Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 25
föstudagur 20. ágúst 2010 erlent 25 Láttu þér líða vel á hlaupum Gelhælar Gelinnlegg Hlaupasokkar Stuðningshlífar Stórhöfða 25 • simi 569 3100 Opið virka daga frá kl. 9 -18 www.eirberg.is Bjóðum gott úrval af vörum sem minnka álag á fætur og bæta líðan Dilma Rousseff er 62 ára. Hún er af millistéttarfólki komin og er af búlgörsku bergi brotin. Faðir henn- ar var Búlgari er flutti yfir hafið og settist að í Brasilíu. Hún starfaði frá 2005, þangað til fyrir skemmstu, sem starfsmannastjóri í ríkisstjórn Lula da Silva. Það er valdamikið embætti í Brasilíu og kom Rousseff nálægt stærstu ákvörðunum ríkis- stjórnarinnar. Þrátt fyrir að hún njóti virðingar fyrir störf sín með Lula og að hann afli hennar vinsælda, hefur hún einnig liðið fyrir beinan saman- burð við forsetann. Rousseff þykir til að mynda skorta persónutöfra Lula og mælskulist. Hún er af milli- stétt komin og ævisaga hennar er því ekki jafn töfrandi og ævisaga Lula, sem braust út úr sárri fátækt og komst alla leið í forsetastólinn. Á námsárunum tók Dilma Rousseff virkan þátt í andspyrnu- hreyfingum gegn grimmri herfor- ingjastjórninni sem ríkti yfir Bras- ilíu frá 1964 til 1985. Hún segir að þrátt fyrir að hún hafi aldrei tekið þátt í vopnuðum átökum við stjórn- völd hafi hún setið í næstum þrjú ár í fangelsi þar sem hún hafi verið pyntuð með rafmagni. Hún vann sér inn virðingu sem baráttujaxl þegar hún sigraðist á alvarlegu krabbameini í fyrra og ákvað að draga sig ekki í hlé í yfir- vofandi kosningabaráttu. Nú virðist allt benda til að Dilma Rousseff verði fyrsti kvenforseti Brasilíu, fimmta fjölmennasta ríki heims. Hún verður að sanna fyrir kjósendum sínum að hún sé ekki strengjabrúða Lula og stjórni sjálf. José Serra, 68 ára, hefur sinnt nokkr- um valdamestu stjórnmálaembætt- um Brasilíu, en hann var borgar- stjóri stærstu borgar landsins, Sao Paulo, og ríkisstjóri Sao Paulo-ríkis – stærsta og ríkasta fylkis landsins. Foreldrar hans voru fátæk- ir ítalskir innflytjendur. Hann flýði Brasilíu eftir valdarán hersins árið 1964, fyrst til Chile, en eftir valdarán Pinochets þar, fór hann til Banda- ríkjanna og lauk hagfræðinámi. Serra þykir, líkt og Rousseff, ekki góður ræðumaður. Hann þarf að treysta á að fólk halli sér upp að honum vegna gríðarlegrar reynslu hans af stjórnmálum og efnahags- málum. Ekki þykir líklegt að Serra muni umbylta stefnu stjórnvalda verði hann kjörinn. Hann mun þó að öll- um líkindum hverfa frá stefnu Lula í utanríkismálum og halla sér upp að Bandaríkjunum og hverfa frá sam- starfi ríkjandi afla við vinstrisinnaða forseta í Suður-Ameríku og þróun- arríki víða um heim. Það tók Lula da Silva fjórar tilraun- ir að verða forseti Brasilíu, áður en hann var loksins kosinn árið 2002 og var endurkjörinn árið 2006. Hann varð, eftir fyrstu kosning- arnar, fyrsti vinstrimaðurinn sem gegndi valdamesta embætti lands- ins í nærri hálfa öld, eftir stórsigur í kosningunum. Nú, á síðasta ári hans sem leið- togi Brasilíu, nýtur hann gríðarlegra vinsælda sem flestir þjóðarleiðtog- ar í heiminum myndu vilja njóta. En hann getur ekki boðið sig aftur fram vegna stjórnarskrárlaga. Kosningasigur hans árið 2002 var síðasti áfanginn í ótrúlegri ferð – frá sárri fátækt til forsetaembættis Bras- ilíu. Lula komst til valda með því að lofa því að umbylta stjórnmála- og efnahagskerfi landsins. Hann lof- aði að binda endi á hungursneyð og skapa forsendur fyrir ánægða, réttlætissinnaða og bjartsýna þjóð. Stjórnmálaskýrendur telja að félags- málaumbætur stjórnvalda – sem tugir milljóna Brasilíumanna hafa notið – hafi stuðlað að gífurlegum vinsældum Lula. Undir stjórn hans hefur máttur Brasilíu á alþjóðasvið- inu aukist mikið og á meðan hefur landið notið lengsta hagvaxtarskeiðs Brasilíu í þrjá áratugi. Lula ólst upp í sárri fátækt. For- eldrar hans voru ólæsir og eigna- lausir. Lula vann sem hnetusali og skóburstari sem barn og lærði ekki að lesa fyrr en hann varð 10 ára. Hann varð járniðnaðarmaður og missti vinstri litla fingurinn við störf í iðnaðarhverfi í Sao Paulo. Hann hafði engan áhuga á stjórn- málum í fyrstu en sökkti sér í verka- lýðsbaráttu eftir að fyrri kona hans lést úr lifrarbólgu á sjöunda áratugn- um. Hann varð árið 1975 leiðtogi hundrað þúsund manna járn- iðnaðarmannafélags og breytti landslagi brasilískrar verkalýðsbar- áttu með því að bjóða einræðis- stjórninni byrginn. Árið 1980 stofnaði hann fyrsta stóra sósíalistaflokk Brasilíu, Verka- mannaflokkinn, með því að leiða saman ólíka hópa verkamanna, fræðimanna og róttæklinga. Baráttukona af búlgörsku bergi brotin Einn vinsælasti forseti Brasilíu Reyndur stjórnmálamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.