Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 HELGARBLAÐ 60 TONNA LOFTSTEINN Hoba-steinninn í Namibíu er stærsti loftsteinn sem hefur fundist á jörðinni. Hann er einnig stærsti náttúrulegi járnklumpurinn sem vitað er um. Lofsteinninn er talinn hafa skollið á jörðina fyrir 80.000 árum en hann stendur enn á sama stað og hann lenti. Hoba- steinninn fannst árið 1920. Eigandi landskikans þar sem steinninn liggur er sagður hafa verið að plægja jörðina með uxa þegar skyndilega heyrðist hvellt málmhljóð og plógurinn stöðvaðist. Hoba-steinninn var grafinn upp en hann hefur aldrei verið færður úr stað enda gríðarlega þungur, um 60 tonn. Efna- samsetning hans er um 82,4% járn, 16,4% nikkel og 0,76% kóbalt. UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON, helgihrafn@dv.is PÓLSKIR SKÓGAR Í SÓKN n Við lok átjándu aldar þöktu skógar um 38 prósent af pólskri jörð. Á nítjándu öld og á fyrri hluta þeirrar tuttugustu var stórum hluta skóganna eytt þegar bændur þurftu meira svæði fyrir ræktarlönd og þegar pólskar lendur urðu vígvellir stríða. Við lok síðari heimsstyrjaldar þöktu skógar aðeins fimmtung Póllands. Á eftirstríðsárunum hrintu pólsk yfirvöld af stað skógræktar- átaki. Þekja skógar í dag um 30 prósent landsins og talið er að skógarnir nái fyrri styrk eftir 50-100 ár. Fyrr á öldum bjuggu nokkrir pólskir þjóð- flokkar alfarið í skógum landsins. Vegna ein- angrunar þróuðu hóparnir með sér sérstaka mállýsku, tónlist og klæðaburð. Stærsta þjóðarbrotið úr skógunum er kurps-fólkið sem enn í dag heldur hátíðir og notar þjóð- búninga sem eiga rætur að rekja til fornra tíma í myrkviðum pólskra skóga. STÆRSTA SÆKÝRIN n Hinar risavöxnu Steller-sækýr (Hydrodamalis gigas) voru engin smásmíði, vógu á bilinu 5-11 tonn og gátu orðið tæpir 8 metrar á lengd. Þær lifðu fyrr á tímum víða í Norður-Kyrrahafi en stofn skepn- unnar hafði minnkað mikið þegar Evrópumenn uppgötvuðu tegundina á átjándu öld. Sækýrnar lifðu þá nær eingöngu í grunnum og köldum sjó við Kommandorskye-eyjaklasann á Beringshafi. Evrópumenn uppgötvuðu þær fyrst árið 1741 þegar skip landkönnuðar- ins Vitusar Bering strandaði undan ströndum Kamtsjatka. Á meðan beð- ið var björgunar fór náttúrufræðing- urinn Georg Wilhelm Steller, sem var einn skipsbrotsmannanna, á stjá og fann sækýrnar sem fengu þá nafn hans. Það markaði endalok tegund- arinnar því evrópskir siglingamenn fengu veður af skepnunni og ferðust til Beringshafs til að veiða hana. Að- eins 27 árum eftir uppgötvun Stellers voru Steller-sækýr útdauðar. KLÆÐSKERINN FLJÚGANDI n Austurríski klæðskerinn Franz Reichelt fann upp stóra yfirhöfn, sem hann nefndi „fallhlífarfrakkann“, sem var úr þunnu efni með miklu vænghafi. Hann starfaði í Frakklandi og var þekktur undir viðurnefninu „klæðskerinn fljúgandi“. Þann 4. febrúar 1912 söfnuðust fjölmargir Parísarbúar, fjölmiðlamenn og forvitnir ferðamenn, fyrir framan Eiffel-turninn en Reichelt ætlaði að sýna uppfinningu sína þar. Hann gerði sig tilbúinn, dró andann og horfði út á Signu. Hann stóð á stól fyrir framan handriðið á veitingahúsinu á fyrsta „dekki“ Eiffel-turnsins. Hann steig fram á efsta bitann og stökk niður heila 60 metra og lést samstundis eftir harka- lega lendingu. Dagblögðin sögðu frá ör- lögum hins fífldjarfa uppfinningamanns í löngu máli – þar sem fylgdu með ljós- myndir af fallinu. Byssuhátíð fjölskyldunnar Tvisvar á ári koma hundruð skotvopnaáhugamanna saman í eyðimörkinni í vesturhluta Arizona. Þar er haldin byssuhátíðin „Big Sandy Shoot“, en skipuleggjendur hennar segja stoltir frá því að hún sé stærsta hátíð sinnar tegundar í heiminum. Hátíðargestir skjóta linnulaust í þrjá daga úr skotvopnum sínum, sem ýmist eru skammbyssur, vélbyssur, riffl- ar, haglabyssur eða jafnvel eldflaugavörpur. Að meðaltali er 3,5 milljónum skothylkja dritað út í tómið á hverri Big Sandy Shoot-hátíð. Gestirnir þurfa að borga 230 dollara fyrir þátttöku en þeir sem eru komnir til að horfa á borga 25 dollara. Allir gestir eru látnir skrifa undir yfirlýsingu að þeir hafi komið á hátíðina af fúsum og frjálsum vilja og á eigin ábyrgð. Ekki virðist sérstaklega haldið að fólkinu að verja sig fyrir skothríðinni ef marka má meðfylgj- andi myndir. Auk þess víla hátíðargestirnir sjáanlega ekki fyrir sér að draga blessuð börnin sín með sér í dritið. Eflaust til að sýna þeim hinn rétta ameríska anda, sem skráður er í bandaríska stjórnarskrá, réttinn til að bera vopn og verja sjálfa sig og sína. Eitt er þó alveg bannað á Big Sandy Shoot og það með réttu – sama regla og á bindindishátíð- inni í Galtalæk gildir – áfengisneysla er alveg bönnuð. Furðuleg fjölskylduhátíð að bandarískum sið er haldin tvisvar á ári í eyðimörkinni í Arizona-fylki. Byssuglaðar blómarósir Kvenþjóðin lætur sig ekki vanta á hátíðina. Bamm bamm Þessum finnst sko gaman að skjóta út í loftið. Koma svo, drengur Pabbi, pabbi, á hvaða takka á ég á ýta? Einn, tveir og... Hátíðargestir víla ekki fyrir sér að láta börnin sín skjóta af eldflaugavörpum. Litadýrð eldregnsins Á kvöldin er börnunum komið fyrir inni í tjaldi á meðan fullorðna fólkið á rómantíska stund með litadýrð skothríðarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.