Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 FRÉTTIR
Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrver-
andi forstjóri fjárfestingarbankans
Askar Capital og núverandi þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, tók
sér 25,5 milljóna króna lán úr eig-
in einkahlutafélagi sumarið 2007.
Félagið heitir Varnagli og var stofn-
að til að halda utan um hlutabréfa-
eign Tryggva Þórs í Askar Capital.
Til að kaupa bréfin fékk hann 150
milljóna króna lán frá Askar og 150
milljónir að láni frá Glitni. Þessi
300 milljóna skuld var inni í Var-
nagla.
Lánið til Tryggva frá Varnagla,
sem var til þriggja ára, var greitt
inn á reikning Tryggva þann 12.
júní 2007 en skrifað var undir lána-
samninginn þann 4. þess mán-
aðar. Lánið var að mestu í erlend-
um myntum, jenum, svissneskum
frönkum og evrum en þó voru tíu
prósent þess í íslenskum krónum.
Peningarnir voru í raun endurlán-
aðir út úr Varnagla, eftir að hafa
verið teknir að láni annars staðar,
og til Tryggva og í staðinn eignaðist
félagið skuldabréf á hendur hon-
um. Lánið var til þriggja ára og er
því á gjalddaga í sumar.
Undir lánið skrifuðu Tryggvi
Þór Herbertsson sem lántakandi
og Tryggvi Þór og Tómas Sigurðs-
son sem lánveitendur – Tómas var
stjórnarmaður í félaginu og starfs-
maður Askar. Hann er núverandi
yfirlögfræðingur Íslandsbanka.
Slík lán almennt óheimil
Sérfræðingur í félagarétti sem DV
ræddi við segir almennt ekki vera
heimilt að eigendur einkahlutafé-
laga taki lán hjá félögunum. „Þetta
er bara hreinlega ekki heimilt,“
segir sérfræðingurinn. „Þú get-
ur ekki tekið fé út úr fyrirtækinu
nema að þetta sé það sem kallast
fé til eigin ráðstöfunar, eða arð-
ur. Svona lán eru bara bönnuð til
stjórnenda og framkvæmdastjóra.
Þetta er útgangspunkturinn,“ segir
hann. Sérfræðingurinn segir að 79.
grein laga um einkahlutafélög fjalli
um þetta atriði.
Hann segir að þar komi þó fram
sá fyrirvari að hugsanlegt sé fyrir
eiganda einkahlutafélags að taka
slíkt lán hjá því ef um hefðbund-
ið viðskiptalán er að ræða. „Þetta
eru félög með tiltekið hlutafé inn-
anborðs og það má ekki ganga á
þennan höfuðstól. Lán til stjórn-
enda og framkvæmdastjóra eru
einfaldlega talin of hættuleg fyr-
ir félögin... Slík lán fara því þvert
gegn lögum og reglum almennt
séð,“ segir sérfræðingurinn.
Þess skal getið að tap var á
rekstri Varnagla upp á rúmar 70
milljónir króna árið 2007 og var
eigið fé félagsins neikvætt um
sem nemur þessari upphæð, sam-
kvæmt ársreikningi. Enginn arður
var greiddur á árinu.
Hefðbundið viðskiptalán,
segir Tryggvi
Þegar DV hafði samband við
Tryggva Þór og spurði hvort hann
hefði kannað hvort slíkar lánveit-
ingar út úr einkahlutafélögum til
hluthafa þeirra væru lögleg áður en
hann gekk frá láninu segir Tryggvi
að hann hafi ekki kannað það sér-
staklega á sínum tíma. Hann seg-
ir að lögfræðingar hafi gengið frá
lánasamningnum áður en skrif-
að var undir hann. Tryggvi segist
hafa tekið lánið til að kaupa kjall-
arann í húsinu þar sem hann býr.
„Það er ekkert óeðlilegt við þetta.
Þetta er bara venjulegt lán… Mér
var sagt að það væri ekkert ólög-
legt í þessu,“ segir Tryggvi Þór en af
orðum hans að dæma virðist hann
hafa treyst mati þeirra lögfræðinga
sem hann leitaði til.
Tryggvi Þór segir þó í öðru sam-
tali við DV, eftir að hafa leitað til
lögfræðinga eftir áliti þeirra, að um
hefðbundið viðskiptalán hafi verið
að ræða og að í 79. grein laga um
einkahlutafélög sé tekið fram að
eigendur einkahlutafélaga megi
taka slík lán hjá eigin félögum. Þess
vegna hafi lánið verið löglegt, segir
Tryggvi.
