Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 FRÉTTIR Glitnir leysti til sín hlutabréf í sænska félaginu Moderna AB, dótturfélagi Milestone, þann 16. mars 2009 vegna þess að gengið var að veðum sem stofnað hafði verið til vegna lánveit- inga upp á nærri 200 milljónir evra, rúmlega 33 milljarða króna á þávirði, til eignarhaldsfélagsins Svartháfs í febrúar 2008. Þennan dag misstu eigendur Mile- stone yfirráð yfir öllum eignum fé- lagsins til Glitnis þar sem þær höfðu verið færðar undir Moderna í árslok 2007. Tveir leppar Svartháfur var í eigu Werners Rasm- usson, föður eigenda Milestone, Karls og Steingríms, og var félagið stofnað til að leppa tvær lánveitingar til Racon og eignarhaldsfélagsins Vafnings í febrúar 2008. DV hefur fjallað ítarlega um Svartháf á síðustu mánuðum. Félagið er annað félagið af tveim- ur af leppum sem notaðir voru af Milestone-samstæðunni í 45 milljarða endurfjármögnun í febrúar 2008. Hitt félagið var Vafningur sem fléttan í kringum endurfjármögnunina er kennd við. Ástæðan fyrir notk- uninni á Svartháfi var sú að Mile stone var komið yfir lánaheimildir sín- ar hjá Glitni þegar lánin til félagsins voru veitt og þurftu eigend- ur Milestone því að finna aðra leið til að fá lánin frá Glitni. Lán- in frá Glitni til Svartháfs voru svo endurlánuð til Racon og Vafnings og voru svo not- uð til að greiða upp skuldir við Morg- an Stanley, líkt og DV greindi frá á miðvikudaginn. Kannaðist ekki við Svartháf Svartháfur átti að greiða Glitni 34 milljarða króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2008, en það gekk ekki eftir og því voru eignirnar sem veðsettar höfðu ver- ið fyrir láninu teknar yfir. Þegar eig- andi félagsins, Werner Rasmusson, var spurður um það í byrjun þessa árs hvort hann vissi hvort Svartháfur hefði greitt lánið sagði hann: „Nei, ég vil ekkert ræða þetta ... Ég er ekkert að ræða það.“ Nú er hins vegar ljóst að fé- lagið greiddi ekki þessa skuld og var gert veðkall í eignum Racon vegna þessa. Svartháf- ur verður því líklega úr- skurðað gjaldþrota einhvern tímann á næstunni. Glitnir vildi hjálpa Milestone að lifa af Með yfirtöku Glitn- is á Moderna lauk nokk- urra mánaða löngu ferli þar sem eig- endur og stjórnendur Milestone höfðu reynt að semja um endur- fjármögn- un félagsins við Glitni og Nýja-Glitni. Lengi vel var ekki ljóst hvort mál- efni Milestone og skuldir fé- lagsins myndu vera í gamla Glitni eða nýja en á endanum var tekin ákvörðun um að málefni fé- lagsins yrðu áfram í gamla bankan- um. Milestone-menn þurftu því að reyna að semja við gamla Glitni um framtíð félagsins. Glitnir ætlaði sér upphaflega, í ársbyrjun 2009, að leggja Milestone til fjármuni svo félagið gæti endur- fjármagnað og endurskipulagt sig. Þessi innspýting frá Glitni var háð því að sænska fjármálaeftirlitið og kröfu- hafar myndu samþykkja stuðninginn við Milestone. Andstaða við hugmyndina Af þessu varð þó ekki þar sem stjórn- endur dótturfélaga Milestone lýstu sig andvíga hugmyndinni, ástandið á fjármálamörkuðum í Svíþjóð var nei- kvætt auk þess sem sænska fjármála- eftirlitið setti mjög ströng skilyrði fyr- ir endurskipulagningunni. Í lok febrúar var Milestone til- kynnt að Glitnir myndi ekki geta stutt fjárhagslega endurskipulagn- ingu félagsins og sama dag greindi Karl Wernersson stjórn Moderna AB frá þessari ákvörðun Glitnis. Í kjöl- farið var því ljóst að Milestone yrði ekki endurskipulagt og tók Glitnir Moderna yfir um þremur vikum síð- ar með vísun til Svartháfslánsins. Þar með var Milestone orðið eignalaust félag og var það úrskurðað gjaldþrota nokkrum mánuðum síðar. YFIRTÓK MODERNA VEGNA SVARTHÁFS Nokkurra mánaða samningaferli Milestone og Glitnis lauk með því að bankinn leysti Moderna AB til sín í mars 2009. Veðkallið var vegna lána til eignarhaldsfélagsins Svartháfs. Það er annar leppurinn sem notaður var í Vafningsfléttunni í febrúar 2008. Glitnir vildi hjálpa Milestone að lifa af. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Nei, ég vil ekkert ræða þetta ... Ég er ekkert að ræða það. Leppaði Svartháf Werner Rasmus- son, faðir Karls Wernerssonar, leppaði Svartháf sem tók við lánveitingunum frá Glitni sem síðar runnu til dótturfé- laga í Milestone-samstæðunni. 