Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Síða 29
Hver er maðurinn? „Það er ég, Nanna Briem geðlæknir.“ Hvað drífur þig áfram? „Fjölskyldan, vinnan og vinir.“ Hvaða þrjú orða lýsa þér best? „Þetta er eins og eitthvert sálfræði- próf. En ætli ég neyðist ekki til að segja ákveðni, fjölskyldumanneskja og vinkona.“ Hver er þín fyrirmynd? „Móðir mín.“ Af hverju? „Hún var fyrirmyndarmanneskja og það er ánægjulegt að líkjast henni.“ Hver eru áhugamálin? „Vera með manninum mínum, borða góðan mat og vera með vinunum.“ Uppáhaldsmatur? „Sushi.“ Eru Íslendingar siðblindir? „Ekki meira en aðrir. Ég fjalla um siðblindu sem persónuleikaröskun. Það eru ekki til neinar rannsóknir um það hve margir Íslendingar eru siðblindir. Ég geri ráð fyrir því að það sé eins og annars staðar erlendis, 0,5 til 1%. Erlendar rannsóknir segja að það séu aðeins fleiri siðblindir í stjórnunarstöðum innan fyrirtækja. Það getur alveg verið eins hér á landi – það hefur ekkert verið rannsakað.“ Er eitthvað líkt með Enron og íslenska hruninu? „Það sem ég get sagt – að í mínum fyrirlestri vitna ég í tvo fræga sálfræðinga. Þeir hafa skoðað siðblindu innan fyrirtækja. Þeir halda því fram að siðblinda hafi verið stór sök í falli Enron. Ef maður skimar eftir siðblindu við ráðningar í stjórnunar- stöður er hægt að koma í veg fyrir annað Enron-mál. Það er þeirra hugmynd.“ Hvað er fram undan hjá þér? „Að vera með fjölskyldunni og fara í vinnuna og halda upp á tíu ára afmæli sonar míns.“ NANNA BRIEM geðlæknir sló í gegn með fyrirlestri sínum um siðblindu. Nanna segir að siðblinda hafi lítið verið rannsökuð hér á landi og margt sé líkt með hruni Enron og íslenska efnahagskerfisins. VILL LÍKJAST MÖMMU MAÐUR DAGSINS Það er kannski fullseint að vera með áramótapistil núna. En Óli og Icesave tóku yfir umræðuna í byrj- un janúar, einmitt þegar maður átti að vera að velta fyrir sér nýjum ára- tug. Það er því kannski síðasti séns nú, meðan enn er janúar, að velta fyrir sér nýju ári. Fyrsta spurningin sem þarf að svara er þessi: Er nýr áratugur yf- irhöfuð hafinn? Stærðfræðingar myndu flestir segja nei. En þó er málvenja fyrir því að líta svo á að nýr áratugur hefjist þegar nýr tugur fyllist. Þetta er sérstaklega ríkjandi í enskumælandi löndum, þar sem talað er um „fifties“ eða „sixties“ og því eðlilegt að miða við ár sem byrja á sama tölustaf í tugnum. Í íslensku notast menn hins vegar við hið óþjála „6. áratugur“ eða „7. áratugur“. Þessi heiti kalla ekki á bein tengsl við menningarlega við- burði eins og þau ensku gera og því skiptir varla máli hvenær slíkir ára- tugir byrja, hvort sem það er 1960 eða 1961. Ef til vill má einnig tala um þriðja mælikvarðann, sem er fyrst og fremst menningarlegur. Sagn- fræðingurinn Eric Hobsbawn hef- ur talað um „stuttu 20. öldina“ frá 1914–1991, sem entist þá frá upp- hafi fyrri heimsstyrjaldar og fram að hruni Sovétríkjanna. Telur hann þessa tvo stórviðburði hafa markað hið raunverulega upphaf og endi 20. aldar, hvað sem dagatalið segir. Sömuleiðis talar hann um „löngu 19. öldina“, sem entist frá upphafi frönsku byltingarinnar 1789 til 1914. Rokkáratugirnir Hvenær byrja þá áratugir út frá þessum mælikvarða? Menningar- lega var 6. áratugurinn fyrsti rokk- áratugurinn. Hann var þó heldur seinn á sér, hófst í raun ekki fyrr en 1955 með kvikmyndinni Rebel With out a Cause með James Dean og laginu „Rock Around the Clock með Bill Haley.