Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Síða 28
Ríkisstjórnin á eins árs afmæli. Það
er við hæfi að óska henni til ham-
ingju með áfangann þótt loft sé
lævi blandið og afmælið veki upp
blendnar tilfinningar. Við skulum
hafa eitt á hreinu áður en lengra
er haldið. Verkefni þessarar ríkis-
stjórnar hafa verið þau erfiðustu
sem íslensk ríkisstjórn hefur glímt
við frá lýðveldisstofnun. Vanda-
mál fyrri ríkisstjórna hafa verið sem
hjóm eitt í samanburði við brot-
hljóðin eftir hrunið.
Icesave ofar öllu
Því miður hefur Icesave-málið
gnæft yfir allri umræðunni í eftir-
mála hrunsins og tekið alltof lang-
an tíma. Dýrmætan tíma sem mun
kosta skattgreiðendur stórfé. Rík-
isstjórnin hefur þjáðst fyrir nokkra
þingmenn VG sem hafa haldið
henni í gíslingu og trítilóðri stjórn-
arandstöðu sem gerir allt til þess að
leysa ekki Icesave-hnútinn.
Já, gerir allt til að leysa ekki Ic-
esave-hútinn. Því um leið og það
gerist, mun skapast rými og tími
til þess að taka á öðrum og brýnni
málum. Sjálfstæðisflokkurinn er
skapari Icesave, faðir, sonur og heil-
agur andi. Þeir eiga þetta með húð
og hári. Tengslin milli Sjálfstæðis-
flokksins og Landsbankans eru eins
og tengslin milli tveggja teina í sama
kaðlinum. Ég geri ráð fyrir að flestir
þekki sögu þessara tvíbura en færri
vita kannski að þann 1. febrúar s.l.
tók sæti á Alþingi Erla Ósk Ásgeirs-
dóttir sem vann hjá Landsbankan-
um við velheppnaða markaðsher-
ferð Icesave í Hollandi og Bretlandi.
Óhætt er að segja að við þessa inn-
komu Icesave-þingmannsins sé
ákveðnum lágpunkti í málinu náð.
Skópu sinn eigin andskota
Eftir efnahagshrunið gerðist alveg
stórmerkilegur hlutur í stjórnmála-
sögu Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn
stóð uppi með ónýta hugmynda-
fræði, var í lausu lofti hvað varðar
stefnu og framtíðarsýn. Einn dag-
inn var ákveðið að ganga til samn-
inga við ESB en snúið við í miðri á
og ákveðið að halda tryggð við ein-
angrunarstefnuna og LÍÚ. Þá ger-
ist það undur að sjálft Icesave-mál-
ið, sjálfur bastarðurinn úr Valhöll,
bjargar konungsríkinu. Þar finnur
flokkurinn sig, en ekki sem skapari,
faðir og sonur, heldur sem afneit-
arinn. Flokkurinn finnur sig í and-
stöðunni við heimskapítalismann
(!) og unir sér við að pikka á fiðlu-
strengi þjóðernishyggjunnar. Þeir
skópu sjálfir sinn eigin andskota.
Þarna bítur eitthvað í skottið á sér
sem erfitt er að átta sig á hvað er.
Þyrla upp moðreyk
Allt tal um að Sjálfstæðisflokkurinn
vilji í raun og veru leysa þessa öm-
urlegu deilu, er orðin tóm. Um leið
og Icesave leysist, er hægt að snúa
sér að málum sem Sjálfstæðisflokk-
urinn má ekki hugsa sér að komi til
framkvæmda. Í fyrsta lagi breyting-
ar á stjórnarskránni og í öðru lagi
breytingar á kvótakerfinu. Hvort
tveggja á dagskrá ríkisstjórnarinnar.
Herbragð Sjálfstæðisflokksins
hefur verið að þyrla upp moðreyk
af þvílíkum þrótti að ekki er hægt
að finna samsvörun við annað slíkt
þótt litið sé lengst aftur í aldir. Það er
öskrað, æpt, barið í trumbur, fiðlur
stroknar, sekkir eru kramdir og píp-
ur blása. Gremjusinfónían er aðeins
rofin með dimmum básúnutón ofan
frá Hádegismóum og öðru hvoru
stekkur inn hermaur frá Selfossi til
að hvetja liðið. Heimdallur hljóm-
ar allur eins og blásið sé samtímis í
þúsund blokkflautur.
SANDKORN
n Reikna má með því að Eiður
Smári Guðjohnsen knattspyrnu-
maður höfði mál gegn breska
götublaðinu Sun sem heldur því
fram að hann, líkt og fleiri leik-
menn Chel-
sea, hafi átt
í ástarsam-
bandi við
Vanessu
Perroncel.
