Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Side 58
58 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010
KYNLÍFSFÍKILLINN TIGER
Maðurinn sem allir höfðu tekið í guðatölu og héldu að ekkert gæti gert
rangt. Ekkert mál var stærra á árinu 2009 en framhjáhald Tigers Wood.
Fyrst komst upp um málið þegar Tiger keyrði á brunahana og slasaðist. Þá
var því haldið fram að kona hans hefði bjargað honum með því að brjóta
afturrúðuna með golfkylfu. Málið var þó auðvitað að hún hafði komist að
framhjáhaldi golfarans. Olíu var síðan hellt á eldinn trekk í trekk þegar hver
konan á fætur annarri sagðist hafa sofið hjá Tiger og sögðu nokkrar að
hann vildi hafa kynlífið gróft. Hann er nú í fríi frá golfi ótímabundið og er í
meðferð við kynlífsfíkn.
ENGIN ÁRÁS EN
FRAMHJÁHALD
Sumarið 2003 var besti körfu-
boltamaður heims, Kobe Bryant,
handtekinn og ákærður fyrir að
nauðga nítján ára stelpu í Denver
í Colorado. Bryant hafði þá gist
á hóteli í borginni og undirbjó
sig fyrir hnéaðgerð. Málinu var
vísað frá þegar stúlkan neitaði að
gefa vitnisburð um málið og var
samið utan réttarsals. Seinna meir
viðurkenndi Bryant að hafa átt
kynmök við stúlkuna en sagði það
hafa verið með samþykki hennar.
Fyrir atvikið missti Bryant ýmsa
stuðningsaðila sína, sá stærsti var
McDonalds sem hafð gert við hann
risasamning. Kona Kobes Bryant
ákvað að yfirgefa hann ekki en
Kobe gaf henni fjögurra milljóna
dollara hring til að sýna iðrun sína.
AF TOPPNUM Í TUKTHÚSIÐ
Mike Tyson hefur gert margt rangt á sinni ævi. Líklega ekkert
þó jafnslæmt og það sem hann gerði árið 1992 þegar hann var
á toppi heimsins og álitinn einn besti þungavigtarboxari allra
tíma. Þetta ár var hann handtekinn og ákærður fyrir nauðgun á
ungri stúlku í Rhode Island-fylki í Bandaríkjunum. Sagði stúlkan
sem heitir Desiree Washington að Tyson hefði nauðgað sér á
hótelherbergi í Indianapolis árið 1991. Eftir löng réttarhöld var
Tyson fangelsaður og átti að dúsa þar í sex ár. Hann sat aðeins
inni í þrjú ár og snéri þá aftur í hringinn.
SIGAÐI FAUTA Á KEPPINAUTINN
Einn athyglisverðasti skandallinn í íþróttasögunni varð í íþrótt sem maður hefði haldið að
væri nokkuð friðsamleg, listhlaupi á skautum. Fyrir æfingamót hjá bandaríska landsliðinu
1994 lét skautadrottning að nafni Tonya Harding eyðileggja fyrir helsta keppinauti sínum,
Nancy Kerrigan. Kærasti Harding réð fauta til þess að berja fast í hné Kerrigan með kylfu
svo hún gæti ekki tekið þátt á Ólympíuleikunum í Lillehammer sama ár. Þetta heppnaðist
í fyrstu, Kerrigan gat ekki tekið þátt í æfingamótinu sem Harding vann. Á Ólympíuleikun-
um sjálfum endaði Kerrigan þó í öðru sæti og Harding í því áttunda. Harding hefur ætíð
neitað að hafa átt þátt í að skipuleggja árásina og kom sökinni alfarið yfir á fyrrverandi
kærastann.
KYNLÍFSGRENI VÍKINGANNA
Í október 2005 gerðu 17 liðsmenn bandaríska NFL-liðsins Minnesota Vikings sér glaðan
dag í stóru húsi við Minnetonka-vatn í Minnesota. Þarna voru allir mættir, með þeim
leikstjórnandinn sjálfur, Dante Culpepper. Flogið var með vændiskonur frá Atlanta og
Flórída til þess að gera partíið nú almennilegt og voru menn duglegir við að nýta þjónustu
þeirra. Culpepper og þrír aðrir leikmenn, Fred Smoot, Bryant McKinnie og Moe Williams,
gengu þó öllu lengra og voru með afar dónalega tilburði fyrir framan allt fólkið með hjálp
vændiskvennanna. Á endanum voru þeir dæmdir fyrir athæfi sitt. Smoot og McKinnie fengu
1.000 dollara sekt og samfélagsvinnu, Williams var dæmdur sekur fyrir ósiðlegt athæfi en
mál Culpeppers féll niður.
VERSTI DAGUR Í HEIMI
Einn blíðsumardagur árið 1999 verður tenniskapp-
anum Boris Becker alltaf minnisstæður. Þennan dag
féll hann úr leik á Wimbledon-mótinu í tennis sem
haldið er á Englandi. Ekki nóg með það heldur reifst
Becker einnig við konu sína, Barböru að nafni, sem
í ofanálag var ólétt. Becker var svo fúll að hann fór
einn á veitingastað í London þar sem hann hitti
fyrirsætuna Angelu Ermakova. Á sama tíma hélt
kona Beckers að hún væri komin að því að fæða
annað barn þeirra og hélt því ein á spítalann því ekki
svaraði Becker. Á meðan konan var í skoðun á spítal-
anum var Becker upptekinn við að eiga samræði við
fyrirsætuna í næsta stigagangi við veitingastaðinn.
Ekki nóg með þetta allt heldur varð fyrirsætan ólétt
og fæddi barn sem Becker átti. Þetta kostaði Becker
gífurlegar fjárhæðir því konan skildi við hann, tók
húsið og fékk forræði yfir báðum sonum þeirra.
Becker gifti sig aftur í fyrra og á von á barni. Vonum
að það gangi betur í þetta skiptið.
UTAN VALLARVAN
DRÆÐI
Íþróttasagan er full af hæfileikaríku
fólki sem vann mikil afrek innan vall-
ar en lenti í vandræðum utan hans.
Sumir brugðust mökum sínum með-
an aðrir hreinlega brutu lög og þurftu
að sætta sig við fangelsisvist.