2 miðvikudagur 14. október 2009 fréttir Glitnir þarf að afskrifa stóran hluta af 45 milljarða króna skuld eignarhalds- félagsins Svartháfs við bankann, sam- kvæmt heimildum DV. Krafa Glitnis á hendur Svartháfi nam 45 milljörðum króna í sumar en samkvæmt heimild- um DV var hún gerð upp í lok sum- ars. Líklegast er að krafan hafi verið gerð upp með miklum afföllum fyrir bankann. Skuld Svartháfs er meðal ann- ars tilkomin vegna þess að félagið, sem er í eigu Werners Rasmusson, föður Karls og Steingríms Werners- sona, fyrrverandi eigenda eignar- haldsfélagsins Milestone, tók lán hjá Glitni í fyrra upp á 20 milljarða króna til að lána eignarhaldsfélagi í eigu bræðranna fyrir skuld við fjárfest- ingabankann J.P. Morgan. Svartháfur hét áður ELL 150 og Gleypnir og var stofnað af Erlendi Gíslasyni og Gunnari Sturlusyni hjá lögmannsstofunni Logos í janúar árið 2008, samkvæmt stofnskjölum félagsins. Svartháfur er skráður til heimilis á Suðurlandsbraut 12, líkt og flest önnur eignarhaldsfélög þeirra bræðra, en lögheimili þess var skráð í Jötunssölum 2, heimili Werners föð- ur þeirra, þar til í apríl í fyrra þegar lögheimilið var fært á Suðurlands- brautina. Svartháfur hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2008. Nafnabreytingar í ársbyrjun Í febrúar 2008 voru Werner Rassmus- son og kona hans Kristín Sigurðar- dóttir kjörin í stjórn og varastjórn félagsins. Nafni félagsins var á sama tíma breytt úr ELL 150 í Svartháfur. Í tilkynningu til Fyrirtækjaskrár um breytinguna á stjórninni er hins veg- ar strikað yfir nafnið Gleypnir með penna og nafnið Svartháfur sett í staðinn, eins og félagið hafi átt að heita Gleypnir en að svo hafi því ver- ið breytt á síðustu stundu. Lögheim- ili Svartháfs var svo fært frá Jötuns- sölum á Suðurlandsbraut 12 í apríl í fyrra, samkvæmt tilkynningu til Fyr- irtækjaskrár sem aðstoðarforstjóri Milestone, Jóhannes Sigurðsson, skrifaði undir ásamt Werner Rasm- usson. Tengsl Svartháfs og Milestone eru því nokkur þó eigendurnir hafi ekki verið þeir sömu. 45 milljarða skuld Svartháfs stend- ur utan við þá rúmlega 43,9 milljarða króna skuld sem Milestone skilur eft- ir inni í Glitni. Skuldir þessara tveggja félaga og dótturfélaga þeirra við Glitni nema því nærri 90 milljörðum króna. Heildarskuldir Milestone nema tæpum 80 milljörðum króna og var gert ráð fyrir því í nauðasamningum félagsins, sem hefur verið hafnað, að kröfuhafarnir fengju um 6 prósent upp í kröfur sínar en eignir félags- ins voru einungis metnar á um fimm milljarða. Því má reikna með að feðg- arnir, Werner, Steingrímur og Karl, eigi ekki til þær upphæðir persónu- lega sem til þarf til að greiða skuldir Svartháfs, enda er ekki vitað til þess að einhver þeirra sé í persónulegum ábyrgðum vegna skuldanna. Greiddu niður lán til J.P. Morgan Skuldir Svartháfs við Glitni eru með- al annars tilkomnar vegna þess að skömmu eftir að félagið tók upp nafnið Svartháfur í febrúar í fyrra tók félagið lán frá Glitni upp á um 20 milljarða króna til að greiða lán Rac- on Holdings II, sem eignarhaldsfélag Karls og Steingríms, Milestone, réð í gegnum annað eignarhaldsfélag sitt, Þátt, við fjárfestingarbankann J.P. Morgan. Lán Racon hjá J.P. Morgan var tilkomið út af kaupum Racon á fé- lagi sem hét Innvik, sem síðar var endurskírt Moderna Finance AB. Á þeim tíma var J.P. Morgan hins veg- ar orðinn órólegur um að lán Racon fengist ekki greitt og vildu ekki end- urnýja lánasamninginn þegar hann gjaldféll, ástæðan var meðal annars að þá þegar voru blikur á lofti í ís- lensku efnahagslífi og kippti bank- inn því að sér höndum með því að neita að endurnýja lánasamninginn. Fjárfestingafélagið Gnúpur, sem var í eigu Kristins Björnssonar og Magn- úsar Kristinssonar, hafði lent í erf- iðleikum í árslok 2007 og eru þeir fjárhagserfiðleikar af mörgum tald- ir marka upphaf íslenska efnahags- hrunsins. Því þurftu eigendur Rac- on, Karl og Steingrímur, að finna aðrar leiðir til að greiða J.P. Morgan lánið. Glitnir lánaði eignarhaldsfélagi í eigu föður Wernerssona 20 milljarða króna sem notaðir voru til að greiða niður skuldir félags í eigu þeirra í fyrra. Krafan er ekki lengur inni í Glitni sem bendir til að gengið hafi verið frá henni á einhvern hátt. Karl Wernersson vill ekki tjá sig um málið. GLITNIR ÞARF AÐ AFSKRIFA SKULDIR WERNERSMANNA HvAÐ ER SvARTHáFUR? Svartháfur er eignarhaldsfélag sem stofnað var í ársbyrjun árið 2008. Heimildir DV herma að það hafi verið stofnað í ársbyrjun til að fá lán til að greiða skuldir félags í eigu