
ari Björg-
vin Valur
Gíslason
á Stöðvar-
firði. Hann
var andvaka
eftir. „Í allt
gærkvöld og
fram eftir
nóttu hugs-
aði ég um viðtal Helga Seljan
við Bjarna Ben II í Kastljósinu
og þegar ég vaknaði í morgun,
hljómaði þessi setning í höfð-
inu á mér:
Það er dásamlegt að rænulítill
og óupplýstur sendill geti orð-
ið formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, nokkurn veginn fyrirhafn-
arlaust,“ bloggaði Björgvin
Valur eftir vökunóttina.
n Þeir eru fáir sjálfstæðis-
mennirnir sem treysta sér til
að slá skjaldborg um formann
sinn. Sá eini sem heldur uppi
vörnum er Björn Bjarnason,
fyrrverandi dómsmálaráð-
herra, sem telur siðlaust af DV
að fjalla um mál frænda síns
af Engeyjarætt. Björn gefur
Bjarna siðferðisvottorð rétt
eins og Bjarni gaf Ásbirni Ótt-
arssyni vottorð um að hann
hefði mátt brjóta lög. Í þessu
samhengi er rétt að horfa til
þess að Björn var einn meðeig-
enda Bjarna og fjölskyldu að
BNT sem rekur
bensínstöðvar
N 1. Hlutur
ráðherrans
þáverandi
var metinn
á 12 millj-
ónir króna.
6 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 FRÉTTIR
„SJÁLFUR ER ÉG
BÚINN AÐ GRÆÐA“
Nokkur hundruð Íslendinga sem
lögðu sparifé sitt inn í píramídafé-
lagið Finanza Forex, FFX, á árun-
um 2007 og 2008 bíða enn eftir því
að fá peninga sína til baka og hafa
afar litlar upplýsingar um mál-
ið. Fjármálaeftirlitið hefur varað
við Finanza Forex sem píramída-
svindli og á fjölmörgum erlendum
vefsíðum er varað við félaginu.
Finanza Forex kynnir fjárfesting-
ar sínar sem áhættusamt gjaldeyr-
isbrask sem geti skilað tíföldum
hagnaði og í viðtali við DV árið
2008 sagði Sigurður Örn Leósson,
einn forsvarsmanna félagsins hér
á landi, að ef fólk ávaxtaði vel gæti
það orðið milljarðamæringar. Frá
því í bankahruninu hafa fjárfest-
ar hins vegar ekki fengið krónu til
baka, en Sigurður segir að nú sé
von um að fólk fái peningana sína
til baka.
Sigurður fullyrðir að hann hafi
fengið mjög alvarlegar hótanir frá
órólegum fjárfestum og að ákveð-
ið hafi verið að borga þá út.
Banki reyndi að ræna okkur
Í bréfi til íslenskra fjárfesta FFX,
sem DV hefur undir höndum,
er reynt að róa
óþolinmóða
fjárfesta niður.
Í bréfinu, sem
gefur afar litlar
upplýsingar um
gang mála, seg-
ir meðal ann-
ars: „Markmiðið
með starfi okkar
er að sýna fram
á að fjárfestingar,
fjárfestingar og
ávinningur sem
starfsemi okkar
hefur leitt af sér
sé byggt á lög-
mætum grunni og á réttum leyf-
um. Við erum fullkomlega þess
fullvissir að geta sannfært yfir-
völd og endurgreitt fjárfestum allt
þeirra fé.“
Aðspurður hver staðan á mál-
inu sé núna, segir Sigurður Örn:
„Staðan er sú að í bankahruninu
lentu þeir í því að Crowne Gold-
bankinn reyndi að stela af þeim
sjóðunum,“ segir hann.
Sigurður fullyrðir að Crowne
Gold-bankinn hafi reynt að nýta
sér glufu í lögum um peninga-
þvætti til þess að hirða sjóðina.
Verið sé að leita uppi hugasnlegt
peningaþvætti sem teygir anga
sína til Kólumbíu og það standi í
vegi fyrir endurgreiðslu.
„Það eru bara málaferli í gangi
og þeir eru búnir að vinna þrjú
af fjórum málum. Við erum með
bandarískan lögmann til að verja
hagsmuni okkar, hann hefur rætt
við dómara og samkvæmt honum
er ekki þörf á lögmanni því pen-
ingunum verður skilað. Það hef-
ur líka verið afsannað að þetta sé
Ponzi-svindl. Fólk hefur upplýs-
ingar og það er hægt að sjá þessi
mál í bandaríska dómskerfinu,
þau eru ekta og það hefur enginn
verið blekktur,“ segir hann.
Segir marga hafa tífaldað
fjárfestinguna
Sigurður er vongóður um að þegar
dómsmálin í Bandaríkjunum hafa
unnist muni fjárfestar hér á landi
fá hverja krónu sem þeir lögðu
inn til baka – með vöxtum. „Eftir
fáar vikur verður greitt út af þeim
hluta sem tengist fjárfestingum í
Evrópu. Það eru sjóðir sem ekki
eru frystir og það er verið að losa
út fjárfestingarnar þar,“ segir Sig-
urður Örn. Hann segir að innan
fárra vikna muni landsmenn sjá
heilsíðuauglýsingar í dagblöðum
þar sem staða mála verði útskýrð,
en fullyrðir að hann og fleiri fjár-
festar í Finanza Forex hafi grætt á
þessu. „Ég þekki menn sem hafa
allt að tífaldað fjárfestingu sína.
