Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 FRÉTTIR segir á einum stað frá fulltrúa mats- fyrirtækisins Moody’s sem hafði meiri áhyggjur af Icesave en af nokkru öðru í íslenska bankakerfinu, enda væru innlánin viðkvæm og háð trausti og trúnaði á markaði, ekki aðeins trausti á Landsbanka Íslands heldur öllu ís- lenska bankakerfinu. „Seðlabanka- menn fóru yfir þau rök sem væru gegn því að þessi innlánsreikningur væri jafnótraustur og Moody’s hafði áhyggjur af, en ekki er líklegt að öll- um efasemdum þeirra hafi verið eytt,“ segir í óundirrituðu minnisblaðinu sem eignað er Davíð. Bankarnir lofaðir skömmu fyrir hrun Skömmu eftir þetta skipuleggja stjórnvöld fundi í Kaupmannahöfn og New York með Viðskiptaráði, bönkunum og fleiri aðilum. Fund- irnir voru beinlínis ætlaðir til þess að draga úr tortryggni gagnvart íslensku bönkunum sem sáu nú ekki fram á að geta fjármagnað sig með lánum frá erlendum bönkum næstu miss- erin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra sótti fundinn í Kaup- mannahöfn 11. mars 2008. Á fundi með blaðamönnum þar svaraði hún spurningu um það hvernig íslensk stjórnvöld myndu bregðast við meiri háttar vanda íslensku bankanna: „Ég lít á þetta sem algerlega fræði- lega spurningu vegna þess að bank- arnir hafa það ágætt. En ég vil jafn- framt benda á, að bæði ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa burði til að hindra lausafjárþurrð, verja spari- fjáreigendur og koma í veg fyrir að peningakerfið raskist. Við ráðum yfir nauðsynlegum verkfærum og ég get fullvissað ykkur um að íslenska ríkis- stjórnin myndi að sjálfsögðu bregð- ast við með sama hætti og hver önn- ur ábyrg ríkisstjórn myndi gera kæmi slík staða upp.“ Þetta hefur reynst vera í aðalat- riðum rangt hjá Ingibjörgu Sólrúnu. Hvorki ríkisstjórnin né Seðlabank- inn höfðu burði til að hindra lausa- fjárþurrð þegar á reyndi. Viðbrögð stjórnvalda voru einnig á þann veg að styðja ekki við sparifjáreigendur í Hollandi og Bretlandi. Staðan sterk í mars Geir H. Haarde fór til fundar við Bandaríkjamenn tveimur dögum síðar og svaraði spurningum í New York 13. mars 2008. Hann benti á að íslensku bankarnir hefðu vissulega fundið fyrir sviptingum á alþjóðleg- um fjármálamörkuðum, sem hefðu meðal annars haft það í för með sér að það væri bæði erfiðara og dýrara fyrir alþjóðlega banka að verða sér úti um fjármagn. Aftur á móti væri staða bankana sterk. Gögn Fjármála- eftirlitsins bentu til sterkrar eigin- fjárstöðu þeirra og getu þeirra til að standast ströng álagspróf sem eftir- litið framkvæmir reglulega. „Það bendir allt til þess að ís- lensku bankarnir standi vel og ég er sannfærður um að þeir munu standa af sér núverandi storma á alþjóðleg- um fjármálamörkuðum,“ sagði Geir. Þetta reyndist einnig rangt. Óveðursskýin hrannast upp Á þessum tíma var búið að koma á fót starfshópi um fjármálastöðug- leika sem hélt fundi reglulega. Þar innan veggja var fjallað um alvarleg- ar upplýsingar um íslenska banka- kerfið og yfirvofandi lausafjárvanda þeirra. Svo er að sjá sem embættis- menn, Fjármálaeftirlitið og Seðla- bankinn og fulltrúar þeirra í starfs- hópnum hafi á vormánuðum 2008 átt erfitt með að horfast í augu við vandann. Landsbankinn ryksug- aði ríkisskuldabréf og húsnæðisbréf á íslenska markaðnum með lánum frá Seðlabankanum og kom þeim í verð í Lúxemborg og Hollandi fyrir 500 til 600 milljónir evra. eða allt að 100 milljarða króna. Á þessum tíma hlaut lausafjárstaða Landsbank- ans að hafa verið það alvarleg að til álita hefði átt að koma af hálfu FME að grípa inn í á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki (161/2002) og taka fyrirhugaða söfnun Icesave-innlána