Karls og Steingríms Wernerssona. Félagið er í eigu Werners, föður þeirra, og var lögheimili þess heima hjá honum. Heimilisfang Svartháfs er hins vegar í fyrrverandi höfuðstöðvum Milestone á Suðurlandsbraut 12. Félagið skuldar Glitni 45 milljarða króna og hefur átt sér stað uppgjör á skuldinni. Ekki er vitað hvernig uppgjörið var gert en afar ólíklegt er að skuldin hafi verið greidd upp að fullu. Því má búast við að eitthvað hafi verið afskrifað af skuldunum. Félagið dregur nafn sitt af lítilli hákarlategund sem kallast Svartháfur eða Black Dogfish á ensku. Svartháfurinn lifir á miklu dýpi, 180 til 1.600 metrum, og er ekki talinn mannýgur. Heimkynni hans eru aðallega í Vestur- og Norður-Atlantshafi, meðal annars við strendur Grænlands og Íslands. Svartháfurinn er, eins og nafnið gefur til kynna, svartur á lit og hafa augu hans aðlagast myrkrinu á hafsbotninum. Því getur hann séð betur í myrkri en aðrar hákarlategundir. Ekki er vitað af hverju Svartháfsnafnið var valið fyrir félagið. Eitt af mörgum ELL-félögum Svartháfur, áður ELL 150, er einungis eitt af mörgum félögum sem upphaflega hafa borið nafnið ELL sem lögmannsstofan Logos hefur stofnað á liðnum árum. Annað dæmi um slíkt félag er ELL 182 sem Logos stofnaði og seldi til Bakka-bræðra, Lýðs og Ágústs Guðmundssona. ELL 182 keypti síðar hlut Exista, sem er í meirihlutaeigu þeirra bræðra, í Bakkavör í fyrrahaust en fyrir áttu þeir meirihluta í Bakkavör. Salan hefur valdið miklum deilum meðal kröfuhafa og eigenda Exista en kröfuhafarnir hafa kært eigendur Exista fyrir hana. Bæði ELL 150 og ELL 182 hafa nú skipt um nafn líkt og sum önnur þeirra ELL-félaga sem Logos hefur selt á liðnum árum. Werner hefur áður komið við sögu Werner Rasmusson, faðir Karls og Steingríms, hefur áður komið við sögu í umfjöllun fjölmiðla um viðskipti þeirra bræðra. Þannig greindi DV frá því í september að í endurskoðendaskýrslu Ernst & Young um Milestone hefði verið bent á að félagið hefði greitt skatta fyrir Werner upp á 8,5 milljónir króna. Skiptastjóri þrotabús Milestone, Grímur Sigurðsson, þarf meðal annars að taka afstöðu til þess hvort sú greiðsla hafi verið eðlileg. Werner kom hins vegar af fjöllum þegar DV spurði hann um skattgreiðslurnar. Ekki er vitað hvort Werner hafi vitað til hvers Svartháfur var notaður en undirskrift hans er á samþykktum félagsins sem DV hefur undir höndum. INGI F. VILhJáLMssoN blaðamaður skrifar ingi@dv.is stórskuldugt félag Félag í eigu föður Karls og Steingríms Wernerssona, Svartháfur, skuldar Glitni 45 milljarða króna sem ekki er lengur að finna í lánabókum bankans. Karl Wernersson vill ekki ræða um hvernig skuldin hafi verið gerð upp. heimkynni svartháfs Eignarhaldsfélagið Svartháfur er skráð til heimilis á Suðurlandsbraut 12 en þar voru höfuðstöðvar Milestone áður en félagið fór í greiðslu- stöðvun og var síðar tekið til gjaldþrotaskipta. fréttir 30. nóvemb er 2009 mánudagur 11 Tekin var ákvörðun um það á ein- um og sama stjórnarfundinum í eignarhaldsfélaginu Svartháfi í fyrra að sækja um tæplega 200 milljóna evra lán frá Glitni, eða sem nemur rúmum 35 milljörðum króna á núverandi gengi, og end- urlána það svo aftur til félaga í eigu Karls og Steingríms Wernerssona. Lánið sem Svartháfur endur- lánaði strax aftur til eignarhalds- félaga í þeirra eigu var svo notað til að greiða hluta skuldar við fjár- festingabankann Morgan Stanley upp á 300 milljónir evra, sem nem- ur um 55 milljörðum króna á nú- verandi gengi. Morgan Stanley var einn helsti erlendi lánveitandi Mil- estone og fjármagnaði hluta útrás- ar fyrirtækisins til annarra landa. Svartháfur, sem var í eigu föður þeirra bræðra, Werners Rasmus- sonar, er einn af stærri skuldurum Glitnis með skuldir upp á um 45 milljarða króna og er ljóst að skila- nefnd Glitnis þarf að afskrifa drjúg- an hluta þeirrar fjárhæðar. Glitn- ir veitti Svartháfi lánið í ársbyrjun 2008 en nákvæm dagsetning er ekki þekkt. Sótt um lán og endurlánað Heimildir DV herma að á stjórn- arfundinum í Svartháfi, sem hald- inn var í höfuðstöðvum Milestone á Suðurlandsbraut 12, hafi verið gerður lánasamningur við Glitni sem nam um 200 milljónum evra. Einnig var ákveðið að lána ætti tæp- lega 140 milljónir evra til sænska félagsins Racon Holding AB, sem var dótturfélag Milestone og lán- takandi Morgan Stanley. Veðið fyr- ir láni Svartháfs til Racon Holding AB var í