Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 VIÐTAL Svavar Gestsson gerðist sendiherra árið 1999 en er nú hættur eftir 11 ára þjón-ustu. Í þrjá áratugi var hann áberandi á vinstrivæng íslenskra stjórnmála sem ritstjóri Þjóðviljans og síðar þingmaður og ráð- herra fyrir Alþýðubandalagið. Reyndar er hann eini sósíalistinn sem ratað hefur inn í raðir send- herra þjóðarinnar allan lýðveldistímann frá 1944. Í byrjun árs 1999 biðu blaðamenn spennt- ir eftir því að hann kæmi fram og tilkynnti um framboð til þings og eftir hverju hann sæktist í prófkjöri Samfylkingarinnar sem þá var nýlega orðin til með sameiningu Alþýðubandalagsins. Alþýðuflokksins, Kvennalistans og Þjóðvaka. Öllum að óvörum kom hann fram á sviðið og tilkynnti að hann væri orðinn sendiherra. Fyrst fór hann til Winnipeg í Kanada ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Ágústsdóttur, fyrrverandi borg- arfulltrúa, því næst til Stokkhólms og loks til Kaupmannahafnar. Svavar og Guðrún helltu sér út í störfin fyrir utanríkisþjónustuna. „Þetta var gefandi og skemmtilegt og við erum þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri,“ segir Svavar sem varla hefur rætt við fjölmiðla undanfarin 11 ár. Svavar kom auk þess nálægt undirbúningi að umsókn Íslands um aðild að öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna og síðastliðið vor varð hann formaður Icesave-samninganefndarinnar fyrir hönd stjórnvalda. Svavar hefur mátt þola ýmsar aðdróttan- ir síðustu mánuði vegna aðildar sinnar að Ice- save-samningunum og jafnvel persónulegar svívirðingar. Hann skilur hins vegar vel hitann í fólki eftir allt það sem hefur gengið yfir en lýsir eftir sanngirni af hálfu þeirra sem taka þátt í op- inberri umræðu. „Margir í fjölskyldunni taka aðdróttanir í minn garð nærri sér. Ég reyndi að gera þetta eins vel og ég gat og hafði til þess fullt umboð frá allri ríkisstjórninni þegar þessi vinna hófst fyrir einu ári.“ Svavar er harðánægður með ríkisstjórnina, pólitíska forystu og baráttuþrek Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og þykir Dala- maður í framættir, frændi sinn fjarskyldur, Össur Skarphéðinssson utanríkisráðherra, orðinn góð- ur og slípaður stjórnmálamaður. „Honum hefur farið fram.“ Þess má geta fyrir þá sem ekki vita að Svavar er faðir Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráð- herra, sem þykir mælsk eins og pabbinn. – Hann er ekkert búinn að gera upp við sig hvað hann muni taka sér fyrir hendur. „En ég er að skrifa bók sem kemur út á þessu eða næsta ári. Ég vil ekki ræða efni hennar en ýmsir fara kannski nærri um það.“ Pólitískur grunnur Iceave-samningsins Svavar var settur formaður Icesave-nefndarinn- ar fyrri hluta árs í fyrra. Það var gert á tvíþættum forsendum. Annars vegar á grundvelli reynslu hans eftir 20 ára þingsetu og tíu ára ráðherra- setu. Hins vegar hafði hann 10 ára reynslu sem sendiherra. „Síðan eru með mér í nefndinni og rétt að gera grein fyrir því, Indriði H. Þorláksson, full- trúi fjármálaráðuneytisins, Sturla Pálsson, yf- irmaður alþjóðasviðs Seðlabankans, Páll Þór- hallsson, lögfræðingur og sérstakur fulltrúi forsætisráðherra í nefndinni, Áslaug Árnadótt- ir sem situr fyrir Tryggingasjóð innstæðueig- enda og fyrir efnahags- og viðskiptaráðherra og Marteinn Eyjólfsson, lögfræðingur í utan- ríkisráðuneytinu, þannig að þetta er í raun og veru 6 manna embættisnefnd. Hver og einn hefur sitt svið; Áslaug sinn Tryggingasjóð til að hugsa um, Sturla sérfræðingur um kjörin og svo eru þarna öflugir lögfræðingar. Þegar kom að samningnum sjálfum bættust við einir 7 til 8 lögfræðngar úr ýmsum áttum. Í viðræðun- um um Icesave skipti mjög miklu máli að tala minnst einu sinni á hverjum fundi um efna- hagsleg hryðjuverk Breta á Íslendingum. Það gerðum við algerlega svikalaust. Hvað er svo í þessum Icesave-samningi? Ég held að menn séu að flækja hlutina helst til mikið vegna þess að samningurinn er fyrst og fremst pólitískur. Hann er pólitísk tilraun til lausnar á svakalega erfiðu og flóknu deilumáli. Í fyrsta lagi er í honum ákvæði um að í stað þess að borga allt á 10 árum úr ríkissjóði mega líða 7 ár áður en greiðslur hefjast úr ríkissjóði. Að vísu verður það tekið sem kemur í gegnum Landsbankann. Svavar Gestsson skrifaði langan kafla í stjórnmálasögu íslenska lýðveldisins sem þingmaður og ráðherra. Hann gerðist síðar sendiherra og kemur nú fram á sjónarsviðið sem einn umdeildasti maður þjóðarinnar í hlutverki formanns Icesave-samninganefndarinnar. Hann er eindreginn þingræðissinni og vandar Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta og gömlum samherja sínum í pólitíkinni, ekki kveðjurnar. Í samtali við Jóhann Hauksson segir Svavar að innstæðutryggingar séu fyrir almenning en ekki auðmenn. UPPREISN FORSETANS GEGN ÞINGINU Regluverk eins og Trygging-arsjóður innstæðueigenda er til fyrir almenning. Þetta regluverk er ekki til fyrir auðvaldið því það þarf ekki á slíku regluverki að halda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.