Konan sjálf
mótmælir því
að hafa átt í
sambandi við
Eið. Knattspyrnumaðurinn er sem
kunnugt er í máli við DV fyrir að
hafa ljóstrað upp um fjármál hans
og þannig rofið friðhelgi. Óljóst er
þó hvort hann hafi þann kjark sem
þarf til að hjóla í bresku pressuna.
n Fréttavefurinn AMX hefur rifað
seglin og er ekki lengur fremstur
hvað varðar fréttaskýringar. Nýr
ritstjóri, Friðbjörn Orri Ketilsson,
skilgreinir vefinn sem eins konar
fréttamið-
stöð. Flestum
er það hulið
hver leggur
vefnum til
fjármagn.
Á það er þó
bent að Frið-
björn Orri er
tengdasonur
Gunnlaugs Sævars Gunnlaugs-
sonar sem hefur sitt lifibrauð af
umsýslu fjár fyrir kjarnakonuna
Guðbjörgu Matthíasdóttur. Lík-
legt er að tengdasonurinn fái þá
mola sem falla af gnægtaborði
Guðbjargar.
n Í framhaldi af hruni amx.is
vakna spurningar um úthald
tenglasíðunnar eyjan.is. Þar sit-
ur við stjórnvölinn Guðmundur
Magnússon, fyrrverandi þjóð-
minjavörður,
sem hraktist
úr opinberu
starfi á sínum
tíma. Eyjan
hefur lifað
á fréttum
annarra en
ekki verið
með sjálf-
stæða fréttaöflun að neinu marki.
Aðsóknin er enda fremur dræm
og þá ekki síst í samanburði við
pressan.is sem undir stjórn Björns
Inga Hrafnssonar er með yfir 100
þúsund gesti á viku og rúllar yfir
gamla þjóðminjavörðinn.
n Erla Ósk Ásgeirsdóttir, fyrrver-
andi starfsmaður markaðsdeildar
Landsbanka Íslands, hefur tekið
sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Ein-
hverjir hafa á
því fyrirvara
vegna þess
að hún hafi
starfað við
þá snilldar-
markaðs-
setningu sem
átti sér stað í
kringum Icesave. Andrés Jónsson
almannatengill er þó ekki í vafa
um að þarna fari í senn hæf kona
og væn. „Kommon. Það voru ekki
almennir starfsmenn í markaðs-
deild sem báru ábyrgð á óábyrgri
innlánasöfnun Landsbankans,“
bloggar Andrés.
LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRAR:
Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Afskriftir verði opinberar
LEIÐARI
Undanfarna mánuði hafa átt sér stað einhverjar mestu eigna-breytingar í sögu Íslands. Í bak-herbergjum banka hafa verið
ákveðnar stórfelldar afskriftir auðmanna og
jafnframt ákveðið hvort þeir haldi fyrirtækj-
um sínum. Tilviljun ræður því hvaða frétt-
ir almenningur fær. Allt er gert í leynum og
aðeins leki frá uppljóstrurum tryggir sýni-
leika. Jóhanna Sigurðardóttir, atkvæðalít-
ill forsætisráðherra, kvartaði yfir því í Kast-
ljósi Ríkissjónvarpsins að stjórnvöld hefðu
enga innsýn í það sem væri að gerast í bönk-
unum. Það er ótrúlegt að þessi valdamesti
maður Íslands sem er með umboð frá meiri-
hluta Alþingis skuli vera svo sljór á lausnir.
Alþingi Íslands samþykkti við hrunið svo-
kölluð neyðarlög. Þar bar hæst að ákveðið
var að vernda allar innistæður Íslendinga í
íslenskum bönkum þótt ekki væri lagaskylda
til að greiða nema lítið brot. Dökk hlið þeirr-
ar ákvörðunar er að skuldarar áttu að standa
undir byrðunum. Það er nákvæmlega ekkert
sem mælir gegn því að Alþingi setji um það
lög til bráðabirgða að afskriftir til fyrirtækja
eða einstaklinga skuli vera opinberar. Bönk-
um skuli vera gert skylt að birta opinberlega
þær afskriftir sem eru yfir skilgreindri lág-
marksupphæð. Það yrði tæknileg útfærsla
hvort þar væri um að ræða 100 milljón-
ir eða eitthvert annað þrep. Það lýsir ráða-
leysi forsætisráðherra að hann hafi ekki enn
brotið þann múr sem bankar hafa reist um
gjörninga sína. Verstur allra er ríkisbank-
inn, Landsbankinn, undir stjórn hins sjálf-
skipaða Ásmundar Stefánssonar. Með upp-
lýsingaskyldu á bankana þyrfti ekki lengur
að rífast um það hver fengi hvaða afslátt af
skuldum sínum. Allt yrði opinbert. Einhverj-
ir munu telja afleitt að skikka banka til slíkra
uppljóstrana þar sem bankaleynd verði að
ríkja. Mótrökin eru þau að sérstakar aðstæð-
ur kalla á óhefðbundnar lausnir. Upplýs-
ingaskylda bankanna yrði tímabundin og
miðuð við það sem tengist hruninu og eftir-
leik þess. Þá þyrfti enginn lengur að velkjast
í vafa um afskriftir til Björgólfs Thors Björg-
ólfssonar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóns
Helga Guðmundssonar, Magnúsar Kristins-
sonar eða allra hinna sem fá afskrifað í leyn-
um. Vandinn kann hins vegar að vera sá að
þingmenn skorti til þess kjark að setja lög-
gjöfina. Þá má vera að annarlegir hagsmunir
ráði því að myrkrið verði áfram í bönkunum.