hlutabréfum í sænska fjár- málafyrirtækinu Invik & Co., síðar Moderna AB. Racon notaði lánið svo til að borga Morgan Stanley. Jafnframt var ákveðið á stjórn- arfundinum að lána 50 milljónir evra til félags sem heitir Vafning- ur ehf., sem einnig var í eigu þeirra bræðra og til húsa á Suðurlands- braut 12. Ekki er vitað til að aðrir stjórnar- fundir hafi verið haldn- ir í Svartháfi. Lán upp í skuld Milestone Veðið fyrir láninu frá Glitni til Svartháfs var í eignarhaldsfélaginu Moderna AB en eignir Milestone voru seld- ar inn í það félag um áramótin 2007-2008. Glitnir hefur nú leyst til sín eignir Mod- erna, meðal annars Sjóvá og Askar Capi- tal, og fékk bank- inn þar eitthvað upp í kröfuna á hendur Svartháfi en ljóst er að afskrifa þarf stóran hluta henn- ar. Milestone stofnaði til lánsins, sem Racon borgaði síðar upp með láninu frá Svartháfi, við Morgan Stanley sumarið 2007 og var það notað til að festa kaup á sænska fjármálafyrirtækinu Invik & Co, sem síðar var endurskírt Moderna Finance AB. Lánið frá Glitni sem rann inn í Svartháf var því notað til að standa við skuldbindingar sem Milestone stofnaði til fyrir hönd dótturfélags síns. Leppurinn Svartháfur Á þessum tíma, í ársbyrjun 2008, er líklegt að Morgan Stanley hafi ver- ið orðinn órólegur um að lán Rac- on fengist ekki greitt og að þeir hafi ekki viljað endurnýja lánasamning- inn. Ástæðan kann meðal annars að hafa verið sú að þá þegar voru blikur á lofti um að mikil lægð væri yfirvofandi í íslensku efnahags- lífi og má áætla að Morgan Stan- ley hafi því kippt að sér höndum. Milestone hefur því hugsanlega átt í erfiðleikum með að standa í skilum við Morgan Stanley, önnur fjármálafyrirtæki hafa ekki viljað lána þeim og því hafi þeir orðið að verða sér úti um lán með einhverj- um hætti. Heimildir DV renna því stoð- um undir þá kenningu að eini til- gangurinn með stofnun Svartháfs hafi verið að leppa lánveitingu frá Glitni, sem síðar rann til félaga Wernerssona sjálfra. Ástæðan fyr- ir Svartháfssnúningnum var sú að félög í beinni eigu þeirra bræðra máttu ekki fá meira lánað hjá Glitni samkvæmt reglum sem Fjármála- eftirlitið hefur sett um hámarks- lánveitingar til einstakra aðila. Ástæðan fyrir þessum reglum er til að lágmarka áhættu bankans: Ekki er heppilegt fyrir banka að eiga of miklar útistandandi skuldir við einstaka fyrirtækjasamstæðunnar. Ekki er vitað hver það var innan Glitnis sem tók ákvörðunina um að veita Svartháfi þetta lán en líkt og gildir í fjármálafyrirtækjum með svo háar lánveitingar en lána- og áhættunefndir fjármálafyrirtækja taka yfirleitt ákvarðanir um svo háar lánveitingar. Á hluthafafundi Svartháfs í höfuðstöðv um Milestone var ákveðið að sækja um lán frá Glitni og endurlán a það strax aftur. Leppur- inn Svartháfur var líklega stofnaður ti l að fara framhjá reglum Fjármálaeftirlitsins um hámark lánvei tinga til einstakra aðila. IngI F. VILhjáLMSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is LEPPUR BORGAÐI SKULD MILESTONE 2 miðvikudagur 14. október 2009 fréttir Glitnir þarf að afskrifa stóran hluta af 45 milljarða króna skuld eignarhalds- félagsins Svartháfs við bankann, sam- kvæmt heimildum DV. Krafa Glitnis á hendur Svartháfi nam 45 milljörðum króna í sumar en samkvæmt heimild- um DV var hún gerð upp í lok sum- ars. Líklegast er að krafan hafi verið gerð upp með miklum afföllum fyrir bankann. Skuld Svartháfs er meðal ann- ars tilkomin vegna þess að félagið, sem er í eigu Werners Rasmusson, föður Karls og Steingríms Werners- sona, fyrrverandi eigenda eignar- haldsfélagsins Milestone, tók lán hjá Glitni í fyrra upp á 20 milljarða króna til að lána eignarhaldsfélagi í eigu bræðranna fyrir skuld við fjárfest- ingabankann J.P. Morgan. Svartháfur hét áður ELL 150 og Gleypnir og var stofnað af Erlendi Gíslasyni og Gunnari Sturlusyni hjá lögmannsstofunni Logos í janúar árið 2008, samkvæmt stofnskjölum félagsins. Svartháfur er skráður til heimilis á Suðurlandsbraut 12, líkt og flest önnur eignarhaldsfélög þeirra bræðra, en lögheimili þess var skráð í Jötunssölum 2, heimili Werners föð- ur þeirra, þar til í apríl í fyrra þegar lögheimilið var fært á Suðurlands- brautina. Svartháfur hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2008. Nafnabreytingar í ársbyrjun Í febrúar 2008 voru Werner Rassmus- son og kona hans Kristín Sigurðar- dóttir kjörin í stjórn og