Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Qupperneq 53
18. júní 2010 föstudagur 53 Argentínumaðurinn Gonzalo Hi- guain er fæddur í Brest í Frakklandi, 10. desember árið 1987. Hann spil- ar í dag knattspyrnu með stórliðinu Real Madrid en hann kom þaðan frá öðru stórliði, River Plate í Argentínu. Higuain var keyptur aðeins nítján ára gamall til Real Madrid og gat ekki einu sinni keypt sér mark til að byrja með. Endalaust traust á honum skil- aði sér að lokum og í dag skorar hann nánast að vild í spænsku úrvalsdeild- inni. Hann var á fimmtudaginn fyrsti maðurinn til að skora þrennu á HM þegar Argentína lagði Suður-Kóreu, 4-1. Þetta var aðeins sjöundi lands- leikur Higuains með Argentínu, en það leið langur tími þar til hann fékk kallið frá goðsögninni Diego Ar- mando Maradona. Litlu munaði þó að Higuain hefði aldrei spilað fyrir Argentínu. Næstum í fótspor Trezeguets Það er ekki annað hægt að segja í dag en að Higuain hafi tekið hárrétta ákvörðun um að spila með Argentínu en ekki Frakklandi. Allavega miðað við ástina og kærleikann sem ríkir í því liði og hvernig honum gengur, 5 mörk í 7 leikjum, á meðan enda- laus óeining og pirringur ríkir inn- an franska liðsins. Árið 2006 hafnaði Higuain landsliðskalli frá bæði Arg- entínu og Frakklandi því hann var ekki viss um með hvoru liðinu hann vildi spila. Hann hefði auðveldlega getað fetað í fótspor framherjans Davids Trezeguet, fyrrverandi mar- kamaskínu franska landsliðsins, sem fæddist Argentínumaður en spilaði með Frakklandi. Þegar Frakkar köll- uðu á hann í leik gegn Grikkjum árið 2006 höfðu þeir ákveðið að hann myndi leika í treyju númer 26, alveg eins og Trezeguet gerði fyrst. Í febrúar árið 2008 spilaði Higua- in tvo leiki með ólympíuliði Argent- ínu og skoraði eitt mark. Það var síð- an í byrjun árs 2009 að hann ákvað framtíð sína. Hann vildi spila fyrir Argentínu og bað um að vera keyrð- ur í næsta sendiráð svo hann gæti lýst yfir þjóðerni sínu. Lengi að fá kallið Maradona hefur verið mikið gagn- rýndur fyrir leikmannaval sitt frá því hann tók við og þá einna mest fyrir að velja aldrei hinn sjóðheita Higuain sem gjörsamlega lék sér að varnarmönnum og markvörðum í spænsku deildinni. Kallið kom þó loks fyrir tvo síðustu leiki Argentínu í undankeppninni, gegn Perú og Úr- úgvæ. Higuain var ekki lengi að kom- ast á blað og skoraði eitt mark í 5-4 sigri liðsins á Perú. Hann var síðan í byrjunarliðinu sem tryggði sér far- seðilinn til Suður-Afríku með sigri á Úrúgvæ og bætti svo við öðru lands- liðsmarki sínu í æfingaleik gegn Þýskalandi sem Argentína vann, 1-0. Því var ekki annað hægt fyr- ir Maradona en að kalla á Higuain í lokahópinn á HM og svaraði hann kallinu strax í öðrum leik, gegn Suð- ur-Kóreu á fimmtudaginn. Higuain tók sig til og skoraði þrennu og voru öll mörkin klassísk framherjamörk sem snerust um það að vera á réttum stað á réttum tíma. Hann fékk síðan heiðursskiptingu og má segja hann hafi endanlega tryggt sér sæti í byrj- unarliði Maradona, svona allavega þar til Maradona fær einhverja aðra hugdettu, en það gæti gerst hvenær sem er. Erfitt uppdráttar Higuain byrjaði að spila 16 ára með River Plate í Argentínu og á að baki 32 leiki og 15 mörk með því liði. Það var eftir að hann skoraði tvö mörk í Superclásico-leiknum, nágrannaslag Boca Juniors og River Plate, að liðið gat ekki haldið honum lengur. Real Madrid keypti hann og liðsfélaga hans í janúar 2006 fyrir stórfé. Sagði þjálfari River Plate að Higuains biðu miklir hlutir. Real Madrid hugsaði til framtíðar og gerði sex og hálfs árs samning við piltinn. Fyrsta hálfa árið gekk ekkert hjá Higuain sem hefði ekki getað keypt sér mark þótt líf hans lægi við. Að- eins tvö mörk í nítján leikjum ollu gífurlegum vonbrigðum og var fast- lega búist við því að hann yrði seld- ur og myndi falla í gleymskunn- ar dá hjá þessu mikla stórliði. Árið eftir