Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Page 6
Gullkálfar skjálfa n Brottrekstur Hjörleifs Kvaran úr Orkuveitunni þykir af mörgum vera tímabær. Undir hans stjórn og reyndar forvera hans þykir rekst- ur fyrirtækisins hafa einkennst af bruðli. Aðrir sakna Hjörleifs og hafa misst spón úr aski sínum. Áður en Hjörleifur tók við Orkuveit- unni var hann borgarlögmaður. Þar var hann ekki síður umdeildur en í forstjórastólnum. Hermt er að innan Orkuveitunnar skjálfi nú gullkálf- arnir af ótta við örlögin undir niður- skurðarhnífnum. BjörGvin naut trausts n Afsögn Björgvins Björgvinsson- ar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, kom mörgum í opna skjöldu. Björgvin lýsti því í samtali við DV að fólk yrði að horfa til sjálf síns til að verða ekki nauðgað. Vísaði hann þar til neyslu áfengis og eiturlyfja. Þetta varð honum að falli. Að mörgu leyti þykir niðurstaðan sorgleg. Björg- vin þykir hafa rækt starf sitt af mikilli alúð og naut hvarvetna trausts áður en hin óheppilegu ummæli féllu. vákort jónasar n Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, viðurkennir á bloggi sínu að hann sem frægðarmenni sé haldinn sjálfspíningar- hvöt. Rifjar hann upp þá áráttu Woodys Allen að sækja veitinga- stað á Manhattan þar sem starfs- fólkið gerði út á ókurteisi við hina frægu. Sjálfur er Jónas, að eigin sögn, fastagestur á bensínstöð Olís þar sem starfsmaður stundar það æpa „vákort“ þegar Jónas borgar. Sami starfsmaður heldur því fram við Jónas að „tissue“ þýði vasa- klútur á íslensku. Samt kemur Jónas alltaf aftur. tími Bjartmars kominn n Söngvaskáldið og tónlistarmaður- inn Bjartmar Guðlaugsson á margar af bestu perlum íslenskrar dægur- tónlistar sam- tímans. Nokk- uð langt er síðan hann kom fram á sjónarsviðið með nýjan smell. En tími Bjart- mars er kom- inn aftur. Plata hans og Bergris- anna, Skrýtin veröld, er að slá í gegn. Snilldartextar Bjartmars minna á þá sem hann samdi á seinustu öld og eru margir hverjir orðnir sígildir. sandkorn 6 fréttir 20. ágúst 2010 föstudagur Chevrolet - Tangarhöfða 8-12 - Rvk.- 590 2000 - www.chevrolet.is / Spesbílar - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - 420 3300 / Bílasalan Ós - Óseyri 5 - Akureyri - 462 1430 Stofnað 1975 SPARK- AKSTUR Chevrolet SPARK er ekki bara massíft öruggur í akstri hann er líka skemmtilega skynsamlegur í rekstri: Eldsneytisnotkun: 4,2 L/100 km í blönduðum akstri. Spark L kr. 1.990 þús. Bíll á mynd: Spark LS kr. 2.290 þús. Chevrol et er me st seldi bíl linn á Íslandi í júlí. BB 1 1. 08 .2 01 0 - A lla r u pp lý si ng ar e ru b irt ar m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g m yn da ví xl . Jónas Garðarsson, fyrrverandi for- maður Sjómannafélags Reykjavíkur og stjórnarmaður í Sjómannasam- bandi Íslands, er aftur kominn til starfa fyrir íslenska sjómenn. Hann situr nú í samninganefnd fyrir hönd Sjómannafélags Íslands þar sem semja þarf um laun sjómanna um borð í skipum Hafrannsóknarstofn- unar og Landhelgisgæslunnar. Fyrir fjórum árum sagði Jónas sig alfarið frá öllum trúnaðarstörf- um fyrir sjómenn til þess að per- sónuleg málefni hans trufluðu ekki hagsmunabaráttu sjómanna. Þá stóð hann frammi fyrir réttar- höldum þar sem hann var ákærður vegna sjóslyss þar sem tveir farþeg- ar hans létu lífið. Fór svo að Jónas var dæmdur til þriggja ára óskil- orðsbundinnar fangelsisvistar fyrir manndráp af gáleysi. Óeðlileg viðbrögð Mál Jónasar fór fyrir bæði dómstig en sannað þótti að hann hefði ver- ið ölvaður undir stýri þegar bátur hans, Harpa, steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi, 10. september 2005. Sjálfur sagðist Jónas ekki hafa ver- ið við stjórnvölinn á bátnum heldur hefði annar hinna látnu ferðafélaga verið við stýrið. Ekki var tekið mark á vitnisburði Jónasar fyrir rétti og þar talið að hann hafi gert sig sekan um að bera af sér sakir og reyna að koma ábyrgð yfir á þá, sem létust í sjóslysinu af völdum hans. Í dómsorði má sjá að með óeðli- legum viðbrögðum sínum bæri Jónas óskoraða ábyrgð á láti annars ferðafélagans ef hann stýrði bátnum af skerinu í stað þess að halda kyrru fyrir og óska eftir aðstoð. Fyllsta traust Jónas hefur tekið út sína refsingu og hafið störf á ný sem baráttumaður fyrir sjómenn. Birgir Hólm Björg- vinsson, framkvæmdastjóri Sjó- mannafélags Íslands, staðfestir að hann sé í samninganefnd á vegum félagsins og bendir á að til þess njóti hann fyllsta trausts. „Já, Jónas er einn af forsvarsmönnum í kjarabar- áttu sjómanna. Ég þekki hann vel og hann er mjög góður starfskraftur sem hefur unnið vel fyrir sjómenn. Þó hann hafi lent í þessu hörmulega slysi þá getur hann ekki verið með yfir sér ævilangan dóm,“ segir Birg- ir Hólm. „Málið er búið og maðurinn ald- eilis búinn að taka út sinn dóm. Ég get ekki séð annað en að gefa verði mönnum annan sjéns. Það kom skýrt fram á síðasta aðalfundi fé- lagsins að bæði stjórnarmenn og fé- lagsmenn vildu að hann kæmi aftur til starfa. Þar voru allir sammála og enginn mótfallinn. Ég treysti Jónasi fullkomnlega og það gera allir hjá félaginu.“ Við vinnslu fréttarinnar voru gerðar tilraunir til að ná tali af Jónasi en án árangurs. Eftir að hafa tekið úr sína refsingu hefur Jónas Garðarsson, fyrrverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, snúið aftur til trúnaðarstarfa fyrir sjómenn. Hann situr nú í samninganefnd og nýtur til þess fyllsta trausts hjá Sjómannafélagi Íslands. Menn verða að fá annan sjéns, segir framkvæmdastjóri félagsins. Jónas í nefnd sJómanna trAusti HAFsteinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is ...hann er mjög góður starfs- kraftur sem hefur unnið vel fyrir sjómenn. Jónas Garðarsson Er afturkominntilstarfafyrir sjómenn.sAmsett mynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.