Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Síða 33
föstudagur 20. ágúst 2010 viðtal 33 ég byrjuð að vinna í sjálfri mér á Stígamótum og það var farið að rofa aðeins til. En ég segi oft að Thelma mín hafi oftar en einu sinni bjargað lífi mínu. Ég hef alltaf getað leitað til hennar.“ Of ómerkileg fyrir Ofbeldið Saman hafa þær gengið grýtta slóð en alltaf hafa þær stutt hvor aðra. Ár eftir ár hafa þær hjálpað hvor annarri. Ruth er yngsta systirin af fimm. Þó að reynsla þeirra sé svipuð þá átti Thelma fast- ari sess í fjölskyldunni. Ruth var aftur á móti hluti af órjúfanlegri einingu sem kallaðist Íris og Rut. Einingin var svo órjúfanleg að sjaldan var vís- að til þeirra systra án þess að þær væru kallað- ar einu nafni, Íris&Rut, og fæstir vissu hvor var hvor. Fyrir vikið upplifði Ruth sig ósýnilega, svo ekki sé meira sagt. „Við vorum oft gleymdar. Þeg- ar ég hugsa til baka þá var það mér örugglega til lífs að hafa alltaf Írisi mér við hlið. Samt fannst mér það svo sárt að vera gegnsæ að það var oft betra að vera beitt líkamlegu ofbeldi. Þá fann ég allavega eitthvað. Þá sá mig allavega einhver. Mér leið oft þannig að ég væri svo ómerkileg að ég væri ekki einu sinni beitt ofbeldi.“ Ruth var reyndar líka beitt ofbeldi en oftar varð hún áhorfandi af því, sem er líka ofbeldi í sjálfu sér. „Ég var úti að leika mér og þegar ég kom inn var pabbi kannski búinn að setja upp stórt tjald og var að sýna barnaklámmyndir. Ég horfði á það þegar það var verið að lemja eldri systur mínar og mömmu mína og þegar það var verið að nauðga þeim. En mér fannst ég alltaf vera ósýnileg. Mig langaði til dæmis að fara með stelpunum þegar það var verið að senda þær í barnavændi. Ég vissi ekkert hvað var að gerast en ég vildi bara fá að vera með. Þær komu líka alltaf heim með fullt af nammi.“ Viðurkenning fylgdi kynlífi Thelma veit alveg hvað Ruth á við. „Þó að ofbeld- inu hafi verið beint meira að okkur þá fengum við líka stærri sess. Það er allavega ákveðið hlut- verk. Ég fékk viðurkenningu fyrir þetta. Ég fékk að heyra hluti eins og „oh þú ert svo yndisleg“, „ég elska þig mest“ og „þú ert svo góð í rúminu að þú ert eins og fullorðin kona“. Fólk sem hef- ur þessa reynslu fer oft í það hlutverk að þókn- ast öðrum með kynlífi. Hugsa með sér að það sé eitthvað sem það kann og gerir vel. Eins rugla margir saman kynlífi og ást. Halda að þeir séu að sækja ást með kynlífi. En þetta er ýmist. Sjálf vildi ég bara platónska ást. En ég kunni ekki að segja þáverandi manni mínum það. Þannig að ég lét mig hafa það og var fegin að geta þá slopp- ið næsta dag.“ Ruth fór hina leiðina. „Ég staðfesti það allt- af hvað ég var skítug og ljót að innan sem utan með þessu. Það var vítahringur sem ég festist í. En mér er það líka svo hugleikið að þegar ég opnaði á mín mál þá gerðist það að ég vildi ekki að maðurinn minn snerti mig. Hann hefði þurft á því að halda að geta fengið ráðgjöf. Fá að vita að það væri ekki vegna þess að ég væri búin að fá ógeð á honum heldur eðlileg viðbrögð þol- anda sem er að opna sitt mál.