“ Einnig var Elvis nokkur Presley þá farinn að láta að sér kveða fyrir alvöru í suðurríkjun- um. Áratugurinn kom enn seinna hingað til lands. Bítlaáratugurinn hlýtur þá að hefjast með útkomu fyrstu Bítla- plötunnar árið 1963, en sama ár kom einnig út fyrsta frumsamda plata Bob Dylans og fyrstu smáskíf- ur Rolling Stones. Áratugurinn náði síðan hámarki árið 1968, en að ein- hverju leyti má segja að hann hafi ekki hafist á Íslandi fyrr en 1970, þegar hippamenningin fór fyrst að láta á sér kræla af krafti. Margir vilja rekja endalok hippa- tímans í Bandaríkjunum til mann- fallsins á tónleikum Rolling Stones í Altamont í desember 1969, sem er heppilegur endapunktur, en sama ár komust einnig Manson-morð- in í hámæli. 8. áratugurinn átti erf- itt með að finna sjálfan sig í kjölfar hippanna, það var ekki fyrr en 1977 sem tvær af meginstefnum hans, pönk og diskó, komust í hámæli með myndinni Saturday Night Fever og fyrstu plötum Sex Pistols og Clash. Þær deilur áttu eftir að halda áfram á Íslandi langt fram á 9. áratuginn. Uppaáratugurinn og hrunið Uppaáratugurinn var frekar stund- vís. Árið 1979 var Thatcher kjörinn forsætisráðherra Bretlands og árið 1980 vann Reagan forsetakosningar í Bandaríkjunum. Þessir tveir ein- staklingar áttu eftir að setja mestan svip á áratuginn, sem nú varð mót- aður af stjórnmálum frekar en af menningunni í vitund fólks. Það er erfiðara að greina tíma- mótaviðburði á 10. áratugnum. Árið 1991 var Persaflóastríðið háð og Sovétríkin hrundu, sem átti eftir að lita áratuginn. Sama ár kom Nirvana-platan Nevermind út, sem er líklega eitt áhrifamesta lista- verk þessa áratugar. Ári síðar var Bill Clinton kosinn forseti Bandaríkj- anna og Maastricht-sáttmálinn var undirritaður, sem breytti Evrópu- bandalaginu í Evrópusambandið. Sama ár hófst stríðið í Bosníu. 21. öldin hefur þegar orðið vitni að tveim heimssögulegum viðburð- um. Árásirnar 11. september 2001 áttu eftir að draga dilk á eftir sér sem enn sér ekki fyrir endann á. Góðær- isáratugnum lauk síðan opinberlega 6. október 2008 á Íslandi og á svip- uðum tíma annars staðar. Haustið 2008 gerðust líklega þeir viðburð- ir sem eiga eftir að setja mesta svip á annan áratug aldarinnar. Árið í ár hófst með synjun forseta á Icesave. En hvað helstu deilumál varðar er 2. áratugurinn þegar hafinn. Hin langa 21. öld MYNDIN Tilraunastöð við Hellisheiðarvirkjun Í stöðinni er verið að þróa og prófa aðferðir við að skilja jarðhitagas frá gufunni. Annars vegar verður gerð tilraun til að binda koltví- sýring sem kristalla djúpt í hrauninu á Hellisheiðinni. Hins vegar verður brennisteinsvetni, sem veldur hveralyktinni, blandað saman við affallsvatn virkjunarinnar sem dælt er niður í jarðhitageyminn að nýju. MYND BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON KJALLARI UMRÆÐA 5. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 29 VALUR GUNNARSSON rithöfundur skrifar „Margir vilja rekja endalok hippatímans í Bandaríkjunum til mannfallsins á tónleikum Rolling Stones í Altamont í desember 1969...“ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER smaar@dv. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.