Aðspurður af hverju hann hafi
tekið lánið hjá einkahlutafélagi
sínu en ekki leitað til fjármálafyr-
irtækis segir Tryggvi að þessi leið
hafi verið þægilegri og að nóg af
peningum hafi verið inni í félaginu.
Hann hefði allt eins getað leitað til
fjármálafyrirtækis eftir lánveiting-
unni en að hann hafi ákveðið að
gera þetta í staðinn. Tryggvi vill
ekki meina að aðrar ástæður hafi
legið að baki lántökunni hjá Var-
nagla.
Á gráu svæði lagalega
Þennan fyrirvara sem Tryggvi
nefnir er vissulega að finna í 79.
grein laga um einkahlutafélög: Eig-
andi einkahlutafélags getur feng-
ið hjá því lán ef það er hefðbund-
ið viðskiptalán. Lögmenn sem DV
ræddi við segja að þeir sem taka
lán hjá eigin einkahlutafélögum
noti oft á tíðum tilvísun í þetta
ákvæði til að réttlæta slíkar lánveit-
ingar.
Spurningin er sú hvort lánið
til Tryggva teljist vera hefðbundið
viðskiptalán frá félaginu. Þetta er
lykilspurning þegar lögmæti lán-
veitingar Varnagla til Tryggva er
metið.
Samkvæmt bók Stefáns Más
Stefánssonar lagaprófessors eru
lán skilgreind sem viðskiptalán
„… ef þau eru liður í viðskiptum
og venjubundin bæði í fyrirtækinu
og almennt í slíkum fyrirtækjum.“
Lánið telst því vera viðskiptalán
í þessu tilfelli ef það er liður í við-
skiptum Varnagla og rúmast innan
þess ramma sem félagið og önnur
sambærileg félög starfa eftir.
Tryggvi staðhæfir að lánið hafi
verið viðskiptalán og er því sann-
færður um að lánið hafi verið lög-
legt. „Það er algerlega ljóst að fyr-
ir dómstólum yrði þessu máli vísað
frá,“ segir Tryggvi en samkvæmt
því sem Stefán Már segir í bók sinni
eru ekki skörp skil á milli leyfi-
legra og ólögmætra viðskiptalána
til hluthafa einkahlutafélaga. Ekki
er því hægt að fullyrða að lán Var-
nagla til Tryggva hafi verið ólög-
legt en alveg ljóst er að slík lán eru
á gráu svæði í lagalegum skilningi.
Allt að tveggja ára fangelsis-
vist getur legið við því ef hluthafi
einkahlutafélags tekur ólögmætt
lán hjá félaginu.
Nærri 700 milljóna skuld
Þegar Tryggvi Þór fékk sex mánaða
leyfi frá störfum hjá Askar í ágúst
2008 til að gerast efnahagsráðgjafi
ríkisstjórnar Geirs H. Haarde seldi
hann Varnagla til eignarhaldsfé-
lagsins Rákungs, sem var í eigu
þriggja starfsmanna Milestone,
fyrir 500 þúsund krónur. Rákungur
keypti síðar, um vorið 2008, tveggja
prósenta hlut í Glitni fyrir um 10
milljarða króna með láni frá bank-
anum.
Hugmyndin var sú að Tryggvi
ætti að geta keypt Varnagla til baka
þegar hann tæki aftur til starfa hjá
Askar eftir að hafa lokið störfum
sínum hjá ríkisstjórninni. Af þessu
varð þó ekki og starfaði Tryggvi
ekki aftur hjá Askar eftir þetta og
keypti Varnagla því ekki til baka.
Skuldirnar sem eru inni í Var-
nagla í dag eru hins vegar vegna
fjárfestinga sem hann stofnaði
til. Nærri 700 milljóna króna tap
varð af rekstri félagsins á árinu
2008 og eigið fé þess er neikvætt
um sem nemur nærri 750 milljón-
um króna. Skuldir félagsins nema
nærri 800 milljónum króna og er
stór hluti þeirra tilkominn vegna
gengisbreytinga enda voru lánin til
Tryggva upphaflega að mestu í er-
lendum myntum.
Tryggvi mun borga skuldina
Ábyrgðin fyrir þessum skuldum
liggur ekki hjá Tryggva sjálfum
heldur eru þær bundnar inni í Var-
nagla sem hann seldi 2008. Næsta
sumar þarf Tryggvi hins vegar að
standa skil á láninu sem hann fékk
persónulega frá Varnagla.