Sjálfur er ég búinn að græða eitt-
hvað á þessu.“
En hvers vegna grædduð þið
en aðrir hafa ekki séð neina pen-
inga? „Þeir sem tóku peningana
heim áður en bankarnir hrundu
græddu. Í bankahruninu 2008
lenti þetta í stoppi.“
Staðan er sú að í bankahrun-
inu lentu þeir í því að
Crowne Gold-bankinn
reyndi að stela af þeim
sjóðunum.
Finanza Forex, sem fékk hundruð Íslendinga til að taka þátt í gjaldeyrisbraski í von um
skjótfenginn ofurgróða, hefur enn ekki greitt út krónu til margra fjárfesta. FME var-
aði við viðskiptunum. Sigurður Örn Leósson segir Crowne Gold-bankann hafa reynt
að ræna sjóði fyrirtækisins og félagið standi í málaferlum til að fá peningana aftur.
Íslendingar muni hins vegar fá hverja krónu með vöxtum til baka á vormánuðum.
Kæru fjárfestar FFX
Á þessum fyrstu dögum febrúar
viljum við upplýsa um þróun
mála. Með tilliti til fjárfestinga í
Bandaríkjunum, þá hefur náðst
góður árangur síðastliðnar vikur
í að undirbúa nauðsynleg skjöl til
þess að sanna lögmæti fjárfestinga
okkar og fjárfesta okkar og
bandarísk stjórnvöld ætla einnig
að rannsaka hvort einhvejir hafi
fjárfest hjá okkur með ólöglegum
peningum. Markmiðið með starfi
okkar er að sýna fram á að fjárfest-
ingar, fjárfestingar og ávinningur
sem starfsemi okkar hefur leitt af
sér sé byggt á lögmætum grunni
og á réttum leyfum.
Við erum fullkomlega þess
fullvissir að geta sannfært yfirvöld
og endurgreitt fjárfestum allt
þeirra fé. Varðandi fjárfestingar
í Evrópu þá verður búið að losa
þar fjárfestingar innan fárra vikna
og fjárfestar geta ráðstafað þeim
hluta. Við skiljum að skortur á
upplýsingum skapar spennu
og óvissu, en skylda okkar er að
tryggja að fjárfestar haldi sínu og
getum við því takmarkað upplýst
fjárfesta um gang mála, þó svo við
vitum að það er ekki vinsælt. Við
erum að vinna dag og nótt að því
að leysa þessi mál.
Bestu kveðjur
E. Administration M.G.
Bréf til fjárfesta
Sigurður Örn Leósson „Það hefur
líka verið afsannað að þetta sé Ponzi-
svindl. Fólk hefur upplýsingar og það
er hægt að sjá þessi mál í bandaríska
dómskerfinu, þau eru ekta og það
hefur enginn verið blekktur.“
VALGEIR ÖRN RAGNARSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Fjármálaeftirlitið varaði við
Íslenskum fjárfestum var ráðlagt
að treysta ekki Finanza Forex.
Fyrrverandi forstjóri Milestone segir Bjarna Benediktsson hafa rætt við sig:
Bjarni spurði um Vafning
„Já, já, við höfum svo sem alveg átt
samskipti. Er það eitthvað óeðlilegt?“
spyr Guðmundur Ólason, fyrrver-
andi forstjóri Milestone, þegar hann
er spurður um það hvort Bjarni Bene-
diktsson hafi átt í samskiptum við fyrr-
verandi eigendur og stjórnendur Mil-
estone eftir að DV byrjaði að fjalla um
Vafningsmálið í desember.
Guðmundur segir að Bjarni hafi
haft samband við sig til að ræða um
Vafningsmálið.
Guðmundur segir jafnframt að
Bjarni og eigendur og stjórnendur
Milestone hafi ekki átt fund út af Vafn-
ingsmálinu upp á síðkastið. Bjarni var
spurður að þessu atriði í viðtali við
Helga Seljan í Kastljósi á miðvikudag-
inn og neitaði Bjarni því að hafa fund-
að með þeim Milestone-mönnum.
Orð Guðmundar staðfesta að sam-
skipti hafi átt sér stað á milli Bjarna og
Milestone þó að eiginlegur fundur hafi
ekki verið haldinn. „Ég get staðfest það
að við höfum ekki átt fund út af þessu
máli í kjölfar umfjöllunar DV. Ég get
svarað fyrir mig en ég get ekki svar-
að fyrir hönd annarra starfsmanna og
eigenda Milestone,“ segir Guðmundur.
Hann segir að samskiptin við
Bjarna hafi gengið út á það að Bjarni
hafi spurt um Vafningsviðskiptin
og eðli þeirra. Bjarni hefur því vilj-
að glöggva sig á viðskiptunum en lík-
legt er að hann hafi viljað spyrja Guð-
mund um tiltekna þætti þeirra, eins og
til dæmis fasteignaverkefnið í Makaó.
Bjarni hefur því leitað til Guðmundar
til að fá betri heildarmynd af Vafnings-
viðskiptunum. „Við höfum talað sam-
an, alveg eins og ég er að tala við þig
núna,“ segir Guðmundur. ingi@dv.is
Rætt um Vafning Fyrrverandi
forstjóri Milestone segist hafa átt
í samskiptum við Bjarna Bene-
diktsson út af Vafningsmálinu frá
því DV byrjaði að fjalla um málið í
desember.