Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 FRÉTTIR
„Ef við stöndum saman verðum
við besta ríki í heimi. Við gerum
ráð fyrir öllum norrænu ríkjunum
í hinu nýja ríki. Íslandi, Noregi,
Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi
og sjálfstjórnarsvæðum Græn-
lands, Færeyja og Álandseyja,“
segir Thomas Thyrre strup frá sam-
tökunum Norræn sýn. Samtök-
in berjast fyrir að öll Norðurlönd-
in verði sameinuð í eitt öflugt ríki
með sjálfstjórnarhéröðum þar sem
lýðræði yrði haft að leiðarljósi.
Norræn sýn (Nordisk Vision), er
starfa í Noregi, Danmörku og Sví-
þjóð, hafa í nokkur ár barist fyrir
hugmyndinni um sameinað stór-
ríki á Norðurlöndum. Formað-
ur Danmerkurdeildar samtak-
anna, Thomas Tyrrestrup, segir
í samtali við DV að skoðana-
kannanir sýni að Norðurlanda-
búar séu almennt áhugasam-
ir um aukið samstarf þjóðanna
fimm.
Tíunda stærsta hagkerfið
Sænski rithöfundurinn Gunnar
Wetterberg setti fram hug-
mynd um norrænt
sambandsríki
í blaðagrein
sem birt-
ist í sænska
dagblað-
inu Dag-
ens Nyh-
eter á
sama
tíma og
Norð-
urlandaráðsþing var haldið í Stokk-
hólmi í október í fyrra. Wetterberg,
sem er sagnfræðingur, stakk upp á
því að norrænu ríkin fimm samein-
uðust og mynduðu nýtt ríki. Wett-
erberg benti á að hagkerfi Norður-
landanna yrði það tíunda stærsta í
heimi, stærra en hagkerfi ríkja eins
og Rússlands og Brasilíu.
Halldór til í tuskið
„Ef norrænu ríkin eiga að taka
skref í þá átt að mynda sambands-
ríki er nauðsynlegt að þau öll gerist
aðilar að NATO, ESB og evru-sam-
starfinu,“ segir Halldór Ásgríms-
son, framkvæmdastjóri Norrænu
ráðherranefndarinnar, í tilkynn-
ingu sem bendir til að hann styðji
hugmynd Wett-
erbergs og
Norrænn-
ar sýnar.
Halldór
Ásgríms-
son hef-
ur sagt að
sér fynd-
ist afar já-
kvætt að
hugmynd-
ir Gunnars
Wetter-
berg hefðu kveikt umræður um
norrænt samstarf.
Háar upphæðir sparaðar
Á heimasíðu Norrænnar sýnar
má lesa stefnuskrá samtakanna.
„Sameinuð Norðurlönd geta orðið
efnahagslega sterk. Norðurlöndin
eiga gríðarlegar náttúruauðlindir
og hafa mikla getu á mörgum svið-
um. Þar að auki myndum við losna
við ríkisstofnanir sem vinna sama
starf á mörgum stöðum. Við gæt-
um til dæmis haft eina veðurstofu,
eina vegagerð, eitt utanríkisráðu-
neyti og margt fleira. Hægt væri
að spara háar upphæðir með því
að leggja niður fjórar af hverjum
fimm ríkisstofnunum og fjögur af
hverjum fimm sendiráðum.“
Auðvelt að vinna saman
Thomas Thyrrestrup er einn stofn-
meðlima samtakanna. „Við erum
samtök fólks sem trúir að sam-
einuðum Norðurlöndum myndi
vegna betur á alþjóðasviðinu. Ef
við sameinumst höfum við betri
efnahagslega stöðu og menning-
arlega,“ segir Thomas. Aðspurð-
ur hvers vegna samtökin telji það
segir hann að fólk af sama upp-
runa vinni vel saman. „Það þýðir
þó ekki að við álítum menningu
annarra minna virði. Okkur
finnst að menning Norð-
urlandanna sé einstök og
menning Miðjarðarhafs-
landanna frábær á sama
hátt. Við höldum því einn-
ig fram að þar sem við
deilum sama menning-
arlega arfi sé mjög ákjós-
anlegt að vinna saman
og auðvelt. Við erum
þverpólitísk samtök og
stöndum ekki í flokkapólitík. Í röð-
um okkar eru íhaldsmenn og sósí-
alistar og allt þar á milli.“
Besta land í heimi
„Ríkin fimm búa yfir ríkri sér-
fræðikunnáttu á ólíkum sviðum.
