Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Page 47
StíliSti og hönnuður bloggar um hönnun Ólöf Jakobína Ernudóttir hönnuður og húsmóðir í Vesturbænum heldur úti dásamlegu bloggi um allt sem viðkemur innanhússhönnun. Ólöf Erna er annáluð smekkmann- eskja og þekkir ansi vel til, enda sér hún um stíliseringar í Gestgjafanum, stýrði Húsum og híbýlum um tíma, starfaði í Epal og er þar að auki menntaður innanhússhönnuður. Bloggið ber vott um fagmennsku og brennandi ástríðu Ólafar Jakobínu en þar birtir hún myndir af því heitasta í hönnunarheiminum, fjallar um tímalaus meistaraverk og miðlar hugmyndum. Einstaka sinnum selur hún einhver dýrindi, stundum eftir sjálfa sig. Sjá olofjakobina.blogspot.com. lífsstíll 18. júní 2010 föstudagur 47 Veldu sundföt út frá vaxtarlagi lítil brjóSt Stór mynstur fela smæð brjóstanna en þú getur líka komist upp með að nota fíngerð mynstur. Mynstur sem fylgir og undirstrikar lögun brjóstanna gerir það að verkum að þau virðast stærri. Sundföt með rykkingu í kringum brjóstin geta haft sömu áhrif. Þú getur klæðst litlum retró bikinítopp með böndum sem liggja upp frá brjóstaskor- unni og mynda þríhyrning um hálsmálið og litið vel út. Það sama gildir um hlýralausan topp. Ef þú vilt ýkja brjóstaskoruna getur þú fengið bikinítoppa með fyllingu. Pífur, rykkingar og önnur smáatriði geta líka dregið athyglina að barminum og gert mikið fyrir hann. Stór magi Til að draga athyglina frá stórum maga er gott að velja dökka liti og mynstur með dökkum grunni. Ef sundfötin eru tvílit er mikilvægt að dekkri liturinn sé undir þeim ljósari. Stórgerð blómamynstur og djörf mynstur trufla augað og fela magann. Þú ættir að forðast þverr- öndótt sundföt, ef þú vilt endi- lega röndótt sundföt er betra er að rendurnar liggi niður eða á ská. Rykkt föt eru góð, sérstaklega ef rykkingin liggur yfir magann. Ann- ar möguleiki er að velja sundföt með smáatriðum á brjóststykkinu sem draga athyglina að efri hlutan- um. Tankini felur bumbuna en þá þarf að passa að toppurinn sé nógu langur til að ná niður á buxurn- ar svo það myndist ekki ber skil á miðri bumbu. breiðar mjaðmir Stór mynstur með dökkum und- irlit draga úr umfangi mjaðm- anna. Best er að forðast smágerð mynstur. Veljið helst einlit sund- föt í dökkum lit.Tvílit föt geta líka gengið ef buxurnar eru til dæmis dökkar en toppurinn litríkur eða mynstraður. Hverskonar smá- atriði á brjóststykkinu draga at- hyglina að efri hlutanum og frá mjöðmunum. Stór brjóSt Dekkri litir, litablokkir þar sem dekkri liturinn er ofan á og stór mynstur eru best. Forðist lárétt- ar rendur, veljið frekar sund- föt með lóðréttum röndum eða skáröndóttum sem breikka ekki líkamann. Veljið sundföt með V-háls- máli eða djúpu hálsmáli sem teygir úr líkamanum og dregur úr brjóstastærðinni, án þess að fela skoruna. Breiðir hlýrar eða tvíbundnir toppar tryggja góðan stuðning og undirstrika grannar axlir. Forðist spaghettí-hlýra og toppa sem eru ekki bundnir, þar sem þeir leggja enn meiri áherslu á þetta svæði. Brjóstaskálar með vírum gefa einnig nauðsynlegan stuðning og lyftingu. JarðarberJa- draumur fyrir sex KexKöKur Hráefni: n 1 ½ bolli hveiti n 1 ½ matskeið sykur n 1 ½ tsk. lyftiduft n ¼ tsk. salt n ¼ tsk. matarsódi n ¼ bolli af köldu ósöltuðu smjöri sem búið er að skera niður í litla ferninga n ¾ bolli mjólk n 1 msk. rjómi Setjið ofnskúffuna í miðjan ofninn og hitið hann upp í 218°C. Hveiti, sykur, lyftiduft, salt og matarsódi eru sigtuð í skál. Blandið smjörinu saman við þurrefnin með fingrunum. Hellið mjólkinni út í og hrærið í deiginu með gaffli þar til það hefur tekið á sig mynd. Þá skuluð þið þekja undirlag með hveiti og setja hveiti á hendurnar. Hnoðið deigið á hveitibornu und- irlaginu. Fletjið deigið út og skiptið því niður í sex jafnar kökur. Bleyt- ið toppinn aðeins með mjólk eða rjóma til að fá fallega áferð á kökurn- ar. Bakið þær í 12 til 15 mínútur eða þar til þær verða gullinbrúnar og fallegar. Kælið kökurnar áður en fyll- ingin er sett á. fylling Hráefni: n 1,3 kíló eða 7 ½ bolli af jarðarberjum, hreinsuðum og skornum í ferninga n 1/3 – ½ bolli af sykri, eða eftir smekk n 1 bolli rjómi n ¼ bolli sýrður rjómi n 1 ½ msk. af fínmöluðum sykri n ½ tsk. vanilla n 6 mjólkurkex, sjá uppskrift Jarðarber eru sett í stóra skál og sykri stráð yfir. Jarðarberin eru lát- in standa óhreyfð í skálinni í fimm mínútur. Pressið berin varlega svo safinn fari úr þeim en varist að mauka þau alveg. Látið jarðarberin standa í 45 til 60 mínútur og hrærið reglulega í þeim. Þá skuluð þið blanda rjóma, sýrðum rjóma, fínmöluðum sykri og vanillu saman í skál og þeyta á meðalhraða þar til blandan heldur lagi sínu ágætlega án þess að vera orðin stíf. Skiptið kexkökunum upp í helm- inga og setjið jarðarberin, jarðar- berjasafann og þeytta rjómablönd- una á milli og njótið. Nú þegar sumarið er komið og sólin er farin að skína er tilvalið að skarta fallegum sumarkjólum og flagga leggjunum. Þótt húðin sé auðvit- að fljót að taka við sér og fá fallegan tón í sólinni er engin ástæða til að vera næpuhvít þar til það gerist. Til að brúa bilið er oft gott að nota brún- kukrem í smá tíma. Njóttu þess svo að liggja í sólbaði og sundi á meðan húðin fær sinn fullkomna sumarlit. Áður en brúnkukrem er borið á er best að jafna yfirborð húðarinn- ar og fjarlægja dauðar húðfrum- ur með kornakremi, skrúbbi eða til þess gerðum hanska. Því næst skaltu dreifa brúnkukreminu jafnt yfir húð- ina. Gott er að vera í einnota hönsk- um þegar kremið er borið á, þannig kemur þú í veg fyrir að brúnar skellur myndist á höndunum. Annars skaltu þvo hendurnar reglulega á meðan þú berð kremið á líkamann. Strjúktu létt yfir hendur, olnboga og hné. Þegar kremið er borið á andlit og hendur getur verið gagnlegt að nota förðun- arsvamp eða bómullarskífu. Forð- astu sár, þurrkbletti og staði sem hafa orðið fyrir ertingu. Ekki setja brúnku- krem í augabrúnir eða hárlínuna. Bíddu í korter áður en þú klæð- ir þig í föt, til þess að koma í veg fyr- ir smit, og berðu húðmjólk á húðina. Annars er mikilvægt að lesa alltaf leiðbeiningarnar á kremunum, því það er misjafnt hvað þarf að gera til að ná hámarksárangri. Sumum þyk- ir reyndar best að byrja rólega með húðmjólk sem gefur lit eða kremum sem gefa stigvaxandi brúnku. sumarleg og sæt Fyrirsæturnar skört- uðu sólbrúnum leggjum á tískusýningu Versace fyrir vorið 2010. Taktu lit heima í stofu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.