Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 36
36 viðtal 16. júlí 2010 föstudagur Þær Alma Guðmundsdóttir, Klara El- íasdóttir og Steinunn Camilla Sigurð- ardóttir í hljómsveitinni The Charl- ies sóttu sjálfan klámkónginn Hugh Hefner heim á dögunum en hann var gestgjafinn í svokölluðu „ESPY pre party“ sem er haldið fyrir ESPY-verð- launahátíðina. Veislan var haldin á Playboy-setri Hefners í Los Angeles sem er talið til glæsilegustu híbýla í Hollywood. Stúlkurnar feta þar með í fótspor Íslendinga á borð við Ásdís Rán og Önnu Möll en þær hafa báðar notið gestrisni klámkóngsins. Geggjað partí Þegar blaðamenn DV heyrðu í stelp- unum var klukkan aðeins 9 um morguninn eftir veisluhöldin og voru þær heldur rámar enda nývaknaðar. „Partýíið var alveg geggjað. Setrið sjálft og garðurinn er ekkert smá stór og flottur,” segir Alma Guðmunds- dóttir eða Alma Goodman eins og hún er kölluð í Bandaríkjunum. Það var rosalega fínn matur og opinn bar.“ Stúlkurnar skemmtu sér stórkost- lega og sáu fjöldann allan af kvik- myndastjörnum. „Við sáum stjörnur á borð við Jamie Foxx, Joaquin Pho- enix, Paul Shore og Kim Kardashian, en þar sem þetta var ESPY All Star- partí var líka mikið af þekktu íþrótta- fólki þarna. Við sáum ekki Hugh Hefner sjálfan.“ segir Alma. Kim Kar- dashian er einmitt nýbúin að sitja fyrir nakin í Playboy og var mynda- þátturinn með henni einn sá stærsti frá upphafi. Setur Hughs Hefner er risavaxið, yfir 2.000 fermetrar og eru 29 herbergi í húsinu sem er kallað Edengarðurinn. Ásdís Rán fór í partí á borð við það sem Ölmu og stöll- um hennar var boðið í, og sagði hún í viðtali við Vísi að húsið hefði verið troðfullt af hálfnöktu kven- fólki – enda í Eden. Má því gera ráð fyrir því að veisl- an hafi verið ansi villt. Með sama útgáfufyrirtæki og Queen The Charlies eru á samningi hjá Hollywood Records sem hefur meðal annars haft umboð fyrir Queen og eru þær stöllur nánast alla daga í stúdíóinu að taka upp tónlist. Hollywood Records er í eigu Disney-samsteypunn- ar og hefur einbeitt sér að skjólstæðingum fyr- ir yngri markhópa á borð við Miley Cirus og Jonas Brothers. Stúlkurnar búa saman í lítilli íbúð í LA. „Það gengur rosalega vel hjá okk- ur stelpunum hérna. Við erum bara á fullu í upptökum og fljótlega fer að skýrast hvenær við komum til með að gefa út fyrsta lagið okkar,“ segir Alma og kveður enda er klukkan að- eins níuað morgni hjá þeim Charl- ies-skvísum og eftir partí hjá Hugh Hefner er nokkuð ljóst að það þarf að sofa út! Hittu Kim Kardashia ! Skvísurnar í The Charlies fóru í heimsókn til hins eina sanna Hughs Hefner á Playboy-setrinu: Bombur á setrinu Skvísurnar í The Charlies voru logandi heitar við gosbrunninn á setrinu. Jamie Fox Sprellarinn Jamie Foxx var svo heppinn að vera í sama partíi og pæjurnar í The Charlies. Playboy-setrið Hugh heldur villtustu partíin í Hollywood. Hugh Hefner 84 ára og enn í fullu fjöri! Kim Kardashian Kim birtist nakin á síðum Playboy á dögunum. The Charlies sáu þokkadísina í partíinu. Í kvennafans Hugh Hefner með nokkrum kanínum í ESPY-veislunni sem þeim stöllum í Charlies var boðið til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.