skoraði hann átta mörk í tut- tugu og fimm leikjum og hefði getað skorað svo miklu, miklu fleiri. Hann brenndi af endalausum færum en hafði alltaf traust til að spila næsta leik. Higuain hélt framherjum á borð við Raúl, Nistelrooy og Huntelaar fyrir aftan sig og á endanum borg- aði þetta endalausa traust sig. Á þar- síðustu leiktíð fóru hæfileikar hans að skína í gegn þegar hann skor- aði tuttugu og fjögur mörk í öllum keppnum. Það var síðan á síðasta tímabili hann sannaði sig endanlega sem ofurstjarna. Hann skoraði tut- tugu og sjö mörk í deildinni, tuttugu og níu í öllum keppnum auk þess að leggja upp sæg af mörkum fyrir fé- laga sína. Uppgangur Higuains hefur ver- ið hraður og þegar þetta er skrifað er hann markahæsti leikmaður HM 2010. Enginn ætti að veðja gegn því að hann endi sem sá markahæsti því hann virðist skora fleiri og fleiri mörk með hverjum deginum sem líður. Gonzalo Higuain, Argentínumaður sem fæddist í Frakklandi, tók þá ákvörð- un fyrir tveimur árum að leika fyrir Argentínu en ekki Frakkland. Hann varð fyrsti maðurinn til að skora þrennu á HM í Suður-Afríku en uppgangur þessa 22 ára pilts hefur verið með ólíkindum. Félagslið hans Real Madrid hefur borið mikið traust til hans, sem svo sannarlega borgaði sig. Það leið langur tími þar til hann fékk kallið í argentínska landsliðið en hefur svo sannarlega sýnt að þar á hann heima. Rétt ákvöRðun HiG ai s Tómas þór þórðarsoN blaðamaður skrifar: tomas@dv.is næstuleikiR 18. júní kl. 11:30: Þýskaland - serbía í D-riðli n Tvö lið sem byrjuðu mótið á algjörlega ólíkan hátt. Þjóðverjar völtuðu yfir Ástrali á meðan Serbar töpuðu fyrir Gana og ollu þvílíkum vonbrigðum. Hvað gera Þjóðverjar gegn skipulagðri evrópskri þjóð? 18. júní kl. 14:00: slóvenía - bandaríkin í C-riðli n Lykilleikur fyrir bæði lið upp á 16 liða úrslitin. Bandaríkin eru sterkari á pappírnum en Slóvenar gerðu margt fínt gegn Alsír í fyrsta leik og hafa þrjú stig, en Kanarnir bara eitt. 18. júní kl. 18:30: england - alsír í C-riðli n Það er eins gott fyrir Englendinga að vinna þennan, annars verður einfaldlega allt vitlaust. Rooney og Ashley Cole eru klárir þannig að sigur er skylda hjá enskum. Verður Green í markinu? 19. júní kl. 11:30: Holland - japan í E-riðli n Hollendingar voru alls ekki sannfærandi gegn Dönum en unnu samt. Japanir voru aftur á móti flottir í sigri sínum á Kamerún. Þetta verður fróðlegur leikur þó þeir appelsínugulu séu mun sigurstranglegri. 19. júní kl. 14:00: gana -Ástralía í D-riðli n Gana byrjaði mótið á flottum sigri á Serbíu. Ástralir voru rassskelltir af Þjóðverjum og verða án Tims Cahill í leiknum, síns besta manns. Gana getur nánast komið sér í 16 liða úrslitin annað mótið í röð með sigri. 19. júní kl. 18:30: kamerún - danmörk í E-riðli n Bæði lið eru með bakið upp við vegg og verða hreinlega að vinna. Þetta er leikurinn sem allir voru að bíða eftir í riðlinum en Japanir hleyptu honum svo sannarlega upp með sigri á Kamerún. Það breytir því ekki að tapliðið hér er úr leik. 20. júní kl. 11:30: slóvakía - paragvæ í F-riðli n 1-1 jafntefli var niðurstaðan í báðum leikjum F-riðils í fyrstu umferð og er riðillinn því á pari. Slóvakar voru kjánar að halda ekki sigri gegn Nýja-Sjálandi á meðan Paragvæjar náðu í gott stig gegn heimsmeisturum Ítala. 20. júní kl. 14:00: ítalía - nýja-sjÁland í F-riðli n Stuðullinn er ekki hár á Nýja-Sjá- landi þó það hafi náð í sitt fyrsta stig á HM frá upphafi í fyrsta leik. Þegar Ítalía og Nýja-Sjáland mætast vita allir hver vinnur.. 20. júní kl. 18:30: brasilía - fílabeins- ströndin í G-riðli n Fílabeinsströndin og Portúgal ollu miklum vonbrigðum í fyrstu umferð og er ekki ólíklegt að Sven stilli áfram upp í vörn gegn Brössunum. Þarna ættum við samt að geta séð smá takta. Þrenna Higuain skoraði þrennu gegn Suður-Kóreu. myNd aFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.