“ Það er eitt af því sem verður boðið upp á í Drekaslóð. Viðtöl fyr- ir maka og fjölskyldu. Vegna þess að ofbeldi er aldrei einkamál. Það hefur áhrif á alla fjölskyld- una. „Ég hef þá draumsýn að eftir tíu ár verði það sjálfsögð viðbrögð við ofbeldi að öll fjölskyldan leiti sér aðstoðar. Þó hún fari ekki í nema einn tíma til ráðgjafa sem gæti þá útskýrt fyrir henni við hverju hún megi búast, hvað sé eðlilegt og hvað sé til ráða,“ segir Thelma. eineltið Versnaði Hún bendir Ruth líka á að þegar þær Ruth og Íris voru litlar hafi heimilið verið orðið svo kaótískt að þær hafi í raun aldrei átt möguleika. „Neysla pabba jókst alltaf. Mamma átti alltaf erfiðara með að halda heimilinu saman og útvega mat á borðið þannig að hún hafði minni tíma til að sinna okkur. Þær urðu því alveg útundan. Ruth kom líka í skólann þegar ég var ellefu ára og þá var eineltið gegn mér að byrja. Á þeim tíma var ofbeldið farið að kvisast út til nágrannanna. Þá var pabbi búinn að fara allsber út á tröppur og öskra heimspeki á nágrannana. Ruth átti aldrei séns.“ Ekki leið á löngu þar til eineltið hófst. Aðal- gerandinn átti heima beint á móti stelpunum. Hann hafði verið vinur Ruthar áður en þau byrj- uðu í skólanum. „Ég hlakkaði svo mikið til að byrja í skólanum með honum. Ég hélt að hann væri minn bandamaður. Svo kom hann í bekk- inn þegar hann var sjö ára og þá upplifði ég það sem svo mikil svik þegar hann snerist gegn mér.“ Eineltið var stöðugt og versnaði með hverju árinu. „Þessi indjánavitleysa kvisaðist út, að mamma væri af indjánaættum því hún var dökk yfirlitum, með skarpa andlitsdrætti og stórt nef.“ Thelma grípur orðið. „Ég get alveg sagt þér af hverju. Þetta var mér að kenna.“ Ruth blæs á það en Thelma heldur áfram. „Jú. Ég var að reyna að ná athygli í skólanum. Ég vildi fá viðurkenn- ingu þannig að ég laug að öllum í skólanum að mamma mín væri indjáni og ég indjánadóttir. Af því að mér fannst það svo heillandi og flott.“ Ruth horfir á Thelmu. Loksins fékk hún botn í þetta. „Mér fannst það alltaf svo skrýtið að ég ætti að vera indjáni. Ég er rauðhærð.“ „Jújú,“ seg- ir Thelma. „Þetta fór út um allt. Meira að segja einn kennarinn spurði mig að því hvort þetta væri satt. En þetta sprakk aldeilis framan í okkur.“ Eftir þetta gátu þær hvergi verið án þess að krakkarnir tækju indjánaöskrið á þær. Ruth var líka kölluð Lína langsokkur og það var gert grín að henni fyrir að halda upp á Bítlana. „Bítlarnir hvað?“ spyr hún og segist aldrei hafa haldið upp á Bítlana. „Þetta var bara einelti. Ég man ekki orðrétt hvað var sagt við mig, ég man bara eft- ir þessari tilfinningu að það væri alltaf verið að ráðast á mig. Svo fékk ég náttúrulega að heyra það að pabbi væri alltaf að ríða systur minni. Það kom frá dóttur lögreglumanns í Hafnarfirði. Hún var mjög ötul við að koma því áfram.“ Opið sár Eins og gefur að skilja þá treystu þær systur eng- um. „Mér leið oft eins og allt samfélagið væri óvinveitt,“ útskýrir Ruth. „Ég upplifði það allt- af þannig að umhverfið stæði ekki með okkur þannig að það skipti engu máli hvort ég segði frá eða ekki. Mér fannst það standa utan á mér að ég kæmi af heimili þar sem ég var vanrækt. Stund- um fannst mér eins og við byggjum í veggjalausu húsi. Því þegar ég heyrði svona tók ég því þannig að krakkarnir vissu hvað væri um að vera. Marg- ir foreldar annað hvort vissu eða höfðu grun um hvað væri að gerast og fóru með það í börnin sín sem lögðu mig svo í einelti.