Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Side 33
alltaf,“ segir Hrefna en sex ár eru liðin frá því ajð Skoppa og Skrítla litu dagsins ljós. Þær vita því vel hvað þarf til að búa til góða barnasýningu. „Það skiptir rosalega miklu máli að maður hafi gaman af þessu sjálfur. Ef maður hefur það þá hefur maður hjartað með sér og það hlýtur að smita út frá sér. En umfram allt að elska viðfangs- efnið.“ ALLT AÐ GERAST Í BANDARÍKJUNUM Hrefna og Linda fara til Bandaríkjanna eftir tvær vikur og dvelja í Boston og New York. Nú þeg- ar hafa fjárfestar í Bandaríkjunum lýst yfir mikl- um áhuga á að semja við þær um verkefnið og vinna að þróun nýrra tækifæra. Þær Hrefna og Linda hafa sett saman hóp af sérfræðingum úti í Los Angeles til að sjá um þróun á alþjóðaútgáfu byggðri á íslenskri útgáfu Skoppu og Skrítlu. Eru þær komnar með John Hardman sem listræn- an stjórnanda að verkefni sínu í Bandaríkjun- um og Brendu Wooding sem alþjóðlegan sölu- stjóra Skoppu og Skrítlu. Þau tvö eru mikils metin í Bandaríkjunum og verða Hrefna og Linda með annan fótinn vestan hafs. „Það þýðir ekkert að spá í þreytu. Maður sefur bara í vélinni og mætir svo ferskur á fundi. Síðast þegar við skutumst til Ameríku var þetta þannig,“ segir Hrefna og Linda bætir við: „Það var búið að ákveða að sýningin yrði unn- in hratt og örugglega. Við eigum náttúrulega alla búninga og leikmuni tilbúna en svo eins og gjarn- an gerist þá stækkar þetta og í síðustu viku upp- götvuðum við hvað þetta er orðið mikið fyrir- tæki. Þetta er tæknilega flókið en það er gaman. Við bökkuðum samt aðeins því þetta er fyrir allra minnstu vinina okkur og þeir eru ekki að koma í leikhús til að sjá eitthvert Avatar-dæmi. Aðalmál- ið er að hjartað sé á réttum stað, það sé einlægni og að það sé gott að koma í leikhúsið – það er það sem okkur finnst mikilvægast. Að þau komi og eigi dýrlega stund.“ Á AÐ BERA VIRÐINGU FYRIR BÖRNUM Gunnar Helgason leikstýrir þeim í fyrsta sinn en hann er enginn nýgræðingur í að gera gott og skemmtilegt barnaefni. Hópurinn sem hef- ur komið nálægt þessari sýningu hefur enda skemmt sér vel og það hefur mikið verið hlegið. „Gunni er bara sjálfur svo mikið barn í sér. Alveg á sömu hillunni og við erum. Þegar við komum inn í leikhúsið verðum við alveg eins og krakkar. Höfum gaman af lífinu og hömumst og hlæjum. Gunni veit alveg hvað á að segja og gera í leik- húsi. Hann hefur mikla reynslu í því, ekki bara að stjórna heldur líka að vera á sviðinu,“ segir Linda og bætir við að það sé ekkert auðveldara að gera sýningu númer þrjú en númer eitt. „Við erum eig- inlega á byrjunarpunkti því þessi er svo miklu stærri en allar hinar. Við erum komnar með ákveðinn grunn – það þarf ekki að finna neina karaktera, bara heiminn í kringum þær Skoppu og Skrítlu. Þetta er samt ábyrgð, þetta er hópur sem maður þarf að bera virðingu fyrir. Það á ekki að fylla börnin af vitleysu og einhverjum ranghugmyndum um lífið. Þó að það sé lítil og stutt teiknimynd í sjónvarpinu getur hún haft gríðarleg áhrif. Það skiptir máli hver boðskapurinn er. Litla fólkið er að læra á lífið og það verður það sem við fyllum það af,“ segir Hrefna. VEGUM HVOR AÐRA UPP Þær Linda og Hrefna eru búnar að vera í dag- legum samskiptum í hartnær sex ár – frá morgni til kvölds. Árið 2010 verður mikið ferðast á milli Vesturheims og Íslands og því ekki úr vegi að spyrja hvort þær verði aldrei þreyttar hvor á ann- arri. „Nei í rauninni ekki. Við þurfum á hvor ann- arri að halda. Ég held það,“ segir Hrefna og Linda bætir við: „Það eru svo margir hlutir sem þarf að hugsa um og þetta er eins og gott hjónaband – við vegum hvor aðra upp. Það er ákveðin verkaskipt- ing og mikið traust. Við erum búnar að vera að þessu í sex ár og höfum lent í ýmsu. Þetta er búið að vera lær- dómsríkt og við eigum fullt af hugmyndum á lag- er sem við eigum eftir að framkvæma og langar að gera.“ benni@dv.is M Æ LI R M EÐ ... ... BRÁÐUM HATA ÉG ÞIG Leikrit útskriftarhóps Nemenda- leikhúss LHÍ. Þetta er býsna góður hópur og ættu flestir að eiga möguleika eftir útskrift. ... FAUST Leikur Vestur- portsmanna og Leikfélags Reykjavíkur er vel unninn og ásjálegur á allan hátt. ... THE Road Algjör eymd en ágætis ræma. ... GÓÐUM ÍSLENDINGUM Það var margt reglulega smell- ið í þessu sem auðheyrilega hitti í mark. ... TILBRIGÐI VIÐ STEF Ágætis verk í Iðnó. ... IT´S COMPLICATED Ótrúlega illa heppnuð þrátt fyrir gott úrval leikara. M Æ LI R EK KI M EÐ ... FÓKUS 5. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 33 Hljómsveitin Árstíðir fær aðstoð við upptökur: Vinna með Ólafi Arnalds FÖSTUDAGUR n Rokk á Sódómu Þriðji Afleggjari X-ins 977 fer fram á föstudagskvöld á Sódómu. Fram koma hljómsveitirnar Kimono, Mammút, Úlpa og Morðingjarnir. Þarna eru komin saman nokkrar af bestu rokkgrúppum landins. Kostar 1000 kall inn og húsið er opnað kl. 23. n Spot Sjóðheit Boogienights-stemning sem aldrei fyrr! Það er enginn annar en sjálfur Siggi Hlö í öllu sínu veldi og diskóboltinn Valli Sport sem munu saman fá fólk til að dansa frá sér allt vit. Það kostar 1200 krónur inn og húsið er opnað klukkan 23. n Ljótu hálfvitarnir á Græna hattinum Ein allra skemmtilegasta hljómsveit landsins, Ljótu hálfvitarnir, mun loks gleðja Akureyringa með tónleikum á Græna hattinum. Vegna gríðarlegra vinsælda verður að tryggja sér miða í tíma því að það hefur alltaf verið uppselt á tónleika þeirra þar. Allir norður! n Menn ársins á Rósenberg Hljómsveitin Menn ársins leikur fyrir gesti og gangandi á Kaffi Rósenberg í kvöld. Þetta er skemmtilegt band sem spilar lög að eigin geðþótta. Það verða frumsamin sem og tökulög. Menn ársins eru Sváfnir Sigurðarson, Haraldur Vignir Sveinbjörnsson, Sigurdór Guðmundsson og Kjartan Guðnason. LAUGARDAGUR n Duplex #4 á Sódómu og Batteríinu Duplex-kvöld númer fjögur verður haldið um helgina á skemmtistöð- unum Batteríinu og Sódómu. Fram koma hljómsveitirnar Ultra Mega Technobandið Stefán, Sometime, Cliff Clavin, Dynamo Fog, Futuregr- apher, Tonik og Mukkaló. Það kostar 1000 krónur inn og húsið er opnað kl. 21. Kvöld sem enginn má missa af. n Pallapartí á Nasa Það er alltaf hægt að treysta á stuð að eilífu þegar Páll Óskar er við skífurnar. Hann ætlar að vera með Eurovision-partý Páls Óskars í kvöld á Nasa í tilefni af Söngvakeppni sjónvarpsins og mun þakið eflaust rifna af húsinu. Það kostar 2000 inn og er húsið opnað klukkan 23. Forsala á föstudegi milli 13 og 17. n Vítamín í Keflavík Það er hljómsveitin Vítamín sem kemur og heldur alvöru ball í Top of the Rock í Keflavík á laugardaginn. Lagalistinn samanstendur af gömlu í bland við nýtt. Þetta eru öll balllögin sem fólk þekkir vel. Það kostar aðeins 1000 krónur inn og fylgir drykkur með. Tilboð á barnum. n Hvíta húsið Selfossi Styrktarball meistaraflokks knattspyrnudeildar Selfoss verður í Hvíta húsinu á Selfossi. Ingó og Veðurguðirnir ætla heiðra gesti með nærveru sinni og sínum skemmtilegu tónum. Það kostar 2000 krónur inn og er húsið opnað klukkan 23. 18 ára aldurstakmark. n SSSól á Spot Í fyrsta skipti á Spot munu Helgi Björnsson og félagar hans í SSSól rokka þakið af kofanum. Það er langt síðan maður hefur heyrt slagara á borð við Halló, ég elska þig og Geta pabbar ekki grátið? á sviði. Það kostar 1800 krónur inn og hefst miðasala klukkan 22. Hvað er að GERAST? HJÓNABAND FÁ ALDREI NÓG Hrefna og Linda fá aldrei nóg hvor af annarri né því að vera Skoppa og Skrítla. MYND SIGTRYGGUR ARI SAMAN Á SVIÐI Hrefna og Linda á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. Við þurfum á hvor annarri að halda. Tónlistarmaðurinn geðþekki Ólaf- ur Arnalds og hljómsveitin Árstíðir ætla leiða saman hesta sína á næst- unni og vinna nýtt lag saman. „Ól- afur er mjög góður vinur okkar og hefur áður unnið með okkur,“ seg- ir Ragnar Ólafsson, gítarleikari og söngvari og segist er spenntur yfir samstarfinu. „Við í hljómsveitinni höfum miklar mætur á honum og það er í raun mikill heiður að fá að vinna með honum.“ Ólafur mun vera upptökustjóri og pródúser á nýju lagi þeirra en eins og áður kom fram er hljóm- sveitin ekki ókunn þessum 24 ára gamla snillingi. Hann aðstoðaði þá við upptökur á plötu sem kom út í kjölfar tónleika í Fríkikjunni í desember 2008. Auk þess sem tveir meðlimir Árstíða hafa spilað með honum. Það eru þeir Karl Aldin- steinn fiðluleikari og Hallgrímur Jóhann Jensson sellóleikari. „Það mun bara vera gaman að fá að vinna með honum,“ segir Ragnar. Árstíðir hafa verið að gera það gott síðastliðið ár og gaf meðal ann- ars út sína fyrstu plötu í júní 2009. Ragnar er nú staddur í Stokkhólmi að undirbúa tónleikaferð sem hljómsveitin stefnir á í maí. „Ég er bara að fara á milli staða og bóka þá og tala við fjölmiðla og leggja grunninn . Það gengur mjög vel.“ asdisbjorg@dv.is Heiður Ragnar Ólafsson, gítarleikari og söngvari Árstíða segir mikinn heiður að vinna með Ólafi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.