Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 VIÐTAL
Fær nýra
FRÁ PABBA
Ólafur Karl Óskarsson
er 16 mánaða glaðlyndur
drengur sem þjáist vegna
sjaldgæfra fæðingargalla.
Ólafur fæddist með klumbu-
fót, afmyndun á hryggjarlið-
um og með ekkert rófubein.
Svo eitthvað sé nefnt. Það
alvarlegasta er þó nýrna-
bilun og stefnir fjölskyldan
á nýrnaígræðslu í haust.
Foreldrar hans passa báðir
sem gjafar og þótt mamma
hans myndi gefa honum
hjartað úr sér verður pabbi
hans gjafinn. Fjölskyldan
berst í bökkum fjárhagslega
og hafa vandamenn opnað
reikning þeim til stuðnings.
Nýfæddur Tvísýnt var
um líf Ólafs Karls en hann
fæddist með eitt nýra,
engan endaþarm og mjög
þrönga þvagrás. Litla
hetjan barðist fyrir lífi sínu
og síðan hefur allt verið á
uppleið.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Í gifsi Ólafur Karl er ný-
kominn úr vel heppnaðri
mjaðmaaðgerð og er í
gifsi frá nafla og niður.
MYND ÚR EINKASAFNI
F
lestir taka því sem sjálf-
sögðum hlut að eignast
heilbrigt barn og í flest-
um tilvikum er það raun-
in. Þegar við fengum að
vita að barnið sem við
áttum von á yrði fatlað fórum við í
gegnum heilmikið sorgarferli og eftir
að hann fæddist tók við mikil vinna.
Við verðum að muna að njóta þess að
eiga hann en ekki bara líta á umönn-
un hans sem vinnu,“ segir Ásrún Her-
steinsdóttir, móðir 16 mánaða hetj-
unnar Ólafs Karls.
Þegar Ásrún var ófrísk að Ólafi
Karli fengu hún og kærasti hennar,
Óskar Árnason, að vita í 20 vikna són-
ar að ekki væri allt með felldu með
barnið. „Læknirinn sagði að hann
væri aðeins með eitt nýra og að það
starfaði ekki eins og það ætti að gera.
Eins sá hann að eitthvað var að hrygg
og fótum hans. Hann taldi líklegt að
hann væri með klumbufætur, sem
var raunin með annan fótinn,“ segir
Ásrún og bætir við að hún hafi hætt
að vinna snemma á meðgöngunni
vegna grindargliðnunar og hún hafi
notað tímann til að undirbúa sig und-
ir komu barnsins.
„Ég fékk því tíma til að velta þessu
fyrir mér, verja tíma með stóra bróð-
ur hans og reyna að njóta þess að vera
ófrísk. Þessi meðganga reyndi miklu
meira á andlega en líkamlega.“
Mamman besta hjúkkan
Þegar Ólafur Karl kom í heiminn
komu hins vegar fleiri gallar í ljós. Auk
þess að vera með klumbufót hægra
megin var hægri mjöðm Ólafs Karls
úr lið og of mörg rifbein hægra meg-
in. Ólafur Karl er með afmyndun á
hryggjarliðum og ekki með rófubein.
Bakflæði tengist þessum fæðingar-
göllum og auk alls þessa fæddist hann
ekki með endaþarm og er þar af leið-
andi með kólóstóma. Þvagrás hans er
mjög þröng svo hann getur ekki piss-
að eins og aðrir strákar og er hann því
með þvagstóma sem kemur beint úr
nýranu. Það alvarlegasta er nýrað
sem starfar langt undir getu svo Ólaf-
ur Karl þjáist af alvarlegri nýrnabilun.
Það er því mikið lagt á lítinn dreng
en mamma hans segir að hann hafi
það ágætt í dag. Hann sé þó tiltölu-
lega nýkominn úr mjaðmaaðgerð og
sé með gifs frá nafla og niður. Fjöl-
skyldan er í startholunum fyrir nýrna-
ígræðslu sem stefnt er á í haust og það
er pabbinn sem er nýrnagjafinn.
„Ólafur Karl er alveg ofsalega dug-
legur, þó að í þroska sé hann á eftir