Landsbankans í Hollandi til endur- skoðunar. Þar hefðu innstæðutrygg- ingar vegið þungt svo sem Bretar voru þegar farnir að benda íslensk- um stjórnvöldum og eftirlitsaðilum á. Icesave-innlánin í Hollandi hófust á vegum Landsbankans 29. maí árið 2008. Fyrir liggur að seðlabankar og fjármálaeftirlitið í Hollandi höfðu allt á hornum sér varðandi íslensku bankana á þessum tíma. Fram kemur í bók Styrmis Gunn- arssonar, „Umsátrið“ að Lands- bankamönnum hafi settir úrslita- kostir af hálfu Breta um að flytja yrði Icesave í dótturfélag Landsbankans í Bretlandi og þar með í þarlenda lög- sögu fyrir lok ágústmánaðar, aðeins tveimur mánuðum eftir að bankinn hóf Icesave-innlánin í Hollandi. „Ná- ist ekki samkomulag verði starfsemi Landsbankans í Bretlandi stöðvuð.“ Sá böggull fylgdi skammrifi að flytja þurfti fimmtung eiginfjár Landsbankans til Bretlands sem tryggingu á móti Icesave-innstæð- unum. Bankinn þurfti því á hundr- uð milljarða króna láni að halda sem vonlaust virtist vera að fá erlendis. Í frásögn Styrmis höfðu eftir- farandi boð komið frá breska fjár- málaeftirlitinu þegar í lok júlí í fyrra: „Efnahagsástandið á Íslandi er, að okkar mati, verra en þið viljið halda fram og í því felst að áhættan fyrir breska innstæðueigendur í Lands- bankanum er meiri. Við teljum ekki að Seðlabanki Íslands geti verið lán- veitandi til þrautavara eða að hann geti fjármagnað innstæðukerfið ís- lenzka.“ Ástandið alvarlegt Löngu síðar, í réttarhöldum yfir Baldri Guðlaugssyni vegna meintra inn- herjaviðskipta með eigin hlutabréf í Landsbankanum skömmu fyrir bankahrunið, bar hann að ástandið hefði verið mjög alvarlegt. Baldur, sem var ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneyt- isins, sat fundi starfshóps um fjár- málastöðugleika sumarið 2008. Þann 29. júlí það ár lét hann færa til bók- ar að ef þær upplýsingar, sem nefnd- in fjallaði um, yrðu á almanna vitorði yrði það banabiti íslensku bankanna. Brugðust ekki við Í júní í fyrra birtust fréttir af skýrslu tveggja hollenskra prófessora í fjár- málarétti við háskólann í Amsterdam um Icesave-málið. Skýrsluna gerðu þeir fyrir hollensk stjórnvöld. Þar kom fram að hvorki Landsbankinn né FME hafi viljað viðurkenna eða gengist við þeim vanda sem Landsbankinn var kominn í sumarið 2008. Þar að auki hafi bæði forsvarsmenn Landsbank- ans og FME látið undir höfuð leggjast að grípa til nauðsynlegra ráðstafana sem hefðu getað dregið úr tjóninu. Því beri Landsbankinn og FME höfuðsök í málinu. Í raun og veru er framburður Arn- old Schilders, yfirmanns innra eftirlits hjá hollenska seðlabankanum, fyrir hollenska þinginu rökrétt framhald af skýrslu lagaprófessorana frá Amster- dam snemmsumars í fyrra. Schilder staðhæfir að íslenska Fjármálaeftirlit- ið hafi blekkt Hollendinga og hreint út sagt logið til um stöðu Landsbankans fram á síðustu stundu fyrir hrun. Neituðu blekkingum Björgvin G. Sigurðsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, var ráðherra bankamála þegar þrír stærstu bank- ar þjóðarinnar féllu. Björgvin sagði á Alþingi síðastliðinn fimmtudag að yf- irvöld hefðu ekki logið að erlendum eftirlitsstofnunum stuttu fyrir efna- hagshrun 2008 og brást þar við orðum Arnold Schilders. Sama er að segja um Jónas Friðrik Jónsson sem var forstjóri Fjármáleft- irlitsins þegar bankarnir féllu. Hann vísaði orðum Schilders einnig á bug með yfirlýsingu. Björgvin vitnaði í yfirlýsingu Jónas- ar í þinginu og þvertók fyrir að hann hefði sagt ósatt um stöðu mála. „Ég get fullyrt það að íslensk stjórnvöld voru ekki að ljúga að erlendum eftir- litstofnunum á þessum tíma og langt frá því.