Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Síða 14
14 fréttir 20. ágúst 2010 föstudagur Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4 Nýr forstjóri Orkuveitunnar fór fyrir fjárfestingarsjóði Magma, sem hafði það meðal annars á dagskrá sinni að „skoða fjárfestingar í erlendum orkutæknifyrirtækjum“. Faðir stjórnarformanns Orkuveitunnar sat í ráðgjafaráði Magma á sama tíma. ÚR ORKUÚTRÁS Í ORKUVEITUNA Helgi Þór Ingason, sem settur hefur verið forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur tímabundið í stað Hjörleifs Kvarans, var framkvæmdastjóri fjárfestingar- sjóðsins Magma sem stofnaður var 15. maí 2001. Í ráðgjafaráði fjárfest- ingarsjóðsins, auk Halldórs J. Kristj- ánssonar fyrrverandi Landsbanka- stjóra og fleiri manna, sat Tryggvi Sigurbjarnarson, en hann er faðir Haraldar Flosa Tryggvasonar. Helgi Þór fær tólf hundruð þúsund í mán- aðarlaun hjá Orkuveitunni. Á stjórnarfundi Orkuveitunnar á þriðjudag lagði Haraldur Flosi fram þá tillögu að Hjörleifur viki úr starfi. Hún var samþykkt með þremur at- kvæðum en þrír sátu hjá. Haraldur Flosi sagði í samtali við RÚV af því tilefni að nýja hugsun þyrfti í Orkuveituna og því þyrfti nýj- an stjórnanda. Útrásarhugmyndir Það voru Landsbankinn og fyrirtæk- ið 3P fjárhús sem kynntu nýjan lok- aðan fjárfestingarsjóð í maí 2001. Fjárfestingarsjóði þessum, var sam- kvæmt frétt sem birtist í Morgun- blaðinu í maí 2001 ætlað að fjárfesta í „sprota- og vaxtarfyrirtækjum á sviði orkutækni, einkum þeim sem tengj- ast framleiðslu og dreifingu orku og þjónustu á því sviði.“ Í greininni er meðal annars þetta haft eftir Helga Þór: „Íslendingar þurfa að huga að því að byggja upp net hagkvæmra orkufyrirtækja í landinu.“ Haft var eftir forsvarsmönnum Magma að einungis 15 prósent orku- linda landsins væru nýtt og að mark- aðsvæðing orkugeirans væri fram undan en það myndi skapa tækifæri fyrir nýja aðila í greininni. Markmið- ið væri að mynda net fyrirtækja til að flytja út íslenska þekkingu á orku- og umhverfistækni. Aðaláherslan átti að vera á íslenska starfsemi en hug- myndir um orkuútrás voru einnig uppi á borðum hjá Magma-mönn- um, en í umfjölluninni kom fram að „orkutæknisjóðurinn“ Magma myndi skoða fjárfestingar í erlend- um orkutæknifyrirtækjum. Neitar tengslum við Magma Energy Í stjórn rekstrarfélags sjóðsins, Alt- erna, sat Þorsteinn Ingi Sigfússon, núverandi forstjóri Nýsköpunar- miðstöðvar Íslands. Þorsteinn er bróðir Árna Sigfússonar bæjarstjóra í Reykjanesbæ en Árni var stjórnar- formaður Hitaveitu Suðurnesja, sem síðar varð að HS Orku og HS Veit- um, en HS Orka var í kjölfarið seld til skúffufyrirtækis í eigu Magma Energy: Magma Energy Sweden. Í samtali við fréttavefinn Smug- una sagðist Þorsteinn Ingi hafa átt hugmyndina að nafninu Magma, en hann sagði engin tengsl vera á milli Magma fjárfestingarsjóðs og Mag- ma Energy í Kanada. Magma Energy var stofnað árið 2008. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, sat í sérstökum ráð- gjafahópi, svokölluðu ráðgjafaráði Magma, en hann fluttist til Kanada í kjölfar efnahagshrunsins. Í ráð- gjafahópnum sat einnig Tryggvi Sig- urbjarnarson, faðir Haraldar Flosa Tryggvasonar stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur. Kenna nemum hagnýtar aðferðir Helgi Þór Ingason, nýskipaður for- stjóri Orkuveitunnar, er véla- og iðnaðarverkfræðingur og vann að rannsóknum og þróunarstarfi hjá Íslenska járnblendifélaginu á árum áður. Hann hefur sinnt margvísleg- um verkefnum, meðal annars í Al, ál- vinnslu hf. Undanfarin ár hefur hann starfað sem ráðgjafi og fyrirlesari á sviðum verkefnastjórnunar, gæða- stjórnunar, framleiðsluferla og verk- smiðjuskipulags. Helgi Þór og Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orku- veitunnar, voru síðasta vetur báð- ir kennarar í Verkefnastjórnun í svokölluðu MPM-námi (Master of Project Management) við Háskóla Íslands. Í námskeiðslýsingu segir að námið eigi að efla fjóra meginfærni- þætti nemenda; stefnumótunar- færni, skipulagsfærni, leiðtogafærni og samskiptafærni. Áherslan er sögð vera á „að kenna nemendum hag- nýtar aðferðir og þjálfa þá í notkun þessara aðferða.“ Hvorki náðist í Har- ald Flosa né Helga Þór við vinnslu þessarar fréttar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. jóN bjarKi MagNÚssoN blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Haraldur FlosiRéðsam- kennarasinní Orkuveituna. Í útrás IngiÞórvarfram- kvæmdastjórifjárfesting- arsjóðsinsMagma. Hugmyndir um íslenska orku- útrás voru einnig uppi á borðum hjá Magma- mönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.