Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 LÍFSSTÍLL ÚR UNDIRFÖTUM Í KVIKMYNDIR Nýr kærasti Samönthu í Sex and the City 2 er enginn annar en ofurhönkið og fyrir- sætan Noah Mills. Þetta mun vera fyrsta mynd hans eftir vel heppnaðan fyrirsætu- feril, en Noah hefur unnið fyrir Dolce & Gabbana, Tom Ford, John Galliano og Michael Kors. Stórstjarnan og söngkonan Bey- oncé Knowles hefur látið framleiða sitt fyrsta ilmvatn. Ilmurinn hef- ur fengið nafnið Heat, eða Hiti, og kynnti söngkonan hann á miðviku- daginn var. „Ég vildi vera frumleg og vildi ekki vera eins og allar hinar stjörnurnar,“ segir söngkonan um ilminn en til þess að það næðist hafi verið lögð gríðarleg vinna í að þróa lyktina. „Það hefur tekið tvö ár að búa hann til. Allt niður í minnstu smá- atriði er mjög persónulegt þannig að það er óhætt að segja að þetta sé minn ilmur. Ég er alveg ótrúlega stolt af þessu.“ Vinsældir Beyoncé hafa aldrei verið meiri þó ótrúlegt megi virð- ast því hún hefur verið vinsæl- asta poppstjarna heims um árabil. Þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gömul. Síðastlið- inn sunnudag hlaut hún hvorki meira né minna en sex Grammy-verðlaun en aldrei hefur kvenkyns listamaður fengið fleiri verðlaun á einu kvöldi. Fyrsta ilmvatnið frá Beyoncé Knowles: TVÖ ÁR AÐ FINNA ILMINN UMSJÓN: HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR NÁTTÚRULEG FÆÐING Gisele Bündchen eignaðist nýverið strák sem hún nefndi Benjamin. Hún segist ekkert hafa fundið fyrir sársauka við fæðingu drengsins og ekki viljað nein verkjalyf eða deyfingu en hún átti drenginn í baðkarinu heima. Það eru ekki allar konur sem myndu treysta sér í svo náttúrulega fæðingu en svona var þetta gert öldum og árþúsundum saman áður en læknavísindunum fleytti fram. VIKTRORÍUTÍMA- BILIÐ INNBLÁSTUR Ofurfyrirsætan Coco Rocha er komin með nafn á nýja tískulínu sína, en hún nefndi hana Rococo. Hún frumsýndi kjól frá línunni sinni á Grammy-hátíðinni á dögunum.Hún segist heillast af fötum sem sækja innblástur sinn til Viktoríutímabilsins. SAMA OG 2001 Britney Spears vakti athygli á Grammy-hátíðinni fyrir að klæðast fötum svipuðum þeim sem hún klæddist árið 2001. Kjóllinn er úr gegnsæju efni og er frá Dolce & Gabbana. Hárið á henni hefur ekki verið jafnfallegt síðan áður en hún rakaði það af, en í þetta sinn nutu dökkir lokkar hennar sín vel. Beyoncé Fór á milli staða í New York á miðvikudag til að kynna ilminn og skipti um kjól í tækifæri. Hvenær byrjaðir þú að syngja? „Ég byrjaði fyrir alvöru að syngja í kringum sjötta bekk. Þá tók ég þátt í minni fyrstu söngkeppni og stóð þar uppi sem sigurvegari. Ég man sterk- lega eftir þessu því  ég var ótrúlega stressuð. Söng lagið hennar Celine Dion, Immortality, og þá uppgötvaði ég að ég vildi verða söngkona.“  Var Eurovision alltaf draumurinn? „Eurovision hefur alltaf verið draum- ur fyrir mér. Ég er í  skýjunum með að fá að vera með í undankeppn- inni ár. Burtséð frá því  hvort ég kemst áfram eða ekki, þá er þetta frábær reynsla og búið að vera æðislega gam- an.“ Hver er fyrsta Eurovision-minningin?  „Klárlega þegar ég horfði á keppnina árið  1998, þá níu ára gömul.  Íslend- ingar voru ekki með, en ég sat sem klettur með ömmu minni, með stiga- töflu sem ég hafði klippt út  úr ein- hverju blaðinu, og spáði fyrir um öll lögin og úrslitin. Hvort ég hafði rétt fyrir mér er hins vegar önnur saga.“ Hvert er uppáhalds Eurovision-lagið? „Ég get hlustað á lagið Maria Magda- lena aftur og aftur. Það keppti fyrir Króatíu 1999. Lagið  „Sá þig“ úr und- ankeppninni árið  2003 í  flutningi Þóreyjar Heiðdal er uppáhalds ís- lenska lagið mitt.“  Hvaða söngkonu líturðu mest upp til?  „Beyoncé. Ég hef orðið rosalegur að- dáandi síðustu mánuði.  Ég horfi á DVD með henni og er með stjörnur í augunum. Ótrúlegt raddsvið, útgeisl- un og hrikalega flottur listamaður.“ Hvernig er Eurovision-tískan frábrugðin hefbundinni tísku?  „Tískan í Eurovision er öðruvísi að því leytinu til að þú hefur um það bil þrjár mínútur til slá  í  gegn. Fötin sem þú ert í  verða að  vekja athygli. Maður sér allt frá  glæsilegustu gal- akjólum yfir í mestu múndering- ar, samanber finnsku skrímslin sem unnu fyrir nokkrum árum.“ Hverju muntu klæðast á lokakvöldinu? „Ég mun klæðast öðruvísi kjól en ég klæddist síðast, en ég fékk sterk við- brögð við þeim kjól eftir undanúrslita- kvöldið. Bæði góð og slæm. En það er bara eitthvað sem maður verður að vera undirbúinn fyrir.  Á úrslitakvöld- inu verð ég klædd sérsaumuðum kjól. Sigrún Ragna, frænka mín, auk Haffa Haff hönnuðu kjólinn. Erla Fanney Óskarsdóttir sá um lokaútkomu og að sauma kjólinn. Ég er rosalega sátt við útkomuna en hann mun vera hern- aðarleyndarmál. Eina sem ég get deilt með fólki er að hann verður fjólublár og svartur.“ Mestu tískuslys Eurovision?  „Því miður fannst mér kjóllinn sem Chiara klæddist í fyrra ekki nógu góð- ur. Mesta tískuslysið yfirhöfuð finnst mér fyrst og fremst vera sú pressa að vera sem minnst klæddur.“   Flottustu Eurovision-dressin?  „Það eru fjögur dress sem mér finnst standa upp úr.  Fyrst er það  Hanna Pakarinen sem keppti fyrir Finnland árið 2007. Þetta var mjög rokkað lag og mér fannst eitthvað mjög töff við kjól- inn. Í fyrra söng Jade Ewen fyrir Bret- land. Mér fannst kjóllinn hennar mjög smekklegur og fallegur. Svo finnst mér alltaf fallegt þegar atriðin eru þjóðleg, búningarnir eða lögin.  Armenía sendi systur í fyrra og mér fannst klæðnað- urinn þeirra mjög öðruvísi og smart. Að  lokum vil ég nefna þann klæðn- að  sem stendur upp úr fyrir að þora að vera látlaus: Árið 2007 sendi Ung- verjaland söngkonu sem söng blues- lag í gallabuxum og bol.“ Íris Hólm hefur vakið athygli í undankeppni Eurovision í ár. Hún er til alls líkleg í úrslit- unum um helgina en DV spurði hana út í Eurovision og tískuna sem fylgir keppninni. OG -SIGRAR Í EUROVISION TÍSKUSLYS Íris Hólm Er margt til lista lagt. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.