varastjórn félagsins. Nafni félagsins var á sama tíma breytt úr ELL 150 í Svartháfur. Í tilkynningu til Fyrirtækjaskrár um breytinguna á stjórninni er hins veg- ar strikað yfir nafnið Gleypnir með penna og nafnið Svartháfur sett í staðinn, eins og félagið hafi átt að heita Gleypnir en að svo hafi því ver- ið breytt á síðustu stundu. Lögheim- ili Svartháfs var svo fært frá Jötuns- sölum á Suðurlandsbraut 12 í apríl í fyrra, samkvæmt tilkynningu til Fyr- irtækjaskrár sem aðstoðarforstjóri Milestone, Jóhannes Sigurðsson, skrifaði undir ásamt Werner Rasm- usson. Tengsl Svartháfs og Milestone eru því nokkur þó eigendurnir hafi ekki verið þeir sömu. 45 milljarða skuld Svartháfs stend- ur utan við þá rúmlega 43,9 milljarða króna skuld sem Milestone skilur eft- ir inni í Glitni. Skuldir þessara tveggja félaga og dótturfélaga þeirra við Glitni nema því nærri 90 milljörðum króna. Heildarskuldir Milestone nema tæpum 80 milljörðum króna og var gert ráð fyrir því í nauðasamningum félagsins, sem hefur verið hafnað, að kröfuhafarnir fengju um 6 prósent upp í kröfur sínar en eignir félags- ins voru einungis metnar á um fimm milljarða. Því má reikna með að feðg- arnir, Werner, Steingrímur og Karl, eigi ekki til þær upphæðir persónu- lega sem til þarf til að greiða skuldir Svartháfs, enda er ekki vitað til þess að einhver þeirra sé í persónulegum ábyrgðum vegna skuldanna. Greiddu niður lán til J.P. Morgan Skuldir Svartháfs við Glitni eru með- al annars tilkomnar vegna þess að skömmu eftir að félagið tók upp nafnið Svartháfur í febrúar í fyrra tók félagið lán frá Glitni upp á um 20 milljarða króna til að greiða lán Rac- on Holdings II, sem eignarhaldsfélag Karls og Steingríms, Milestone, réð í gegnum annað eignarhaldsfélag sitt, Þátt, við fjárfestingarbankann J.P. Morgan. Lán Racon hjá J.P. Morgan var tilkomið út af kaupum Racon á fé- lagi sem hét Innvik, sem síðar var endurskírt Moderna Finance AB. Á þeim tíma var J.P. Morgan hins veg- ar orðinn órólegur um að lán Racon fengist ekki greitt og vildu ekki end- urnýja lánasamninginn þegar hann gjaldféll, ástæðan var meðal annars að þá þegar voru blikur á lofti í ís- lensku efnahagslífi og kippti bank- inn því að sér höndum með því að neita að endurnýja lánasamninginn. Fjárfestingafélagið Gnúpur, sem var í eigu Kristins Björnssonar og Magn- úsar Kristinssonar, hafði lent í erf- iðleikum í árslok 2007 og eru þeir fjárhagserfiðleikar af mörgum tald- ir marka upphaf íslenska efnahags- hrunsins. Því þurftu eigendur Rac- on, Karl og Steingrímur, að finna aðrar leiðir til að greiða J.P. Morgan lánið. Wernerssona Karl Wernersson GLITNIR ÞARF AÐ AFSKRIFA SKULDIR WERNERSMANNA HvAÐ ER SvARTHáFUR? Svartháfur er eignarhaldsfélag sem stofnað var í ársbyrjun árið 2008. Heimildir DV herma að það hafi verið stofnað í ársbyrjun til að fá lán til að greiða skuldir félags í eigu Karls og Steingríms Wernerssona. Félagið er í eigu Werners, föður þeirra, og var lögheimili þess heima hjá honum. Heimilisfang Svartháfs er hins vegar í fyrrverandi höfuðstöðvum Milestone á Suðurlandsbraut 12. Félagið skuldar Glitni 45 milljarða króna og hefur átt sér stað uppgjör á skuldinni. Ekki er vitað hvernig uppgjörið var gert en afar ólíklegt er að skuldin hafi verið greidd upp að fullu. Því má búast við að eitthvað hafi verið afskrifað af skuldunum. Félagið dregur nafn sitt af lítilli hákarlategund sem kallast Svartháfur eða Black Dogfish á ensku. Svartháfurinn lifir á miklu dýpi, 180 til 1.600 metrum, og er ekki talinn mannýgur. Heimkynni hans eru aðallega í Vestur- og Norður-Atlantshafi, meðal annars við strendur Grænlands og Íslands. Svartháfurinn er, eins og nafnið gefur til kynna, svartur á lit og hafa augu hans aðlagast myrkrinu á hafsbotninum. Því getur hann séð betur í myrkri en aðrar hákarlategundir. Ekki er vitað af hverju Svartháfsnafnið var valið fyrir félagið. Eitt af mörgum ELL-félögum Svartháfur, áður ELL 150, er einungis eitt af mörgum félögum sem upphaflega hafa borið nafnið ELL sem lögmannsstofan Logos hefur stofnað á liðnum árum. Annað dæmi um slíkt félag er ELL 182 sem Logos stofnaði og seldi til Bakka- bræðra, Lýðs og Ágústs Guðmundssona. ELL 182 keypti síðar hlut Exista, sem er í meirihlutaeigu þeirra bræðra, í Bakkavör í fyrrahaust en fyrir áttu þeir meirihluta í Bakkavör. Salan hefur valdið miklum deilum meðal kröfuhafa og eigenda