“ Thelma samsinnir Ruth: „Ég upplifði það líka. Sem var svo hryllileg. Af því að skömmin var svo sterk. Þetta var eins og að vera með opið sár.“ Atvik í handavinnustofu skólans sýnir af- skiptaleysið svo skýrt. Þá hætti besta vinkona Thelmu allt í einu að tala við hana og settist ann- ars staðar. Thelma kallar í hana en hún svar- ar ekki. Thelma hættir ekki fyrr en hún snýr sér við „og segist ekkert vilja tala við mig því ég sé ógeðsleg hóra sem leyfi pabba mínum að ríða mér. Í framhaldinu settist einn af mínum verstu ofsækjendum við hliðina á mér og fer að pumpa mig. Spyrja mig alls konar spurninga um heimil- islífið, hvort ég þurfi alltaf að vera allsber, hvort pabbi minn sé alltaf að ríða mér, hvort hann geri það líka við systur mínar og hvernig það sé. Mér leið alveg hryllilega. Þetta var ein versta stund lífs míns. Kennarinn minn var fullorðin kona sem sat og roðnaði en gerði ekkert. Þannig að hann hélt óáreittur áfram fyrir framan allan bekkinn. Ég beið og beið eftir því að kennarinn myndi hjálpa mér, stoppa hann af og segja að svona mætti hann ekki tala en hann gerði það ekki. Einu áhrifin sem þetta hafði voru að ég varð skelfingu lostin við að fara í skólann alla daga eft- ir þetta.“ Þegar þetta átti sér stað var Thelma tólf ára. eineltið ristir djúpt Áður en bókin kom út hringdi Thelma í um- ræddan strák. Hún vildi gefa honum kost á að koma með athugasemdir. „Ég hringdi í hann í vinnuna. Hann svaraði og var fúll og önugur. Um leið og ég heyrði röddina hans skrapp ég niður úr valkyrjunni Thelmu og varð aftur varn- arlaus tólf ára stelpa inni í mér. Ég varð skelfingu lostin og baunaði erindinu út úr mér. Eftir sím- talið var ég svo ósátt, það var svo vont að finna hvað þetta stingur enn. Þetta ristir svo djúpt.“ Þess vegna leggur Ruth mikla áherslu á að vinna úr eineltinu. „Eineltið hafði svo gífurleg áhrif á mig allt mitt fullorðinslíf en lengi vel af- neitaði ég því. Það sem mér fannst erfiðast var þegar gert var kynferðislegt grín að mér. Það nístir enn í dag. Líka þessi endalausi áróður um að ég væri ömurleg.“ Sama tilfinning olli því að hún fékk átröskun. Reyndar þjáðust bæði Thelma og Ruth af átrösk- un. Hana má líka rekja til þess að þær þurftu að berjast fyrir hverjum bita í æsku. „Ég gaf mér lof- orð um að þegar ég yrði fullorðin þá yrði ísskáp- urinn alltaf fullur. Átröskunin tengist líka þess- ari tilfinningu minni að ég sé aldrei nógu góð. Ég borða hollt í nokkra daga en svo fell ég í ofát. En ég hef leitað mér hjálpar við því og núna þarf ég bara að halda áfram.“ glímir Við átröskun Thelma hefur svipaða sögu að segja. „Ég er með átröskun. Ég fór upp á Reykjalund af því að ég hélt að ég væri átfíkill. Þar kom í ljós að ég er það trúlega ekki. Á mínum yngri árum svelti ég mig. Ég hafði stöðugar áhyggjur af því að vera of feit. Þegar ég var 12 ára heyrði ég að líkaminn myndi brenna meira ef mér yrði kalt þannig að ég hékk hálf út um klósettgluggann mjög lengi. Þetta var um hávetur og ég var bara á stuttermabolnum og var alveg að frjósa. Ég man eftir því þegar ég var sautján ára og 46 kíló og fannst það rétt sleppa fyrir horn. Mjög lengi hef ég haft áhyggj- ur af útliti mínu. Ég er augsýnilega allt of þung