Tryggvi Þór segir að auðvitað
muni hann borga skuldina þrátt
fyrir að félagið sé ekki lengur í hans
eigu. „Ég hef aldrei gert annað en
að borga skuldir mínar... Þetta er
bara traust eign inni í félaginu og
það verður borgað,“ segir Tryggvi
Þór. Aðrar eignir Varnagla, hluta-
bréfin í Askar, eru verðlausar í dag
– fjárfestingabankinn var yfirtekinn
af skilanefnd Glitnis á síðasta ári –
auk þess sem bréf Rákungs í Glitni
töpuðu gildi sínu í bankahruninu.
Tryggvi er því í nokkuð sérstakri
stöðu því hann skuldar einkahluta-
félagi, sem stofnað var til að halda
utan um hlutabréf hans í Askar,
fjármuni en á ekki lengur félagið
því það er nú í eigu einkahlutafé-
lags, Rákungs, sem nær örugglega
verður gjaldþrota. Tryggvi mun
því hugsanlega þurfa að standa
skil á láninu við þrotabú Rákungs
þegar þar að kemur og má reikna
með að þetta 25 milljóna króna lán
Tryggva hafi hækkað umtalsvert á
síðustu þremur árum vegna geng-
isbreytinga.
n „Einkahlutafélagi er hvorki heimilt að veita hluthöfum, stjórnarmönnum eða
framkvæmdastjórum félagsins eða móðurfélags þess lán né setja tryggingu fyrir
þá. Félagi er einnig óheimilt að veita þeim lán eða setja fyrir þann tryggingu sem
giftur er eða í óvígðri sambúð með aðila skv. 1. málsl. eða er skyldur honum að
feðgatali eða niðja ellegar stendur hlutaðeigandi að öðru leyti sérstaklega nærri.
Ákvæði þessarar málsgreinar taka þó ekki til venjulegra viðskiptalána.“
79. grein laga um einkahlutafélög
Tryggvi Þór Herbertsson fékk 25,5 milljóna lán frá eigin
einkahlutafélagi árið 2007. Í lögum segir að lán til hluthafa
félaga séu ólögmæt. Tryggvi segir að lánið hafi verið við-
skiptalán og að lögin heimili þau. Tryggvi segir lögfræðinga
hafa yfirfarið lánasamninginn og að hann borgi lánið í ár.
TRYGGVI
FÉKK LÁN
FRÁ EIGIN
FÉLAGI
n 1. Um er að ræða viðskiptalán sem Varnagli ehf. veitti Tryggva Þór Herberts-
syni hluthafa í félaginu sumarið 2007 skv. hefðbundnum viðskiptakjörum og
skilmálum.
n 2. Í 79. gr. laga um einkahlutafélög er skýrt tekið fram að bann við lánveitingum
til hluthafa taki ekki til venjulegra viðskiptalána.
n 3. Lánið sem hér um ræðir ber sömu kjör og lán sem félagið tók á sama tíma.
Lánið svaraði til 6,6% af niðurstöðutölu efnahagsreiknings þegar það var veitt.
n 4. Lánardrottnar félagsins voru upplýstir um lánveitinguna áður en lánið var
veitt og gerðu þeir ekki athugasemd við hana.
n 5. Lánið sem hér um ræðir er í dag besta eign félagsins en verðmæti annarra
eigna þess hefur verið fært verulega niður vegna efnahagshrunsins.
n 6. Ekki stendur neitt annað til en að greiða lánið skv. skilmálum þess á
gjalddaga.
Yfirlýsing frá Tryggva Þór Herbertssyni
n „Fyrrgreind ákvæði um bann við lánveitingum taka ekki
til venjulegra viðskiptalána, sbr. 1 mgr, 104 gr.hl., t.d. eins
og greiðslukortaviðskipta eða lána til fyrirtækja sem eru
hluthafar, ef þau eru liður í viðskiptum og venjubundin
bæði í fyrirtækinu og almennt í slíkum fyrirtækjum. Þó
skal tekið fram að ekki eru skörp skil á milli venjulegra og
leyfilegra viðskiptalána og ólögmætra lána til hluthafa eða
annarra trúnaðarmanna félagsins.“
Úr bók Stefán Más Stefánssonar, Hlutafélög, einkahlutafélög
og fjármálamarkaðir, blaðsíðu 365.
Um bann við lánveitingum
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Keyptu Varnagla Guðmundur
Ólason, forstjóri Milestone, og
Jóhannes Sigurðsson, aðstoðar-
forstjóri félagsins, keyptu Varnagla
sumarið 2008.
Það er ekkert óeðlilegt við þetta.