Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Side 36
36 viðtal 16. júlí 2010 föstudagur Þær Alma Guðmundsdóttir, Klara El- íasdóttir og Steinunn Camilla Sigurð- ardóttir í hljómsveitinni The Charl- ies sóttu sjálfan klámkónginn Hugh Hefner heim á dögunum en hann var gestgjafinn í svokölluðu „ESPY pre party“ sem er haldið fyrir ESPY-verð- launahátíðina. Veislan var haldin á Playboy-setri Hefners í Los Angeles sem er talið til glæsilegustu híbýla í Hollywood. Stúlkurnar feta þar með í fótspor Íslendinga á borð við Ásdís Rán og Önnu Möll en þær hafa báðar notið gestrisni klámkóngsins. Geggjað partí Þegar blaðamenn DV heyrðu í stelp- unum var klukkan aðeins 9 um morguninn eftir veisluhöldin og voru þær heldur rámar enda nývaknaðar. „Partýíið var alveg geggjað. Setrið sjálft og garðurinn er ekkert smá stór og flottur,” segir Alma Guðmunds- dóttir eða Alma Goodman eins og hún er kölluð í Bandaríkjunum. Það var rosalega fínn matur og opinn bar.“ Stúlkurnar skemmtu sér stórkost- lega og sáu fjöldann allan af kvik- myndastjörnum. „Við sáum stjörnur á borð við Jamie Foxx, Joaquin Pho- enix, Paul Shore og Kim Kardashian, en þar sem þetta var ESPY All Star- partí var líka mikið af þekktu íþrótta- fólki þarna. Við sáum ekki Hugh Hefner sjálfan.“ segir Alma. Kim Kar- dashian er einmitt nýbúin að sitja fyrir nakin í Playboy og var mynda- þátturinn með henni einn sá stærsti frá upphafi. Setur Hughs Hefner er risavaxið, yfir 2.000 fermetrar og eru 29 herbergi í húsinu sem er kallað Edengarðurinn. Ásdís Rán fór í partí á borð við það sem Ölmu og stöll- um hennar var boðið í, og sagði hún í viðtali við Vísi að húsið hefði verið troðfullt af hálfnöktu kven- fólki – enda í Eden. Má því gera ráð fyrir því að veisl- an hafi verið ansi villt. Með sama útgáfufyrirtæki og Queen The Charlies eru á samningi hjá Hollywood Records sem hefur meðal annars haft umboð fyrir Queen og eru þær stöllur nánast alla daga í stúdíóinu að taka upp tónlist. Hollywood Records er í eigu Disney-samsteypunn- ar og hefur einbeitt sér að skjólstæðingum fyr- ir yngri markhópa á borð við Miley Cirus og Jonas Brothers. Stúlkurnar búa saman í lítilli íbúð í LA. „Það gengur rosalega vel hjá okk- ur stelpunum hérna. Við erum bara á fullu í upptökum og fljótlega fer að skýrast hvenær við komum til með að gefa út fyrsta lagið okkar,“ segir Alma og kveður enda er klukkan að- eins níuað morgni hjá þeim Charl- ies-skvísum og eftir partí hjá Hugh Hefner er nokkuð ljóst að það þarf að sofa út! Hittu Kim Kardashia ! Skvísurnar í The Charlies fóru í heimsókn til hins eina sanna Hughs Hefner á Playboy-setrinu: Bombur á setrinu Skvísurnar í The Charlies voru logandi heitar við gosbrunninn á setrinu. Jamie Fox Sprellarinn Jamie Foxx var svo heppinn að vera í sama partíi og pæjurnar í The Charlies. Playboy-setrið Hugh heldur villtustu partíin í Hollywood. Hugh Hefner 84 ára og enn í fullu fjöri! Kim Kardashian Kim birtist nakin á síðum Playboy á dögunum. The Charlies sáu þokkadísina í partíinu. Í kvennafans Hugh Hefner með nokkrum kanínum í ESPY-veislunni sem þeim stöllum í Charlies var boðið til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.