og mig langar til að líða betur. Ég tel að þetta tengist æskunni,“ segir hún og hlær glettnislega. „Ferlega frumleg! Ég tel að þetta tengist skorti á ást og umhyggju. Líka því að við ólumst upp við skort á mat. Ég þurfti alltaf að passa mig og berj- ast fyrir hverjum bita. Ef ég fór ekki inn í eldhús, hrifsaði og suðaði, var ekkert víst að það kæmi neitt á diskinn minn. Þannig að matur varð svona öryggisatriði. Ég var nokkuð örugg þeg- ar maturinn var kominn á diskinn. En ég er að vinna úr því með aðstoð á sálfræðings. Hluti af afleiðingunum var líka að aftengjast líkaman- um. Ég missti líkamsvitundina.“ yndislegt líf Sigurinn sem felst í því að Thelma geti sagt með stolti að hún sé bara æðisleg, henni þyki hún bara frábær og falleg, er því ótrúlegur. „Mér þyk- ir vænt um mig. Eftir að ég lærði það fór ég að geta tekið á móti ást annarra. Í dag á ég kærasta, dásamlegan kærasta.“ Kærasti Thelmu heit- ir Kristján Kristjánsson. Þau náðu saman í fer- tugsafmælinu hans fyrir sjö árum en tóku sér einu sinni árs hlé á sambandinu. Tóku svo aftur saman fyrir tveimur árum og lífið gæti ekki verið betra. Thelma er allavega yfir sig ástfangin, svo einlæg að augu hennar ljóma enn skærar þegar hún talar um hann. Og Ruth? Hún er líka ástfangin. Gift kona meira að segja. Gekk upp kirkjugólfið í fyrra og gekk að eiga sinn heittelskaða. „Ég gifti mig í fyrra. Ég elska hann eins og hann er. Hann á þrjár dætur sem ég elska út af lífinu og á mjög gott samband við. Ég á kisu sem ég elska. Ég gat ekki tengst svona áður, ekki einu sinni gæludýr- um. Bara þetta er yndislegt. Ég á yndislegt líf í dag.“ ingibjorg@dv.is börðust fyrir hverjum bita drekaslóð Þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra. Sími: 860-3358 n Fyrir karla og konur n Fyrir fólk sem hefur lent í einelti í æsku eða á fullorðinsárum n Fyrir fólk sem hefur verið beitt hvers konar kynferðislegu ofbeldi n Fyrir alla sem hafa verið beittir hvers konar ofbeldi í parasamböndum n Fyrir heyrnarskerta n Fyrir fjölskyldu, vini og ættingja þolenda ofbeldis n Fyrir maka þolenda ofbeldis n Fyrir fólk sem þurfti að þola vanrækslu í æsku n Fyrir alla sem hafa þurft að líða vegna ofbeldis n Fyrir þá sem vilja fá fræðslu um ofbeldi Þörfinni ætlum við að mæta með því að bjóða upp á: n Einstaklingsviðtöl n Paraviðtöl n Val um að fá viðtöl hjá karli eða konu n Viðtöl hjá táknmálstúlki n Grunnsjálfshjálparhópa n Fjölbreytt úrval framhaldshópa n Ýmsa sérsniðna hópa n Námskeið og fræðslu Við byggjum á hjálp til sjálfshjálpar og við trúum því að hver og einn sé sérfræðingurinn í sínu lífi. Hvati okkar að stofnun þessara samtaka er trú okkar á mannréttindi og að allir eigi rétt á ofbeldislausu lífi. dýrmæt reynsla Thelma og Ruth Ásdísar- dætur hafa ákveðið að nýta þekkingu sína og reynslu til þess að hjálpa öðrum. Thelma segir það hafa verið svo eftirminnilegt þegar hún áttaði sig á því að þolendur ofbeldis gætu átt gott líf fyrir höndum. mynd róbert reynissOn átröskun Systurnar kljást báðar við ofát en þær tengja það við af- skiptaleysi og skort sem þær bjuggu við í æsku. Þá lofaði Ruth sjálfri sér því að ísskápurinn hennar yrði alltaf fullur. mynd róbert reynissOn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.