“ Björgvin sagði enn fremur: „Aug- ljóst er að hann (Schilder) var að reyna að beina kastljósinu annað með mjög grófu og stóryrtu og ómálefna- legu orðalagi sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Hafi íslensk stjórnvöld haldið vill- andi eða röngum upplýsingum að Hollendingum og Bretum um Lands- bankann allt fram að hruni hans daprast vonir um að dómstólaleiðin geti skilað Íslandi ávinningi í Icesave- deilunum. Úr 36. grein laga um fjármálafyrirtæki númer 161 frá árinu 2002: Tilkynningu (...) skulu fylgja upplýsingar um í hvaða ríki fyrirhugað sé að stofna útibú, lýsing á starfsemi útibúsins, skipulagi þess og fyrirhugaðri starfsemi og upplýsingar um heimilisfang útibúsins og nöfn stjórnenda þess. Eigi síðar en þremur mánuðum frá því að Fjármálaeftirlitinu bárust upp- lýsingar (...) skal það senda staðfestingu til lögbærra yfirvalda gistiríkis á að fyrirhuguð starfsemi sé í samræmi við starfsleyfi fyrirtækisins. Jafnframt skal Fjármálaeftirlitið senda lögbærum yfirvöldum gistiríkis upplýsingar um eigið fé fyrirtækisins, gjaldfærni, tryggingar innlána og bótakerfi sem verndar viðskiptavini útibúsins. Hlutaðeigandi fyrirtæki skal samtímis tilkynnt að framangreindar upplýsingar hafi verið sendar. Fjármálaeftirlitið getur bannað stofnun útibús skv. 1. mgr. ef það hefur réttmæta ástæðu til að ætla að stjórnun og fjárhagsstaða hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis sé ekki nægilega traust. Fyrirtækinu skal tilkynnt afstaða Fjármálaeftirlitsins svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en þremur mánuðum frá móttöku fullnægjandi upplýsinga skv. 2. mgr. Fjármálaeftirlitið getur bannað stofnun útibús - upplýsa skal um tryggingar innlána n 31. mars 2006 Landsbankinn tilkynnir FME um opnun útibús í Hollandi. Starfsemin nær til útlánastarfsemi og fyrirtækjaráðgjafar. n 25. apríl 2006 FME sendir tilkynningu ásamt gögnum til eftirlitsyfirvalda í Hollandi. Þetta er gert á grundvelli 36. greinar laga um fjármálafyrirtæki (161/2002). n 30. júní 2006 Eftirlitsyfirvöld í Hollandi senda tilkynningu til FME um að þau hafi móttekið tilkynningu FME um opnun útibús Landsbank- ans í Hollandi. n 6. sept. 2007 Landsbankinn tilkynnir FME að hann hyggist færa út kvíarnar í Hollandi og ætli að hefja innlánastarfsemi. n 17. sept. 2007 FME sendir tilkynningu til hollenska fjármálaeftirlitsins um áform Landsbankans (á grundvelli laga númer 161/2002). n 29. maí 2008 Landsbankinn hefur innlánastarfsemi í Hollandi undir merkjum Icesave og safnaði um 300 milljörðum króna meðal sparifjár- eigenda í Hollandi fram að bankahruni. Hollenska fjármálaeftirlitið sendi ekki bréf til baka vegna tilkynningar FME frá 17. september 2007. Samkvæmt bankatilskipun Evrópusambandsins (2006/48/ EC) er fjármálafyrirtæki (Landsbankanum) heimilt að hefja starfsemi tveimur mánuðum eftir að tilkynning hefur verið send frá heimaríki. - Um 9 mánuðir liðu frá því Landsbankinn tilkynnir um innlánsáform sín í Hollandi þar til Icesave-inn- lánin hefjast 29. maí 2008. Á þeim tíma er lausafjárstaða bankanna orðin afar ótrygg, ekki síst Landsbankans, og FME átti að sinna öryggiseftirliti í bankanum í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki (161/2002). Icesave í Hollandi Augljóst er að hann (Schilder) var að reyna að beina kastljósinu annað með mjög grófu og stóryrtu og ómálefnalegu orða- lagi sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Jóhanna fundaði með Barroso Mikil leynd hvíldi framan af yfir fundi Jóhönnu Sigurðardóttur með Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Á fundinum var meðal annars rætt hvernig leyst skyldi úr þeim vanda sem íslensk þjóð stendur frammi fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.