Exista en kröfuhafarnir hafa kært eigendur Exista fyrir hana. Bæði ELL 150 og ELL 182 hafa nú skipt um nafn líkt og sum önnur þeirra ELL-félaga sem Logos hefur selt á liðnum árum. Werner hefur áður komið við sögu Werner Rasmusson, faðir Karls og Steingríms, hefur áður komið við sögu í umfjöllun fjölmiðla um viðskipti þeirra bræðra. Þannig greindi DV frá því í september að í endurskoðendaskýrslu Ernst & Young um Milestone hefði verið bent á að félagið hefði greitt skatta fyrir Werner upp á 8,5 milljónir króna. Skiptastjóri þrotabús Milestone, Grímur Sigurðsson, þarf meðal annars að taka afstöðu til þess hvort sú greiðsla hafi verið eðlileg. Werner kom hins vegar af fjöllum þegar DV spurði hann um skattgreiðslurnar. Ekki er vitað hvort Werner hafi vitað til hvers Svartháfur var notaður en undirskrift hans er á samþykktum félagsins sem DV hefur undir höndum. INGI F. VILhJáLMssoN blaðamaður skrifar ingi@dv.is stórskuldugt félag Félag í eigu föður Karls og Steingríms Wernerssona, Svartháfur, skuldar Glitni 45 milljarða króna sem ekki er lengur að finna í lánabókum bankans. Karl Wernersson vill ekki ræða um hvernig skuldin hafi verið gerð upp. heimkynni svartháfs Eignarhaldsfélagið Svartháfur er skráð til heimilis á Suðurlandsbraut 12 en þar voru höfuðstöðvar Milestone áður en félagið fór í greiðslu- stöðvun og var síðar tekið til gjaldþrotaskipta. Tíu prestar skrifuðu undir bréf sem þeir sendu Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands, nýverið þar sem þeir skoruðu á hann að fara eftir lög- um landsins. Það ætti biskup að gera með því að hleypa séra Gunnari Björnssyni aftur í stól sóknarprests á Selfossi. Til enn frekari stuðnings við séra Gunnar hefur verið boðað til stuðningsfundar á föstudagskvöld. Séra Gunnar var sýknaður af ákærum um kynferðislega misnotk- un ungra sóknarbarna hans. Bisk- upinn hefur aftur á móti verið hik- andi í afgreiðslu þess hvort Gunnar fái að snúa aftur í sitt gamla starf og því hefur presturinn verið í leyfi fram til þessa. Leyfi Gunnars rennur út á morgun, fimmtudag, og þá ætti hann að snúa aftur, á 65 ára afmæl- isdegi sínum. Heimildir DV herma aftur á móti að Biskupsstofa leiti sátta við séra Gunnar og verið sé að finna honum annað starf. Biskupi getur reynst erfitt að færa Gunnar nema með samþykki hans og því er beðið átekta með hver viðbrögð prestsins verða. Biskup í klandri „Það liggur alveg fyrir að við viljum fá hann til baka. Biskupsstofa getur ekki fært hann nema með hans sam- þykki, það er ekkert vald sem getur breytt því. Nú er stóra spurningin hvað séra Gunnar vill gera. Biskup- inn er kominn í mikið klandur. Hann má aldeilis gá að sér ef hann ætlar að fara gegn lögum,“ segir Guðmundur Kristinsson, stuðningsmaður séra Gunnars Björnssonar sóknarprests í leyfi, sem er einn skipuleggjenda stuðningsfundarins. Fundurinn verður haldinn klukk- an 20 á föstudag á Hótel Selfossi og Guðmundur segir alla velkomna. „Það er öll þjóðin hjartanlega vel- komin á fundinn. Þarna verður góð stemning. Ég get lofað því að þetta verður spennandi fundur og þang- að ætlar fjöldi sóknarpresta af landinu að mæta. Gunn- ar er ánægður með fram- takið, það hefði enginn nema hann getað staðið þetta af sér,“ segir Guð- mundur. Skiptar skoðanir Þórir Stephensen, fyrr- verandi dómkirkju- prestur og stuðnings- maður séra Gunnars, er meðal þeirra 10 presta sem skora á biskup- inn. Hann vonast til að geta mætt á fyrirhugaðan stuðningsfund. „Ég er í hópi annarra presta og við skor- um á biskup að hlýða dómstólum. Það voru prestar sem vildu ekki skrifa þarna und- ir. Menn skipt- ast í flokka. Mér finnst nú sjálfum að hlýða eigi lands- lögum. Rétturinn er Gunn- ars meg- in og við styðjum að hann fái að snúa aftur til sinna starfa,“ segir Þórir. „Mig langar til að mæta. Ég hef lengi beðið eftir tækifæri þar sem ekki bara þeir sem eru á móti Gunn- ari fái tækifæri til að segja frá sínu áliti.