Norðmenn hvað olíu varðar, Sví-
ar í iðnaði, Íslendingar í fiskveið-
um og Danir kunna að koma fram
með lausnir á ýmsum sviðum. Ef
hægt væri að samnýta þekkinguna
yrðum við líklega besta landið í
heiminum,“ segir Daninn Thomas
Thyrrestrup.
Aðspurður hvort norrænt sam-
starf sé ekki öflugt og gott í dag
eins og það er, spyr Thomas blaða-
mann á móti af hverju við ætt-
um að draga mörkin við það. „Við
Norræn samtök berjast fyrir sameiningu allra Norðurlanda í nýtt
stórríki. Danskur meðlimur segir að nýtt, sameinað ríki yrði besta
land í heimi. Yrði af slíkri sameiningu yrði til tíunda stærsta
hagkerfi í heimi, stærra en hagkerfi Rússlands og Brasilíu.
HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Norræna stórríkið
n Norðurlandabúar eru 25.524.773
talsins. Sameinað ríki yrði 47. fjöl-
mennasta ríki heims og með svipaða
íbúatölu og til dæmis Venesúela,
Sádi-Arabía, Malasía og Afganistan.
n Samanlagt flatarmál Norðurlanda
er 3.501.721 ferkílómetri. Sameinað
ríki yrði sjöunda stærsta land í
heiminum, stærra en Indland.
n Átta tungumál eru opinber tungu-
mál á Norðurlöndunum: Danska,
færeyska, finnska, grænlenska,
íslenska, norska, samíska og sænska.
n Á Norðurlöndunum eru fimm
opinberir gjaldmiðlar: evra, sænsk
króna, dönsk króna, norsk króna og
íslensk króna.
Fáni stórríkisins Samtökin
Norræn sýn vilja að þessi gamli fáni
Kalmarsambandsins verði þjóðfáni
hins nýja norræna stórríkis.
Fyrst í ESB og svo … Halldór Ásgrímsson,
framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndar-
innar, hefur fagnað grein Gunnars Wetterberg
um sameiningu Norðurlandanna. Hann vill þó
að öll norrænu ríkin gerist meðlimir í ESB áður
en þau sameinist.
NOREGUR
Íbúafjöldi: 4.850.440
Höfuðborg: Ósló
SVÍÞJÓÐ
Íbúafjöldi: 9.336.487
Höfuðborg: Stokkhólmur
DANMÖRK
Íbúafjöldi: 5.532.531
Höfuðborg:
Kaupmannahöfn
ÍSLAND
Íbúafjöldi: 319.368
Höfuðborg: Reykjavík
GRÆNLAND
Íbúafjöldi: 57.600
Höfuðborg: Nuuk
FÆREYJAR
Íbúafjöldi: 48.647
Höfuðborg: Þórshöfn
FINNLAND
Íbúafjöldi: 5.352.000
Höfuðborg: Helsinkí
ÁLANDSEYJAR
Íbúafjöldi: 27.700
Höfuðborg: Maríuhöfn
n Sameinað ríki Norðurlandanna gæti státað af frábæru knattspyrnuliði.
Íþróttadeild DV tók saman norrænt draumalið.
Norrænir heimsmeistarar?
Markvörður:
Jussi Jaaskelainen,
Finnlandi.
Hægri bakvörður:
Grétar Rafn Steinsson,
Íslandi.
Vinstri bakvörður:
John Arne Riise,
Noregi.
Miðvörður: Brede
Hangeland, Noregi.
Miðjumaður:
Christian Poulsen,
Danmörku.
Miðjumaður:
Kim Källström,
Svíþjóð.
Framherji:
Zlatan Ibrahimovic,
Svíþjóð. Framherji: John
Carew, Noregi.
Framherji:
Nicklas Bendtner,
Danmörku.
Miðvörður: Daniel
Agger, Danmörku.
Sóknarsinnaður
miðjumaður: Eiður Smári
Guðjohnsen, Íslandi.
„BESTA LANDIÐ Í HEIMINUM“