Jóhanna á leik.
REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR: Verstur allra er ríkisbankinn.
Tímans tönn
Tímanum er ætlað að líða og einn
var sá Tími sem leið undir lok. En um
þessar mundir eru um það bil 35 ár
liðin frá því að ég var á forsíðu Tímans
með mína fyrstu ljóðabók. Þar stóð
ég á Lækjartorgi í klofi nakinnar konu
(sem að vísu var stytta). Þetta var á
þeim árum þegar ég var handtek-
inn fyrir að lesa ljóð á almannafæri
og þurfti að fara á skrifstofu borgar-
stjóra til þess að fá ljóðlestrarleyfi. Og
á skrifstofu þeirri var mér boðið að
þiggja sígarettu úr borðskrauti sem
opnaðist einsog lófastór baldursbrá
ef þrýst var á hnapp og ilmandi amer-
ískt tóbakið blasti við. Og ég man ekki
betur en borgarstjóri hafi boðið mér
að þiggja gulllíkjör úr fíngerðu staupi.
Þetta voru dásamlegir dagar. Þetta
var á árum alvöru hafta og magnaðr-
ar verðbólgu. Ungskáld fengu birt
ljóð í Lesbókinni og svo mætti mað-
ur með ljóð uppá Þjóðvilja á föstu-
dögum því þá voru allir karlarn-
ir svo fullir að þeir elskuðu allt sem
þeir heyrðu. Á þessum árum var allt-
af verið að tala um horngrýtis verð-
bólguna. En stjórnmálamenn gáfu
fólki þá skýringu að kaffipakkinn eða
kartöflupokinn hefði skyndilega tek-
ið uppá þeim óskunda að hækka í
verði. Sjálfstæður vilji vörutegunda
skýrði verðbólguna fyrir Íslending-
um rétt einsog ástundun útskýrði það
að austur-þýskar trukkalessur settu
heimsmet í sundi og veittu bringu-
hárin þar ekki teljandi viðnám.
Ég þekkti ágætan mann á þess-
um árum, sá var bankastjóri og hann
bauð uppá útlenskt sælgæti, koní-
ak og breskar sígarettur. Hann sagði
mér það í óspurðum fréttum að verð-
bólga væri ekki annað en skattur. Og
hann hvíslaði því að mér að þessi
vitneskja væri fyrir gáfuð ungmenni
einsog mig – ekki fyrir fólk sem trúir
að verðbólga og launaskrið séu óum-
flýjanlegar hamfarir, náttúrulögmál
eða fyrirbæri sem líkja má við farald-
ur. Hann sagði að verðbólgan væri
skattur sem virkaði þannig, að ríkis-
valdið prentaði peninga sem greiddir
væru til dæmis fyrir vinnuframlag og
nokkru eftir að peningarnir kæmust á
markað léti þetta sama ríkisvald verð-
gildi peninganna rýrna. Með öðrum
orðum: Ríkið tekur til sín hluta af
verðgildi peninganna.
Hér á landi fóru menn ekki útí
íþróttasvindl með því að dæla ster-
um í kúluvarpskerlingar eða ræktun
skálsénía í heilaþvottahúsum. Hér
lögðu menn rækt við forheimsku og
gáfu þjóðinni verðtryggingu svo eyða
mætti bévítans verðbólgunni í eitt
skipti fyrir öll.
Hérna þarf að hækkar verð,
hagstjórn öll er sprungin
því verðbólga af Guði gerð
er gríðarlega slungin.
KRISTJÁN HREINSSON
skáld skrifar
„Hér lögðu menn rækt
við forheimsku og gáfu
þjóðinni verðtrygg-
ingu svo eyða mætti
bévítans verðbólgunni
í eitt skipti fyrir öll.“
SKÁLDIÐ SKRIFAR
Nú árið er liðið...
KJALLARI
28 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 UMRÆÐA
TEITUR ATLASON
nemi í alþjóðaviðskiptum skrifar
„Þar finnur flokkurinn
sig, en ekki sem
skapari, faðir og sonur,
heldur sem
afneitarinn.“