“ Biskup hefur ekki veitt prestun- um tíu formlegt svar við áskoruninni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fengust ekki svör frá Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands, við vinnslu fréttar- innar. Hið sama má segja um séra Gunnar sjálfan. Samkvæmt heimildum DV eru prestarnir Auður Eir Vilhjálmsdótt- ir, Guðmundur Þorsteinsson, fyrr- verandi prófastur, Jón Ragnarsson, prestur í Hveragerði, og séra Valgeir Ástráðsson. Margir prestar styðja séra Gunnar og vilja fá hann aft- ur. Einnig óttast sum- ir prestar nornaveið- ar verði dómskerfið sniðgengið. Þannig kynni mál séra Gunn- ars að verða fordæmi þess að prestar verði hraktir úr starfi vegna ásakana, jafnvel þótt þeir séu hreinsaðir af þeir. fréttir 14. október 2009 miðvikudagur 3 UPPREISN GEGN BISKUPI Biskup í bobba Tíu prestar skora á biskupinn að hlíta landslögum og leyfa séra Gunnari að snúa aftur til fyrri starfa. Gunnars Björnssonar Karli Sigurbjörnssyni TrauSTi hafSTeinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Jafnt og þétt er þetta heldur að auk- ast, það er alveg klárt. Það er tölu- vert að streyma inn til okkar núna,“ segir Karl Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun. Hann bendir þó á að heldur minna hafi verið um at- vinnuleysi í síðasta mánuði en ótt- ast var. Hjá Vinnumálastofnun hefur ver- ið nóg að gera undanfarið og nokk- ur aukning hefur verið síðustu vikur. Undanfarna daga hafa nærri 50 ein- staklingar skráð sig á atvinnuleysis- skrá hjá stofnuninni dag hvern og nú er svo komið að tæplega fimmt- án þúsund einstaklingar eru á skrá, 14.909 eintaklingar nánar tiltekið. Aðspurður segir Karl fleiri karla skrá sig þessa dagana en konur. Hann reiknar þó með breytingu á því á næstunni. „Það eru aðallega eldri karlmenn sem hafa núna verið að skrá sig, heldur fleiri en konur. Við erum síðan að búast við því að fari að streyma inn úr opinbera geiran- um og þá gætu það verið hlutfalls- lega konur í meira mæli. Við reikn- um með aukningu jafnt og þétt, hlutfallslega meira af eldra fólki og búum okkur undir að það verði kon- ur í meira mæli,“ segir Karl. „Sé horft yfir lengri tíma er hlut- fallslega meira eldra fólk komið á skrá hjá okkur. Það var eiginlega helst í upphafi sem unga fólkið var að skrá sig en það mynstur hef- ur breyst. Við erum meðvituð um að klárleg aukning er að eiga sér stað og næstu mánuðir gætu orð- ið þungir vegna uppsagna hjá hinu opinbera.“ trausti@dv.is Karlar streyma inn á skrárnar eldri menn Undanfarið hefur einna helst borið á ný- skráningum eldri karlmanna. Lánuðu ekki til venslaðra aðila Ástæðan fyrir því að Svartháfur fékk lánið frá Glitni var sú að á þessum tíma voru eigendur Milestone, þeir Karl og Steingrímur, og félög í beinni og óbeinni eigu þeirra búnir að full- nýta lánaheimildir sínar hjá Glitni, að sögn heimildarmanns DV sem þekkir vel til viðskipta Karls og Stein- gríms. Bræðurnir voru hluthafar í Glitni á þessum tíma. „Til þess að fara í kringum þetta lánaði Glitnir þessu félagi [Innskot blaðamanns: Svart- háfi] þessa peninga. Þetta félag lánaði þessa peninga svo til Racon Holdings II og voru þeir notaðir til að greiða upp skuldina við J.P. Morgan. Glitnir greiddi því í raun upp skuldina við J.P. Morgan en fór þennan hring til þess. Eftir stóð hins vegar skuld Svartháfs við Glitni,“ segir heimildarmaður DV en ekki er vitað að svo stöddu hvern- ig hinir milljarðarnir bættust ofan á þessa tuttugu. Heimildarmaður DV segir að þetta hafi þótt vera í lagi vegna þess að í lagalegum skilningi hafi félagið í eigu Werners, Svartháfur, ekki verið skil- greint sem venslaður aðili við Karl og Steingrím. Félag í eigu föður Karls og Steingríms gat því fengið lánið þó svo að félög í þeirra eigu gætu það ekki út af hinum fullnýttu lánaheimildum. Karl tjáir sig ekki Karl Wernersson vill aðspurður og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaða- manns ekki ræða um málefni Svart- háfs í samtali við DV. Því var lögð spurning fyrir hann í SMS-skeyti þar sem hann var spurður hvað hefði orð- ið um 45 milljarða skuld Svartháfs. Hann var spurður hvernig hefði ver- ið gengið frá þessari skuld og hvers vegna. Svar Karls við þessari fyrir- spurn var: „Hver er fréttin?