Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Side 20
20 föstudagur 18. júní 2010 fréttir
Lögfræðingar, sem DV hefur haft
samband við, eru sammála um að
dómur Hæstaréttar í vikunni um
verðbindingu krónulána við erlenda
gjaldmiðla snerti aðeins gengisvið-
miðun lánasamninga en hrófli í engu
við vaxtaákvæðum slíkra samninga.
Þannig sé óheimilt að mæta áföllum,
sem lánastofnanir telja sig verða fyrir
vegna hæstaréttardómsins, með nýj-
um tegundum verðbóta eða hækkun
vaxta.
Sigurður G. Guðjónsson lögfræð-
ingur telur að samkvæmt dómsins
hljóðan haldi þeir sem tóku óverð-
tryggð lán með gengisviðmiðun
sömu vaxtakjörum og er að finna
í upphaflegum lánasamningum.
Þannig megi ætla að þegar búið verði
að gera upp gengishallann gegn
skuldurunum verði þeir með hag-
stæðari vexti en þeir sem tóku verð-
tryggð íslensk lán.
„Það er vitanlega hægt að setja
lög í kjölfar hæstaréttardómsins um
skuldauppgjör milli skuldara annars
vegar og fjármögnunarfyrirtækjanna
og bankanna hins vegar ef það þyk-
ir sanngjarnt og almannaþörf kallar
á slíkt.“
Þrýstir á almennar aðgerðir
Sigurður telur að semja verði um við-
mið; mögulegt sé til dæmis að miða
uppgjör skuldara og lánveitenda í
kjölfar dóma Hæstaréttar við vísitöl-
ur og gengi í árslok 2007. Hann vísar
í þessu sambandi til laga um samn-
ingsgerð og fleira frá árinu 1936. Þar
segir meðal annars í 36. grein, að
samningi megi víkja til hliðar í heild
eða að hluta, eða breyta, ef það yrði
talið ósanngjarnt eða andstætt góðri
viðskiptavenju að bera samninginn
fyrir sig. Tekið er fram í lögunum
að líta verði í því sambandi til efnis
samnings, stöðu samningsaðila og
atvika við samningagerðina og atvika
sem síðar geta komið til.
Sú röksemd hefur ver-
ið sett fram að ósann-
gjarnt sé að þeir sem tóku
bíla- eða húsnæðislán á
sínum tíma með gengis-
áhættu, en lægri vöxtum
en bjóðast hér á landi,
fái nú gengisáhættuna
niðurfellda en haldi jafn-
framt þeim lágu vöxt-
um sem gengistryggðu
lánunum fylgdu. Á móti
er bent á að lög séu lög;
Hæstiréttur hafi nú dæmt
gengisviðmiðunina ólög-
mæta en hafi ekkert um
vexti lánanna að segja.
Byrðar deilist á fleiri
Eins og frá er greint á öðr-
um stað í opnunni telur Steingrím-
ur J. Sigfússon fjármálaráðherra að
dómurinn þýði að lánin séu innlend
eftir að gengisviðmiðunin hafi ver-
ið dæmd ólögmæt. „Þá er spurning
hvaða lánskjör og vexti eðlilegast er
að miða við, úr því hin eru ólögmæt,“
segir hann og bætir við
að í vaxtalögum sé leið-
sögn þess efnis að óverð-
tryggð eða verðtryggð lán
skuli bera hagstæðustu
vexti Seðlabankans. Beint
liggi við að skoða hvort sú
leiðsögn sé fullnægjandi.
Sigurður G. Guðjóns-
son bendir á að dómur
Hæstaréttar knýi stjórn-
völd til að leita almennra
úrræða og sáttar á breið-
um grundvelli. „Við blas-
ir að þeir sem ekki vildu
taka gengisáhættu í heim-
ilisrekstri sínum á sín-
um tíma bera einnig mik-
inn skaða, meðal annars
með mikilli verðbólgu
sem hlaust af hruni krónunnar. Þetta
mætti orða sem svo að með dómi
Hæstaréttar hafi verðbólga verið
strikuð út úr bókhaldi þeirra sem tóku
gengisáhættu í heimilisrekstri sínum.
Þeir einir eigi að bera verðbólgutjónið
sem tóku verðtryggð innlend lán.“
Höfuðstóll færður niður
Í þessu sambandi er á það að líta
að um leið og Hæstiréttur kvað upp
dóm um gengisbundnu lánin kvað
hann einnig upp annan dóm í máli
NBI-bankans gegn Þráni ehf. Bank-
inn taldi að veðsettar eignir nægðu
ekki lengur fyrir skuldum sem
höfðu hækkað verulega á lánstím-
anum með falli íslensku krónunn-
ar. Krafðist því bankinn kyrrsetning-
ar eigna og gjaldþrotaskipta. Í sem
skemmstu máli höfnuðu dómstólar
beiðni bankans um gjaldþrotaskipti
á þeim grundvelli að ekki fengist
rétt mynd af fjárhag skuldara mið-
að við að upprunalegur höfuðstóll
lánsins hefði verið um 358 milljón-
ir króna. Krafa NBI-banka nam hins
vegar 865 milljónum króna í höfuð-
stól auk vaxta. Í dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur, sem Hæstiréttur Íslands
staðfesti, er til þess tekið að núgild-
andi vaxtalögum hafi ekki verið ætl-
að að auka heimildir til að tengja
lán við erlenda gjaldmiðla. „Lögun-
um var þvert á móti ætlað að útiloka
DV hefur áþreifanleg dæmi um mál sem
gætu nú tekið nýja stefnu í kjölfar dóma
Hæstaréttar gegn gengisbindingu lána.