“ DV náði ekki aftur sambandi við Karl eftir þetta. Ekki náðist í bróður Karls, Stein- grím, né í föður hans, Werner Rasmus- son, við vinnslu fréttarinnar. Að svo stöddu liggur því ekki almennilega fyrir hvernig skuldin við Glitni var gerð upp. ekki rætt í gögnum um Milestone Ekkert er rætt um málefni Svartháfs og láns félagsins hjá Glitni í gögnum um Milestone sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum, endurskoðendaskýrslu Ernst & Young og skýrslu umsjónar- manns nauðasamninga félagsins, Jó- hannesar Alberts Sævarssonar. Ástæðan fyrir þessu er sú að mál- efni Svartháfs tengjast ekki beint málefnum Milestone af áðurnefnd- um ástæðum, jafnvel þó að pening- arnir sem Svartháfur fékk að láni hjá Glitni hafi verið notaðir til að lána fé- lagi í eigu Milestone-manna svo það gæti staðið í skilum við erlent fjár- málafyrirtæki. Hvorki Jóhannes né endurskoðendurnir höfðu aðgang að bókhaldi Racon Holdings II, félags- ins sem fékk lánið frá Svartháfi, og því ekki rannsakað lánveitingarnar til og frá Svartháfi. Samkvæmt heimildum DV veltu kröfuhafar Milestone hins vegar mik- ið fyrir sér himinháum lánveitingum frá Glitni til félagsins áður en nauða- samningum Milestone var hafnað og félagið var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir skömmu. Ekki er því ólíklegt að málefni Svartháfs muni koma við sögu í framtíðinni hjá kröfuhöfum Milestone og kunna lánaviðskipti fé- lagsins að hafa einhver eftirmál. Í eigu föður Wernerssona Félagið Svartháfur er skráð á Werner Rasmusson, föður Karls og Steingríms. Félagið virðist hafa verið stofnað gagngert til að taka við láni frá Glitni upp á 20 milljarða sem bræðurnir gátu ekki tekið. hlýtur stuðning Séra Gunnar fær stuðning frá öðrum prestum og boðað hefur verið til stuðn- ingsfundar. 14. október 2009 Allt ákveðið í einu Samkvæmt heimildum DV var ákveðið á hluthafafundi Svartháfs að sækja um lán og endurlána það strax aftur til dótturfélaga Milestone. Faðir Karls Wernerssonar, annars eiganda Milestone, var eigandi Svartháfs. „Lánið frá Glitni sem rann inn í Svartháf var því notað til að standa við skuld- bindingar sem Milestone stofnaði til fyrir hönd dóttur- félags síns.” 2 dálkar = 9,9 *10 Falleg jólavara Nýjar vörur Stærri búð Opið: má-fö. 12-18, Opið á laugard. til jóla frá 12-16 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is Fyrir bústaðinn og heimilið 14. október 2009 30. nóv ber 2009 Vildu aðstoða Milestone Árni Tómasson og skilanefnd Glitn- is vildu aðstoða Mile stone með því að leggja félaginu til fjármuni en af því varð þó ekki. „Tilraunir Morgunblaðsins til að stoppa þennan samdrátt í lestri, með nýjum ritstjóraráðningum og breytt- um áherslum í blaðinu, virðast ekki hafa tekist eins og menn voru að vona,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórn- málafræðingur og lektor í fjölmiðla- fræði við Háskólann á Akureyri. Samkvæmt nýrri könnun Capacent mælist lestur á Morgunblaðinu nú 32,3 prósent en á sama tíma í fyrra mæld- ist hann 42,7 prósent. Lestur blaðsins hefur því dregist saman um nær fjórð- ung milli ára. Einna mesti samdráttur- inn kemur þó fram milli nýju könnun- arinnar og þeirrar á undan. Þar dregst lesturinn saman um fimm prósentu- stig á aðeins þremur mánuðum. Könn- unin nú virðist renna stoðum undir könnun Bifrastar, sem DV greindi frá á sínum tíma. Niðurstaða hennar var að allt að tíu þúsund áskrifendur hefðu hætt áskrift á Morgunblaðinu í kring- um það að Davíð Oddsson og Harald- ur Johannessen voru ráðnir ritstjórar í stað Ólafs Stephensen. Fréttablaðið hefur einnig misst lesendur, þó ekki í jafamiklum mæli og Morgunblaðið. Mælist meðallest- ur blaðsins nú 62,7 prósent en á sama tíma í fyrra var hann 63,7 prósent. Nemur fækkunin einu prósentustigi hjá Fréttablaðinu en hjá Morgunblað- inu tæpum tíu prósentustigum. Tilkoma nýrra ritstjóra, þeirra Dav- íðs Oddssonar og Haraldar Johann- essen, virðist engu hafa breytt um fall Moggans því síðan þeir tóku við hefur lesturinn fallið um fimm prósentustig, sem fyrr segir, eða nær fjórtán prósent af lesendafjölda blaðsins á að- eins þremur mánuðum. „Þeir hafa verið að missa lesendur frá sér í langan tíma og það virðist ekkert lát vera á því,“ segir Birgir og bætir við að það sé áhyggjuefni fyrir dag- blaðalestur almennt. „Það er í sjálfu sér áhyggjuefni fyrir lest- ur dagblaða almennt og Morgun- blaðið einkum og sér í lagi,“ segir hann. Þegar leitað var við- bragða Davíðs ritstjóra og Óskars Magnússonar, út- gefenda Morgunblaðsins, í dag fengust þær upplýs- ingar að hvorugur þeirra væri við. brynjolfur@dv.is, einar@dv.is Þúsundir hafa snúið baki við Morgunblaðinu eftir ráðningu nýju ritstjóranna: Morgunblaðið tapar enn þá lesendum Á ritstjórn Morgunblaðsins Hvort tveggja starfsmönnum og lesendum Morgunblaðsins hefur fækkað. Umdeildur ritstjóri Mikil reiði braust út þegar Davíð varð ritstjóri og sögðu marg- ir upp áskrift að blaðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.