Í öðru tilvikinu er um að ræða 10
milljóna króna myntkörfulán með fast-
eignaveði og einum gjalddaga. Lán-
ið var tekið nokkrum misserum fyrir
bankahrunið og fall krónunnar. Höfuð-
stóll þess stendur nú í um 23 milljón-
um króna. Viðkomandi banki hefur
einhliða gjaldfellt lánið þar sem veð
skuldarans duga hvergi fyrir þeirri upp-
hæð. Bankinn hefur lýst sig reiðubúinn
til þess að mæta skuldaranum á miðri
leið, það er, að hann greiði um 17 millj-
ónir króna.
Hitt dæmið varðar 1,3 milljóna
króna bílalán með gengisviðmiðun.
Lántakandi hefur nú greitt um 600 þús-
und krónur af láninu. Höfuðstóll þess
stendur eftir sem áður í 1,9 milljónum
króna.
Samkvæmt dómum Hæstaréttar ber
að færa höfuðstól fyrra lánsins niður í 10
milljónir króna. Við blasir að láveitand-
inn og skuldarinn þurfa því að endur-
meta forsendur og hefja skuldauppgjör
á nýjum forsendum.
Í síðara tilvikinu gæti skuldarinn
bent lánveitandanum á að nú þegar
hafi verið greiddar 600 þúsund krón-
ur af 1,3 milljóna króna höfuðstól. Eft-
irstöðvar höfuðstóls lánsins séu því um
700 þúsund krónur, en ekki 1,9 milljónir
króna og miða verði skuldauppgjör við
þá upphæð.
Fikt með vextina óheimilt
Stjórnvöld eiga ekki hægt um vik að hækka
vexti á lánum þótt gengisviðmiðun þessara
sömu lána hafi nú verið dæmd ólögleg. Lög-
fræðingar eru almennt þeirrar skoðunar
að lög heimili ekki fikt með vexti á gerðum
samningum þó svo að gengisviðmið falli úr
gildi. Lögmaður líkir dómi Hæstaréttar við
að verðbólgu
síðari ára hafi
verið létt af
þeim sem tóku
gengislán.
jóHann Hauksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Ekkert fikt Marinó
G. Njálsson hjá
Hagsmunasamtökum
heimilanna telur
fráleitt að unnt sé að
hrófla við vöxtum þótt
gengisviðmið hafi
verið dæmd ólögmæt.
Dæmi um gengisbundin lán einstaklinga og heimila til bíla- eða
íbúðakaupa eru margvísleg. Staðan væri allt önnur ef allir lán-
takendur hefðu fengið lánin afhent í erlendum gjaldmiðli.
Höfuðstóll færður niður
Bílalánin umdeildu Ekkert hefði
verið ólöglegt við að afhenda lánin í
viðkomandi mynt eða myntum.
Talsmann Samtaka lánþega grunar að stjórnvöld ætli að setja lög:
„Búsáhaldabyltingin eins og skírnarveisla“
„Þessi hluti lánanna er ólöglegur og
þar af leiðandi fellur gengistrygging-
in á brott. Annað stendur eftir. Mér
finnst það alveg skýrt,“ segir Guð-
mundur Andri Skúlason, talsmað-
ur Samtaka lánþega, um dóminn
sem féll á miðvikudag. Hann segist
ánægður með niðurstöðu dómsins.
Fyrstu viðbrögð stjórnvalda við
dómnum voru að lýsa því yfir að
ríkisstjórnin myndi á næstu dög-
um skýra frá því hvaða ákvarðana
yrði gripið til vegna dómsins „… að
höfðu víðtæku samráði um málið.“
Guðmundur segir varasamt ef
stjórnvöld ætli sér að setja lög á fólk
hvað þetta varðar. „Í fyrsta lagi finnst
mér þetta koma skýrt fram í dómnum
og svo bendi ég á annan dóm Hæsta-
réttar þar sem fram kom að óheim-
ilt væri að koma með verðtryggingu í
staðinn fyrir gengistryggingu. Ef fjár-
mögnunarfyrirtækin eða stjórnvöld
vilja hafa þetta eitthvað öðruvísi þá
þurfa þau einfaldlega að sækja slíkt
fyrir dómstólum,“ segir Guðmundur.
Hann hefur undanfarin misseri
barist af miklum krafti fyrir réttlæti
í málefnum lántakenda. „Við erum
búin að bíða í tvö eða þrjú ár eftir því
að stjórnvöld standi með lánþegum
og almenningi en þau hafa algjör-
lega neitað því. Nú hrópa menn upp
fyrir sig og segjast verða að bregðast
við því að dómurinn féll gegn fyrir-
tækjunum. Það er einfaldlega ekki í
boði,“ segir hann en segist gruna að
stjórnvöld ætli að reyna að hlutast til
um niðurstöðuna. „Mér finnst það
skína í gegn og menn tala um ein-
hverja lagasetningu sem sé nánast
tilbúin,“ segir hann og heldur áfram: